Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 36
36 MÓRGUNBLAÐIÐ MiIÐ.JUDAGUR 3. OKTÓBER 1989 KARLMANNAFÖT Kr. 5.500,- til 9.990,- Terylenebuxur kr. 1.395,- til 2.195,- Gallabuxur kr. 1.420,- og 1.620,- Flauelsbuxur kr. 1.420,- og 1.900,- Regngallar nýkomnir kr. 2.650,- Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt. w ANDRES, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Bleytir gólfið, skrúbbar og þurrkar það í einni yfirferð! Hacomatic B43 gólfþvottavélin er sérlega létt og auðveld í notkun. Hún þvær og þurrkar gólfið í einni yfirferð án nokkurs erfiðis. Vélin er búin raf- geymum sem knýja hana áfram. Vinnslubreidd er43 cm. Stórkostlegur tíma- og vinnusparnaður á gólfflötum frá 200 fermetrum. Á stóra gólffleti mælum við_ með Hakomatic SBR. vélunum með vinnslubreiddfrá, 60-85 cm. □ Vinsamlegast sendið mér nánari upplýsingar um Hako gólfþvottavélar og vélsópa. Nafn: □ Vinsamlegast hringiðtil mín. Heimili: Sími: vélará Islandi BCe** 1 Nýbýlavegi 18, DB9JAJ sími 64-1988. Klæðstu Barbour í baráttunni við veðrið. Hentugur fatnaður innanbæjar sem utan. Hafnarstrœti 5 Símar: 16760 og 14800 Skemmtileg kynning á Marivaux Leiklist Elín Pálmadóttir Theatre du Campagnol sýndi í Iðn' leikritin L’Ile des Esclaves eða Þrælaeyjan, La Provinciale eða Sveitakonan og Le Legs eða Arfurinn. Leikstjóri og fyrirlesari: Jean- Claude Penchenat. Franska Campagnol-leikhúsið, sem er leikhús suðurhverfa Parísar- borgar, kynnti tvö kvöld í röð í vik- unni í Iðnó franska 18. aldar leikrita- skáldið Marivaux með tveimur leik- rita hans fyrra kvöldið og fyrirlestri um höfundinn með leikdæmum seinni daginn, sem leikstjórinn Jean-Claude Penchenat flutti og stjómaði. Og að Ioknum veitingum á vegum Alliance Francaise í Iðnó, var enn eitt leik- ritið eftir Marivaux borið fram á sviðinu í leiklestri. Höfðu leikhús- gestir þá fengið góða og yfirgripsm- ikla sýn yfir verk þessa merka höf- undar leikbókmenntanna, sem ég hygg að fáir hér á landi þekki. Það var því fengur að þessari kynningu, sem of fáir nutu til enda. Húsfyllir var á leiksýningum fyrra kvöldið, en seinni kynningin virtist ekki kalla á forvitni leiklistarnema, leikara eða annarra en tiltölulega fámenns hóps unnenda franskar menningar. Hefúr tungumálið kannski fælt frá, en boð- ið var upp á þýðingu á útskýringum með leikdæmunum. Hygg ég að margir hafi þar misst af góðu gamni. í fyrrahaust bauð Alliance Fran- caise í samvinnu við menntamála- ráðuneyti Frakklands upp á tvær afbragðs leiksýningar í Óperunni. Annars vegar sýningu á Madame de la Carliere eftir 18. aldar höfundinn Diderot með þekktum frönskum leik- urum klassískra verka frá Comédie Francaise og Theatre National, þeim Caterine Sellers og Pierre Tabard, og hinsvegar eins manns útfærslu á 20. aldar sögu Ionescos, Nashyming- unum í höndum Erics Eychenne. Voru leikararnir á leið í sýningarferð til Bandaríkjanna, er Alliance Fran- caise í Reykjavík fékk þá til að hafa viðdvöl og eina sýningu á íslandi. Nú hefur aftur verið gripið tækifæ- rið til að stöðva Campagnol-Ieik- flokkinn á leið sinni í leikför milli Frakklands og Ameríku með kynn- ingu á leikverkum Marivauxs. Verð- ur leikflokkurinn í leikför fram til loka nóvember, en við heimkomuna mun hann færa upp í eigin leikhúsi fleiri verk eftir þennan höfund, enda hefur hann í tilefni af 300 ára ártíð rithöfundarins tekið til sýningar alla 21 einþáttunga hans. Hafði raunar byijað á einu leikriti hans þegar það var stofnað fyrir rúmum áratug, þá þegar