Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 20
MOKGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAtíUR ¥. OKTÓBER 1989 20 RÁÐVILLA eftir Einar Júlíusson Grein Björns Dagbjartssonar, „Rökvillur", í Mbl. 7. sept. gefur tilefni til nokkurra athugasemda, ábendinga og hugleiðinga. 1. Er ólán Patreksfirðinga af völdum kvótakerfisins? Það sem Bjöm kallar rökvillur eða rökleysu virðist fyrst og fremst vera, að „margir halda því fram og virðast trúa því að núgildandi fisk- veiðistefnu sé um að kenna“ vanda- mál Patreksfirðinga. Hann segir ekki beint hveiju sé fremur um að kenna en bendir á að „með feikna- mikilli opinberri fyrirgreiðslu og erlendum lánum var skipið keypt til Patreksfjarðar. .. löngu fyrir daga kvótakerfisins." Rétt er að hlusta á skoðanir Patreksfirðinga í Mbl. 1. sept. undir fyrirsögninni „Umræður á Matborg“. Flestir virðast kaffigestir sam- mála um að kvótakerfið sé bölvald- ur Patreksfjarðar. „Kvótakerfið verður að leggja niður. Fiskurinn er að verða að erfðagóssi hjá ein- hverju útgerðarfólki." Ástæðumar fyrir vanda Patreks- firðinga era sjálfsagt margar og flóknar, en það þarf eitthvað betri rök til að afgreiða þessar skoðanir einungis sem rökvillu. Ég held að það hljóti að vera meiri rökvilla að fullyrða að núgildandi fiskveiði- stefna eigi ekki þátt í þeirra vanda. 2. Er fiski hent í sjóinn? Áfram segja Patreksfirðingar í sömu grein: „Kvótakerfið býður upp á gífur- lega spillingu. Ef menn fá raslhal þá henda þeir því bara. Það kemur miklu meiri fiskur upp úr sjó en tölur segja til um.“ Þessi ásökun, að kvótakerfið bjóði um á að heilum togarhölum af þorski sé hent til að auka gæði og verð þess. takmarkaða magns sem leyft er að veiða, er alvarleg og kallar á tafarlausa rannsókn, fyrirbyggjandi aðgerðir og útreikn- inga á því hve mikið þurfi að skerða kvótann af þeim sökum. 3. Af hverju stækkar fiskiflotinn? Björn segir að „kvótakerfið eitt sér hefur enn ekki getað minnkað flotann þar sem lánveitingar og fyrirgreiðsla til skipakaupa hafa verið allt of rúm“. Setningin hlýtur að flokkast undir rökvillu, því varla kaupa menn skip vegna lánveiting- anna. Strangar lánareglur sem og t.d. innflutningsbönn geta heldur ekki minnkað flotann, eins og Bjöm viðurkennir að gera þurfi. Það hef- ur einfaldlega sýnt sig, sem hefði mátt sjá fyrir, að einn megingallinn á kvótakerfinu er hve mjög- það hvetur til skipakaupa. Það má vel vera að nógu strangar lánareglur hefðu getað komið í veg fyrir a.m.k. hluta af þessari flotastækkun, en ekki er kvótakerfinu þar fyrir að þakka. Skynsamlegra væri einfald- lega að búa við stjómunarkerfí sem hvetti til flotaminnkunar fremur en skipakaupa. Engar Iánareglur gætu þá hindrað fækkun fiskiskipa. 4. Á að binda kvóta við skip? Björn spyr í lok greinarinnar, „hvernig í ósköpunum getur það orðið til að minnka flotann ef menn eða fyrirtæki, sem ekki eiga nein skip, geta keypt sér kvóta á upp- boði?