Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 61
MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 6Í VELVAKANDI SVAR/R í SÍMA 691282KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FCSTUDAGS u Srn' *U lf Eyðni; Höldum fræðsluherferðinni áfram Til Velvakanda. Umræðan um eyðni er ekki nærri eins hávær í dag og hún var fyrir tveim árum þegar hver bæklingurinn eftir annan var gefinn út og hvei' lærða greinin rituð. Hvað veldur? Er málið þá komið farsællega í höfn? gæti maður spui-t. Hafa vísindin loks fundið lyf er vinnur á vágesti þess- urn? Nei, þvi miður er ekki þannig í pottinn búið. Hvernig líta þessi mál út núna og hvenær greindist plága þessi fyrst? Það mun hafa verið 1981 og áætluðu sérfræðingar þá að um 5 til 10 af hundraði þeirra sem fengju veiruna myndu fá skjúk- dóminn og deyja. En meðgöngutím- inn reyndist vera lengri en menn höfðu haldið. Fimm ár eða fleiri geta liðið frá sýkingu þar til einkenn- in koma í Ijós. Miðað við reynslu síðustu átta ára telja sumir sérfræðingar nú að minnst 40 til 50 af hundraði þeirra er fá veiruna muni fá sjúkdóminn og deyja. Samkvæmt tölvu-reikni- líkani er giskað á að 50% þeirra sem ganga með HlV-veiruna („HIV“ er skammstöfun á „Human Immunod- ficieney Virus“ = eyðniveiran eða alnæmisveiran) muni fá hana á loka- stigi innan fimm ára og 75% innan sjö ára. í löndum Evrópubandalagsins er um þessar mundir vitað um liðlega 11.000 eyðni tilfelli. Talan hækkaði um 20 af hundraði á aðeins fyrsta ársfjórðungi ársins 1988 og miðað við þann vaxtarhraða verður talan komin upp í 56.000 í árslok 1989. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin tel- ur smitbera hins vegar vera á bilinu 300.000 til 800.000. í New York- borg eru taldir vera á bilinu 250.000 til 400.000 smitbefar. í sumurn borgarhlutum er eyðni algengasti smitsjúkdómur meðal nýfæddra barna. Fram til þessa hafa um 40.000 Bandaríkjamenn látist af völdum eyðni. Bandaríska sóttvarnamiðstöðin í Atlanta telur að við árslok 1991 verði yfir 200.000 Bandaríkjamenn látnir af völduin plágunar. Á því ári einu, 1991, er búist við að yfir 50.000 deyi af hennar völdum, og undir árslok 1992 verði fleiri Banda- ríkjamenn látnir af völdum eyðni en féllu í fyrri heimsstyijöldinni, Kór- eustríðinu og Víetnamstríðinu sam- anlagt. Um aldamót kunna fleiri að - vera látnir af völdum sjúkdóinsins en fallið hafa í öllum styijöldum okkar (allra þjóða). En það merkilega við þetta er að alnæmi er fyrsta plágan í sögu mannkyns sem meðvituð hegðun okkar ræður algerlega útbreiðslu á. Og til að forðast vágest þennan þarf að fylgja þeirri höfuðreglu að vera siðferðilega hreinlífur. Það merkir að eigu engin kynmök utan hjónabands. „Að minnsta kosti skaltu þekkja rekkjunaut þinn afar vel“ og neyta ekki fíkniefna. Óhrein- ar sprautur smita marga af eyðni. Já, ljótt er að heyra. Að tarna eru ekki glæsilegar tölur á að líta. En það er sannleikurinn sjaldnast. Höld- um okkur ögn lengur við talnaleik þennan. Næstum helmingur eyðnisjúkl- inga í Afríku eru konur á barneign- araldri. Fimmti hver eyðnisjúklingur í Rúanda er barn. í Sambíu munu fæðast 6.000 börn með alnæmi (1988). Af 800 vændiskonum sem voru mótefnamældar í Nairopi reyndust níu af hveijum tíu sýktar. Og þessar konur hafa að meðaltali 1.000 viðskiptavini á ári. Hér á landi hafa nokkrir einstaklingar dáið af völdum vágestsins og 53 mælst með veiruna. Áætlaður kostnaður af þessum völdum er óheyrilegur. I Banda- ríkjunum er reiknað með að með- höndlun og rannsóknir hvers eyðni- sjúklings kosti um 2,3 miljónir króna á ári. Á íslandi er reiknað með að kostnaður á hvern alnæmissjúkling liggi á bilinu 2,5 til 4 milljónir króna á ári. Lyfjakostnaður einn (ACT-lyf) nemur um hálfri milljón króna á ári. Miklar fjárfúlgur munu því fara á komandi árum í umönnun þessara sjúklinga. Sumir áttast að kostnað- urinn af völdum plágunnar ógurlegu og fjöldi sjúklinga eigi eftir að sliga heilbrigðiskerfi margra landa á kom- andi árum. Landlæknisembættið á íslandi verður að halda fræðsluherferð sinni gangandi jafnt og.