Morgunblaðið - 03.10.1989, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1989
17
Sala aðgangs-
korta að
hefjast hjá LR
LEIKFÉLAG Reykjavíkur byrjar
sitt 93. Ieikár seint í október og
er þetta jafnframt fyrsta leikárið
í hinu nýja Borgarleikhúsi. A
verkefnaskránni verða eingöngu
ný íslensk verk.
Aðgangskort gilda á fjögur verk-
efni vetrarins en þau eru; Á stóra
sviði: Höll sumarlandsins, í leikgerð
Kjartans Ragnarssonar, leikstjóri
Stefán Baldursson, Kjöt, eftir Olaf
Hauk Símonarson, leikstjóri Sigrún
Valbergsdóttir og Hótel Þingvellir,
eftir Sigurð Pálsson, leikstjóri
Hallmar Sigurðsson.
Á litla sviði: Ljós heimsins, leik-
gerð og leikstjórn er í höndum
Kjartans Ragnarssonar. Um jóla-
leytið verður síðan frumsýnt barna-
og fjölskylduleikritið Töfrasprotinn,
eftir Benóný Ægisson, leikstjóri
Þórunn Sigurðardóttir.
Tónleikar í
Hafiiarborg
LAUFEY Sigurðardóttir
fiðluleikari og Selma Guð-
mundsdóttir píanóleikari
halda tónleika í kvöld, þriðju-
dagskvöld, í menningarmið-
stöðinni Hafnarborg í Hafn-
arfirði kl. 20,30.
Á efnisskránni eru sónötur
fyrir fiðlu og píanó eftir W.A.
Mozart ög Leos Janacek, slav-
neskir dansar eftir Dvorák í
útsetningu Kreisler og Tveir
þættir eftir ítalska tónskáldið
Berio.
Ljóðabók eft-
ir Kristján
Hreinsson
ÚT ER komin ljóðabókin Vogrek
eftir Kristján Hreinsson.
Vogrek er fimmta ljóðabók höf-
undar, en hann hefur auk ljóðabók-
anna samið nokkur leikrit og var
eitt þeirra, Svínastian, sýnt í Björg-
vin í Noregi á vordögum 1986.
Kristján Hreinsson hefur áður
skrifað undir nafninu Kristján
Hreinsmögur. Ljóðabókin Vogrek
er gefin út á kostnað höfundar, en
hann mun einnig sjá um dreifingu
bókarinnar. í bókinni sem er 47
blaðsíður eru 16 ljóð.
Success
OUARANTEED ^
PERFECl ÍM SVlirP
8 MiNUTES IIIW
B eef Oriental
iteefSlanreá Rsíí k\ik Vtóetc'Mtt
Bragðgóður hrísgrjónaréttur
með nautakjötskrafti og ör-
litlu hvítlauksbragði. Saman-
við er bætt ferskum grænum
baunum og gulrótum. Sérlega
góðuppfylling.
Fyrir 4 - suóutími 8 mín.
Heildsölubirgðir:
KARL K. KARLSSON.vCO.
Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32
Ferðaittálcmám
íiwTlli illlWHH Hl STOiTUIII
tengdum ferðaþjónustu ?
Málaskóliim
Ablaðamannafundi sem Ferða-
málaráð hélt nýverið kom fram
að heildarvelta ferðaþjónustu þessa
árs hér á landi yrði á milli 9 og 10
milljarðar króna. Aætlaðeraðum
135 þúsund ferðamenn heimsæki
ísland í ár og miðað við aukninguna
frá 1984 munu um 300 þúsund
ferðamenn sækja ísland heim á ári
hverju um næstu aldamót.
Á blaðamannafundinum kom einnig
fram að nú eru 6 þúsund ársstörf hér
á landi tengd ferðaþjónustu og
reikna mætti með verulegri fjölgun
þeirra á næstu árum.
Með þetta í huga hefur Málaskól-
inn, í samvinnu við Viðskipta-
skólann, nú skipulagt námskeið fyrir
fólk sem hefur áhuga á að takast á
við hin margvíslegu verkefni sem
bjóðast í ferðamannaþjónustu.
Námið er undirbúið af fagmönnum
og sérfræðingum á ýmsum sviðum
ferðamála. Sérstök áhersla er lögð á
lausn raunhæfra verkefna.
Meðal námspreina í
ferðamálanaminu eru:
Starfsemi ferðaskrifstofa.
Erlendir ferðamannastaðir.
Innlendir ferðamannastaðir.
Tungumál.
- Rekstur fyrirtækja í ferða-
mannaþjónustu.
- Flugmálasvið.
- Heimsóknir í fyrirtæki.
Hringdu í okkur og við sendum þér
bækling með nánari upplýsingum.
Ath. Fjöldi þátttakenda er takmark-
aður.
Hefur þú áhuga á að starfa
að spennandi og fjölbreyttum
störfum íferðaþjónustu hér
heima eða erlendis? Vissir
þú að ferðamannaþjónusta
er í örum vexti á Islandi?
Námið tekur alls 176 klst. og
stendur yfir í 11 vikur.
Kennarar á námskeiðinu hafa
allir unnið við störf tengd
ferðaþjónustu og hafa mikla
reynslu á því sviði.