Morgunblaðið - 10.10.1989, Side 63

Morgunblaðið - 10.10.1989, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 . 63 Lestin Ieyndardómsfulla; frábær Jarmuschkómedía. fyrir aftökuna, hleypir leikstjórinn' Krzysztof Kieslowski okkur í svip- leiftri inní tilfinningalíf morðingj- ans, söknuð hans eftir lítilli systur sem er dáin og allt í einu verður aftakan, einnig lýst í hiyllilegum smáatriðum, það versta af öllu. „Stutt mynd“, sem kosin var besta evrópska bíómyndin á síðasta ári, er óhemju áhrifarík, hörð ádeila á dauðarefsingar og óbil- girni réttarkerfisins sem beitir þeim. Með'því að stefna saman nákvæmri lýsingu á morði ein- staklings og aftöku ríkisins sjáum við að um sama hlutinn er að ræða og hann er jafn óréttlátur og sann- arlega jafn hrottalegur í báðum tilvikum. Himnaríki og helvíti Himnaríki og helvíti („Himmel og helvede"). Leikstjóri: Morten Arníred. Helstu hlutverk; Kar- ina Skands, Ole Lemmeke og Harriet Andersson. Danmörk, 1988. Það vill oft gleymast í gleði yfir frama frænda vorra Dana á kvik- myndasviðinu að það eru ekki bara Óskarsverðlaunamyndir sem þeir gera. Kvikmyndahátíð býður uppá eina „venjulega" danska mynd sem heitir því milliliðalausa nafni Himnaríki og helvíti. Hún er gerð eftir skáldsögu Kirsten Thorups og er ástar- og þroskasaga ungrar stúlku á um- brotatímum sem kenndir eru við það útjaskaða hugtak ’68-kynslóð- ina. Hún býr undir ströngum aga föður síns, innflytjanda frá Pól- landi, sem krefst þess að hún læri á fiðlu, og furðulegrar móður, sem hún virðist engar tilfinningar hafa til. Leit stúlkunnar að ást og frelsi ber hana að heiman og í fang létt- lynds og innilegs þjóns, þau fara að búa saman en fljótlega fer hana að gruna að hann hafi eitthvað að fela og eftir uppgjör þeirra stendur hún ein eftir, sterkari en áður og hrífst með frelsisstraumnum inní hippablissið. Himnaríki og helvíti, myndin stendur aldrei undir þessu afdrátt- arlausa heiti, er einkar notaleg, falleg og sérlega vel leikin átaka- mynd með nóg af innilega sér- kennilega gerðum persónum til að vinna hug manns og Karinu Skands í hlutverki stelpunnar — hún er svolítið Bjarkar-í-Sykur- molunumleg — til að vinna hjart- að. Þar fer ung leikkona, sem sjálf- sagt á eftir að kveða að í framtí- ðinni. Köll úr Qarska, kyrrt líf Köll úr flarska, kyrrt líf („Dist- ant Voices, Still Lives“). Leik- stjóri: Terence Davies. Helstu hlutverk: Freda Dowie, Pete Postlethwaite og Angela Walsh. Bretland, 1988. Ein eftirtektarverðasta mynd sem komið hefur frá Bretum und- anfarin ár er Köli úr Ijarska, kyrrt líf eftir Terence Davies um stríð og söngva fátækrar verkamanna- fjölskyldu í Liverpool. Henni er raðað saman af óreglulegum minn- ingarbrotum, skyndimyndum úr Tjölskyldulífi sem stjórnað er af ofsafengnum föður, ofbeldis- hneigðum og hötuðum. Sumar þessar fjölskyldumyndir vildirðu ekki hengja uppá vegg, þær lýsa mannvonsku og hrotta- skap. En það eru köll úr íjarska. Hinar eru af rólegra, vinalegra, kyrru fjölskyldulífi þegar faðirinn er látinn og bömin, tvær systur og bróðir, vaxin úr grasi. Þannig skiptir myndin sér í tvennt en hvor hluti er óijúfanlegur partur af hin- um. Myndin einkennist af sparsemi og einfaldleik í framsetningu, leik- myndum og tökustöðum — myndin gerist mest á heimili fjölskyldunn- ar eða á nærliggjandi krá — sem endurspegla