Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 39
I Verslunarþjónusta á landsbyggðinni Á undanförnum misserum hafa verið áberandi erfiðleikar hjá kaupfélögum og öðrum verslunum á landsbyggðinni. Ibúar margra staða heyrast kvarta undan háu vöruverði og litlu vöruúrvali. Nokkrir fréttaritarar Morgunblaðsins hafa kannað ástandið hver á sínum stað og birtast greinar þeirra hér í bfaðinu á næstunni, fyrstu tvær greinarnar hér á síðunni. Vöruverð alltof hátt á Flateyri Flateyri. Á FLATEYRI eru tvær matvöruverslanir, Brauðgerðin og Fé- lagskaup hf. Úrval af allra helstu nauðsynjum er þokkalegt, en úrval af ýmsum matvörum mætti þó vera fjölbreyttara, að sögn viðmælenda fréttaritara. Þar má neftia þær Qölmörgu tegundir ávaxta og grænmetis sem annars staðar eru á boðstólum, en sumar þeirra sjást aldrei hér. Þrátt fyrir offramleiðslu á búvör- um í landinu er lítið gert til að selja þær hér, til dæmis mjólkur- vörur. Verslanir á Fiateyri eru skyldugar að kaupa mjólkurvör- urnar irá mjólkursamlaginu á Ísaiírði, þó betra væri fyrir þær að kaupa þessar vörur beint frá Reykjavík. Það hefiir leitt tii þess að hér er stundum mjólkurlaust og vörurnar stundum komn- ar að síðasta söludegi þegar þær loksins koma hingað. Egilsstaðir: Matarskatturinn hæni á lands- byggðinni en í Reykjavík Egilsstödum. EGILSSTAÐIR eru mikilvæg samgöngu- og þjónustumiðstöð fyrir Mið-Austurland og hér er borðið upp á Qölbreytta vei'slunarþjón- ustu. Hingað sækir fólk víða að af Austurlandi tii innkaupa í kjöl- far batnandi samgangna og fjölbrcyttara viiruúrvals. Margar sér- verslanir eru starfandi hér í skjóli risanna tveggja, Kaupfélags Héraðsbúa og Verslunarfélags Austurlands, sem hafa með Iiöndum fjölþætta verslunarstarfsemi. Á Flateyri eru einnig bóka- verslun, veitinga- og gististaður- inn Vagninn, Esso-skálinn og hannyrðaverslun. Fólk er sam- mála um að vöruverð sé mun hærra hér en á höfuðborgar- svæðinu og oftast er háum flutn- ingskostnaði kennt um. Mikil óánægja er með að neytandinn skuli greiða söluskatt af flutn- ingskostnaði matvörunnar. í könnun sem gerð var á dög- unum í verslunum hér á Flateyri og í einni verslun í Reykjavjkkom í ljós mikill munur á vöruverði. Mestur munur á einni vöruteg- und, sem var Honey Nut Cheri- os, var 120 krónur. 14 vöruteg- undir voru kannaðar, heildarupp- hæð þeirra var 2.724 krónur hjá Félagskaupum, 2.823 kr. hjá Brauðgerðinni og 2.104,20 kr. í Kjöthöllinni í Reykjavík. Mismunur á hæsta og lægsta verði er því 718,80 krónur. Ef þessari upphæð væri dreift á hvern dag vikunnar er upphæðin rúmar 5.000 krónur, en meiri munur ef um stórmarkaðsverð væri að ræða. Þá má geta ,þess að mjólk- urlítrinn kostar 70 aurum meira á Flateyri en í Reykjavík. Töluvert er um að fólk hér á Flateyri kaupi inn á ísafirði. Þangað er fólk þó ekki fara vegna lægra vöruverðs heldur kannski leita eftir þjónustu sem hér er ekki að fá og meira vöruúrvali þó töluvert vanti þar líka á. - Magnea I dagvöruversiun ríkir hér veru- leg samkeppni á milii Verslunarfé- lags Austurlands og Kaupfélags Héraðsbúa sem er stærri aðilinn í þeim leik. Bæði þessi fyrirtæki reka hér stórar deildaskiptar verslanir. Þeim til viðbótar er svo minni hverfaverslun. Matvöruúrval er gott í þessum verslunum og verð svipað en þó nokkru hærra en í stórmörkuðum á höfuðborgarsvæð- inu. Sigurður Grétarsson hjá Versl- unarfélagi Austurlands segir meg- inástæðu þess að matvöruverð úti á landi sé hærra en í Reykjavík vera óheyrilega háan flutnings- kostnað innanlands