Morgunblaðið - 10.10.1989, Qupperneq 25
25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989
Rögnvaldur Hannesson, hagfræðiprófessor:
Draga mætti úr sveiflum
með stöðugum þorskafla
„Ýmis góð og gild hagfræðirök hníga að því, að heldur beri að veiða
fast magn af þorski á hverju ári en að láta ársaflann sveiflast með
stærð stofnsins. Vel virðist hægt að framfylgja slíkri fiskveiðistefiiu,
án þess að gengið sé harðar að hrygningastofninum en gert yrði
með stefnu, sem byggð væri á beztu stöðugu fiskveiðidánartölu."
Svo segir Rögnvaldur Hannesson, hagfræðiprófessor, í lokaorðum
greinar í nýjustu Fjármálatíðindum.
Frú Margrét Rögnvaldsdóttir liélt upp á 100 ára afmæli sitt á Hótel
Borg á sunnudaginn. Hér er hún, lengst til hægri á myndinni, í
hópi vina og ættingja.
Aldarafmæli:
Margrét Rögnvaids-
dóttir hundrað ára
EITT hundrað og áttatíu manns komu í aldarafmæli frú Margrétar
Rögnvaldsdóttur frá Hrólfsstöðum í Skagafirði síðastliðinn sunnu-
dag. Margrét hélt upp á tímamótin á Hótel Borg, en hún er nú heim-
ilismaður á Hrafnistu í Hafiiarfirði.
Eiginmaður Margrétar var Þor-
steinn Björnsson bóndi á Hrólfs-
stöðum. Þau hjónin bjuggu að
Hrólfsstöðum til ársins 1944. Þá
gerðust þau brúarverðir við Austur-
vatnabrú og gegndu því starfi til
ársins 1970. Það ár fluttu þau á
Hrafnistu í Reykjavík, bæði áttræð
að aldri. Þorsteinn lést í ágústmán-
uði árið 1980 og flutti Margrét sig
þá á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þeim
hjónum var þriggja dætra auðið.
María er elst búsett í Reykjavík,
henni næst er Birna Guðfinna bú-
sett í Hafnarfirði og yngsta dóttir-
in, Guðrún, Íést fyrir nokkrum
árum.
Hún hefur samt sem áður góða sjón
og getur lesið gleraugnalaust.
Rögnvaldur bendir á í grein sinni,
að ársafli úr íslenzka þorskstofnin-
um hafi í stórum dráttum sveiflazt
á bilinu 300 til 500- þúsund tonn
allt síðan 1951 og kannski hefði
mátt halda aflanum í 400 þúsund
tonnum. Oftast sé gengið út frá,
að dánartölu stofnsins af völdum
fiskveiða skuli haldið stöðugri í ein-
hveiju ákveðnu hámarki. Fiskifræð-
ingar taki gjarnan mið af þeirri
dánatölu, sem gæfi hámarksafla,
þegar til langs tíma er litið. Hag-
fræðingar hafi bent á, að þetta við-
miðunarmark ætti að ákvarða með
hliðsjón af hagrænum þáttum svo
sem sóknarkostnaði og ávöxtun-
arkröfu.
Rögnvaldur reifar svo ýmsar
hugmyndir og reiknireglur í grein-
inni og kemst í lokaorðum hennar
að fyrrgreindri niðurstöðu, en segir
jafnframt: „Sé hins vegar litið á
árshagnað að meðaltali, virðist það
skipta sáralitlu máli, hvort ársafli
er stöðugur eða breytilegur á
grundvelli beztu stöðugu fiskveiðid-
ánartölu. Helztu rök fyrir stöðugum
afla virðast því liggja í áhættu-
fælni, það er að forðast beri sveifl-
ur í afla, enda þótt þær gefi engu
minni hagnað að meðaltali en stöð-
ugur afli. Vel má vera, að ýtarleg
könnun á verði og kostnaðarsam-
böndum við veiðar og vinnslu kunni
að leiða til annarrar niðurstöðu, er.
líkurnar á því virðast ekki miklar.
Að öllum líkindum væri athyglis-
verðara að rannsaka sveiflurnar í
nýliðuninni, orsakir þeirra og þá
Rögnvaldur Hannesson.
einkum og sér í lagi, að hve miklu
leyti þær eru tilviljanakenndar og
ótengdar tíma og stærð hrygning-
arstofnsins."
Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra:
Ríkisreknar tannlæknastofur fyr-
ir skólabörn og ellilífeyrisþega
Ríkistannlækningar hafa ekki reynzt ódýrari segir formaður Tannlæknafélagsins
Þuríður . Pálsdóttir, fi’ænka
Margrétar.^öng í afmælisveislunni
við undirleik Jórunnar Viðar, sem
einnig er frænka afmælisbarnsins.
Skagfirska söngsveitin söngsveitin
söng og ræður fluttu Ragnar Fjalar
Lárusson og séra Björn Jónsson á
Akranesi, systursynir Þorsteins.
Auk þeirra flutti frændi frú Margr-«
étar, Magnús Gíslason frá Frosta-
stöðum, ræðu og vinkona hennar
Emma Hansen, ekkja séra Björns
Björnssonar prófasts á Hólum.
Margrét fer sinna ferða í hjóla-
stól og heyrn er farin að daprast.
FINNUR Ingólfsson, aðstoðar-
niaður heilbrigðisráðherra, hélt
erindi á málþingi um heilbrigðis-
mál sem Framsóknarflokkurinn
hélt urn síðustu helgi um tanii;
lækningar og kostnað við þær. í
erindinu lagði hann til að sú tann-
læknaþjónusta sem skólabörn og
ellilífeyrisþegar fá og nú er greidd.
af almannatryggingum yrði færð
inn á tanniæknastofúr sem reknar
yrðu af hinu opinbera.