einfaldleika lífsins er birtist okkur. Einasti skugginn sem á fellur eru æskuminningar barn- anna, varðaðar geðveikislegum hrottaskap föðurins, sem þau lýsa yfir í einn eða annan tíma að þau skuli drepa. Leikstjórinn Terence Davies gerir sér grein fyrir, líkt og Denn- is Potter, að rétt not á tónlist geta flutt meiri tilfinningar af hvíta tjaldinu en nokkuð annað í bíó- mynd og hann fyllir mynd sína af söng og lögum eftirstríðsáranna. En hér er ekki spilað af plötum heldur verður söngurinn einasta fróunin í baslinu, með honum létt- ir yfir fólki og þrátt fyrir miklar raunir og harðrieskjulegar minn- ingar er alltaf létt yfir þessu söng- glaða fólki, það er iðulega einhver syngjandi og á meðan svo er lifir í voninni. „Köll úr Ijarska" er á sinn hljóða, einfalda hátt, stórbrotin mynd, átakanleg og hlýleg í senn, sorgleg og gleðileg lýsing á fá- brotnu fjölskyldulífi og tilfinninga- og vináttuböndum. Hún er enn ein í safn endurminningamynda frá stríðinu og eftirstríðsárunum í Bretlandi og er ein af bestu mynd- um sinnar tegundar. Ashik Kerib Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Leikstjóri og handritshöftindur Sergei Paradjanov Leikstjóri þessarar undarlegu myndar hefur löngum verið horn- reka sinnar samtíðar í sovéskri kvikmyndasögu. A.m.k. af yfír- völdum sem hann hefur lengst af gefið langt nef og verið umbunað með löngum og ströngum fangels- isdómum sem leikið hafa grátt heilsu þessa lista- og lífsnautna- manns. Af heilsufarsástæðum treysti hann sér ekki að þiggja heimboð Kvikmyndahátíðar í ár. Það er fyrst til að taka að mynd- ir Paradjanovs eru ekki fyrir smekk almennings og tæpast bæt- ir Ashik Kerib þar úr. Hér fjallar hið einstaka kvikmyndaskáld um ljóð eftir Lermontov, enda myndin einkar lýrísk eins og Súramvirki listamannsins er sýnd var á síðustu hátíð. Söguhetjan er fátækt og fagurt göfugmenni sem syngur og slær á strengi af mikilli kúnst. Að því kemur að fiðlungurinn verður ástfanginn af stúlku af auðugum ættum en stöðu sinnar vegna hefur hann engin tök á að eignast hana öðru vísi en að græðast fé svo hann leggur í sjö ára ferðalag til fjár og frama. Draumkennt og seiðmagnað kvikmyndaverk þar sem flakkað er um undraheima Paradjanovs. Iíver einasti myndrammi er ótrú- lega ríkur af litum, munum, per- sónum og ævintýrabláe. Sérstætt, óhamið hugmyndaflug birtist í hverri uppstillingunni á fætur ann- arri, sjón er sögu ríkari. Víst er að Aslrik Kerib færir hugarheim Paradjanovs lítið nær flestum, en aðdáendum hans mun þykja þessi litríka, myndræna fantasía hrein- asti hvalreki. Salaam Bombay Leikstjóri Mira Nair. Handrits- höfnndur Sooni Taraporevala. Aðalhlutverk Shafíq Syed, Sarfnddin Qurrassi. Ind- land/Frakkland/Bretland. Þessi fræga, indverska mynd fjaflar um börn götunnar í ind- versku stórborginni Bombay, nán- ar tiltekið í skuggahverfum henn- ar, þar sem lífsbaráttan snýst um eiturlyf, þjófnað og vændi. Gang- stéttarnar mora af börnum og unglingum sem hvergi' eiga höfði sínu að halla og draga fram lífið í þessu jarðneska helvíti með öllum þeim meðulum sem til falla. Hér segir einkum frá tíu ára drengnum Khrisna, sem skolast hefur með fjöldanum til stórborgarinnar, einn og öllum gleymdur — ef hann ekki snýr til baka með talsverða fjár- upphæð. Khrisna hreiðrar um sig meðal útigöngubarna á gangstétt- inni í