Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 52
 52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 Anna Dúfa Storr Egan — Kveðjuorð Fædd 3. ágúst 1924 Dáin 27. ágúst 1989 Vængjum líða í lofti við ljósbjait sólarhvel. Vængjum sælum svífa með sigri yfir líf og hel. (Þýð. Steingr. Thorsteinsson) Þetta erindi hljómaði í huga mér er ég frétti um alvarleg veikindi Önnu Dúfu Storr. Ég vissi að ljóðið var móður hennar hugstætt — og að hún Anna Dúfa hlaut nú að fara að svífa á brott „með sigri yfir líf og hel“. Og nú er hún dáin, horfin af jarðlífssviði. — Sálin er léttfleyg og það er hugurinn líka. Minningar liðins tíma hrannast að. Anna Dúfa á þar fagran sess. Hún var dóttir hjónanna Elínar Sigurðardóttur og Ludvigs Storr. Foreldrar Elínar voru Sigurður Björnsson, bruna- málastjóri í Reykjavík, föðurbróðir minn, og kona hans, Snjólaug Sig- urjónsdóttir frá Laxamýri, móður- systir mín. Milli heimila foreldra minna að prestssetrinu í Görðum á Álftanesi og foreldra Elínar á Grett- isgötu 38 í Reykjavík voru því náin ættartengsl og fögur og einlæg vin- átta. Börnin í Görðum, ellefu tals- ins, og börnin á Grettisgötu 38, sex talsins, áttu öll sömu afa og ömmur — og með hlýhug og velvild ræktu fjölskyldurnar frændsemina. Það var ávallt sérstakur ljómi yfir þeim dögum er frændi og frænka komu í heimsókn suður að Görðum með börnin sín. Ævinlega var eitthvað gott meðferðis í litla munna og frænka Snjólaug spurði gjarnan: „Hvar er nú hin mamm- an“, en það nafn hafði ein systra minna gefið henni og naut sú stutta góðs af. Síðan var spjallað, sungið, leikið sér og glaðst. Allir tóku af hjartans list þátt í gleðinni sem ríkti á heimilinu og í hópnum. Elín, elsta barn Sigurðar og Snjó- laugar, var glæsileg, sem og reynd- ar allur barnahópurinn á Grettis- götu 38. Hún var mjög músikölsk og fór á æskuárunum út til Kaup- mannahafnar til tónlistarnáms og lærði píanóleik hjá þeim hjónum Dóru og Haraldi Sigurðssyni, þekktum píanósnillingum. í Kaup- mannahöfn kynntist Elín og trúlof- aðist ungum myndarmanni, Ludvig Storr að riaí'ni, og kom með hann heim til íslands. Þau settust að í Reykjavík. Ludvig Storr varð ágæt- ur „danskur íslendingur", dugmikill heiðursmaður og athafnasamur kaupmaður í Reykjavík. Heimili ungu hjónanna var fyrst í skjóli foreldra Elínar á Grettisgötunni en síðar í stórhýsinu á Laugavegi 15. Árið 1924 varð sá merkisat- burður í lífi þeirra hjóna Elínar og Ludvigs og raunar alls frændgarðs- ins, að þau eignuðust dóttur. Hún fæddist í heimahúsum og meðan hún var að koma í heiminn sat fal- leg dúfa utan við gluggann og virt- ist fylgjast með því, sem var að ske. Elín horfði hugfangin á dúfuna — og mér fannst ég sjá það fyrir mér, að þegar hún faðmaði að sér nýfætt barnið myndi hún hafa sagt: „Elsku litla dúfan mín.“ — En hvað um það, þegar faðir minn skírði litlu stúlkuna hlaut hún nafnið Anna Dúfa. Anna var föðurömmunafn barnsins, Dúfa var fallegi fleygi Guðmundur Olafs- son — Kveðjuorð Fæddur4.júní 1903 Dáinn 30. september 1989 Nú er ég aldinn að árum um sig meinin grafa. Senn er sólarlag. Svíður í gömlum sárum samt er gaman að hafa lifað svo langan dag. Er syitir af nótt, til sængur er mál að ganga - sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga - þá vildi ég, móðir mín að mildin þín svæfði mig svefninum langa. (Orn Arnai'son) Nú er elsku afi minn horfínn yfir móðuna miklu. Hann var búinn að vera veikur svo lengi og eflaust hvíldinni feginn. Til hans og ömmu var gott að koma. Hann trúði á Guð og kenndi mér og seinna litla drengnum mínum' að gott er að leitd til Guðs ef eitthvað bjátar á. Ég sakna Guðmundar afa. