Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 12
12 Heildarupphæð vinninga 30.09. var 4.590.118. Enginn hafði 5 rétta, sem var kr. 2.112.849. Bónusvinninginn fengu 3 og fær hver kr. 122.334. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 8.672 og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 494 Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir út- drátt í Sjónvarpinu. Símí 685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulínan: 99 1002. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUiR 3. OKTpBER 1989. Tékkneskur prestur stundar sjálfsnám í íslensku: „Málfræðin var alveg hræði- lega erfíð og leiðinleg“ —segir Petr Dokladál sem fékk „Íslandsbakteríu“ á unga aldri Hestur - um hest - frá hesti - til hests ... Flestir fullvaxta íslending- ar kannast við þulur af þessu tagi frá skólaárunum og aðrar álíka heillandi. Fáir geta hins vegar sagt að þeir hafi beinlínis notið þess að læra íslenska málfræði og stafsetningu. Okkur þykir alltaf forvitnilegt að heyra um fólk í framandi löndum sem fórnar frístund- um sínum í að læra tunguna okkar, þrátt fyrir tyrfna málfræðina. Einn slíkur var hér á ferð í sumar í boði Torfa Ólafssonar, for- manns félags kaþólskra leikmanna. Islenskuneminn heitir Petr Dokladál, er rúmlega fertugur að aldri og kaþólskur prestur í heimalandi sínu, Tékkóslóvakíu. Arið 1982 hóf hann sjálfsnám í islensku en ellefu ára gamall hafði hann fengið óslökkvandi áhuga á öllu sem íslenskt er þegar hann sá danska fræðslukvikmynd um landið. Við fengum Pétur, eins og við köllum hann hér, til að segja frá náminu. Hann talar málið ótrúlega vel en ruglast stöku sinnum í ríminu, t.d. þegar hann segir um kunningja sinn í prestastétt að hann hafi verið „náttúruvísundur" (náttúruvísindamaður) áður en hann hóf guðfræðinám. En gefúm nú Pétri orðið. „Ég er fæddur í borginni Jesen- ik á Mæri sem er eitt af þrem héruðum Tékkóslóvakíu. Faðir minn var efnaverkfræðingur en móðir mín tungumálakennari, kenndi þýsku og frönsku. Sjálfur fékk ég mikinn áhuga á Norður- löndunum þegar ég var lítill. Ég sá danska fræðsiumynd um ísland og varð heillaður; seinna fannst mér lýsingar á auðnum hálendisins minna mig á ljóð T.S. Eliots, „The Waste Land.“ Fossar, jöklar, eld- gos, skógleysið; þetta er allt saman svo ótrúlegt og ólíkt því sem ég þekki heima í Tékkóslóvakíu. I myndinni var líka sagt frá lífi fólksins, þ. á m. sýnd störf á litlum sveitabæ. Annars er erfitt að út- skýra hvers vegna maður fær áhuga á einu landi fremur en ein- hvetju öðru, hvað það er sem snert- ir mann öðru fremur. Danska myndin varð til þess að ég skrifaði sendiráði íslands í Prag, sem þá var þar í borg, til að kom- ast í samband við íslensk börn. Sendiráðsmenn létu bamablaðið Æskuna hafa bréfið og ég eignað- ist með hjálp blaðsins marga pennavini á Islandi. Móðir mín hjálpaði mér við að skrifa bréfin á ensku. Þegar ég síðar var að læra til prests í Litomérice sýndi reglu- bróðir mér kaþólskt tímarit á esp- eranto og þar var birt heimilisfang Torfa Olafssonar. Ég skrifaði Torfa bréf á ensku en kryddaði það líka með fáeinum íslenskum orðum sem ég hafði smám saman lært. Torfi hafði gaman af þessu og skömmu seinna ákvað ég að læra íslensku til fullnustu. Erfið byrjun Ég byijaði námið 1982 og not- aði „Teach Yourself Icelandic" ásamt fleiri kennslubókum sem aðallega voru ætlaðar bömum, með mjög einföldum textum: „Hann heitir Pétur, ég heiti Jón.“ Seinna skrifaði ég Málaskólanum Mími í Reykjavík og Einar Pálsson skólastjóri sendi mér tvær mjög góðar kennslubækur fyrir útlend- inga, árið 1983 að mig minnir, og þá hófst ég handa fyrir alvöm. Fyrst í stað var þetta erfitt og ég áttaði mig ekki á nokkrum sköpuð- um hlut, skildi ekkert í málfræð- inni. Allar þessar beygingar, þetta var hræðilega erfitt og íeiðinlegt! En ég fékk síðar vini mína á Is- landi til að senda mér snældur með mæltu máli; að mestu ieyti var þetta efni sem tengdist kirkju- og trúarlífi. Fólkið talaði hægt og skýrt og auk þess hafði þetta þann kost að ég þekkti auðvitað vel til efnisins ef það var úr Biblíunni, prestar að lesa guðspjöll og fleira af því tagi. Frá 1985 