Morgunblaðið - 03.10.1989, Síða 22

Morgunblaðið - 03.10.1989, Síða 22
22 MORGlÍNBl.ABIB ÞRlÐJUtíÁÓOR t OKTÓRNIt 1989 Benedikt Gíslason frá Hofteigi látinn BENEDIKT Gíslason bóndi og fræðimaður frá Hofteigi er látinn á 95. aldursári. Benedikt var umsvifamikill bóndi á Austur- landi og lét sig félags- og hags- munamál bænda miklu skipta. Hann var skrifstofumaður hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins um tíma og afkastamikill rithöf- undur og fræðimaður. Benedikt fæddist 21. desember 1894 að Egilsstöðum í Vopnafirði. Foreldrar hans voru Gísli Sigurður Helgason, bóndi þar, og eiginkona hans Jónína Hildur Benediktsdóttir. Að loknu námi hóf Benedikt bú- skap, fyrst að Egilsstöðum en síðar að Hofteigi á Jökuldal til ársins 1944. Eftir það var hann skrifstofu- maður hjá Framleiðsluráði land- búnaðarins i Reykjavík til .1959. Frá þeim tíma helgaði hann sig rit- störfum fram á áttunda áratuginn, en upp úr því var hann rúmliggj- andi. Á búskaparárum sínum gegndi Benedikt fjölmörgum trúnaðar- störfum og var einn fjárrríkasti bóndi landsins. Hann stundaði frá ungaaldri sjálfsnám í allhiða bú- fræði, hagfræði og sögu íslands, ásamt mannfræði. Hann ritaði fjölda bóka af ýmsu tagi. Sú fyrsta Benedikt Gíslason frá Hofteigi. var ljóðabókin Við vötnin ströng árið 1947 og sú síðasta í Sögutúni árið 1979. Hann ritaði fjölda greina í blöð og tímarit og flutti mörg er- indi í útvarpi og sá að auki um útgáfu á Ættum Austfirðinga ásamt öðrum. Eiginkona Benedikts var Geir- þrúður Bjarnadóttir frá Sólmundar- höfða að Akranesi og er hún látin fyrir nokkru. Jörundur Gestsson frá Hellu látinn JÖRUNDUR Gestsson frá Hellu í Steingrímsfírði er látinn, 89 ára að aldri. Jörundur bjó á Hellu frá því í bernsku og var umsvifamik- ill í héraði og landsþekktur fyrir tréskurð og kveðskap. Jörundur _ var sonur hjónanna Guðrúnar Árnadóttur og Gests Kristjánssonar bónda á Hafnar- hólmi á Selströnd. Þau slitu sam- vistum og flutti Guðrún með Jörund að Hellu er hann var um tveggja ára gamal og giftist hún Ingimundi Guðmundssyni bónda þar og hrepp- stjóra. Jörundur tók við búi af stjúp- föður sínum á Hellu og hófst til ýmissa virðingarstarfa. Meðal ann- ars var hann hreppstjóri um árabil og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn i héraði og sat marga landsfundi flokksins. Jörundur var hagur, bæði á tré og móðurmálið. Hann var þekktur bátasmiður og tréskurðarmaður. Hagyrðingur var hann og eru ýms- Jörundur Gestsson frá Hellu. ar vísur hans þekktar um land allt. Eiginkona Jörundar var Elín S. Lárusdóttir, ættuð úr Álftagróf í Mýrdal. Hún lézt árið 1983. Pétur Þorvaldsson sellóleikari látinn PÉTUR Þorvaldsson, sellóleik- ari, lézt í Borgarspítalanum að- faranótt fyrsta október síðastlið- ins. Pétur var um árabil fyrsti sellóleikari Sinfóníuhljómsveitar íslands. Pétur fæddist í Reykjavík 17. janúar 1936 og var því 53 ára að aldri er hann lézt. Hann var sonur hjónanna Þorvaldar Sigurðssonar, bókbindara og Láru Pétursdóttur. Pétur stundaði nám við Tónlistar- skólann í Reykjavík hjá Dr. Heinz Edelstein og Einari Vigfússyni. Síðan fór hann í framhaldsnám hjá prófessor Erling Blöndal Bengtsyni við Konunglega danska tónlistar- háskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi árið 1960. Pétur réðist til starfa við borgarhljóm- sveit Árósa árið 1961 og var fyrsti sellóleikari við þá hljómsveit til árs- ins 1965, en þá fluttist hann heim og starfaði með Sinfóníuhljómsveit- inni síðan. Frá árinu 1975 var Pét- ur fyrsti sellóleikari hljómsveitar- innar. Auk þessa starfaði Pétur sem Pétur Þorvaldsson, sellóleikari. kennari við Nýja Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann vann einnig að kammertónlist, bæði á íslandi og Skandinavíu. Eftirlifandi eiginkona Péturs Þorvaldssonar er Erla Steingríms- dóttir og eignuðust þau fjögur