Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTOBER 1989 Galdraofsóknir nútímans Stefán Valgeirsson bera jafnan ábyrgð á löggjal'ar- starfi, sem ríkisstjórnin vinnur að. Þessi ábyrgð er annars eðlis en ábyrgð stjórnarandstöðuþing- manna. Þingflokkar stjórnarflokk- anna vinna skipulega og stundum með aðstoð ráðuneytanna að því að fara yfir lagafrumvörp. Við stjórnarmyndunina taldi ég mér skylt að reyna að fylgjast sem best með. Sérstök aðstoð var því nauð- synleg. Eins og á stóð var ekki hægt að mynda þessa ríkisstjórn nema að mín Samtök styddu hana. Hefðum við valið þann kostinn að taka ráðuneyti þá hefði fylgt því margt starfsfólk og öllum þótt það sjálfsagt. Þá hefðu ráðherrar orðið tíu en ekki níu, eins og þeir urðu. Sú leið sem við kusum að taka ekki ráðuneyti kostaði því ríkissjóð mikið minna en sérstakt ráðuneyti hefði gert þrátt fyrir aðstoðarmann- inn. Allar upphrópanir um að við höfum verið keypt er því hreint rugi, sennilega áhrif frá bjór ef ekki enn sterkari drykk. fjölmiðlanna freyðivín flata slógu krata. Það er hvorki glens né grín ef greyin hætta að rata. Höíundur er nlþingismaður Samtakajafnréttis og félagshyggju fyrir Norðurlandskjördæmi eystra. I nánu samstarfi við netagerðarmenn og sjómenn er rannsakað hvernig veiðarfæri fara í sjó og hvernig fiskur hagar sér gagnvart þeim. Við framleiðsluna beitum við háþróaðri tækni nútímans og ströngu gæðaeftirliti. Árangurinn er vara sem stenst alla samkeppni Þistilfjörður: 1100 lömb seld á riðusvæði Garði, Þistilfirði. TÍÐARFAR hefur verið nokkuð gott í haust. Grös standa vel enda greri seint í vor og fáar frostnæt- ur komið ennþá. Dilkar koma vænir af fjalli. Álftir og gæsir hafa það gott til heiða og eru þar í þúsundatali. Mikið sást af rjúpu í fyrstu göngum en hún er nú að hverfa. Slátrun stendur nú yfir á Þórshöfn þar sem áætlað er að lóga 11-12.000 fjár úr Svalbarðs-, Sauðanes- og Skeggjastaðahreppum. Auk þess 3 bæjum úr Presthólahreppi sem áður höfðu haft sín viðskipti við Kópa- sker, en þar er nú sauðfjárslátrun hætt þrátt fyrir gott sláturhús. 1.100-1.200 lörhb hafa verið seld frá bæjum í Svalbarðs- og Sauðanes- hreppi á riðusvæði austan og vestan við okkur. Hrútasýning var 1. október á Gunnarsstöðum. Þar voru sýndir 15 veturgamlir hrútar úr Svalbarðs- hreppi og 26 fullorðnir og fengu flestir 1. verðlaun enda margirþeirra afburða fallegar og vel gerðar skepn- ur. Aðaldómari var Sigurgeir Þor- geirsson, ráðunautur hjá Búnaðarfé- lagi íslands. Mannlífið gengur sinn vanagang hér við Þistilfjörðinn, skólinn á Sval- barði tekinn til starfa, þar ei-u nú 18 nemendur og er þeim ekið dag- lega í skólann. Annað félagslíf fer væntanlega í gang í vetur þegar tími og tíðarfar leyfa. - Björgvin Freyðivín íjölmiðla eftir Stefán Valgeirsson Þegar ég lít yfir skrif sumra dagblaðanna síðustu daga og þær missagnir og rógburð sem þar veð- ur uppi um undirritaðan kemur mér í hug vísa sem ég orti og birti þeg- ar fulltrúar Alþýðuflokksins og ýmsir fjölmiðlar ætluðu að æru- meiða Ólaf heitinn Jóhannesson fyrrum forsætisráðherra. „Hiigsanabrengl og hálfsögð orð er hrakmanna skjól og vígi. Daglega þjóðar bera á borð blöð þessi, róg og lygi. Er ekki að fremja ærumorð illvirki á lægsta stigi?“ Ég verð þó að játa að skrif Jónas- ar Kristjánssonar ritstjóra og blaðs hans um stöðu mína og störf hljóma eins og lofsöngur í mínum eyrum þegar ég tek mið af skrifum hans um landbúnaðinn og raunar lands- byggðina í heild á liðnum árum. Mér hefur ekki verið það ljóst fyrr en nú hvað þessir aðilar telja mig hættulegan andstæðing. Annars hefðu þeir tæpast þyrlað upp eins miklu moldviðri um mig sem skrif þeiiTa gleggst bera vitni um. Ég vona sannarlega að ótti þeirra reyn- ist ekki ástæðulaus. Tvennt kemur mér þó á óvart. Að 1. þingmaður Suðurlands Þor- steinn Pálsson skuli lepja upp rugl- ið úr Alþýðublaðinu og DV, eins og hann gerir í Morgunblaðinu 24. september, því hann veit betur. Mér sýnist líka að hann muni hafa næg verkefni að kljást við innan sinna eigin raða nú um stundir. Mér kem- ur líka á óvart að leigupennum Jón- asar Kristjánssonar og kratanna skuli hafa yfirsést að bæta við fjár- lagatölunni um 78 milljörðum við þá 37,5 milljarða, sem þeir segja að ég ráðstafi. Hvort tveggja er jafn rökrétt. Ég tel rétt að upplýsa eftirfar- andi vegna þessara skrifa: 1. Ég var kosinn í bankaráð Búnaðarbankans og í stjórn Stofn- lánadeildar landbúnaðarins frá 1. janúar 1985 til fjögurra ára og skipaður formaður af Matthíasi Bjarnasyni þáverandi bankamála- ráðherra. 