Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 Kjaradeila rafiðnað- armanna og ríkisins: Nýr ffundur ekki boðaður FUNDUR rafiðnaðarmanna og samninganefhdar ríkisins hjá ríkissáttasemjara á sunnudag var árangurslaus, en hann var haldinn í kjölfar óformlegra við- ræðna aðila sín í milli á fostudag og laugardag. Ekki hefur verið boðað til annars fundar og er óvíst hvenær af honum verður. Verkfall rafiðnaðarmanna hjá ríkinu hefur staðið frá 28. septem- bér eða bráðum 1 tvær vikur. Verk- fallsmenn funduðu í gær og þar var samþykkt að fela samninga- nefnd RSI að fara yfir undanþágur sem veittar hafa verið frá verk- fallinu. Helgi Gunnarsson, starfs- maður RSÍ, sem situr í samninga- nefnd, sagði að engar nýjar undan- þágubeiðnir hefðu borist og engar ákvarðanir hefðu verið teknar um breytingar á fyrirliggjandi undan- þágum. Menn væru að ræða það og ákvarðanir þar að lútandi yrðu ekki teknar fyrr en í fyrsta lagi í dag. 65 voru tekn- ir fyrir of hraðan akstur ÖKUMENN, sem teknir voru fyrir of hraðan akstur í Reykjavík um' helgina, voru 65. Þá voru 24 grunaðir um ölvun við akstur. Þessar tölur eru fyrir tímabilið frá 6 á föstudagsmorgni til 6 í gærmorgun. Sem dæmi um hrað- aksturinn má nefna, að á Vestur- landsvegi mældi Reykjavíkurlög- reglan tíu bíla um helgina á 97-126 kílómetra hraða. Þá virðist einnig greitt ekið á Bústaðavegi. Þar voru um fimmtán bílar stöðvaðir og óku þeir á 80-99 kílómetra hraða. Á Skúlagötu var ökumaður stöðvað- ur á 94 kílómetra hraða og á Kringlumýrarbraut var algengur hraði um 100 kílómetrar á klukku- stund. í Elliðavogi var hraði bíla um og yfir 100 kílómetrar á klukkustund og sömuleiðis í Sæt- úni. Einn ökumannanna, sem grun- aðir voiu um ölvun við akstur, var gripinn á 120 kílómetra hraða á Sundlaugavegi. Forsetinn tilSviss Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, fer áleiðis til Genfar 11. þ.m., segir í fréttatilkynningu frá skrif- stofu forseta Islands. Þar verður forsetinn formaður dómnefndar í samkeppni Evrópubandalags útvarps- og sjónvarpsstöðva um besta handritið að sjónvarpsleik- riti í ár. Þá mun forseti af- henda verðlaun keppninnar 16. þ.m. Frá Genf fer forseti til Lausanne í Sviss og flytur þar erindi á ráðstefnu um áhrif ferðamála á menningu þjóða. Þá hefur forseti þegið boð forseta Sviss um að koma í opinbera vinnuheimsókn til Bern 17. þ.m. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra, verður þar í fylgd með forseta og mun eiga viðræður við utanríkis- og utanríkisvið- skiptaráðherra Sviss. I fylgd með forseta íslands verður Komelíus Sigmunds- son, forsetaritari. VEGAGERÐ ríkisins hefur undanfarið unnið við að setja upp vegrið við hættulegustu veg- arkaflana í Hvalfirði. Vegrið verða sett upp á fjórum stöðum í firðinum og verða samtals um einn kílómetri að lengd. Eyvindur Jónasson, rekstrarstjóri hjá Vega- gerðinni, sagði að vegrið væru sett upp við Hvammsfjall og inn undir Brynjudal. „Við setjum vegrið upp við hættulegustu kafla vegarins, um 3-400 metra í einu,“ sagði hann. „Þessi vegrið eiga að þola það að fólksbifreið fari utan í þau, ef hún rennur til dæmis í hálku eða vindhviðum og því er mikið öryggi að þeim. Nú höfum við lokið við að setja upp helminginn, en það verður unnið að því fram á vetur að koma þessu upp. Kostnaður er áætlaður á bilinu 2-3 milljónir króna.