Finnur sagði að kostnaður við
tannlækningar og tannréttingar sem
greiddur væri af almannatrygginga-
fé væri sífellt að aukast. Ástæðurnar
fyrir því væru þær að greiðslukerfi
til tannlækna væri mjög opið og er-
fitt væri að hafa eftirlit með því, að
gjaldskrá fyrir tannlækningar væri
gölluð því hægt væri að blanda sam-
an afkastahvetjandi kerfi ogtímaein-
ingakerfi og að samkeppni milli tann-
lækna væri ekki fyrir hendi.
Til að lækka þennan kostnað telur
Finnur að tannlæknaþjónusta sem
greiðist á grundvelii almannatrygg-
ingalaganna og veitt er skólabörnum
og elliiífeyrisþegum fari fram á tann-
læknastofum sem reknar yrðu af
hinu opinbera iíkt og önnur heilbrigð-
isþjónusta sem hið opinbera veitir.
Einnig skuli lagt á það mat í hverju
tilfelli hvort tannviðgerðir eða tann-
réttingar séu nauðsynlegar af heilsu-
farslegum ástæðum. Þannig verði
komið í veg fyrir að 'hið opinbera
greiði fyrir fegrunaraðgerðir. Einnig
er nauðsynlegt að breyta gjaldskrá
fyrir tannlækningar.
Finnur hefur sagt að það komi til
greina að ráða atvinnulausa norræna
tannlækna til starfa á þessar stofur
ef íslenskir tannlæknar fást ekki til
þeirra en segist ekki vera þar með
bjóða erlendum tannlæknum
350.000 króna mánaðarlaun, sem
hann telur varlega áætlað vera með-
almánaðarlaun íslenskra tannlækna.
Börkur Thoroddsen, formaður
Tannlæknafélags íslands, sagðist
sannfærður um að margir tannlækn-
ar tækju boði ríkisins um 350 þúsund
króna föst laun fegins hendi. „Við
þurfum hinsvegar ekki annað en að
líta til Svíþjóðar þar sefn það er opin-
ber stefna sænskra jafnaðarmanna
að ailar tannlækningar skulu vera
ríkisreknar. Það dugði bara ekki að
hafa þá á föstum launum. Sænska
ríkið gafst upp og hefur nýlega tek-
ið upp afkastahvetjandi launakerfi
fyrir tannlækna.
Börkur sagði að þó tölur sýndu
að tánnlæknar hefðu að meðaltali
um 300 þúsund króna mánaðarlaun,
þá væri um brúttólaun að ræða og
engin greiddi tannlækni laun í veik-
indum eða í orlofi-, biðlaun, bílastyrki
eða eftirlaun.
Börkur sagði það rétt hjá Finni
Ingólfssyni að eftirlit væri erfitt með
greiðslukerfi til tannlækna. „Sökin
er hinsvegar ekki á herðum tann-
iækna, heldur Tryggingastofnunar.
Þegar sanhð var við tannlækna fyrir
tæpum tveimur árum, var gert ráð
fyrir því að eftirlit Tryggingastofn-
unar yrði virkara en það er. Það er
einlæg ósk mín, stjórnar félagsins
og trúlega allra tannlækna að eftirlit-
ið verði virkt svo að kerfið bjóði ekki
upp á neitt misferli," sagði Börkur.
Hann sagði að svokallaðar feg-
runaraðgerðir hefðu það markmið
að bæta andlega og félagslega líðan
viðkomandi einstaklings. „Ef ekki er
vilji fyrir því að greiða fyrir tannrétt-
ingar, þá er ' alveg eins hægt að
spyrja sig að því hvort nefaðgerðir,
bijóstastækkanir og bijóstaminnk-
anir eigi ekki alveg eins að greiðast
af þolendum." Börkur sagðist sann-
færður um að ef fleiri heilbrigðis-
stéftir en tannlæknar fengju að bera
fjárhagslega ábyrgð á rekstri sínum,
væri heilsugæslan í iandinu mun
ódýrari en hún nú er.
Arétting
Stjórn Sjúkraliðafélags Islands
hefur gert athugasemd við eftirfar-
andi orðalag í grein undirritaðs um
„Vanda læknisins“ sem birtist sl.
sunnudag: „Helst er greint frá
líknardrápum í fréttum þegar
sjúkraliðar valda sjúklingum dauða
af líknsemi.“ Undirritaður vill í
framhaldi af því taka fram að hann
ætlaði sér að nota orðið'„sjúkraliði“
í þeirri merkingu sem gefin er í
orðabók Menningarsjóðs: „starfs-
maður við hvers kyns umönnun
sjúkra". Ekki var átt sérstaklega
við þá sem njóta hins lögverndaða
starfsheitis „sjúkraliði“.
Páll Þórhallsson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
00
Oslaðíaur
Afl og snerpa manna og tækja dró að sér fjölda áhorfenda á skemmtidegi íþróttafélags Reykjavík-
ur og Bílabúðar Benna síðastliðinn sunnudag. Kraftajötnar, mennskir, sýndu tilþrif sín og vélknúin
tryllitæki eins og þessi sérsmíðaði torfærubíll skemmtu áhorfendum. Hér er aurinn öslaður í keppni
um að komast um „ófært“ forarsvað. Aflið var hvergi sparað og aurkastið gekk hátt í loft upp, eins
og sjá má á myndinni.
Heimilisaðstoð
Vegna veikinda óskast manneskja til heimilisstarfa
tvisvar í viku, frá kl. 16 til 19 eða eftir samkomu-
lagi. Þrennt í heimili, sem er í Seljahverfi í Reykjavík.
Svar með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri
störf ieggist inn á auglýsingadeild Morgunblaðsins
merkt: „Heimilisaðstoð - 2826“.