Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 22
22 MORGlÍNBl.ABIB ÞRlÐJUtíÁÓOR t OKTÓRNIt 1989 Benedikt Gíslason frá Hofteigi látinn BENEDIKT Gíslason bóndi og fræðimaður frá Hofteigi er látinn á 95. aldursári. Benedikt var umsvifamikill bóndi á Austur- landi og lét sig félags- og hags- munamál bænda miklu skipta. Hann var skrifstofumaður hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins um tíma og afkastamikill rithöf- undur og fræðimaður. Benedikt fæddist 21. desember 1894 að Egilsstöðum í Vopnafirði. Foreldrar hans voru Gísli Sigurður Helgason, bóndi þar, og eiginkona hans Jónína Hildur Benediktsdóttir. Að loknu námi hóf Benedikt bú- skap, fyrst að Egilsstöðum en síðar að Hofteigi á Jökuldal til ársins 1944. Eftir það var hann skrifstofu- maður hjá Framleiðsluráði land- búnaðarins i Reykjavík til .1959. Frá þeim tíma helgaði hann sig rit- störfum fram á áttunda áratuginn, en upp úr því var hann rúmliggj- andi. Á búskaparárum sínum gegndi Benedikt fjölmörgum trúnaðar- störfum og var einn fjárrríkasti bóndi landsins. Hann stundaði frá ungaaldri sjálfsnám í allhiða bú- fræði, hagfræði og sögu íslands, ásamt mannfræði. Hann ritaði fjölda bóka af ýmsu tagi. Sú fyrsta Benedikt Gíslason frá Hofteigi. var ljóðabókin Við vötnin ströng árið 1947 og sú síðasta í Sögutúni árið 1979. Hann ritaði fjölda greina í blöð og tímarit og flutti mörg er- indi í útvarpi og sá að auki um útgáfu á Ættum Austfirðinga ásamt öðrum. Eiginkona Benedikts var Geir- þrúður Bjarnadóttir frá Sólmundar- höfða að Akranesi og er hún látin fyrir nokkru. Jörundur Gestsson frá Hellu látinn JÖRUNDUR Gestsson frá Hellu í Steingrímsfírði er látinn, 89 ára að aldri. Jörundur bjó á Hellu frá því í bernsku og var umsvifamik- ill í héraði og landsþekktur fyrir tréskurð og kveðskap. Jörundur _ var sonur hjónanna Guðrúnar Árnadóttur og Gests Kristjánssonar bónda á Hafnar- hólmi á Selströnd. Þau slitu sam- vistum og flutti Guðrún með Jörund að Hellu er hann var um tveggja ára gamal og giftist hún Ingimundi Guðmundssyni bónda þar og hrepp- stjóra. Jörundur tók við búi af stjúp- föður sínum á Hellu og hófst til ýmissa virðingarstarfa. Meðal ann- ars var hann hreppstjóri um árabil og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn i héraði og sat marga landsfundi flokksins. Jörundur var hagur, bæði á tré og móðurmálið. Hann var þekktur bátasmiður og tréskurðarmaður. Hagyrðingur var hann og eru ýms- Jörundur Gestsson frá Hellu. ar vísur hans þekktar um land allt. Eiginkona Jörundar var Elín S. Lárusdóttir, ættuð úr Álftagróf í Mýrdal. Hún lézt árið 1983. Pétur Þorvaldsson sellóleikari látinn PÉTUR Þorvaldsson, sellóleik- ari, lézt í Borgarspítalanum að- faranótt fyrsta október síðastlið- ins. Pétur var um árabil fyrsti sellóleikari Sinfóníuhljómsveitar íslands. Pétur fæddist í Reykjavík 17. janúar 1936 og var því 53 ára að aldri er hann lézt. Hann var sonur hjónanna Þorvaldar Sigurðssonar, bókbindara og Láru Pétursdóttur. Pétur stundaði nám við Tónlistar- skólann í Reykjavík hjá Dr. Heinz Edelstein og Einari Vigfússyni. Síðan fór hann í framhaldsnám hjá prófessor Erling Blöndal Bengtsyni við Konunglega danska tónlistar- háskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi árið 1960. Pétur réðist til starfa við borgarhljóm- sveit Árósa árið 1961 og var fyrsti sellóleikari við þá hljómsveit til árs- ins 1965, en þá fluttist hann heim og starfaði með Sinfóníuhljómsveit- inni síðan. Frá árinu 1975 var Pét- ur fyrsti sellóleikari hljómsveitar- innar. Auk þessa starfaði Pétur sem Pétur Þorvaldsson, sellóleikari. kennari við Nýja Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann vann einnig að kammertónlist, bæði á íslandi og Skandinavíu. Eftirlifandi eiginkona Péturs Þorvaldssonar er Erla Steingríms- dóttir og eignuðust þau fjögur börn. Morgunblaðið/Magnús