“ Eyvindur sagði að vegriðin hefðu einn stór- an galla, því snjór safnaðist upp að þeim og erfiðara yrði því að ryðja veginn. ) I ! Eldey hf: Taka Grindvíkingar við rekstri Eldeyjar? Grindavík. ÚTGERÐARMENN í Grindavík hafa fullan hug á að yfírtaka rekstur útgerðarfyrirtækisins Eldeyjar hf. Eldey hf. var stofnað fyrir rétt- um tveimur árum af aðilum víða á Suðurnesjum og um bátana Eld- eyjar-Hjalta og Eldeyjar-Boða. Aðalfund þess átti að halda í síðustu viku, en honum var frestað að ósk útgerðarmanna í Grindavík, sem hafa fullan hug á að yfirtaka reksturinn og reka útgerðina frá Grindavík. Þá hefur verið nefnt að aðilar utan svæðisins hafi áhuga á að kaupa bátana og fá kvóta þeirra. Á fundi útgerðarmannanna í gær með Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra voru ýmsar hug- myndir ræddar og lýsti Steingrím- ur því yfir að hann myndi gera það sem í hans valdi stæði til þess að koma þessum málum áfram. Hall- dór Ingvason, bæjarfulltrúi í Grindavík, sat fundinn og sagði í viðtali við Morgunblaðið að áhugi væri á því að sporna við þeirri miklu kvótasölu sem væri af Suð- urnesjasvæðinu. „Eldey hf. var stofnað sem nokkurskonar sameiningartákn fyrir útgerð á Suðurnesjum og það væri miður ef það hyrfi héðan,“ sagði Halldór, „útgerðarmenn hér í Grindavík eru tilbúnir til að leggja fram hlutafé ef aðstoð kæmi á móti frá opinberum sjóðum.“ Hall- dór nefndi einnig að það hefði stað- ið Eldey hf. fyrir þrifum hve hluta- fjárloforð hefðu skilað sér illa á sínum tíma og ætti það ekki hvað síst þátt í erfiðum rekstri. Solveig Dommartin og Bruno Ganz í myndinni „Himinn yfir Berlín", sem Kvikmyndahátíðin hófst á. Kvikmynda- hátíð hafin Kvikmyndahátíð í Reykjavík hófst í Regnboganum á laugar- dag. Davíð Oddsson borgarstjóri setti hátíðina. Frú Vigdís Finn- bogadóttir forseti var heiðurs- gestur, en meðal annarra gesta var Bruno Ganz, aðalleikari myndarinnar „Himinn yfir Berlín". Sjá uinijöllun um Kvik- myndahátíð á bls. 62-63. Landsfimdur Sjálfstæðisflokksins: Þorsteinn Pálsson formaðxu* — Davíð Oddsson varaformaður Einar K. Guðfínnsson efstur í miðstjórnarkjöri ÞORSTEINN Pálsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfúndi á sunnudag með 754 atkvæðum, eða um 80% greiddra atkvæða. 945 af 1042 landsfundarfulltrúum tóku þátt i formanns- kjöri. Davíð Oddsson var kjörinn varaformaður flokksins í stað Frið- riks Sophussonar. Davíð hlaut 727 atkvæði, sem voru 81,6% greiddra atkvæða, þar sem 891 tók þátt í varaformannskjörinu. Davíð Oddsson hlaut 64 atkvæði til formanns og Friðrik Sophusson 63 atkvæði. Aðrír hlutu 10 at- kvæði. Auðir seðlar og ógildir voru 54. Friðrik hlaut 91 atkvæði til varaformanns, en hann hafði lýst því yfir að hann væri ekki í kjöri. Aðrir hlutu 12 atkvæði. Auðir seðlar og ógildir voru 61. Kosið var milli 18 frambjóðenda í 11 sæti fulltrúa landsfundar í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Flest atkvæði hlaut Einar K. Guð- finnsson útgerðarstjóri í Bolung- arvík. Atkvæði féllu á þessa leið: 1. Einar K. Guðfinnsson, 670 atkvæði. 2. Hreinn Loftsson, 658 atkvæði. 3. Sigurður Einarsson, 635 at- kvæði. 4. GunnarRagnars,.621 atkvæði. 5. Þuríður Pálsdóttir, 617 at- kvæði. 6. Theodór Blöndal, 614 atkvæði. 7. Magnús L. Sveinsson, 511 atkvæði. 8. Lilja Hallgrímsdóttir, 492 at- kvæði. 9. Björn Jónasson, 481 atkvæði. 10. Davíð Sch. Thorsteinsson, 451 atkvæði. 11. Hildigunnur Högnadóttir, 442 atkvæði. 12. Lára M. Ragnarsdóttir, 440 atkvæði. 13. Guðjón I. Stefánsson, 420 atkvæði. 14. Jóna G. Sigurðardóttir, 398 atkvæði. 15. Björg Þórðardóttir, 359 at- kvæði. 16. Gísli Ólafsson, 323 at.kvæði. 17. Jóhann G. Bergþórsson, 316 atkvæði. 18. Halldór Jónsson, 264 at- kvæði. Fimm af fyrri miðstjómarfulltrú- um landsfundar gáfu kost á sér og náðu allir kjöri. Þeir eru: Einar K. Guðfinnsson, Sigurður Einarsson, Gunnar Ragnars, Theodór Blöndal og Davíð Sch. Thorsteinsson. Þeir sem ekki gáfu kost á sér til endurkjörs, sem miðstjornarfulltrú- ar landsfundar, voru: Björn Þór- hallsson, Davíð Oddsson, Erlendur Eysteinsson, Katrín Fjeldsted, Sigríður Anna Þórðardóttir og Sig- urður M. Magnússon. Sjá frásagnir bls. 10,26,27 og í miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.