Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1989
41
Félagsheimili tónlistarmanna:
„Litli draumurinn 10 ára“
eftir Jóhann G.
Jóhannsson
Nú eru liðin rétt 10 ár frá því
að hópur tónlistarmanna kom sam-
an ákveðinn í að reyna að bæta
starfsvettvang sinn. Þessi hópur
kallaði sig SATT — Samtök al-
þýðutónskálda og tónlistarmanna.
Eitt brýnasta málið, að mati sam-
takanna, var að tónlistarmenn eign-
uðust. félagsheimili.
Að fengnu samþykki um aðild
að féiagsheimilasjóði, með þeim
rökum að skennntanaskatturinn,
megintekjustofn félagsheimila-
sjóðs, væri að mestu til orðinn
vegna starfsemi tónlistarmanna,
voru fest kaup á 240 rm húsnæði
á Vitastíg 3, 3. hæð, Reykjavík.
Á þessum 10 árum hefur oft
nætt um þennan „litla draum“ um
félagsheimili tónlistarmanna, sem á
stundum hefur verið líkari martröð
fyrir þá sem hafa verið i forsvari.
Stjórn FT hefur reynt að gera
markmið FT að veruleika: að Fé-
lagsheimili tónlistarmanna verði
miðstöð samskipta og upplýsinga-
streymis milli tónlistarmanna um
allt land. Með því að skipta hús-
næðinu niður með færanlegum skil-
rúmum (sjá teikningu) skapast fjöl-
breytt aðstaða:
Á. Æfingafaðstaðan fyrir ein-
leikara, kóra og flokka hljóðfæra-
leikara.
B. Aðstaða til hljóðritunar í hljóð-
. veri.
C. Aðstaða til fundarhalda.
D. Aðstaða til tónleikahalds og
tónlistarkennslu.
E. Aðstaða til skemmtanahalds
þ.m.t.. veitingaaðstaða.
F. Skrifstofuaðstaða fyrir hin
ýmsu félög og samtök tónlistar-
manna með ýmsum möguleikum,
t.d. rekstri umboðsskrifstofu.
Smátt og smátt hefur nánast
fokhelt húsnæði FT breyst í félags-
heimili sem býður upp á góðan sam-
komu- og veitingasal, fijlibúið hljóð-
Námskeið í
skyndihjálp
Reykjavíkurdeild RKI heldur
námskeið í skyndihjálp fyrir al-
menning. Það hefst á morgun,
miðvikudaginn 4. október, klukk-
an 20 og stendur í íjögur kvöld.
Kvöldin, sem kennt verður, eru
4., 5., 10. og 12. október. Nám-
skeiðið verður haldið í Ármúla
34 (Múlabæ). Öllum 15 ára og
eldri er heimil þátttaka. Nánari
upplýsingar og skráning þátttak-
enda er á skrifstofu Reykjavíkur-
deildarinnar á Öldugötu 4 á skrif-
stófútíma.
Á námskeiðinu verður m.a.
kennd endurlífgun, stöðvun blæð-
inga og margt fleira. Reynt verður
að heimfæra hjálpina á aðstæður í
byggð og óbyggð.
Myndatökur frá kr. 6.500,-
út októbermánuð, ölium tökum
fylgja tvær prufustækkarnir
20x25 cm.
Ljósmyndastofan Mynd
sími 5 42 07
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími 4 30 20
ver, skrifstofu og setustofu. Nú
vantar aðeins skilrúm (sem eru
dýr) upp' á að veruleikinn samsvari
teikningunni sem dregin var upp
af fyrirhugaðri aðstöðu fyrir nokkr-
um árum.
Meira að segja flygillinn er þegar
staðreynd.
Opnun FT
Félagsheimili tónlistarmanna var
opnað með viðhöfn 24. okt. 1987,
á fyrsta íslenska tónlistardeginum
að viðstöddum fjölda góðra gesta,
m.a. þáverandi og þá fyrrverandi
menntamálaráðherra, sem áttu það
sameiginlegt að hafa hvatt stjórnar-
menn FT til að halda áfram með
uppbyggingu félagsheimilisins í
trausti þess að framlög úr félags-
heimilasjóði væru á, næsta leiti.
Þrátt fýrir góð orð hefui' lítið gerst
og í dag er staðan sú að FT á inni
umtalsverða Ijárhæð í félagsheim-
ilasjóði sem hefur ekki getað staðið
við skuldbindingar sínar sökum
fjársveltis. Ekki bætir úr skák að
inneign í sjóðnum er ekki verð-
tryggð né ber vexti svo hún rýrnar
hratt og örugglega. Gott væri fyrir
fyrirtæki og einstaklinga að fá að
skulda ríkinu á sömu kjörum.
