Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 Laxveiðin 1989 fremur rýr: Flestar árnar gáfu aðeins % tiF/e af veiði síðasta sumars Netasærðir stórlaxar og liðfáir og rýrir smálaxar settu mestan svip á veiðina Samkvæmt bráðabirgðalokatölum úr helstu laxveiðiám landsins sem Morgunblaðið hefur náð saman með samtölum við veiðiréttar- eigendur, leigutaka og stangaveiðimenn, hefur veiðin víðast hvar einungis numið þriðjungi til tveimur þriðju hlutum þeirrar veiði sem náðist í ánum í fyrra, sem reyndar var aftmrðagott veiðisum- ar. Gjöfulasta laxveiðiáin var Laxá í Kjós, eins og í fyrra með 2126 iaxa sem telst mjög góð sumarveiði, en til samanburðar má nefiia að í fyrra gaf áin 3850 laxa sem var íslandsmet. Mesta veiðin á hverja dagsstöng var hins vegar í Laxá á Ásum, 4 laxar að jafti- aði á dag þrátt fyrir að veiðin hafí orðið miklu minni en reiknað var með. Ef litið er á bráðabirgðatölur úr helstu laxveiðiánum má glögg- lega fá hugmynd um samdráttinn í veiðinni. Tölurnar innan sviga eru tölur sumarsins 1988: Elliðaár 1763 (2003), Leirvogsá 460 (1057), Laxá í Leirársveit 1189 (1889), Grímsá 1200 (1763), Þverá/Kjarrá 1327 (1567), Norð- urá 895 (1359), Langá um 800 (1409), Haffjarðará 655 (875), Haukadalsá 510 (1232), Laxá í Dölum 1040 (2385), Laugardalsá 300 (500), Hrútafjarðará 258 (532), Miðfjarðará 1157 (2081), Víðidalsá 920 (2023), yatnsdalsá 660 (1243), Laxá á Ásum 720 (1617), Laxá í Aðaldal 1625 (2255), Selá 910 (1102) og Hofsá 820 (1210). Metveiði varð í þrem- ur ám, Fljótaá í Fljótum sem gaf 300 laxa, Kálfá í Gnúpveijahreppi sem gaf 110 laxa og Rangár.um sem gáfu einnig 110 laxa. Netaveiði var léleg í Hvítá í Borgarfirði aðeins milli 4000 og 5000 laxar veiddust á móti 14.000 í fyrra, en í sumar hittu helgar- bönn netamanna oftast á stærstu strauma, en þá komu stærstu göngurnar. Ýmsir viðmælendur Morgun- blaðsins úr röðum veiðimanna og fiskifræðinga vom sammála um að vissir þættir settu nokkuð mark sitt á nýafstaðið veiðisumar, t.d. mikil netaför á stórlaxi í ám á Norður- og Norðausturlandi og alveg sérstaklega í Laxá í Aðald- al, en Orri Vigfússon formaður VEÐUR IDAGkl. 12.00: r / / Heimild: Veðurstofa íslands / / (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gaer) VEÐURHORFUR í DAG, 10. OKTÓBER: YFIRLIT í GÆR: Hæg breytileg átt á landinu. Léttskýjað var á Norðaustur- og Austurlandi en annars skýjað. Súld var á Suðvest- ur- Vesturlandi. Hiti var 4-8 stig. SPÁ: Sunnan- og suðvestanátt. Kaldi víðast hvar með rigningu. suðvestan- og vestanlands, en að mestu þurrt í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Sunnan- og suðvest- anátt, kaldi eða stinningskaldi. Skúrir sunnan- og vestanlands, en þurrt og bjart um austanvert landið. Hiti 6-9 stig. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: v Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / # f * f * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * -|0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR 1/ÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 0 þoka Reykjavík 5 stild Bergen 8 léttskýjað Helslnki 9 skýjað Kaupmannah. 