Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3, OKTÓBER. 1989
Að velja sér sjónarsvið
eftirBjörn S.
Stefánsson
Þegar erlendir öryggismálasér-
fræðingar koma til að kynna sér
örygismál landsins spyija þeir fyrst
hvernig þjóðin sé stödd með eigin
fæðu í þrengingum. Svo hefur sagt
mér starfsmaður öryggismála-
nefndar alþingis. Vegna hnattstöðu
landsins er ekki nema von, að slík
spurning sé efst í huga þeirra, enda
á varla nokkurt ríki eins langt að
sækja aðföng og ísland. Annars
eru slík mál ekki verkefni öryggis-
málanefndar, heldur athuganir og
kynning á hervörnum og vígbúnaði.
Lester Brown, forstöðumaður
rannsóknarstofnunarinnar World-
watch Institute í Washington lét
þau boð út ganga á útmánuðum
síðastliðinn vetur, að þurrkar í vor
og sumar í Norður-Ameríku munu
leiða til þess að Bandaríkin yrðu
ekki aflögufær með korn. Afíeið-
ingarnar yrðu alvarlegar fyrir þau
meira en 100 lönd sem kaupa korn
frá BNA. Þegar svo stæði á gæti
kornverð þre- eða fjórfaldazt, en
það hristi grunnviði heimsbúskap-
arins og ylli einstökum óróa í heim-
inum. Brown lét þess getið, að þá
nægðu kornbirgðir heimsins ein-
ungis til 60 daga, að kornuppskera
í heiminum hefði dregizt saman um
14% síðan 1984 og að kreppa vegna
„Þeir sem ætla sér mik-
inn hlut og ábyrgð
varðandi öryggi þjóðar-
innar hljóta fyrst af öllu
að gera grein fyrir
hvernig tryggja skuli
fæðuöflun þjóðarinnar í
þrenginum.“
umhverfisspjalla og matarskorts
ógnaði mannkyninu og krefðist við-
bragða eins og ófriður væri.
í fyrra urðu miklir þurrkar í BNA
og uppskerubrestur. Það kom þá í
veg fyrir vandræði að kornbirgðir
voru nægar frá árinu 1987, en þær
gegnu upp. Nú fór svo að ekki
urðu jafnmiklir þurrkar og ekki
uppskerubrestur.
Við sem höfum þetta sjónarsvið
um fæðuöflun í heiminum eigum
ekki auðvelt með að taka þátt í
fyrirferðarmikilli fjölmiðlaumræðu
um verð á innfluttum matvælum,
þar sem viðhorfið virðist vera það
að kaup á erlendum matvælum séu
eins örugg og auðveld og að
skreppa í næstu búð.
Við teljum slíkt viðhorf þröngt,
og við þröngsýnt fólk er erfitt að
ræða.
Við Ólafur Ólafsson landlæknir
birtum greinargerð í blaðinu 20.
júlí sl. um fæðuöflun á þrenginga-
tímum. Við bentum á að stjórnvöld
hefðu vanrækt fyrirmæli laga í
þessum efnum, þ.e.a.s. hagvarna-
ráð fyrirmæli laga um almanna-
varnir og Framleiðsluráð land-
búnaðarins ákvæði í búvörulögum.
Við reifuðum þar í hveiju styrkur
þjóðarinnar og veikleiki væri fólg-
inn.
Því tek ég þetta mál upp nú, að
Samband ungra sjálfstæðismanna
ályktaði um aukna þátttöku íslands
í vörnum landsins á þingi sínu í
sumar (Mbl. 23. f.m.). Ennfremur
ályktuðu þeir um fijálsari verzlun
með landbúnaðarafurðir miili ríkja.
Ég sé hins vegar ekki að þeir hafi
vikið að þessu grundvallaröryggi
þjóðarinnar, því öryggi sem aðrar
þjóðir hafa ekki ábyrgzt þjóðinni.
Við því er að búast að slík sam-
tök vilji aimennt vinna að fijálsari
milliríkjaverzlun. Hitt er jafnvíst
að öryggi þjóðar verður ekki tryggt
með lögmálum fijálsra viðskipta,
hvorki varnir hennar né viðbúnað-
ur. Þeir sem ætla sér mikinn hlut
og ábyrgð varðandi öryggi þjóðar-
innar hljóta fyrst af öliu að gera
grein fyrir hvernig tryggja skuli
fæðuöflun þjóðarinnar í þrengin-
um. Það væri glæframennska að
láta það undir höfuð leggjast.
Höfundur er dr.scient. og stundar
þjóðfélagsrannsóknir.
Þýskur kostagripur:
Ryðvarið hástyrksstál í yfirbyggingu
Um endinguna þarf ekki að efast,
Hvíslandi hljóðlátur á ferð
% Ákaflega sparneytinn
Unaðslegur í akstri
# Listrænn í útliti
■ 8
f . •••"«
SIEMENS -gæði
STÓRGLÆSILEG
NÝ ÞVOTTAVÉL
FRÁ SIEMENS!
Enn á ný ryður Siemens brautina í þróun
og hönnun heimilistækja.
í þetta skiptið með nýrri þvottavél, sem slegið hefur í
gegn og mun vafalaust verða öðrum þvottavélaframleið-
endum fyrirmynd, því að hér er á ferðinni sannkölluð
tímamótavél í hönnun og notkun tölvustýribúnaðar, sem
býður upp á nýja og betri þvottaaðferð en áður hefur
þekkst.
Mikil fjölbreytni.í þvottakerfum, þeytivinding í áföngum og
þrír mismunandi vinduhraðar skapa nánast óendanlegt
svigrúm fyrir allan þvott, sérhvert óhreinindastig hans og
þann hámarkshita sem hann þolir.
Sjálfvirkur magnskynjari skammtar vatn inn á vélina
í samrærrii við magn og gerð þvottar og það kerfi sem er
[ gangi og aðlagar þannig vatnsnotkunina sjálfkrafa því
sem þvegið er.
Sérþróuð þvottatromla með þremur áföstum vatns-
hripum heldur vatninu á stöðugri
hreyfingu og tryggir þannig jafnt
gegnumstreymi á vatni um
þvottinn. Þessi nýjung sér til
þess að þvotturinn fær bestu
hugsanlegu meðhöndlun.
SIWAMAT PLUS 4200 uppfyllir allar ítrustu kröfur og
óskir sem gerðar eru til þvottavéla nú á dögum. Hún er
mjög þægileg í notkun með aðgengilegt, upplýst
stjórnborð. (tarlegur leiðarvísir á íslensku og greinargóð
tafla yfir öll möguleg þvottakerfi vélarinnar fylgja með.
Þær miklu gæðakröfur sem gerðar voru við þróun hennar
og framleiðslu tryggja auk þess auðvelt viðhald og langa
endingu.
Gæði á gæði ofan frá SIEMENS