“ Hálfpartinn hljómar eins og spurt sé háðslega um einhveija sem geta ekkert veitt, og þá er svarið: Ef slíkir ævintýramenn, t.d. græn- friðungar, keyptu (okkur til mikilla hagsbóta) öll veiðileyfin, þá mundi fiskiflotinn, a.m.k. sá hluti sem er úti á sjó, minnka niður í ekki neitt. Ef .ég tek samt spurninguna heldur alvarlegar og ímynda mér ekki að neinum detti í hug að kaupa kvóta, sem hann ætlar sér ekki að nýta og græða á, þá er svarið: Ef kvót- arnir era ekki bundnir við skipin verður það einskis manns hagur að vera með stærra skip en hann þarf til að ná sínum kvóta. Útgerðar- menn halda því einnig fram að flot- inn mundi minnka ef þeir bara gætu treyst því að þetta kvótakerfi væri til frambúðar og kvótasala alveg fijáls. 5. Líkleg flotastækkun? _ Það sem ég ætlaði samt að gera að meginumtalsefni hér er stað- hæfing Björns: „Aukning rúmlestatölu á kvóta- áranum 1984-1988 er þó líklega minni en á nokkra öðru fimm ára tímabili frá stríðslokum, að undan- teknum kreppuárunum 1968- \1972.“ Sennilega hafa þeir sem komu kvótakerfinu á talið líklegt að það mundi hafa hemil á flotanum. Hugsanlega vora þeir þó ekkert að spá í slíka hluti, eða töldu að lána- reglurnar mundu eða ættu að sjá um það. Það er hins vegar alveg óþarfi fyrir formann málefnanefnd- ar Sjálfstæðisflokksins um sjávar- útvegsmál að velta vöngum yfir því í dag hvað sé líklegt eða ólíklegt að flotinn hafi stækkað mikið á umræddu 5 ára tímabili. Siglinga- málast'ofnunin gefur út ítarlega skrá yfír íslensk skip og við skulum einfaldlega kanna málið og athuga hver þróunin hefur orðið í raun og vera. Niðurstaðan er sett hér í töflu: Staðreyndin er að þilfarsskipa- flotinn óx 1987 um 5061 rúmlest og 1988 um 2155 rúmlestir og 3173 brúttótonn. Auk þess hefur orðið mikil aukning í opnum vélbát- um, 538 lestir 1987 og 1079 lestir 1988. Fiskiskipaflotinn stækkaði því um 5600 brl 1987 og 5350 brl 1988. Ennfremur er staðreynd að 1. janúar 1989 voru í smíðum eða umsamin 35 fiskiskip að stærð rúm- lega 5300 rúmlestir, samkvæmt sömu skrá Siglingamálastofnunar, og eru þá opnir bátar ekki taldir með, og reyndar hvergi hér nema í tölunum fýrir 1987-1988. 7. íslenskar skipasmíðar? Nöturlegt er að af þessum fiski- skipum í smíðum eru 83% í smíðum erlendis, en aðeins 17% eða sjött- ungurinn í smíðum hérlendis. Ekki hafa þau rök reynst haldbær, sem oft heyrast, að ekki megi stöðva nýsmíðar fiskiskipa til að íslenskar skipasmíðastöðvar hafi næg verk- efni. Ekki hafa kvótakerfið eða hagstefnan (fastgengisstefnan, há- vaxtastefnan,...) komið þeim til góða. Þær virðast ekki geta fengið fyrirgreiðslu eða bankaábyrgð til að smíða skip hvorki fyrir íslend- inga né araba, en enn er haldið áfram að flytja inn fiskiskip. 8. Er flotastækkunin minni nú en áður? Meðfylgjandi línurit sýnir stækk- unina á umræddu 5 ára tímabili kvótakerfisins og næstu 5 árum á undan, allt til stríðsloka. Það .eru uppgangs- og niðurgangstímar í sjávarútvegi og skipakaupum, en ég get engan veginn túlkað línurit- ið svo að renni stoðum undir fullyrð- ingu Björns, réttara sagt spádóm, því hann hefur reyndar ekki fullyrt neitt. Vöxtur á kvótatímabilinu er ekki með minnsta heldur mesta móti, þó línuritið sýni að vísu 3 stærri toppa. Skrapdagakerfið virð- ist hafa reynst skömminni skár en kvótakerfið til að hafa hemil á stækkun flotans, en ég tel alveg öruggt að kvótasölukerfi eða auð- lindaskattur mundi ekki aðeins stöðva stækkun flotans heldur gæti minnkað hann umsvifajaust í þá lágmarksstærð sem þarf til að veiða leyfðan kvóta. 