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Guð blessi minningu hans. Sæunn Halldórsdóttir Hann pabbi minn, Guðmundur Ólafsson, fæddist austur undir Eyjafjöllum. Þar ólst hann upp, með háu og tignarlegu fjöllin á aðra hönd en sjóinn á hina og hvomgt langt frá. Hann hefur verið fallegur ungi maðurinn sem fór til Reykjavíkur að afla sér fjár og frama rúmlega tvítugur að aldri og hitti hana mömmu mína og varð ástfanginn. Saman hafa þau svo gengið göt- una fram eftir veg í haust nær 60 ár. Það var oft erfitt fyrir daglauna- manninn hér á áram áður að afla tekna og hafa í sig og á. En við systurnar þijár, sem mamma ól honum pábba, vorum verndaðar og fengum nóg að bíta og brenna og ást í ríkum mæli. Hann pabbi var hetjan okkar og mamma verndarengillinn. Þegar svo fyrstu barnabörnin fæddust var góði afi mættur, að halda í litla hönd. Það vat sárt, að hann pabbi skyldi verða blindur fyrir nær 15 árum. Eins og hann elskaði að lesa í bókunum sínum. Og sárt fannst honurn að sjá ekki litlu barnabarna- börnin, sem hafa verið að fæðast. En þau gátu glatt afa og rétt honum litla hönd og koss á kinn. Elskulegur pabbi okkar er kvadd- ur af okkur börnunum, stórum og smáum, með ást. En tregi er í hjörtum okkar, því við söknum hans. Hún mamma okkar hefur verið hans leiðarljós öll árin sem sjónina hefur vantað. Og vakað yfir honum og verndað seinustu mánuðina sem hann hefur verið svo veikur. Við þökkum henni af öllu hjarta fyrir að hugsa vel um „elskú pabba" alla tíð. Megi hann fá góða heimkomu. Ilonum verður áreiðanlega vel fagnað fyrir handan. Og hafi hann þökk fyrir allt. Og fóður sínum fól hann drauminn stóra um frið og líkn, og bað í hinsta sinn og hneigði andlit hljótt og sagði: Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn. M. Johannessen Málfríður Guðmundsdóttir fuglinn, sem barst fijáls yfir láð og lög og guðaði á gluggann hjá Elínu á viðkvæmri stundu og vitjaði nafns. Anna Dúfa varð eina barn for- eldra sinna, sem lifði til fullorðins- ára. Hún ólst upp við mikið ástríki foreldra' og ættmenna, falleg og elskuleg og hvers manns hugljúfi. í blóma æskuára um tvítugsaldur- inn giftist hún með viðhöfn enskum manni að nafni Frank Pitt og um svipað leyti tók hún kaþólska trú. Með manni sínum flaug hún á vængjum hamingjuríkra og glæstra vona út í stóra heiminn, út til Eng- lands, þar sem hún átti heimili sitt upp frá því. Alltaf voru þó þau ættarbönd sterk og traust, sem tengdu hana við gamla, góða landið hennar og ástvinina þar. Anna Dúfa eignaðist fimm börn með manni sínum, eitt þeirra dó ungt og var mikill harmur að henni kveð- inn. Öll voru börnin vel af Guði gerð og Önnu mjög hjartfólgin. Hún var mikil og góð móðir, sem bar takmarkalausa umhyggju fyrir börnunum og lagði sig í líma fyrir velferð þeirra. Velgengni þeirra í skóla, starfi og einkalífi var henni óblandin gleði. Er börnin voru upp- komin skeði það, einhverra orsaka vegna, að þau