sorahverfi og dregur fram lífið með hverskyns snatti og smástuldum. Of ungur til að skilja umhverfið gerir hann uppreisn gegn ofureflinu, við skulum aðeins vona að hann rati útúr borginni. Salaam Bombay er hræðileg mynd, þó er hún sögð án nokkurra öfga, okkur hjíft við óþægilegum smáatriðum. Það blasir nóg við samt. Þvilíkt vonleysi, örbirgð, óréttlæti, andlegur og líkamlegur óþrifnaður hvert sem litið er. Þó glitrar á gimsteina í mannsorpinu hér, sem á Fróni á ofanverðri síðustu öld. Við sjáum börn og unglinga verða fórnarlömb eymd- ar, eiturlyfja og melludólga og þarna- í mannhafinu er eitt mannslif einskis virði, það fær enginn tækifæri. Það er engin tilviljun að Salaam Bombay er löngum borin saman við Pixote eftir Babenco og ekki óliklegt að hún hafi jafnvel orðið kveikjan að þessari. Báðar segja þær á raunsæan, yfirdrepslausan hátt af lífinu í svínastíum Jarðar, annarri á Indlandi, hinni í Brasilíu. Þær eru hliðstæðar að flestu leyti og vítiskennd lifskjör þeirra bitna frekast á þeim sem síst skyldi; börnunum sem eiga að erfa landið. Liðsforing- inn - „The Commissar“ '.V Leikstjóri og handritshöfundur Alexander Askoldov. Aðalleik- endur Nonna Mordyukova, Rol- an Bykov, Raissa Nedashkov- skaya. Sovétríkin 1967. Sýning Liðsforingjans er áhrifa- mikið dæmi um það aukna fíjáls- lyndi sem sovéskir listamenn búa við eftir Glasnost, því Askoldov - gerði myndina fyrir röskum tveim áratugum og var hún slegin um- svifalaust af, innihaldið hlaut enga náð fyrir augum Brezlmevs. Ef kona leikstjórans hefði ekki náð að bjarga eintaki af myndinni und- an hreinsunareldi yfirvalda væri Liðpsforinginn einfaldlega ekki til í dag. En Gorbatsjov líkaði efnið vel og er þess skemmst að minn- ast að hún vann Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín í fyrra, þá orðin liðlega tvítug. Það sem fór fyrir bijóstið á harðlínumönnum Brezhnevs-tíma- bilsins var jákvæð afstaða gegn gyðingum og gagnrýni á bylting- una. Myndin gerist í borgarastyrj- öldinni í smáþorpi í Úkraínu. Sögu- hetjan er kona, liðsforinginn Var- ilova í Rauða hernum. Þessi harð- gerði byltingarsinni er nú þunguð, sjálfum sér til mikils ama, og verð- ur að koma henni fyrir hjá barn- margri gyðingafjölskyldu uns hún verður léttari. En í nágrenninu geysar hamslaus styrjöldin. Innan veggja gyðingafjölskyld- unnar kynnist stríðsjálkurinn gjör- ólíku umhverfi blóðvallanna sem hún á í fyrstunni erfítt með að aðlagast. Þá líkar hermanninum illa að eiga í vændum að eignast erfíngja, en gæði og umönnun borgarafjölskyldunnar sefa hann og róa og búa undir fæðinguna. Mordyukova túlkar eftirminni- lega hið erfiða hlutverk liðsforingj- ans, þessi stóra og mikla kona á hug og hjarta áhorfandans í raun- um hennar. Gyðingafjölskyldan er einnig afar 'vel leikin, ekki síst heimilisfaðirinn sem er í traustum höndum Rolans Bykovs. Söguleg merkismynd sem hlýtur að teljast með bestu verka hátíðarinnar. Myndir sýndar í dag Hanussen, Himinn yfir Berlín, Klakahöllin, Geggjuð ást, Hættuspil, Redl ofureti, Salaam Bombay! Eldur í hjarta mínu. auðvelt að útvega fjármagn. Stjórn- völd hafa styrkt kvikmyndagerðar- menn, en þeir styrkir hafa minnkað vegna pólitískra breytinga sem orð- ið hafa í landinu." Er þá erfiðara að gera myndir í Ungveijalandi í dag en það var fyr- ir tuttugu árum? „Já, því fyrir tuttugu árum var