9. Hefúr flotastækkunin verið meiri? Á undanförnum 2 árum hefur flotinn stækkað um næstum 11 Einar Júlíusson „Steftia Sjálfstæðis- flokksins er að horfið verði frá núverandi kvóta-, hafta-, miðstýr- ingar- og skömmtunar- steftiuí sjávarútvegi og tekin upp ný stefiia byggð ájafinrétti og frjálsum viðskiptum með tímabundin fisk- veiðileyfi.“ þús. rúmlestir og það verður mikil stækkun á þessu ári. Það stefnir allt í að sá toppur sem er í uppsigl- ingxi nú, muni í lok þessa árs eða þess næsta fara fram úr öllum fyrri metum varðandi fimm ára aukningu a.m.k. síðan nýsköpunin varð eftir stríðið. Þeim topp náum við e.t.v. ekki í rúmlestum talið, en það er réttara að miða við sóknaraukning- una en rúmlestirnar. Hver rúmlest hefur nú í för með sér miklu meiri sóknarmöguleika en áður, bæði vegna aukins tæknibúnaðar ski- panna og eins vegna aukinnar vísindalegrar þekkingar á fisk- gengd. Eg hef ekki tök á að meta hér sóknaraukninguna, en bendi á stórfróðlegt línurit Gylfa Þ. Gísla- sonar sem birtist í Mbl. 12. septem- ber. Það sýnir verðmæti flotans, og þarmeð að þó að flotinn hafi ekki nema rétt rúmlega tvöfaldast, í rúmlestum talið, síðan á sjötta ára- tugnum hefur raunverð hans fimm- faldast. Hver rúmlest er því a.m.k. 2-3 sinnum dýrari í dag en á dögum nýsköpunarinnareftir því hvort litið er á eldri eða nýrri hluta flotans og það ætti að taka það með í reikn- inginn þegar borin er saman flotas- tækkunin nú og á nýsköpunartí- munum. Ég stend því fast við mínar fyrri fullyrðingar að ástandið sé alls ekki eins og Björn telur, heldur hafi flotinn í raun aldrei stækkað eins hratt og nú, a.m.k. hvað kostn- að og sóknargetu varðar. 10. Hefiur ofveiðin verið meiri? Nei, þegar ég gerði fiskveiðilíkan fyrir áratug síðan þótti mér nóg um ofveiðina og reiknaðist flotinn næstum helmingi of stór. Siðan hefur hann stækkað um 15% og sóknargetan ömgglega miklu meira. Sóknin í þorskinn hefur tvö- faldast síðan 1979 og er nú 4 sinn- um meiri en sú kjörsókn sem hám- arksnýtingu gefur. Þannig hefur verið komist hjá því að minnka af- lann þó að veiðistofninn hafi minnk- að, en hann var hálfu stærri þá en nú. Það er stundarhagur að auka sóknina framyfir kjörsókn, en það lán er á háum vöxtum. Umfram- sókn eykur kostnaðinn, og til lengri tíma litið gerir hún aflann bæði minni og sveiflukenndari. Henni fylgir einnig áhætta því þegar hrygningarstofninn er orðinn svo lítill að fer að hafa áhrif á klak- stærðina hrynur stofninn. 