Anna Dúfa og Frank Pitt skildu. Seinna eignaðist Anna Dúfa síðari mann sinn, Brendan Egan, skólastjóra, traustan og ágætan mann. Þau voru hamingju- söm og gott til þess að hugsa hve Önnu Dúfu leið vel í skjóli hans. Elín, móðir Önnu Dúfu, dó á besta aldri. Faðir hennar kvæntist aftur og var síðari kona hans Svava Ein- arsdóttir Storr. Vel fór á með þeim Svövu og Önnu Dúfu. Ludvig Storr dó fyrir fáum árum. Eins og áður sagði gleymdi Anna Dúfa hvorki ættlandi sínu né ætt- mennum á ísiandi. Það gladdi hana er Davíð sonur hennar settist að á. gamla landinu hennar og fór þá ferðunum heim til Islands fjölgandi og styrktust þá enn á ný vina- og frændatengsl. Fyrir fáum árum heimsótti hún mig hingað í kotið ásamt manni sínum og stjúpmóður. Það var yndislegt að fá að sjá hana á ný, nú þroskaða konu, en jafnfal- lega og góða og í gamla daga, finna hjartahlýjuna og fölskvalausa vel- vildina og hlýhugann og ómetan- lega tryggð göfugrar sálar, finna að ekkert straumrof hafði orðið í djúpstæðri vináttu með frændsemi. Síðan hringdi Anna Dúfa ævinlega í mig er hún kom til Islands og bréf fóru á milli. Síðast skrifaði hún mér að nú í sumar myndi hún dvelja nokkrar vikur hjá Davíð syni sínum og Svölu, konu hans, og þá ætlaði hún endilega að koma og heimsækja mig. Ég hlakkaði til að fá að sjá hana. En enginn má sköp- um renna. Það barst raunaleg fregn. Anna Dúfa var alvarlega veik. Stóra kallið var í aðsigi. Ég varð agndofa. Hún Anna Dúfa, sem mér fannst að gæti átt svo mörg ár ólifuð, átti hún að fara að flytj- ast yfir á annað tilverustig? Já, það var ekki um að villast. Eg átti þá ekki eftír að fá að sjá mína elsku- legu frænku aftur í þessu lífi, það var verið að flytja hana yfir stóru landamærin milli tilverustiga, kalla hana burtu „meira að starfa Guðs um geim“. Ekki efast ég um að henni hefur verið vel fagnað á landi lifenda af ástvinum sínum, sem á undan voru gengnir, og að bjart er þar í ranni er ástvinir mætast á ný. Guð blessi Önnu Dúfu í fram- haldslífi í Jesú nafni og alla henni kæra. Hin fagra minning eftir skildi eina, sem aldrei gleymi meðan lífs ég er. Sigurlaug Árnadóttir, Hraunkoti i Lóni. Petur Þorvalds- son - Kveðjuorð Mjög er hryggilegt að sjá á bak Pétri Þorvaldssyni sellóleikara, svo löngu fyrir trúlegan tíma. Þessi góði og trausti tónlistarmaður hafði þó skipað sæti í Sinfóníuhljómsveit Islands næstum aldarfjórðung og ávallt með mikilli sæmd, enda kvaddur til forustu í sellódeild hljómsveitarinnar fyrir mörgum árum. Hann stundaði einnig að marki kennslu á hljóðfæri sitt, en sjálfur hafði hann notið leiðsagnar Heinz Edelsteins, Einars Vigfús- sonar og síðast en ekki sízt Erlings Blöndals Bengtssonar, svo að grunnurinn var góður. Ríkisútvarpið og sinfóníusveitin höfðu náið samstarf um langt ára- bil, og sem útvarpsmaður hafði eg því talsverðan samgang við hljóð- færaleikarana, ekki sízt vegna út- varpskynninga á hljómleikum. Þá komst eg í kynni við hinn vörpulega og rólynda afbragðsmann í lífi og listj Pétur sellóleikara. Á daginn kom að við áttum sam- eiginlegt áhugamál, þar sem. skák- listin er, og því réðst svo, að skák- fúsir hljómsveitarmenn gerðust að- ilar að Riddaraliðinu, taflfélagi út- varpsmanna, -um líkt leyti og sjón- varpið kom til sögunnar. Síðan hef- ur þessi þrískipti