Gíslason Nemendur og kennarar úr Hólabrekkuskóla á heimleið. Skólabúðir Reykjaskóla í Hrútafirði eru vinsælar Stað. SKÓLABÚÐIR eru nú starfrækt- ar annað árið í Reykjaskóla í Hrútafirði. Ein besta viðurkenn- ingin á þeirri starfsemi, sem þar fer fram, eru allir þeir ánægðu sem þaðan koma. Fréttaritari hitti af tilviljun ánægðan hóp nemenda úr Hóla- brekkuskóla, sem var að fara suður yfír heiðar eftir sólarhringsdvöl í Reykjaskóla. Að sögn Sigurðar Lyngdals, kennara í félagsstarfi í Hólabrekku- skóla, var hann með hóp nemenda í skólabúðunum á liðnum vetri og líkaði svo vel dvölin þar að Reykja- skóli varð fyrir valinu í árlegri ferð, sem farin er með nemendaráð og fleiri sem stjóma félagsstarfi í 7.-9. bekk. Þess má geta að velja varð föstu- dag og laugardag til að fara þessa ferð því að allt er fullsetið í skóla- búðunum í Reykjaskóla á þessu skólaári. - mg Eykur útgjöld útgerðar um 210 milljónir á ári Hækkun gasoliuverðs; HÆKKUN á verði gasolíu um 10% eykur útgjöld útgerðarinnar um 210 miHjónir króna miðað við rekstur skipanna í eitt ár. Sveinn Iljört- ur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, segir furðulegt að álagning olíufélag- anna skuli enn hækka. Hann nefnir sem dæmi að algengt sé að togar- ar taki 100.000 lítra í einu. Það kosti um 1.360.000 krónur og af því fari 376.000 krónur beint til olíufélaganna sjálfra, eigin álagning, flutn- ingsjöftiunargjald og rýrnun. „Gasolíulítrinn hækkaði úr 12,30 krónum í 13,60 um mánaðamótin," sagði Sveinn Hjörtur. „Álagning olíufélaganna hækkaði úr 2,44 krónum í 2,83 eða um 39 aura á lítra. Það er um 16% kækkun og um þriðjungur allrar hækkunarinn- ar. Þá er rétt að geta þess að for- sendur hækkunarinnar miðast við gengi 22. september, en þá var dollarinn í 62,07 krónum. Nú er gengi hans 60,98 og talið er að það fari lækkandi. Til að skýra betur hvað er um að vera, má benda á, að á hvern seldan lítra taka olíufé- lögin 2,83 krónur í álagningu, 82 aura í flutningsjöfnunargjald og 11 aura í rýmun. Þá skiptir engu máli hve mikið er keypt í einu. Fyrir að dæla 100.000 lítrum um borð í tog- ara, það tekur stuttan tíma, taka olíufélögin því beint til sín 376.000 krónur, en 100.000 lítramir kosta í allt 1.360.000 krónur. Það er vægast sagt furðulegt að svona hlutir skuli fá að ganga í gegn um varðlagskerfið, nánast eins og ekk- ert sé,“ sagði Sveinn Hjörtur Hjart- arson. Fleiri reiðhross flutt út á þessu ári en því síðasta ALLS hafa 743 hross verið flutt út það sem af er þessu ári og er það töluverð aukning frá síöasta ári. Þá voru flutt út á öllu árinu 700 hross. í dag fer héðan flugvél með 92 hross og verður fjöldinn þá kominn í 835 hross. Alls hafa verið seldir úr landi 23 stóðhestar og em þar á meðal 3 fyrstu verðlaunahestar, þeir Pá frá Laugarvatni, Atli frá Syðra- Skörðugili og Öður frá Hvoli. Þá hafa 258 hryssur verið seldar utan og 462 geldingar. Að sögn Hallveigar Fróðadóttur hjá félagi Hrossabænda er í ráði að önnur flugvél fari með hross héðan um miðjan október þannig að ekki er talið útlokað að fjöldi útfluttra hrossa geti farið í 1.000. Hafa aldrei áður verið flutt út svo mörg tamin hross á einu ári en á árunum kringum 1970 fór fjöldi útfluttra hrossa upp í 2.000. Var það að mestum hluta ótamdar hryssur og trippi. Sigurður Ragnarsson frá Faxa- torgi sem er einn stærsti útflytjand- inn í ár taldi ástæðuna fyrir þess- ari aukningu vera stöðugt vaxandi vinsældir íslenska hestsins erlendis. Þá nefndi hann einnig að betur gengi nú að útvega flutning á hross- unum og væri biðtími kaupenda mun styttri en áður var. Hallveig Fróðadóttir sagði að salan á hrossunum hefði verið jöfn allt árið að því undanskyldu að seinnipartinn í sumar dró veralega úr sölu en nú væri salan aftur tek- ín að glæðast og væra horfurnar góðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.