Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 32
32___________________ _______________________MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTIAIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1989 TTH WPf Mf-OTXfi .1 'J <i im h ;.i I I' ÞIÓfíHAGSYFIRLIT 1989 - 1990 Áætlun Magnbreytingar frá 1989 fyrra ári % milljónir króna 1989 1990 Einkaneysla 178.000 - 7,0 - 5,0 Samneysla 58.000 1,0 1,0 Fjárfesting 54.500 - 4,2 - 2,5 Atvinnuvegir 27.200 - 7,0 - 5,0 fbúðarhús 11.200 0,0 - 5,0 Opinberar framkv. 16.100 - 2,0 4,0 Neysla og fjárfest. alls 290.500 - 5,0 - 3,3 Birgðabreytingar 1) 1.000 - 0,7 0,0 Þjóðarútgjöld alls 291.500 - 5,7 - 3,3 Útflutningur vöru og þjónustu 106.000 - 0,1 - 2,0 Innflutningur vöru og þjónustu 102.000 - 7,0 - 3,5 Verg landsframleiðsla 295.500 - 3,4 - 2,8 Viðskiptajöfnuður - 8.000 - 9.000 Viðskiptajöfnuður sem % af landsframleiðslu - 2,7 - 2,6 1) Hlutfallstölur sýna vöxt eða samdrátt ( birgðabreytingu milli ára scm hlutföll af landsframleiðslu fyrra árs. LANDSFRAMLEIÐSLAN —* Samkvæmt spá Félags íslenskra iðnrekenda sem greint var frá í Morgunblaðinu nýlega minnk- ar landsframleiðslan um nær 3,5% á þessu ári. Á þjóðhagsyfirliti hér að ofan kemur fram spá félagsins um magnbreytingar á öðrum helstu þjóðhagsstærðum milli ára fyrir árin 1989 og 1990. FÍI telur að ekki sé hægt að gera neinar raunhæfar verðbólguspár fyrir næsta ár en fátt bendi til að hún verði minni en á þessu ári. Því miður virðist j)jóð- félagið fast í 20% verðbólgu. Þá telur FÍI að ekkert bendi til annars en að hrun verði í fjárfestingu atvinnuveganna á næsta ári og að atvinnu- leysi muni fara vaxandi á næsta ári og verða a.m.k. 3%. Morgunverðarfundurfimmtudinn 5. október FYRIRTÆKJANET Á morgunverðarfundi Vinnuveitendasambands íslands fimmtudaginn 5. október kl. 8.00 - 9.30 í Skálanum, Hótel Sögu, verður fjallað um áætlun Dana um upp- byggingu svokallaðra fyrirtækjaneta, en það er sérstakt skipulagsform sem byggist á samvinnu milli fyrirtækja. Áætlun þessi er liður í undirbúningi atvinnulífsins í Danmörku vegna sameiningar Evrópubandalagsins í einn markað árið 1992. Frummælendur verða: ★ Þórarinn V. Þórarinsson, er flytur inngangsorð um fyrirtækjasamvinnu. ★ Niels Christian Nielsen, yfirmaður áætlunarinnar um fyrirtækjanet í Danmörku: „Small and medium sized enterprises towards the future with NETWORK COOPERATION“. Að lokinni framsögu verða umræður, en fundinum mun Ijúka kl. 9.30 Þátttökugjald kr. 500, morgunverður irinifalinn. Þátttaka tilkynnist til Vinnuveitendasambands íslands, sími 25455 KYNNISFERÐ — Hópur sænskra ræðismanna kom hingað nýlega til að kynnast landi og þjóð og sá utapríkisráðuneytið um skipulag heimsóknarinnar. Myndin var tekin á kynningafundi um utanríkisvið- skipti íslands, þar sem fluttu erindi Ólafur Davíðsson, frkvstj._ FÍI, Hannes Hafstein, ráðuneytisstjóri, Sigurð- ur Snævarr frá Þjóðhagsstofnun og Ásbjörn Björnsson frá Utflutningsráði. í sumar hafa fleiri slíkir hópar verið hér á ferð og hefur Útflutningsráð haldið kynningarfundi um utanríkisviðskipti og útflutningsfram- leiðslu íslendinga. Von er á fleiri hópum til landsins, m.a. 80 fulltrúum færeyska bygginariðnaðarins, sem koma í næsta mánuði. Vínrækt Camus fjölskyldufyrirtækið eitt