starfsmannahópur iðkað skák sér til tómstundagam- ans, síðasta áratuginn með þrenns- konar taflkeppni á vetri hveijum. Fyrirliði sinfóníumanna á þessu sviði var ætíð Pétur Þorvaldsson, bæði í félagslegu tilliti og sem kepp- andi. Til marks um það er nafn hans letrað sjö sinnum sem sigur- vegari á þijá keppnisbikara liðsins. Eg enda þessi fáu orð með því að lýsa söknuði okkar Riddaraliðs- manna við fráfall hins drengilega félaga og votta konu hans, börnum og öðru fjölskyldufólki einlæga hluttekningu. Baldur Pálmason Guðrún J. Guðmunds- dóttir - Kveðjuorð Fædd 17. apríl 1932 Dáin 6. september 1989 Eitt bros - getur diminu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt, Aðgát skal höfð í næiveru sálar. (E.B.) Við mæðgurnar, undirrituð og dóttirin Guðrún Helga, stóðum kvíðnar og héldumst hönd í hönd við dyrnar og biðum þess að opnað yrði, við vorum að hitta nýju dag- mömmuna í fyrsta skipti. En kvíðinn reyndist ástæðuiaus. Til dyra kom lágvaxin, fríð, svart- hærð kona eitt ljómandi bros. Eftir þessi fyrstu kynni hlakkaði Guðrún Helga til hvers einasta dags, að fara til Guðrúnar „mömmu“, nöfnu sinnar. Það er „gulls ígildi" fyrir vinn- andi foreldra að fá góða dag- mömmu sem tekur að sér að hluta uppeldi barnsins á viðkvæmu ald- ursskeiði, þegar lítil manneskja er í mótun. En hún Guðrún mín, þessi gefandi yndislega manneskja, reyndist svo sannarlega vandanum vaxin. Hún var sjálf með fullt hús af sínum eigin börnum, fjórar ung- ar dætur, en þar sem hjartarými er nóg er líka nóg húsrými. Hjarta- iými og gæsku átti hún Guðrún í ríkum mæli. Hún hafði inikinn metnað fyrir sín eigin börn en ekki síður fyrir hin „börnin“ sín. Það var óneitanlega skemmtileg sjón að sjá þegar allur barnahópur- inn settist að matborðinu til að borða rammíslenskan mat, soðna ýsu, skyr og fleira og Guðrún hljóp á milli barnanna berfætt, einsog með hundrað hendur til að sjá um að hver og einn borðaði nú matinn sinn. Reglusemi, eldlegur áhugi og alúð voru hennar aðalsmerki, hún var manneskja fram í fingurgóma. Allt í kringum hana bar vott um það. Heimilið, sem hún áleit horn- stein samfélagsins, var einstaklega fallegt og þar ríkti sá andi sem bauð mann velkominn, alltaf. Sumt fólk hefur einhverja sérstaka út- geislun og sjarma, leiftrar af lífi og gleði, þannig var Guðrún. Undirrituð voru einmitt á ferð í Kaupmannahöfn aðeins nokkrum dögum áður en Guðrún kom þangað en því miður hittumst við ekki, en við héldum ferð okkar áfram til Grikklands. Þangað sem Guðrún mín náði ekki. Við fengum því þessa harmafregn þegar við komum heim og gátum ekki fylgt henni síðasta spölinn. Mikil gæfa var það fyrir Guðrúnu Helgu dóttur okkar og okkur for- eldrana að hafa kynnst Guðrúnu og eignast vináttu hennar. Við erum henni ævinlega þakklát fyrir það veganesti sem hún gaf dóttur okkar af því örlæti sem einkenndi skap- gerð hennar og hún átti í svo ríkum mæli. Við sendum eiginmanni og börn- um Guðrúnar okkar dýpstu samúð- arkveðjur og vonum jafnframt að orð Kahlils Gibrans megi verða þeim einhver huggun í sorg þeirra: Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að að- eins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Fjóla Karlsdóttir, Guðrún Helga og Gísli G. ísleifsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.