Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 Borg Davíðs, borg katta Undan skilnings- trjenu_______________ Egill Egilsson „Gulbröndóttur köttur tapaði sér í vesturbænum. Gegnir nafn- inu Snorri. Sást seinast i. Esjuhl- íðum.“ Reykvíkingar ganga næst Fornegyptum í að heíja ketti til vegs. Fyrirsagnir í stíl við ofan- ritað sjást á síðum Velvakanda hvern dag að heita má. Á eftir koma gjarnan harmtölur ekkju ' úr vesturbænum yfir missi eina ástvinar síns. Mynd fylgir af svartflekkóttri bleyðu. Nær er að halda að Velvakandi hafi eina og sömu myndina til að auglýsa eftir öllum týndum köttum. Enda skiptir ekki öllu máli hvað fylgir. Húsfreyja í vesturbænum sér ekki hvaða köttur er hennar og hver er annarra í gengum tárin. Rammt kveður að dýrkun þessa eina dýrs sem á griðland innan marka borgar Davíðs. Ekki eiga fuglar grið fyrir kött- um. Hundar enn síður, eftir að fámennur hópur hundahatara, sem mér er nær að halda að komi úr röðum kattavina felldi hundahald í atkvæðagreiðsiu. Meirihlutinn sat heima og tapaði málinu. Dýrið heilaga vann. Sjálfur gæti ég ekki orðið mér úti um hundgrey, ef mig iangaði til, en í staðinn bitnar fárið á mér saklausum. Hús mitt er á mörkum yfirráðasvæða tveggja högna. Og á mörkum yfirráða- svæða fer barátta umráðenda fram. Af leiðir svefnleysi mitt- og minna. Baráttusöngvar katta eru enn illþolanlegri en breim þeirra. Hárflyksur fljúga og ben gerast — einkum um þijúleytið á næturnar.. Auk þess merkja kettir sér land með migu sinni. Helgun lands fer fram á mörkum þess. Því bar öðrum kettinum nauðsyn tii að míga á útidyraþrö- skuldinn. Af því leiddi að hann helgaði land innan dyra einnig um mánaðar tíma. Sá sem kærir sig ekki um þennan fans á sér engin ráð. Sjálfur má ég ekki láta á öðru bera en ég dái ketti og lýsi því hér með opinberlega yfir að ég geri það, hvort sem mér líkar betur eða verr. Að auki myndi ég þegja vandlega yfir því ef ég hylltist til að stýra bílnum í átt til þeirra á götu í von um fækk- un. Enda viðurkenni ég aldrei að ég geri það. Ég á mér þann kost einan að lýsa mig kattavin no. 1 til að halda því áliti sem ég nýt enn, og kyngja því að kötturinn sem ræður vestan megin noti beðin mín fyrir náð- hús þótt ég dreifi kláðadufti yfir moldina. Undir niðri vona ég að kötturinn sem gegnir nafninu Snorri haldi áfram upp Esjuhlí- ðar upp til síns kattahimnaríkis (Innsk. Ég hef aldrei vitað til að kettir gegni einu eða neinu, nafni né húsbændum sínum. Hundar voru einu dýrin sem gegndu nafni þegar eg var að læra á heiminn.) í íjarveru hundsins, dýrs hógværðar og vits, spinna dýrhungraðir vest- urbæingar upp eiginleika katta, og ætla þeim þá á við að menn séu. Ást, hatur, undirferli, vit tólf kónga. Ekkert á sér stoð nema undirferlið. Þannig vatt sér að mér pelstróða úr vesturbæn- um. Köttur nágrannans sólaði sig á garðvegg við hliðina, gul- ur, lufsulegur með eyrun tætt í snepla, og er sagður hafa van- helgað flestar kattameyjar vest- urbæjar. „Átt þú þennan kött,“ spyr hún. „Kettir eiga sig sjálfir," sagði ég afundinn. Hún tók undanbrögðin fyrir viðurkenningu. „Hann er búinn að vanhelga haná Sísí mína,“ sagði tróðan. „Á ég að gæta kattarins," spurði ég. „Hann beitti hana ofbeldi. Hún hefur aldrei viljað svona ótýndan högna, óhreinræktaðan og lufsulegan. Ég veit það var hann. Ég sit uppi með fimm gula kettlinga eins og hann,“ sagði hún. „Á ég að borga meðlagið,“ spurði ég. „Það væri mátulegt úr því að þú tjóðrar ekki köttinn,“ sagði hún. „Ertu viss um að Sísí hafi ekki viljað það,“ sagði ég. „Aldrei í lífinu. Hún hafði áhuga á hreinræktuðum siams- ketti austur i Breiðholti," sagði hún. „Hvað ætlarðu að gera í þessii?“ „Ég skal segja kettinum frá þessu,“ sagði ég. „Meira get ég ekki gert.