fyrir forgöngu og undir stjóm þessa sama leikstjóra, Jeans-Claudes Penchenats, sem er þekktur bæði sem leikhúsmaður og kvikmyndaleik- ari. Bám þessar þrjár leiksýningar þess greinileg merki að þar var ekki kastað til höndum og að leikarar og leikstjóri em gagnkunnugir verkum höfundar og tíðaranda þeim, sem þau eru sprottin úr. Sýningarnar báru þess líka merki að hér er um leikför að ræða, þar sem búningar vom einstaklega hag- anlega gerðir til að nýtast í öllum sýningunum, í mismunandi hlutverk- um og eins til að setja samstæðan svip á leiklesturinn. Það gerði sitt til að binda ekki sýningarnar nema að hluta við 18. öldina, sem var helst Daina Lavarenne og Arnault Lecarpentier í Sveitakonunni. dregin fram í förðun og hárkollum. Allir búningar eru svartur sam- kvæmisklæðnaður en tvenns konar glæsileg snið á kjólum kvennanna gefa til kynna stöðu þeirra hveiju sinni og sérkennilegir jakkar karl- anna gáfu svipaða möguleika. Þessir margnota búningar em einstaklega glæsilegir, sem kom æ betur fram því fleiri sýningar sem maður sá. Þrátt fyrir einfaldleikann leyndi sér ekki að þeir voru mnnir undan rifjum frægustu tískuhúsa í París. Af samtímarithöfundum þekkja íslendingar Voltaire miklu fremur en Marivaux, sem var þó hlutskarp- ari um sæti í Frönsku akademíunni árið 1743. Til glöggvunar á leikritum hans er gagnlegt að vita að hann kom á eftir öðrum frönskum leikrita- höfundi, sem hér hefur meira verið kynntur, Moliére, sem var á dögum Marivauxs algert stórveldi og yfir- Skuggalegar tillögur eftir Friðjón Guðmundsson Snemma í ágústmánuði var í ijöl- miðlum nokkuð sagt frá tillögum svokallaðrar „afurðastöðvanefndar" um fækkun mjólkurbúa í landinu úr 17 í 9 eða jafnvel 7. En undirritaður styðst hér við frásagnir í Morgun- blaðinu og Tímanum þann 5. ágúst sl. í þessari nefnd, sem skipuð var af fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Jóni Helgasyni, sitja aðeins tveir menn. Margeir nokkur Daníelsson forstjóri lífeyrissjóðs SÍS og Egill Bjarnason búnaðarráðunautur á Sauðárkróki. Það vakti athygli mína og furðu að nefndarmenn þessir skuli vera tveir, hélt nú reynar að í sér- hverri nefnd þyrfti að vera oddamað- ur til þess að mynda starfhæfan meirihluta þegar um ágreining væri að ræða, og sökum þess væri tveggja manna nefnd í raun og veru ómark- tæk. Nefndarmenn telja sig hafa unnið tillögur sínar á mjög vísindalegan hátt með hagkvæmnis- og arðsem- issjónarmið að leiðarljósi. En hins vegar hafa þeir, að eigin sögn, ekki tekið neitt tillit til svokallaðra byggðasjónarmiða. Með öðrum orð- um: Það er bara horft á eina hlið málsins, peningalega arðsemi mjólk- urbúanna, en ekkert fjallað um þá búseturöskun sem fækkun þeirra myndi án efa hafa í för með sér á viðkomandi svæðum, né aðra fylgi- fiska aðgerðanna. Svo sem sóun og eyðingu verðmæta, sem óhjákvæmi- lega hlýtur að fylgja allri búseturösk- un ellegar þann kostnað hlutaðeig- andi íbúa og þjóðfélagsins í heild, við það að koma sér fyrir á nýjum stöðum og stofna þar til nýrra at- vinnumöguleika. Hvað þá að fjallað sé um félagsleg, siðræn, menningar- leg og menningarsöguleg verðmæti eða mannlegar tilfinningar. Allt slíkt á að víkja fyrir peningahyggjunni einni saman og varpa miskunnar- laust á glæ. I mínum huga er þessi „afurða- stöðvanefnd" ekki starfi sínu vaxin. Að tillögur hennar séu pólitísk lág- kúra, og skemmdarstarf ef eftir þeim yrði farið. Svo er að sjá að nú til dags eigi að leysa flestan eða allan vanda atvinnulífsins með sameiningu