2. Ég var kosinn í stjórn Byggða- stofnunar eftir síðustu kosningar af þáverandi stjórnarandstöðu og á þar sæti þar til næstu kosningar til Alþingis hafa farið fram. For- maður stjórnar Byggðastofnunar er Matthías Bjarnason alþingismað- ur. Staða mín í þessum stofnunum gat því ekki breyst í sambandi við myndun núverandi ríkisstjórnar. 3. Formaður stjórnar Silfur- stjörnunnar er og hefur verið Björn fremst fjármagnað fiskeldisfyrir- tæki, Framkvæmdasjóður og Byggðasjóður. Forráðamenn Silfur- stjörnunnar leituðu fyrst eftir lán- um hjá Framkvæmdasjóði en fengu neitun. Því mun hafa verið borið við að staðsetningin væri ekki innan þeirra svæðis. 8. Menn frá Byggðasjóði hafa haft eftirlit með framkvæmdum hjá SilfurStjörnunni. 9. Við Gunnar Hilmarsson erum bræðrasynir, en ég hef ekki heyrt það fyrr að við Trausti Þorláksson værum frændur. 10. Það var forsætisráðherra sem bauð formennskuna í Atvinnu- tryggingasjóði og benti á Gunnai' Hilmarsson _sem æskilegan mann í það starf. Ég hygg að fáir lands- byggðarmenn hafi frekar viljað fá annan mann í þá formennsku. 11. Ég gerði kröfu um að fá aðstoðarmann sem hefði svipuð laun og aðstoðarmenn ráðherra ef ég tæki ekki ráðuneyti. Við því var orðið. Hvar hann er vistaður er mál ríkisstjórnar. 12. Sé það siðleysi að stuðla að því, að byggja upp atvinnurekstur á landsbyggðinni ekki síst þar sem mesta hættan er á byggðaröskun, hvað þá heldur ef menn hætta eign- um sínum til slíkra uppbygginga, þá er merking þess orðs orðin önn- ur en áður var. Athyglisvert er að sömu aðilar telja okurvextina eðli- lega viðskiptahætti, sem sagt sið- lega athöfn að féfletta fyrirtæki og einstaklinga eins og gert hefur ver- ið rúm tvö síðustu árin. Margir hafa haft samband við mig út af þessu moldviðri, sem þyrlað hefur verið upp í kringum mig. Það er undrunarefni flestra þeirra hvers vegna Alþýðublaðið rýkur nú upp með þessar árásir þar sem það fór ekki leynt að ég fékk þennan aðstoðarmann í sambandi við stjórnarmyndunina. Að athug- uðu máli skilja menn hvað hér er á ferðinni ekki síst eftir leiðara- skrif Jónasar Kristjánssonar í DV 23. september. Það ætti að vera öllum ljóst að þær kvaðir fylgi stjórnaraðild alþingismanna að þeir „Sé það siðleysi að stuðla að því að byggja upp atvinnurekstur á landsbyggðinni ekki síst þar sem mesta hættan er á byggða- röskun, hvað þá heldur ef menn hætta eignum sínum til slíkra upp- bygginga, þá er merk- ing þess orðs orðin önn- ur en áður var.“ Benediktsson oddviti Sandfells- haga. 4. Það eru bankastjórar Búnaðar- bankans sem ákveða öll útlán úr bankanum. 5. Stjórn Stofnlánadeildar land- búnaðarins ákveður lánareglur sem landbúnaðarráðherra svo staðfestir. Framkvæmdastjóri hennar og a.m.k. einn bankastjóri ákveða útl- án. Ef álitamál koma upp eru þau afgreidd á stjórnarfundum. 6. Öll lán úr Byggðasjóði eru afgreidd á stjórnarfundum, í flest- um tilvikum kemur tillaga um af- greiðslu mála frá framkvæmda- stjóra í samráði við formann og e.t.v fleiri stjórnarmenn. Lán til Silfurstjörnunnar hafa verið sam- þykkt með 6 atkvæðum, er undirrit- aður hefur setið hjá. 7. Tveir sjóðir hafa fyrst og TÖLVUSKÓU STJÖRNUNARFÉLAGS ISLANOS TÖLVUSKÓU GlSLA J. JOHNSEN Þú öðlast grunnþekkingu á tölvum og hæfni til að nota þær af öryggi. Kvöldnámskeið 10. okt. — 1. des. kl. 19.30—22.30 til skiptis 2-3 kvöld í viku í Ánanaustum 15, Reykjavík Leiðbeinandi: Ólafur H. Einarsson. SKRÁNING í SlMHM 621066 06 641222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.