“ „En ef hann lætur ekki segj- ast,“ sagði hún. < „Þessi köttur hefur aldrei látið segjast frekar en aðrir kettir," sagði ég. „Gvuuööð,“ sagði konan. „Og hún Sísí þarf að ala önn fyrir þessum fimm, og hann kemur ekki nærri,“ sagði konan. „Drekktu kettlingunum,11 sagði ég. „Svo legg ég til að þú auglýsir í Velvakanda: „Sísí í Garðastræti 27 skal hér eftir skoðast hrein mey kattalega séð og fæðing fimm kettljnga hennar meyfæðing.,, „Kattahatari og guðlastari," tætir hún út milli tanna sér og heldur burt. Kötturinn guli, sökudólgurinn, liggur áfram á veggnum og lætur sér fátt um finnast. Mannfólkið kemur niður með ýmsa enda upp eftir umbylt- ingar mannlífsins. En helvítis kötturinn kemur alltaf niður standandi. Til hluthafa Verslunarbanka íslands hf. Hlutafjárútboð Á aðalfundi bankans 18. mars 1989 var bankaráði heimilað að hækka hlutafé félagsins um allt að 100 milljónir króna. Bankaráð hefur nú ákveðið að nýta þessa heimild og eiga hluthafar rétt til áskriftar í réttu hlutfalli við hlutaíjáreign sína, eða 19,8%. Forgangsréttur hluthafa rennur út 25. október nk. Útboðsgengi hinna nýju hlutabréfa hefur verið ákveðið 1.40 og er greiðslu- frestur til 10. nóvember nk. Sömu reglur gilda um hin nýju hlutabréf og annað hlutafé í bankanum. Áskriftarskrá mun liggja frammi á aðal- skrifstofu bankans, Bankastræti 5, frá 25. september til 25. október nk. að báðum dögum meðtöldum og verður hluthöf- um jafnframt send áskriftarskrá. Reykjavík, 19. september 1989. VERSLUNARBANKI ÍSLANDS HF. V6RSIUNRRÐRNKINN -uúutcci ttteð fi&i! Útivist 15 Alþýðusamband Vestgarða: „Kvótakerfið“ hefiir ekki skilað árangri STJÓRN Alþýðusambands Vcstfjarða „bendir á þá óhrekjanlegu staðreynd að vegna fískveiða og vinnslu sjávarafla er vestfirsk byggð til og ekki er sjáanlegt að af öðru geti byggð þar liald- ist,“ segir meðal annars í ályktun, sem Morgunblaðinu hefur borist. bandsins og fulltrúa sjávarútvegs- í ályktuninni er skorað á þing- greina um að „kvótakerfið" hafi menn Vestfjarða að beita öllum ekki skilað þeirn árangri sem því tiltækum ráðum til þess að af- nema kvótakerfið og vinna að setningu laga um fiskveiðistjórn- un þar sem tryggð sé hlutdeild þeirra sem hingað til hafi haft Jifi- brauð sitt af þessari atvinnugrein. „Þeir fái notið þekkingar sinnar og reynslu sem og landfræðilegrar hagkvæmni til að nýta þessa sam- eiginlegu auðlind þannig að af- rakstur greinarinnar skili þjóðar- búinu sem mestum arði.“ Tekið er undir ályktun Fjórðungssam- var ætlað. Þvert á móti virðist það hafa skekkt og brenglað svo allt rekstrarform sjávarútvegsins að eyðing byggða blasi víða við, vegna þess að það geri fjársterk- um aðilum kleift að kaupa lífsbjörg fólksins í hinum dreifðu byggðum. Þá er eindregið hvatt til fram- halds á samstarfi launafólks, at- vinnurekenda og sveitarstjórnar- manna um atvinnumá) á Vest- fjörðum. Út er komið ársrit Útivistar 1989, það 15. í röðinni. Ársrit Úti- vistar er komið út ÚT ER komið ársrit Útivistar 1989, það 15. í röðinni. I ritinu er fjölbreytt efiii víðsvegar að af landinu, staðar- og leiðarlýsingar sem tengjast ferðum Útivistar. Jón Jónsson jarðfræðingur fjallar um jarðfræði Bása, Goðalandi, og nágrennis. Um jarðfræði Þórsmerk- ursvæðisins hefur lítið sem ekkert birst á prenti og greinin því kærkom- in þeim mörgu ferðalöngum sem leggja leið sína þangað. Nanna Kaa-. ber minnir á möguleika sem bjóðast til útivistar og gönguferða frá Úti- vistarskálanum í Básum, Goðalandi. Steinar Pálsson bóndi að Hlíð í Gnúpveijahreppi ritar af kunnug- leika heimamanns um nýjar og spennandi ferðamannaslóðir í Gljúf- urleit á Gnúpveijaafrétti. Bjarnfríður Leósdóttir kennari á Akranesi, sem er gjörkunnug leiðum og örnefnum á Akranesi og ná- grenni, ritar fróðlega grein um gönguleið á Akranesi. Jón Eiríksson bóndi að Fagranesi hefur verið umsjónarmaður Drang- eyjar um árabil jafnframt og siglt með fjölda ferðamanna þangað. Hann skrifar góða grein um Drangey sem. hann þekkir flestum betur. Helgi Hallgrímsson á Egilsstöðum skrifar grein um Strútsfoss í Fljótsdal. Foss- inn er mjög merkilegur þó lítið hafi verið um hann fjallað. Sigurður Sigurðarson skrifar um Esjufjöll í Vatnajökli, en þangað hafa Útivistarfélagar lagt leið sína tvívegis á seinni árum. Rannveig Ólafsdóttir ritar um eina af uppáhaldsleiðum sínum, göngu- leiðina milli Eldgjár og Þórsmerkur. Að lokurn er minnt á gildi göngu- ferða í stuttri grein ísaks Hallgríms- sonar læknis. Ársrit Útivistar 1989 er 112 blaðs- íður og prýtt fjölda litmynda. Filmu- vinnu, prentun og bókband annaðist prentsmiðjan Steinmark. Ársritið et' innifalið í árgjaldj Útivistar. Ritið fæst á skrifstofu Útivistar, Grófinni 1. pe/ter I 111 SJÓS 00 ÍAHDS KRAFTUR OG TÆKNI LISTER PETTER díselvélarnar eru hannaöar og framleiddar til aö mæta mismunandi kröfum um kraft og tæknilega uppbyggingu. Þú getur treyst á aö LISTER PETTER skilar hlutverki sínu hvort sem er til sjós eöa lands. Taktu ekki áhættu - veldu LISTER PETTER. VELASALAN H.F. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.