börn. Morgunblaðið/Magnús Gíslason Nemendur og kennarar úr Hólabrekkuskóla á heimleið. Skólabúðir Reykjaskóla í Hrútafirði eru vinsælar Stað. SKÓLABÚÐIR eru nú starfrækt- ar annað árið í Reykjaskóla í Hrútafirði. Ein besta viðurkenn- ingin á þeirri starfsemi, sem þar fer fram, eru allir þeir ánægðu sem þaðan koma. Fréttaritari hitti af tilviljun ánægðan hóp nemenda úr Hóla- brekkuskóla, sem var að fara suður yfír heiðar eftir sólarhringsdvöl í Reykjaskóla. Að sögn Sigurðar Lyngdals, kennara í félagsstarfi í Hólabrekku- skóla, var hann með hóp nemenda í skólabúðunum á liðnum vetri og líkaði svo vel dvölin þar að Reykja- skóli varð fyrir valinu í árlegri ferð, sem farin er með nemendaráð og fleiri sem stjóma félagsstarfi í 7.-9. bekk. Þess má geta að velja varð föstu- dag og laugardag til að fara þessa ferð því að allt er fullsetið í skóla- búðunum í Reykjaskóla á þessu skólaári. - mg Eykur útgjöld útgerðar um 210 milljónir á ári Hækkun gasoliuverðs; HÆKKUN á verði gasolíu um 10% eykur útgjöld útgerðarinnar um 210 miHjónir króna miðað við rekstur skipanna í eitt ár. Sveinn Iljört- ur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, segir furðulegt að álagning olíufélag- anna skuli enn hækka. Hann nefnir sem dæmi að algengt sé að togar- ar taki 100.000 lítra í einu. Það kosti um 1.360.000 krónur og af því fari 376.000 krónur beint til olíufélaganna sjálfra, eigin álagning, flutn- ingsjöftiunargjald og rýrnun. „Gasolíulítrinn hækkaði úr 12,30 krónum í 13,60 um mánaðamótin," sagði Sveinn Hjörtur. „Álagning olíufélaganna hækkaði úr 2,44 krónum í 2,83 eða um 39 aura á lítra. Það er um 16% kækkun og um þriðjungur allrar hækkunarinn- ar. Þá er rétt að geta þess að for- sendur hækkunarinnar miðast við gengi 22. september, en þá var dollarinn í 62,07 krónum. Nú er gengi hans 60,98 og talið er að það fari lækkandi. Til að skýra betur hvað er um að vera, má benda á, að á hvern seldan lítra taka olíufé- lögin 2,83 krónur í álagningu, 82 aura í flutningsjöfnunargjald og 11 aura í rýmun. Þá skiptir engu máli hve mikið er keypt í einu. Fyrir að dæla 100.000 lítrum um borð í tog- ara, það tekur stuttan tíma, taka olíufélögin því beint til sín 376.000 krónur, en 100.000 lítramir kosta í allt 1.360.000 krónur. Það er vægast sagt furðulegt að svona hlutir skuli fá að ganga í gegn um varðlagskerfið, nánast eins og ekk- ert sé,“ sagði Sveinn Hjörtur Hjart- arson. Fleiri reiðhross flutt út á þessu ári en því síðasta ALLS hafa 743 hross verið flutt út það sem af er þessu ári og er það töluverð aukning frá síöasta ári. Þá voru flutt út á öllu árinu 700 hross. í dag fer héðan flugvél með 92 hross og verður fjöldinn þá kominn í 835 hross. Alls hafa verið seldir úr landi 23 stóðhestar og em þar á meðal 3 fyrstu verðlaunahestar, þeir Pá frá Laugarvatni, Atli frá Syðra- Skörðugili og Öður frá Hvoli. Þá hafa 258 hryssur verið seldar utan og 462 geldingar. Að sögn Hallveigar Fróðadóttur hjá félagi Hrossabænda er í ráði að önnur flugvél fari með hross héðan um miðjan október þannig að ekki er talið útlokað að fjöldi útfluttra hrossa geti farið í 1.000. Hafa aldrei áður verið flutt út svo mörg tamin hross á einu ári en á árunum kringum 1970 fór fjöldi útfluttra hrossa upp í 2.000. Var það að mestum hluta ótamdar hryssur og trippi. Sigurður Ragnarsson frá Faxa- torgi sem er einn stærsti útflytjand- inn í ár taldi ástæðuna fyrir þess- ari aukningu vera stöðugt vaxandi vinsældir íslenska hestsins erlendis. Þá nefndi hann einnig að betur gengi nú að útvega flutning á hross- unum og væri biðtími kaupenda mun styttri en áður var. Hallveig Fróðadóttir sagði að salan á hrossunum hefði verið jöfn allt árið að því undanskyldu að seinnipartinn í sumar dró veralega úr sölu en nú væri salan aftur tek- ín að glæðast og væra horfurnar góðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.