stærsta sinnar tegundar >» Camus koníak hefur 40% markaðshlutdeild á Islandi HÉR á landi er staddur þessa dagana Jean-Paul Camus, fram- kvæmdastjóri og einn af eigend- um Camus la Grand Marque, sem er einn stærsti koníaksframleið- andi í heimi. Camus koníak hefur um 40% markaðshluteildar á ís- landi og er umboðsmaður þess Globus hf. Ársvelta fyrirtækisins er 5 millj- arðar F.fr. (tæpir 48 milljarðar ísl. kr.jog er það í 5. sæti í koníaks- framleiðslu í Frakklandi hvað magn sneitir. Nánast öll framleiðslan fer til útflutnings eða 90% og er Ca- mus koníak selt í 140 löndum, um borð í flugvélum hjá 50 flugfélögum og selst Camus koníak í meiri verð- mætum en nokkurt annað koníak í hinum ýmsu fríhöfnum í heiminum í dag. Jean-Paul Camus segir að í framtíðinni verði lögð enn meiri áhersla á markaði eins og Hong Kong, Singapore, Kóreu og Taiwan. Þetta séu góðir markaðir en þeir sjái fram á aukningu, ásamt mörk- uðum í Bandaríkjunum. Hins vegar býst hann við að aukningin verði ívið hægari í Evrópu. Framleiðslan sé ekki tískufyrirbrigði heldur auk- ist salan jafnt og þétt, að meðaltali um 2—3% árlega. Fyrirtækið er í eigu Camus-fjöl- skyldunnar og er Jean-Paul fjórði ættliðurinn, sem stjórnar fyrirtæk- inu. Camus la Grande Marque er síðasti stóri koníaksframleiðandinn í Frakklandi, sem enn er í eigu fjöl- skyldunnar sem stofnaði fyrirtækið upphaflega. En álítur Jean-Paul að fyrirtækið verði áfram í eigu fjöl- skyldunnar? „Það er rétt það eru ekki orðin mörg fyrirtæki eftir í eigu fjölskyldna, en við reynum að halda okkar fyriitæki. Og ég held að í svo sérhæfðu fagi eins og okk- ar, eigum við góða möguleika, og þá ekki einungis til að lifa af held- ur einnig í áframhaldandi þróun. Við vinnum með framleiðslu sem er einstök í heiminum og erum ein- ungis í samkeppni við aðra koníaks- framleiðslu. Og sú staðreynd að við erum einkafyrirtæki gefur okkur tækifæri til að veita viðskiptavinum okkar persónulegri þjónustu, sem við leggjum mikið upp úr. Fram- Ieiðsla, tölvur og markaðssetning eru mál út af fyrir sig, en það er gott að geta unnið af öllu hjarta með vinum sínum, og ég held að VEGNA þess er fram kom í síðasta viðskiptablaði í umfjöllun um ferða- skrifstofurekstur um ágreining milli aðstandenda JL Völundar o.fl. og Svavars Egilssonar út af sölu Naustsins og lóð þess hefur Svavar óskað eftir því að upplýsa eftirfar- andi: Kaupendunum var fullkunnugt um veð það sem Svavar hafði lánað Stöð 2 og hvíldi á eigninni. Vegna þess að ekki þótti fulltryggt að Verslunarbankinn samþykkti að þessu veði væri aflétt af eigninni, var sá fyrirvari hafður á við gerð það sé það sem við munum halda áfram að gera“, segir Jean-Paul Camus. kaupsamnings að gildi hans væri háð því að veðinu yrði aflétt. Svav- ar segir að á daginn hafi síðan komið að veðið fékkst ekki losað af eigninni og segist Svavar þá hafa rift samningnunm í samræmi við fyrirvarann í kaupsamningnum. í millitíðinni hafi kaupandinn haft fullar leigutekjur af eigninni en ekki staðið skil á neinum greiðslum eða afborgunum til sín, og því seg- ir Svavar að hafi einhver beðið ein- hvern fjárhagslegan skaða af þess- um viðskiptum, þá sé það hann sjálfur. Athugasemd Deilan um Naustið oglóðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.