11. Er þorskstofiiinn að hruni kominn? Hrygningarstofninn er nú minni en helmingur af því sem var 1979 og þorskklak hefur ekki heppnast vel í 5 ár í röð, sem er einsdæmi. „Fjórða árið í röð sem viðkoman bregst“ segír Mbl. 16. september um klákið 1989. Ekki mundi ég samt nota orðið viðkomubrestur því fiskifræðingar álíta að hrygningar- stofninn sé enn nógu stór til að skila fullu klaki og hrun er þá ekki yfirvofandi. En „Árgangur 1985 er nú talinn vera undir meðallagi og árgangar 1986-1988 eru allir mjög lélegir, sambærilegir við árgangana 1981 og 1982 en þeir era taldir með þeim lökustu sem fram hafa komið síðustu þrjá áratugina.“ Er hugsanlegt að fiskifræðingum skjátlist og hörmulegu ástandi hrygningarstofnsins sé að einhveiju leyti um að kenna þetta lélega klak? 12. Koma Grænlendingar til bjargar? Fiskifræðingar vita ekki allt, segja ráðamenn, og hlusta yfirleitt ekki alltof mikið á álit þeirra, tillög- ur og ábendingar. „Tækifæri sem bent var á og gafst til að auka fiskgengd á vertíð- arsvæðinu er gengið okkur úr greip- um og framundan er fyrirsjáanlegur veralegur samdráttur í þorskstofn- inum og þorskveiðunum, ef enginn kemur Grænlandsgangan." Já, nú er aðeins að treysta á að útlendingar fari ekki að veiða þorsk á Grænlandsmiðum, þvi „mikil veiði þar mundi draga stórlega úr líkum á slíkum Grænlandsgöngum á ís- landsmið". Ekki getum við treyst á okkur sjálf til að bjarga okkar eigin þorskstofni. 13. Hvað með aðra fiskstoftia? Lítum á ofveiði grálúðunnar. „Sókn í stofninn hefur þrefaldast síðan 1986“ og er 5 sinnum meiri en hámarksnýtingu gefur. „Leiða má að því sterk rök að svipuð sókn næstu 2-3 árin muni valda hruni í stofninum og viðkomu- bresti.“ Við sem unnum að fiskveiðilíkön- um 1979 bentum allir, og hver í sínu lagi, á a'ð einungis auðlinda- skattur væri líkiegur til að geta stjórnað fiskveiðunum, en þetta er semsagt í hnotskurn saga og árang- ur skrapdaga- og kvótakerfisins. (Tilvitnanir í skýrslu Hafrann- sóknastofnunar ág. 1989 era ekki allar alveg orðréttar.) 14. Hrun og uppbygging síldarstoftisins Sókn í síld er í námunda við kjör- sókn, enda er góður vöxtur bæði í afla og stofni. Markviss uppbygging sumargotssíldarstofnsins hefur tek- ið tvo áratugi, en er gott dæmi um hvernig á að sækja í fiskistofn og hvað hægt er að gera ef tekst að hafa stjórn á veiðunum. Hinn forð- um risastóri norsk-íslenski síldar- stofn hefur hinsvegar ekki enn náð sér eftir hranið fyrir næstum aldar- ijórðungi og er ekkert farinn að ganga á íslandsmið. „Engin síld var þar en átuskilyrði góð“ segir fyrr- nefnd skýrsla af vísindalegu hlut- leysi, um árangur Ieitar að honum á víðáttumiklu svæði í vor. Menn VOXTUR FISKIFLOTANS 1944-1989 5 ÁRA MEOALTÖL. 1948 1953 1958 1963 1968 1973 1978 1983 1988 ml 89 Stækkun fiskiskipaflotans 1987-1989 Stækkun 1987 Þilfarsskip 5061 brl Samtals Smábátar 538 brl 5599 brl Stækkun 1988 Þilfarsskip 2155 brl — + 3173 bt Smábátar 1079 brl 5349 brl* í smíðum 1.1.1989 Innanlands 927 brl Erlendis um 4409 brl% Smábátar ? . >5336 brl * Miðað við að 1 bt sé 1.5 brl. % Nokkur skip hafa verið endurmetin skv. uppl. Mbl. 29/8 Heimild: SiglingamálasUifnunin: Skrá yfir íslenzk skip 1989 6. Raunveruleg flotastækkun!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.