fyrirtækja ásamt því að leggja dreif- býlishéruð í eyði. En hvernig skyldi standa á því að „efnahagsvandinn" skuli ekki leysast með þvílíkri ráðs- mennsku, heldur þvert á móti? Vand- inn hleðst stöðugt upp, færist sí og æ í aukana og er svo sannarlega að vaxa íslensku þjóðinni yfir höfuð. Hvers vegna? Vegna þess að það er engin alvarleg tilraun gerð til þess að vega að rótum vandans: Sukkinu í þjóðlífinu, óstjórn og spillingu í meðferð fjármuna, óráðsíunni, vaxtaokrinu. Það er talað um hag- ræðingu í rekstri fyrirtækja og ekki að ástæðulausu, því íslendingar eru óskaplega litlir búmenn, en það er ekki sama hvernig að þeirri hagræð- ingu er unnið. Og á meðan ekki verð- ur gagngerð breyting á ríkjandi hugsunarhætti landsmanna í pen- ingamálum, á meðan ekki má blaka við vaxtaokrinu, á meðan braskar- arnir leika lausum hala og hafa for- gang í peningakerfinu er harla lítil von um árangur. Varðandi tillögur umræddrar nefndar um úreldingu Mjólkursam- lags KÞ á Húsavík, sérstaklega, vil ég segja þetta: Það er kunnara en frá þurfi að segja að búseta í Þingeyj- arsýslum á, sem og annars staðar í dreifbýlinu, mjög í vök að veijast. Riðuveiki hefur heijað á sauðfé bænda undanfarin ár. Það er talað um fækkun íjár í Mývatnssveit svo um munar sökum ofbeitar á afrétt- um. Þetta tvennt ásamt samdráttar- stefnu í hefðbundinni búvörufram- leiðslu hefur þrengt og mun þrengja mjög alvarlega að afkomumöguleik- um bænda og byggð í héraðinu. Þrátt fyrir þetta hefur rekstur MSKÞ gengið bærilega allt til þessa og á sl. ári skilaði samlagið hallalausri afkomu og vel það. Ef ekki kemur til frekari samdráttar í mjólkurfram- ieiðslu á svæðinu en orðinn er má hiklaust gera ráð fyrir stöðugleika í rekstri samlagsins á komandi árum. Það nær auðvitað ekki nokkurri átt að leggja samlagið niður á meðan fyrirtækið ber sig. Tillögur í þá átt eru með öllu öveijandi. Sameining MSKÞ við Mjólkursam- lag KEA myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir Þin- geyjarsýslur og byggðina þar. Búast má við að mjólkurframleiðsla legðist af í austanverðu héraðinu. Annað- hvort smám saman eða fljótlegá og færast til Eyjafjarðarsvæðisins, væntanlega til hagsbóta fyrir Eyja- fjarðarbyggð. En afleiðingarnar yrðu hrikalegar fyrir Húsavíkursvæðið, byggðahrun myndi jafnvel blasa við. I kjölfarið kæmi svo væntanlega gjaldþrot Kaupfélags Þingeyinga, ellegar sameining KÞ við KEA. Eg trúi því og treysti að einhugur ríki áfram í hérðai um rekstur mjólk- ursamlagsins. Héraðsbúar eiga auð- vitað að ráða framtíð þess sjálfir en ekki einhveijir stjórnskipaðir nefnd- armenn úr fjarlæguip landshlutum „nefnd“ sem er úti á þekju, nefnd sem virðist hafa glatað alltof miklu af heilbrigðri skynsemi í gern- ingahríð fjármagnshyggjunnar til þess að verða tekin alvarlega. Mjólk- ursamlagið er og verður haldreipi sveitabyggðar í héraðinu og styrk stoð atvinnulífsins á Húsavík. Ef það verður lagt niður yrði héraðsbrestur. Tillögur „afurðastöðvanefndar" eru í raun og veru ómarktækt rugl. En eigi að síður verða menn að gera sér ljóst að þær eru — því miður — í eðli sínu einn liður af mörgum í áformum stjórnsýslukerfisins um að leggja sveitabyggðir í eyði. Sökum þess eru þær hættulegar. Héraðs- búar og dreifbýlisfólk um allt land verða að gera sér þetta ljóst og rísa af fullri einurð gegn þessum ósóma sem yrði, ef til kæmi, ómakleg og stórhættuleg aðför að viðkomandi byggðarlögum. Ilöfundur er bóndi á Sandi í Adaldnl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.