12 léttskýjað Narssarssuaq 2 súld Nuuk 1 skýjað Osló 8 alskýjað Stokkhólmur 8 rigning Þórshöfn vantar Algarve 28 heiðskírt Amsterdam 13 skúrir Barcelona 22 léttskýjað Berlfn 9 alskýjað Chicago 1 léttskýjað Feneyjar 17 skýjað Frankfurt 10 rigning Glasgow 13 skýjað Hamborg 8 skýjað Las Palmas 27 léttskýjað London 14 Skýjað Los Angeles 17 þokumoða Lúxemborg 8 súld Madrld 20 heiðskirt Malaga 28 léttskýjað Mailorca vantar Montreal 1 léttskýjað New York 7 heiðskirt Orlando 22 iéttskýjað París 13 rigning Róm i 16 rignlng Vin 12 hálfskýjað Washington 7 heiðskírt Winnipeg 7 skúrir Netasærðir stórlaxar voru áberandi í laxveiði sumarsins, einkum og sér í iagi í ám á Norður- og Norðausturlandi. Þessir 10 og 12 punda laxar voru dregnir úr Laxá í Aðaldal þar sem ástandið var einna verst. Algengt var í sumar að sjá svona hroðalega leikna fiska. Laxárfélagsins sagði hiklaust að þriðji hver fiskur sem veiddist frá 9 pundum og upp úr hefði verið meira og minna særður og margir hroðalega leiknir. Smálaxaskortur og bágt holdafar eins árs laxins var einnig áberandi að mati sömu manna, svo og eldislaxagöngur í sömu ár og fengu þann fisk sann- anlega í fyrra. Bar þar mest á Elliðaánum og Leirvogsá, en einn- ig voru nefndar til Korpa, Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit, Botnsá, Brynjudalsá og Elliðaárnar. Haraldur Hannesson, hagfræðingur, látinn Haraldur Hannesson, hag- fræðingur, Iést í gær á heimili sínu að Hávallagötu 18 í Reykjavík, 77 ára að aldri. Haraldur fæddist í vesturbæn- um í Reykjavík þann 24.' ágúst 1912 og bjó þar æ síðan að námi loknu. Eftir að hafa lokið stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, hélt hann til Þýska- lands og nam hagfræði í Bonn og Köln og var auk þess veturlangt í Englandi. Árið 1939 kom hann heim og hóf störf hjá Landsbanka íslands. Því næst vann hann í nokkur ár hjá Reykjavíkurborg og síðan fór hann að vinna hjá Seðla- banka íslands. Hann kom meðal annars bókasafni og myntsafni Seðlabankans á stofn og starfaði sem skjalavörður við það til sjö- tugsaldurs, árið 1982. Síðustu árin hefur Haraldur starfað heima við hin ýmsu verk- efni. í ijörtíu ár hefur hann safnað heimildum um Jón Sveinsson, Nonna, og fyrir tveimur árum gaf hann islenska ríkinu safnið, en þeir Nonni og Haraldur kynntust í London. Haraldur hefur jafn- framt gefið út hin ýmsu smárit, sem hann hefur þýtt úr þýsku og dönsku. Asgeir Gunnarsson, tæknifræðingur látínn Ásgeir Gunnarsson, tækni- fræðingur, er látinn, 48 ára að aldri. Hann fæddist þann 12. nóv- ember árið 1941. Foreldrar hans eru Gunnar Ásgeirsson og Val- gerður Stefánsdóttir. Börn þeirra voru sex talsins, Ásgeir var næstelst þeirra. Ásgeir lauk tæknifræðinámi í Svíþjóð árið 1963 og hefur verið forstjóri Veltis frá stofnun þess 1968. Hann gegndi trúnaðarstörf- um víða og var mjög virkur í félags- málum. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðlaug Konráðsdóttir. Þau Ásgeir og Guðlaug giftust árið 1964 og eignuðust þau eina dóttur, Guðrúnu Valgerði, sem verður átján ára í nóvember. Eitt af síðustu verkum Ásgeirs var hönnun þríkrossins „gullna þrenningin" sem páfinn blessaði þegar hann kom til Islands á síðast- liðnu sumri. Hluti af ágóða af sölu þríkrossinsÁtti að renna til blindra. Foreldrar Haraldar voru þau Hannes Magnússon vélstjóri og Helga Snæbjörnsdóttir. Eftirlif- andi konu sinni, Ragnheiði Hann- esdóttur, giftist hann árið 1942 í Kristskirkju og einkasonur þeirra, Hannes Haraldsson, fæddist jafn- framt það ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.