og minni veltu- hraða vörubirgða. Sigurður nefndi sem dæmi að á meðan stórmarkað- ur í Reykjavík velti vörubirgðum 20 sinnum á ári þætti gott ef versl- un úti á landi næði veltuhraðanum 10-12. Af þessum sökum kæmist verslunin á landsbyggðinni ekki af með jafn litla álagningu og stór- markaðirnir fyrir sunnan. Flutn- ingskostnaður verslana úti á landi væri líka verulegur og hlyti að koma fram í vöruverði. Hátt sölu- skattsstig yrði svo til að auka þenn- an verðmun enn meir. Þetta yrði til þess að fólk úti á landi greiddi mun hærri söluskatt af lífsnauð- synjum sínum en höfuðborgarbúar. Kaupmenn í sérverslunum svo sem í fataverslunum telja sig geta boðið sama vöruverð og í Reykjavík enda væri flutningskostnaður óverulegur hluti vöi-uverðs þar. Vöruúrvalið telja þeir gott miðað við stærð markaðarins og sögðust kappkosta að bjóða sem best úrval í sinni línu. Hér væru einar 5 fata- verslanir svo flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. í sér- verslununum töldu menn sig verða eitthvað vara við að fólk færi í verslunárleiðangra til Reykjavík um en ekki væri það f stórum stíl. Tilkoma Kringlunnar hefði t.d. ekki haft merkanleg áhrif á sölu í þeirra verslunum. Svar þeirra við inn- kaupaferðum suður hlyti að vera bætt vöruúrval. Þeir gætu þó aldr- ei boðið upp á sama vöruúrval og höfuðborgin á öllum sviðum. Hins- vegar væri það ótvíræður hagur neytendanna að versla í sinni heimabyggð svo framarlega sem vöruverð og gæði væru sambæri- leg. Kaupmenn töldu greinilegt að fólk hefði minna fé handa á milli en áður. Verslunin í haust væri í daufara lagi en það væri í takt við annað í þjóðfélaginu. Kaupmenn úti á landi yrðu varir við samdrátt í verslun í Reykjavík nú í því formi að nú væri aukin ásókn farandsala í að koma út á land og selja vörur sínar þar. Oft ætti þessi sala sér stað án allra tilskilinna leyfa og færi jafnvel fram í sendibílum við- komandi farandsala eða að settur væri upp skyndimarkaður. Af henni væru ekki greidd nein lögboðin gjöld til ríkis og sveitarfélags. Því væri brýnt að endurskoða lögin um verslunaratvinnu. _ Björn Morgunblaðið/Björn Sveinsson Úr verslun Verslunarfélags Austurlands í Fellabæ. ELFA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 Félag áhuga- manna um mannfræði ÁKVEÐIÐ hefur verið að stoftia félag áhugamanna um mann- fræði á íslandi. Stofnfundur verður haldinn fimmtudaginn 12. október kl. 20.00 í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskóla íslands. Tilgangur félags- ins er að efla umræðu á Islandi um mannfræði. Allir áhugasamir vel- komnir segir í fréttatilkynningu. Námskeið í rjúpnaveiði Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis og Slysavarnafélag íslands gangast fyrir hinu árlega námskeiði fyrir rjúpnaskyttur í dag og á morgun. Helstu efnisþættir námskeiðsins verða: Vetrarferðir til fjalla, nauð- synlegur búnaður, s.s. fatnaður, nesti og öryggistæki. Notkun átta- vita og korta. Skyndihjálp. Veiði- réttur: Hvar má veiða rjúpu. Örygg- isatriði - fræðileg umfjöllun um íjúpnastofninn. Námskeiðið verður haldið í húsi Slysavarnafélagsins á Grandagarði og hefst klukkan 19.30. NOTAÐAR VÉLAR Á SÖLUSKRÁ Beltagröfur: 225B LC ’88 OK-RH-12 ’77 IH Yumbo ’84 Traktorsgröfur: CAT 428 ’88 CAT428 ’87 MF-50b ’82 Case580F’82 Jarðýtur: D7G ’81 D7E ’68 D7E ’64 D8H ’69 D4H ’88 ALLAR UPPLÝSIN6AR HJÁ SÖLUMANNI Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐI háfar úr stáli, kopar og í 5 litum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.