Þar sem núverandi menntamála-
ráðherra og íjármálaráðherra hafa
báðir lagt á það áherslu að vilja
frekar reyna að efna þau loforð og
skuldbindingar sem safnast hafa
upp í tíð forvera þeirra, heldur en
stofna til nýrra, er stjórn FT von-
góð um að eftir margra ára bið sé
röðin nú komin að Félagsheimili
tónlistarmanna. 10 ára afmæli
„litla draumsins" myndi þá breytast
í sigurhátíð.
FT - staðan í dag
Eitt mesta vandamálið sem við
hefur verið að glíma (utan fjár-
skorts) frá opnun FT hefur verið
óskyld starfsemi á 1. og 2. hæð í
sama húsi. Sú starfsemi hefur ekki
átt samleið með rekstri FT og hefur
staðið í vegi fyrir nauðsynlegum
úrbótum á útliti hússins og sam-
eign, en hvoru tveggja virkar afar
fráhrindandi á fólk og hefur staðið
FT mjög fyrir þrifum. I vor gerðust
hins vegar þau gleðitíðindi að nýir
aðilar gerðu 10 ára leigusamning
við eigendur 1. og 2. hæðar í þeim
tilgangi að koma upp stað þar sem
hvers konar lifandi tónlistarflutn-
ingur verður í öndvegi.
Hugmyndin er sú að koma upp
tónlistarkrá á 1. hæð, en á 2. hæð
verði aðstaða til tónleikahalds í 250
manna sal með veitingaaðstöðu,
upptökumöguleikum og aðstöðu til
beinna útsendinga á vegum út-
varpsstöðva. Nú er unnið af fullum
krafti við að hanna hæðirnar og
innan skamms heljast framkvæmd-
ir við breytingar á útliti hússins og
aðkomu.
Happdrætti FT -
dregið 23. okt. ’89
Þegar stjórn FT fékk upplýsingar
Úr sal Félagsheiniilis tónlistarmanna.
um hvað stæði til á 1. og 2. hæð
fylltist hún bjartsýni að nýju, því
hún sá í hendi sér að með jiessum
breytingum yrðu forsendur fyrir
rekstri FT allt aðrar og betri. Því
var ákveðið að bretta upp ermarnar
og freista þess að koma fjármálum
félagsheimilisins á réttan kjöl með
því að efna til skyndihappdrættis.
I happdrættinu átti að draga 18.
júní sl., en ákveðið var að fresta
drætti til 23. okt. nk. m.a. vegna
þess að fólk ruglaði almennt saman
happdrætti Samtaka um byggingu
tónlistarhúss og happdrætti FT með
þeim afleiðingum að illa gekk að
selja miða FT.
Happdrætti FT var svo aftur
komið af stað á íslensku dögum í
Miklagarði og Kaupstað í Mjódd,
en þar komu tónlistarmenn fram á
vegum FT í tengslum við sölu happ-
drættismiða með góðum árangri.
Nú verður haldið sleitulaust
áfram og er mikið lokaátak í undir-
búningi til að selja það sem eftir
er af upplaginu sem er aðeins 5.000
miðar. Áðalvinningur í happdrætt-
inu er Skoda Favorit 1990 að verð-
mæti kr. 435.000 og ferðavinningur
frá ferðaskrifstofunni Atlantik að
verðmæti kr. 75.000, en auk þess
er fjöldi annarra vinninga í boði.
Heildarverðmæti vinninga er um
1.000.000. Miðinn kostar kr. 1000.
Það er einlæg von stjórnar FT,
en í henni sitja Bjarni Marteinsson
formaður og Stefán Edelstein, Jó-
hann G. Jóhannsson, Wolfgang
Stross og Þorkell Sigurbjörnsson,
að tónlistarmenn, samtök og félög
tónlistarmanna og allt áhugafólk
um íslenskt tónlistarlíf sameinist
nú í hressilegu lokaátaki um að
koma „litla draumnum" endanlega
í höfn á 10 ára afmælinu.
Þeir aðilar sem vilja verða að liði
geta haft samband við form. FT,
Bjarna Marteinsson, Arkitektastof-
unni við Austuivöll, Stefán Edel-
stein, Tónmenntaskóla Reykjavíkur
og Jóhann G. Jóhannsson í síma
21461.
Höfúndur er tónlistar- og
myndlistarmaður.
íbúðarhótelið Oasis, vetrardvalarstaður í Mallorkasól.
Tómstundanámskeið og vetrardvöl eldri
borgara á Mallorka
Hœgt er að velja um 2, 3 eða 5
mánuði í sólinni
Spœnska - enska - myndlist - tréskurður - bókband - Ijósmyndun -
postulínsmálun - fatahönnun - handprjón - matreiðsla - minjagripagerð
- dans og bridge námskeið.
