Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 Sveitarsljórnarmenn við Eyjaijörð: Kannaðir mögnleikar á stofiiun gjaldheimtu HUGMYNDIR eru uppi á meðal sveitarstjórnarmanna við Eyjaijörð að stofna sérstaka gjaldheimtu við Eyjafjörð og hefur nefnd verið sett á laggirnar til að vinna að framgangi þessa máls. A sínum tíma náðist ekki um það samstaða á Norðurlandi eystra að stofna gjaldheimtu íyr- ir allt kjördæmið, en nú vilja sveitarstjórnarmenn láta á það reyna hvort möguleiki sé á að gjaldheimta verði stofnuð fyrir Eyjafjarðarsvæð- ið. 1 gjaldheimtunefndinni eiga sæti þeir Valgarður Baldvinsson bæjarrit- ari á Akureyri, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Dalvík, Bjarni Kr. Grímsson bæjarstjóri í Ólafsfirði, Ingimar Brynjólfsson oddviti í Arnar- neshreppi og Bjarni Hólmgrímsson oddviti í Svalbarðsstrandarhreppi. Mjög harður árekstur MJÖG harður árekstur varð á mótum Hörgárbrautar og Hlíðar- brautar á laugardagskvöldið og voru ökumenn beggja bifreiðanna fluttir á sjúkrahús. Tilkynnt var um áreksturinn laust fyrir kl. 20.00 á laugardagskvöld. Fólksbíll, sem ekið var vestur frá Shell-nesti og yfir á Hlíðarbraut, ók í veg fyrir jeppabifreið sem kom suð- ur Hlíðarbraut á leið inn í bæinn. Ökumenn beggja bifteiðanna voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Ökumaður fólks- bílsins slasaðist alvarlega, að sögn lögreglu. Fólksbílinn er talinn ónýt- ur, en jeppinn er mikið skemmdur. Valgarður sagði í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin væri að láta á það reyna hvort sveitarfé- lögin við Eyjafjörð gætu sameinast um þetta mál og ef menn reyndust sammála yrðu teknar upp viðræður við fjárniálaráðuneytið þar um. „Við byijum á því að leita eftir viðbrögðum sveitarstjórnarmanna við þessari hugmynd, en þau svör sem við þegar höfum fengið eru já- kvæð,“ sagði Bjarni. Enn hefur ekki borist svar frá Ólafsfirðingum varð- andi þetta mál, en þegar þetta mái var til umræðu á sínum tíma var Ólafsfjörður eitt þeirra sveitarfélaga sem ekki vildi taka þátt í sameigin- legri gjaldheimtu fyrir Norðurland eystra. Valgarður sagði að helsti ávinn- ingur þess að hér risi gjaldheimta væri m.a. sá að innheimtan yrði á einni hendi, auk þess hefði það sparn- að í för með sér þegar á heildina væri litið. „Þó svo að við séu að vinna að þessu máli, að stofna til gjaldheimtu við Eyjafjörð, þá erum við engan vegin að loka fyrir að síðar verði stofnað til gjaldheimtu fyrir allt kjör- dæmið. Ef Þingeyingar kjósa að vera með þá er ekkert því til fyrirstöðu," sagði Valgarður. Morgunblaðið/Rúnar Þór Eini núlifandi heiðursborgari Akureyrarbæjar, Jakob Frímannsson fyrrverandi kaupfélagsstjóri, varð níræður á laugardaginn var. Af því tilefni efndi Kaupfélag Eyfirðinga og bæjarstjórn Akureyrar til kaffisamsætis honum til heiðurs. Með Jakobi á myndinni er kona hans Borghildur Jónsdóttir og barna- börnin Borghildur Magnúsdóttir og Jakob Frímann Magnússon. Hóf fyrir heiðursborgara Morgunblaöiö/Kunar por var Gestsson menntamálaráðherra opnaöi stúdentagarðana form- a við athöfn á laugardaginn. JAKOB Frímannsson, heiðurs- borgari Akureyrarbæjar hélt upp á nítíu ára afinæli sitt á laugardaginn, 7. október. Kona hans er Borghildur Jónsdóttir og dvelja þau hjónin á hjúk- runardeildinni Seli. Jakob var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga í rösk þijátíu ár, frá 1940 til 1971. Hann var lengi fulltrúi í bæjarstjórn Akureyrar, eða frá 1942 til 1970, og var forseti hennar um skeið. Jakob var útnefndur heiðurs- borgari Akureyrar árið 1974 og er eini núlifandi heiðursborgari bæjarins. Áður hafa verið útnefnd- ir Matthías Jochumsson skáld, árið 1920, Finnur Jónsson prófessor, árið 1928, Jón Sveinsson (Nonni), árið 1930, Oddur Björnsson prent- ari, árið 1935, frú Margrét Schi- öth, árið 1941, og Davíð Stefáns- son skáld, árið 1955. í tilefni afmælisins var efnt til kaffisamsætis á Hótel KEA í boði bæjarstjórnar Akureyrar og Kaup- félags Eyfirðinga til heiðurs Jak- obi. Ávörp fluttu Sigfús Jónsson bæjarstjóri, Magnús Gauti Gauta- son kaupfélagsstjóri, sr. Pétur Sig- urgeirsson biskup og Bragi Sigur- jónsson fyrrverandi alþingismaður og bankaútibússtjóri. Mikið barst af blómum og skeytum og sá Jak- ob Frímann Magnússon dótturson- ur afmælisbarnsins um að lesa þau upp fyrir veislugesti, sem voru