hef ég verið prestur í Ostrava-umdæmi á Mæri, í bæn- um Stará Béla. Ég reyni að grípa í námsbækurnar og glósa þegar ég hef tíma, reyndar hef ég þýtt heilar bækur af íslensku á tékk- nesku fyrir sjálfan mig til að áuka orðaforðann. Hins vegar get ég lítið æft mig í talmálinu, ég hef engan til að tala við nema sjálfan mig! Þegar Torfi kom í heim sókn til mín á síðasta ári var hann fyrsti Islendingurinn sem ég hitti augliti til auglitis. Það hefur ekki verið þýtt mikið af íslenskum bókum á tékknesku. Helena Kadeckova í Prag hefur þó þýtt fáeinar en hún lærði á sínum tíma íslensku við Háskóla íslands. Hún hjálpaði mér að kom- ast af stað í íslenskunáminu, gaf mér góð ráð þegar ég var orðinn óþolinmóður. Ef ég verð fyrir því að skilja alls ekki setningu í íslenskri bók eða blaði sendi ég henni þann texta og hún þýðir hann fyrir mig. íslenskir vinir mínir hafa sept mér dagblöð til Tékkóslóvakíu. Ég á eintök af Morgunblaðinu þar sem sagt er frá heimsókn páfa til ís- lands og ýmsu sem tengdist henni. Mig langar til að þýða eina grein- ina á tékknesku, hún ijallar um tengsl páfa og Islands. Stundum hef ég reynt að lesa þungar bækur á íslensku, t.d. bók eftir Halldór Laxness sem heitir „Dagar hjá múnkum," Torfi sendi mér hana. Laxness er mjög snjall en erfiður, notar skrítin orð, ég skil samt nokkurn veginn hvað hann er að segja. Verst er að ég hef ekki nógu mikinn tíma til að lesa því að preststörfin eru tímafrek. En þessi stutta ferð mín hingað er ómetanleg, það hefur tekist að bæta úr margri vitleysunni hjá mér þessa dagana. Ég veit samt núna að ég get farið út í búð eða á veitingastað á Islandi og gert mig skiljanlegan við afgreiðslu- fólkið, svo mikið kann ég þegar. Maturinn er ágætur hérna. Sjálfur er ég lítið fyrir mjólkurmat en íslenska skyrið finnst mér samt hreinasta krás, það er líka alltaf gaman að kynnast nýstárlegum mat og annars konar siðvenjum. En auðvitað þyrfti ég að dveljast hér lengur til að kynnast þjóðinni. Hlustað á Bubba Morthens Sjálfur hef ég mjög gaman af músík, bæði klassík og poppi. Ég á talsvert af íslenskum plötum, líklega um tuttugu, eitthvað af þjóðlögum og slíku en mest popp- músík, m.a. plötur með Bubba Morthens, Megasi, Spilverki þjóð- anna, Grýlunum, Sykurmolunum, líka Mezzoforte og Centaur sem hefur gert margt athyglisvert í blús. Mér skilst að tímaritið Smell- Morgunblaðið/Sverrir Petr Dokladál, prestur og áhugamaður um ísland: „Ég á ... mest poppmúsík, m.a. plöt- ur með Bubba Morthens, Meg- asi, Spilverki þjóðanna, Grýlun- um, Sykurmolunum, líka Mez- zoforte og Centaur sem hefúr gert margt athyglisvert í blús.“ ir sé hætt að koma út en það lét ég senda mér og ég á Poppbókina frá 1983 þar sem sagt er frá Bara- flokknum á Akureyri, Utangarðs- mönnum, Trúbroti og öllum hinum hljómsveitunum. Auk þess reyni ég að fylgjast svolítið með íslensk- um íþróttamönnum. Heima á ég myndband með öllum leikjum íslenska handboltaliðsins á B- heimsmeistaramótinu í Frakklandi þar sem þeir sigruðu. Ferðin til íslands núna er fyrsta ferðalag mitt til Vesturlanda. Við Torfi fórum fyrst til Stykkishólms þar sem við heimsóttum Fransis- cusarsystur á sjúkrahúsinu en síðar fórum við til Akureyrar þar sem nokkur börn Torfa búa og þau tóku afar vel á móti okkur. Við brugðum okkur til Mývatns þar sem við skoðuðum stórkostlega náttúruna; Dimmuborgir, Leir- hnjúk, Kröfiu og fleiri staði. Við komum einnig við á Húsavík þar sem einn af pennavinum mínum á heima. Áður höfðum við litið inn hjá séra Kára Valssyni í Hrísey en hann er fæddur í Tékkósló- vakíu. Það vildi svo skemmtilega til að hann átti 78 ára afmæli sama dag. Hrísey er einstaklega fallegur staður. Öll þessi ferð til íslands verður mér ógleymanleg, meira að segja veðrið hefur verið mjög þægilegt flesta dagana, og vonandi á ég eftir að komast oftar hingað.“ Viðtal: Kristján Jónsson. P0TTAR PÖNNUR úr smelltu steypujárni frá ^ L.E CREUSET FrönsK gæöavara: Mjög auðvelt að hreinsa. Hámarks nýting á hitaorku. Meimilis- og raftækjadeild iLaugavegi 170-174 Slmi 695500 5 LITIR: □ HVÍTT □ SVART □ QULT □ LEIRBRÚNT □ RAUTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.