í framhaldi af vinsælli vetrardvöl
margra eldri borgara á Mallorka
síðastliðinn vetur, verður nú í fyrsta
sinn efnt til vetrardvalar þar sem
starfrækt verða fjölbreytt tóm-
stundanámskeið. Kennsla fer fram í
tvo tíma í senn, og verða einstakar
valgreinar teknar fyrir ýmist tvo
eða þrjá daga vikunnar. Hægt er að
velja um námsgreinar jafnt til fróð-
leiks, gagns og skemmtunar, þann-
ig að allir ættu að geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi. 1 tungumálum er
hægt að velja um spænsku og
ensku auk þess sem kennd er menn-
ingar- og listasaga miðjarðarhafs-
landanna. í tómstundagreinum er
meðal annars hægt að velja um
myndlist, tréskurð, bókband, ljós-
myndun, postulínsmálun, teiknun,
fatahönnun, handprjón, mat-
reiðslu og bridgenámskeið.
Vetrardvöl á hóteli með
fœði eða í 2ja herbergja
vel búnum íbúðum
Vetrardvalargestir geta valið að
dvelja á góðu hóteli miðsvæðis í
höfuðborginni Palma, þar sem
innifalið er morgunverðarhlaðborð
og margréttaður kvöldverður.
Rúmgóðar setustofur og sjón-
varpsherbergi eru á götuhæð, auk
veitingastaða, bjórstofa og salar-
kynna þar sem dansað er flest
kvöld. í stórum garði hótelsins eru
tún, sígræn tré og stór sundlaug þar
sem hótelgestir eiga kost á að taka
þátt í morgunleikfimi. Auk alls
þessa eru í hótelinu verslun og
læknastofa.
Vetrardvalargestir eiga þess einn-
ig kost að búa á glæsilegu íbúða-
hóteli með gestamóttöku og full-
kominni hótelþjónustu. Þar eru
veitingasalir, barir, setustofur,
sjónvarps- og spilaherbergi og 9000
m2 garður með risastórum útisund-
laugum. Einnig er stór upphituð
innisundlaug. Ibúðunum cr skipt í
svefnherbergi og stofu sem er með
fullbúinni eldunaraðstöðu og eru
sólsvalir út af báðum herbergjum.
Appelsínuuppskera í
janúarl
Þeir sem taka þátt í vetrarsól með
tómstundanámskeiði fara til
Mallorka með beinu Ieiguflugi 28.
október eða 3. janúar og koma
aftur 20. desember eða 6. apríl. Þá
verður sérstök jólaferð 20. desem-
ber til 3. janúar. Vetrarveðrið á
Mallorka er ákaflega milt og nota-
legt. Þar ríkja yfirleitt hlýir suð-
lægir vindar frá nálægum Afríku-
ströndum og Sahara, enda byrjar
appelsínuuppskeran í janúar.
Mallorka var orðin vetrarparadís
rika fólksins í Evrópu fyrir meira
en 150 árum þegar Jónas Hall-
grímsson var upp á sitt besta og
tónskáldið Chopin dvaldi þar og
gaf Mallorka nafnið „paradís á
jörð“.
Kostar minna en að búa
heima hjá sér
Verðið á vetrardvalarferðunum
er mjög hagstætt vegna góðra
samninga. Með flugferðum, dval-
arkostnaði, fararstjórn og heilsu-
gæslu kostar vetrardvölin frá kr.
1190.- á dag i íbúð og frá kr. 1460.-
á dag á hóteli með fæði (gengi 26/4
’89 — 5 mán.). Hægt er að greiða
vetrardvöiina með tryggingabótum
ellilífeyrisþega í gegnum banka.
Fulltrúar frá Félagi eldri borgara
hafa skoðað alla þá aðstöðu sem
boðið er upp á á Mallorka.
Islensk fararstjórn —
Heilsugæsla — Stórt
íslenskt bókasafn
Allir vetrardvalargestir njóta
þjónustu þar sem trúnaðarlæknir
og íslenskur hjúkrunarfræðingur
annast heilsugæslu. Á staðnum er
stórt islenskt bókasafn auk þess
sem íslensku blöðin liggja frammi.
Á skemmti- og spilakvöldum eru ís-
lensku fréttirnar sýndar öðru
hvoru ásamt öðru efni á mynd-
snældum. Þá gefst kostur á þátt-
töku i fjölbreyttum skemmti- og
skoðunarferðum m.a. til Madrid,
Barcelona, Andorra og Rómar.
Nánari upplýsingar um vetrar-
dvölina og tómstundanámskeið
eldri borgara á Mallorka veitir Sig-
rún í síma 91-15331 eða Guðríður
°g Ægir á skrifstofu Félags 'eldri
borgara i síma 91-28812.