fjöl- margir. Stúdentagarðar form- lega teknir í notkun Stúdentagarðar við Skarðshlíð athöfn á laugardaginn og hlutu ávörp og gestum boðið að skoða inn í húsið í byijun mánaðarins. Við athöfnina rakti Sigurður P. Sigmundsson formaður Félagstofn- unar stúdenta á Akureyri bygging- arsögu hússins, en fyrsta skóflu- stunga að byggingunni var tekin 7. maí síðastliðinn. Sem dæmi um byggingarhraðann sagði Sigurður að sár er smiður nokkur fékk við upphaf byggingartímans væri að gróa nú þegar húsið væri fullbúið! Við opnunina flutti Svavar Gests- voru formlega teknir í notkun við þeir nafnið Útsteinn. Flutt voru húsakynni. Fyrstu íbúarnir fluttu son ávarp og sagði m.a. að stofnuð hefði verið nefnd til að fjalla um húsnæðisvanda Háskólans á Akur- eyri og hefði nefndin þegar haldið einn gagnlega fund. í máli Sigfúsar Jónssonar bæjar- stjóra kom fram að Akureyrarbær hefur falið Ragnheiði Þórsdóttur myndlistarkonu að gera verk sem prýða á stúdentagarðana. Sigfús sagði Háskólann efla mjög byggð á svæðinu og gera að verkum að unga fólkið héldist heima í héraði. Stúdentagarðarnir eru á þremur hæðum og er samtals rúmlega 1500 fermetrar. í húsinu eru fjórar par íbúðir, fjórar tveggja herbergja íbúðir og tvær þriggja herbergja íbúðir auk fjórtán einstaklings- herbergja. Samtals eru þar vistar- verut- fyrir 34 fullorðna íbúa. Hús- næðisstofnun ríkisins fjármagnar 85% af byggingarkostnaði, en Fé- lagsstofnun stúdenta það sem á vantar. Sjö sóttu um afnot af Davíðshúsi SJÖ umsækjendur voru um dvöl í Davíðshúsi á næsta ári, en umsóknarfrestur rann út nýlega. Fjallað var um umsóknimar á fúndi menningarmálanefndar Akureyrar nýlega, en þar sem nokkrar umsóknanna vom beiðnir um sama tímabil var ekki endanlega gengið frá út- hlutunum. Ingólfur Ármannsson menning- arfulltníi Akureyrarbæjar sagði að vinsælasta tímabilið væri frá mars og fram í júní. Ingólfur sagði að þar sem ekki væri búið að ganga frá úthlutunum væri ekki unnt að greina frá því hveijir sóttu um, en þar væri um að ræða myndlistar- fólk, vísindairienn, rithöfunda og tónlistarfólk. Akureýrarbær býður lista- og fræðimönnum afnot af íbúð í kjali- ara Davíðshúss þar sem þeir geta sinnt sinni grein og er þetta fyrsta árið sem slíkt stendur til boða. Á þessu ári hafa dvalið í húsinu, Helga Egilsdóttir myndlistarkona, Steingrímur St. Sigurðsson mynd- listarmaður, Jón Oskar skáld og Kristín Jónsdóttir myndlistarmað- ur, Hafliði Hallgrímsson tónlistar- maður. Leikfélag Akureyrar hefur húsið til afnota fram til áramóta og nú dvelur þar Sigríður Hagalín leikkona. Helgarupplyfting í höfiidborginni FLUGLEIÐIR, Hótel ísland og Bláa lónið bjóða í sameiningu upp á fcrðir til höfuðborgarinnar I vetur og hefur pakkinn hlotið nafnið „Helgarupplyfting í höf- uðborginni". Verð pakkans er 13.100 krónur og innifalið í honum er flugfar til og frá Reykjavík, gisting með morgunverði á annaðhvort Hótel Esju eða á Hótel Loftleiðum. Á laugardagskvöldi er skemmtikvöldi á Hótel íslandi sem hefst með þríréttuðum kvöldverði og að hon- um loknum er boðið upp á Rokk- óperu, nýja uppfærslu sem í gangi verður á Hótel Islandi í vetur. Rósa Ingólfsdóttir verður kynnir Rokk- óperunnar, en flutt verða íjölmörg þekkt lög úr söngleikjum. Auk þessa geta þeir sem þátt taka í helgarferðunum tekið þátt í eins konar íslenskri grísaveislu, sem haldin verður f Hollywood á föstudagskvöldum og á laugardög- um verður í boði ferð að Bláa lón- inu hvar matur og drykkur verður á boðstólum auk þess sem gestir taka væntanlega sundsprett í lón- inu. Vetrarstarf KFUM og K að heíjast Vetrarstarf KFUM og KFUK er að hcfjast og verða vikulegir fúndir í öllum deildum í vctur. Félagsheimili KFUM og KFUK er í Sunnuhlíð 12, en einnig verður starfsemi í Félagsmiðstöðinni í Lundarskóla. Fundir fyrir 7-11 ára stúlkur verða í Sunnhlíð kl. 17.30 og í Lundarskóla kl. 11.00 á laug- ardögum. Fundir fyrir drengi á sama aldri verða kl. 11.00 á laugar- dögum í Sunnuhlíð og á sama tíma í Lundarskóla. Sameiginlegir fund- ir fyrir 12-14 ára drengi og stúlkur verða í Sunnuhlíð á þriðjudögum kl. 20.00. Efni fundanna verður fjölbreytt, leikir, keppni og söngur og að vori er boðið upp á ferðálög og útileg- ur. Kjami starfsins er eftir sem áður trúin á Guð og uppfræðsla á hans orði. (Úr fréttatilkynningu)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.