þétt og benda fólki á að það sjálft ræður mestu um úrslit málsins. Konráð Friðfinnsson Þessir hringdu . Aumur verknaður Sigurlaug Tryggvadóttir - hringdi: „Þetta er ávarp og viðvörun til óþekktrar, aumkunarverðrar mannveru. Vesalings sem gerði svo lítið úr sér í skjóli náttmyrk- urs að læðast inn á lóð einstæðrar ekkju og stela frá henni kálinu hennar sem hún var búin að rækta handa sér til vetrarins. Heilsufar henna veltur mikið á grænmetis- fæðu. Heldur þú að svona glæp- samlegt athæfi verði þér blessun- arríkt? Kannski gætir þú gefið upplýsijigar um hver það var sem gerði nákvæmlega það sama í fyrra haust á sömu slóðum. Það væri vel þegið og myndi þá vænt- anlega létta á samvisku hins seka ef hún er ekki steinsofandi. Þetta gæti hjálpað til að vekja hana. Þetta er sent til þín með vorkunn- semi og bestu óskum um framför í heiðarleika, manndómi og kær- leika.“ Hjól 18 gíra Muddy cross fjallareið- hjól var tekið í hjólageymslu að Hlíðarhjalla 61. Það er brúnleitt með svörtum brettum sem á eru gul refaspor. Þeir sem geta gefið upplýsingar eru beðnir að hringja í síma 642051. Rautt og hvítt Cross barnareið- hjól með svörtu sæti og púðum var tekið við Ánagranda 8 að- faranótt miðvikudags. Þeir sem geta gefið upplýsingar eru beðnir að hringja í síma 25564. Armband Armband með gullkeðju og skreytingu með demanti í tapaðist í Skipholti, Vesturbæ eða á Seltjarnarnesi fyrir skömmu. Um er að ræða erfðagrip sem hefur mikið gildi fyrir eigandann. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Helgu í síma 29797 eða síma 17201 eftir kl. 19.30. ©’MTUnlverMlPtessSyndicale Ást er... ... að dansa fram á rauðan morgunn. TM Reg. U.S. Pat Otl.—all rigbts reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate Því heldurðu að fólk noti sér meðfædda hjálpsemi þína? Með morgunkaffinu Gleymdir þú sígarettun um? — HOQNI HREKKVISI Víkverji skrifar Þeir, Sem sátu landsfund Sjálf- stæðisflokksins fyrír og um helgina eru sammála um tvennt: að ræða Friðriks Sophussonar á laugar- dag, er hann tilkynnti, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs sem varaformaður hafi mælzt sérstaklega vel fyrir meðal landsfundarfulltnía og að sennilega komi Friðrik sterk- ari frá landsfundinum en hann var áður. Jafnframt eru þeir landsfundar- fulltrúar, sem Víkveiji hefur rætt við á einu máli um, að ræða Davíðs Oddssonar, þegar hann tók við kjöri varaformanns hafi verið svo áhrifa- mikil, að menn hafi ekki upplifað slíkt á landsfundum um iangt árabil. Að sögn þurfti Davíð að gera hlé á máli sínu þrisvar til Ijórum sinnum vegna fagnaðarláta áheyrenda og raunai' er sagt, að hann hafi fengið 1000 manns til þess að skellihlægja hvað eftir annað meðan á flutningi ræðunnar stóð! Það er mikið um að vera í menn- ingarlífí borgarínnar um þessar mundir. Fólk má ekki missa af yfir- litssýningu Listasafns íslands á verk- um Jóns Stefánssonar. Þessi sýning er áreiðanlega einhver merkasti við- burður í menningarlífi okkar árum saman. Jón Stefánsson hefur veríð stórkostlegur málari. Þarna em sýnd- ar myndir, sem yfiríeitt em ekki til sýnis, þar sem almenningur hefur aðgang að þeim. Þarna eru margar fallegar myndir en ein sú fallegasta að dómi Víkveija er mynd, sem um langt árabil hefur hangið á vegg á skrifstofu borgar- stjórans í Reykjavík og heitir Hraun- teigur við Heklu, máluð 1930. Jón Stefánsson hélt ungur utan til Kaup- mannahafnar og ætlaði að verða verkfræðingur. Til allrar hamingju varð ekki af því! Þess getur orðið langt að bíða, að önnur yfiríitssýning á myndum þessa mikla listmálara verði sett upp hér. Þess vegna má fólk ekki missa af henni. Raunar vekur sýningin upp spurningar um það, hvoit verkum Jóns Stefánssonar hafi verið nægur sómi sýndur. Við eigum Kjai-valsstaði og Ásgrímssafn. En hvað um Jón Stefánsson, sem vissulega sténdur jafnfætis Kjarval og Ásgrími? Menningarmiðstöðin í Gerðubergi ætlar að efna til ljóðatónleika einu sinni í mánuði í vetur. Það er vel til fundið. Hinir fyrstu voiu á mánudagskvöldi fyrir viku. Þar söng Ólöf Kolbrún Harðardóttir fyrir fullu húsi. Þetta vom glæsilegir og skemmtilegir tónleikar og það verður spennandi að fylgjast með því, sem á eftir fylgir. Þessi tónleikaröð er hið merkasta framtak. tr PAÐ LÍTOI? ÚT FyKlf? AÐ ÉG FÁl yFIRRÍAÐA - RÉTTIWNi "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.