allt greitt af menntamálaráðherra, ef þú varst með gott handrit. Þess vegna voru ungverskar myndir svona vinsælar og þekktar út um allan heim á sjöunda áratugnum. Nú fá kvikmyndagerðarmenn ekki lengur nógu háa styrki." Eru pólitískar breytingar þá ekki til góðs fyrir listamenn í Ungveija- landi? „Ég vil alls ekki halda því fram. Þær eru einmitt góðar fyrir lista- menn því frelsið er grundvallarat- riði fyrir listsköðunina. En út frá fjárhagslegu sjónarmiði er erfiðara að búa í litlu landi þar sem listin gelur ekki staðið undir sér fjár- hagslega og allir verða að treysta á ríkisstyrki. Frelsið er stundum erfiðara. Það býður ekki upp möguleika sem eru fyrir hendi þar sem ekki er frelsi.“ Þú fékkst Óskarsverðlaun fyrir mynd þína „Mephisto". Breytti það einhveiju fyrir þig? „Nei.“ Þú hlýtur að hafa fengið tilboð um að gera myndir erlendis? „Jú, en ég hafði ekki mikinn áhuga á þeim. Ég er mið-evrópsk- ur. Eg veit hvernig fólk í löndum Mið-Evrópu hefur brugðist við ákveðinni reynslu og þekki tilfinn- ingar þess. Eða ég vona það. En ég þekki ekki fólk frá öðrum lönd- um, til dæmis íslandi, og veit ekki hvernig það myndi bregðast við. Peningar skipta mig ekki svo miklu máli og þar til nú hefur mér ekki fundist mikilvægt að taka til- boðum erlendis frá. Þau eru kannski góð, en þeim fylgja alltaf málamiðl- anir.“ Þú hefur gert margar stuttmynd- ir... „Já, stuttmyndirnar eru mjög mikilvægar. Það fylgir því mikil ábyrgð að gera kvikmynd í fullri lengd, það er dýrt og það vinnur margt fólk við gerð einnar myndar. Stuttmynd er allt öðruvísi. Maður fær hugmynd og það tekur kannski ekki nema tvo til þijá daga að mynda hana. Þú getur gert það sem þig langar til. Þetta er eins og leik- ur. Líkt og fara út með fallegri konu, drekka og vera hamingjusam- ur. Það getur verið stórkostlegt að gera stuttmynd." Þú vinnur mikið með sama fólk- inu... „Já, mér finnst gott að vinna með samá fólkinu. Mér finnst gam- an að vera með fólki sem ég kann vel við. Ef mér þykir vænt um fólk þá finnst mér gott að hafa það nálægt mér.“ Hvað ertu að gera núna? „Ég er ekki búinn að vinna neitt við kvikmyndagerð í tvö löng ár. Ég er búinn að vera að kenna. í Ungveijalandi, Þýskalandi, Eng- landi og nú síðast í Júgóslavíu. Mig er farið að langa til að gera aðra mynd og er reyndar byrjaður á handritinu." István Szabó neitar að tala um þessa mynd, en segist þó alltaf vera að fjalla urn sömu hlutina. Myndirn- ar hans séu byggðar á hans eigin reynslu og reynslu fólksins sem býr í löndum Mið-Evrópu. „Ungverjaland hefur átt við mörg vandamál að etja og Ungverjar hafa allir þunga reynslu af stjórn- málum. Allai' fjölskyldur hafa orðið fyrir áhrifum af pólitískum breyt- ingum og átt í erfiðleikum vegna þeirra. Það er ekki auðvelt að búa í Ungveijalandi, þar sem snörp sögu- leg umskipti em tíð. A hveijum degi verður maður að velja. Það er ekki hægt að sitja bara og láta fara vel um sig. Þetta er öðruvísi líf. En það er okkar líf.“ Hvað um breytinarnar sem nú m eiga sér stað í Ungveijalandi? Ertu hlyntur þeim? „Já, ég er fylgjandi breytingun- um. Þær skipta miklu máli. En ég vil ekki hraðar breytingar. Ég vona að þær verði hægar. Ég er ekki hrifínn af hröðum breytingum. Ég hef séð þær nokkrar og veit það leiðir aldrei til góðs.“ ^ MEO I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.