Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 29
29 .MORGÚNBI.ADID ÞRIÐJÚ'DAGÚá 10. OKTÓBER 1989 Austur-þýskir lýðræðissinnar krefiast frelsis og stjórnmálaumbóta Hundruð umbótasinna handtekin í óskipu- lögðum mótmælum Austur-Berlín. The Daily Telegraph, Reuter. ÁTÖK brutust út í nokkrum borgum á laugardag er austur-þýskir kommúnistar héldu hátíðlegt 40 ára afmæli Alþýðulýðveldisins Áust- ur-Þýskalands. í Austur-Berlín voru hersveitir kallaðar út til að berja á lýðræðissinnum sem héldu áfram að ki-efjast umbóta eftir að heiðursgesturinn i afmælisveislunni, Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovét- leiðtogi, hafði kvatt austur-þýska ráðamenn og haldið aftur heim til Moskvu. Hundruð manna voru handtekin í óskipulögðum mótmælum víðs vegar í Austur-Þýskalandi. Erlendir blaðamenn og ljósmyndar- ar fengu einnig að kynnast hörku sérsveitanna sem kallaðar voru út til að brjóta mótmælin á bak aftur, hin mestu frá því að skriðdrekum var beitt til að kæfa uppreisn vonsvikinna verkamanna árið 1953. í Austur-Berlín hófust mótmælin er lýðræðissinnar söfnuðust saman á torgi einu í miðborginni. Þúsund- ir manna gengu því næst saman í fylkingu að Lýðveldishöllinni í þeirri von að þeim mætti auðnast. að beija leiðtoga sovéskra kommún- ista augum en Gorbatsjov vai' þar staddur til að taka þátt í lokaathöfn hátíðahaldanna. Er Gorbatsjov birt- ist ekki tók fólkið að ganga um borgina. Sífellt fleiri bættust við, márgir fögnuðu göngumönnum úr gluggum íbúða sinna og járnbraut- arlestir flautuðu kröftuglega er þær brunuðu hjá. Fólkið tók að hrópa í kór: „Lýðræði nú“, „Frelsi" og „Gorbi, Gorbi“. Skömmu síðar birtust lögreglu- sveitir á nokkrum götum borgarinn- ar en þær létu ekki til skarar skríða fyri' en gangan hafði leysts upp í smærri hópa. Barist var af hörku en sérstakar hersveitir sem heyra undir austur-þýska innanríkisráðu- neytið voru kallaðar út og tóku þær sér stöðu við höfuðstöðvar austur- þýska kommúnistaflokksins. Fjöl- margir göngumanna létu staðar numið við Gethsemane-kirkjuna sem verið hefur miðstöð stjórnar- andstæðinga í borginni en aðrir Reuter Ungir Austur-Þjóðverjar hrópa nafn Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleið- toga í göngu lýðræðissinna um Austur-Berlín á laugardagskvöld. Andófsmenn handteknir í miðborg Austur-Berlínar aðfaranótt sunnudags. héldu áfram göngunni. Er átökun- um lauk um klukkan tvö á aðfara- nótt sunnudags höfðu um 700 manns verið handteknir og um 100 manns höfðu særst. Erlendir frétta- ritarar sáu lögreglumenn hlaupa stjórnarandstæðinga uppi og voru þeii' dregnir á hárinu í átt að lög- reglubílunum eftir að hafa fengið að kenna á kylfunum. Öðrum va'r misþyrmt í hliðargötum er þeir voru handteknir og enn aðrir voru barðir af dæmafárri hörku i'nni í lögreglu- bílunum. Nokkrir vestrænir blaða- menn og ljósmyndarar slösuðust í- átökunum og fréttaritara breska blaðsins The Sunday Times var sagt að hafa sig á brott frá Austur- Þýskalandi er .honum var sleppt á sunnudag. Fréttir bárust einnig af átökum í Leipzig, Dresden, Potsd- am og Magdeborg en ekki er ljóst hversu margir voru handteknir þar. Á sunnudagskvöld var um helm- ingur þeirra sem handteknir voru daginn áður enn í haldi. í Geth- semane-kirkjunni komu um 3.000 Koma Gorbatsjovs kann að leiða til stefiiubreytinga í A-Berlín Austur-Berlín. Moskvu. Reuter. The Daily Telegraph. MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, virðist ákveðinn í að skipta sér ekki af þróun mála i Austur-Þýskalandi en láta heimamönn- um eftir að leysa eigin erfiðleika. Heimsókn hans til Austur-Berlínar í tilefiii 40 ára afmælis alþýðulýðveldisins sl. laugardag kann þó að eiga eftir að neyða leiðtoga austur-þýska kommúnistaflokksins til að slaka á harðlínustefnu sinni, að sögn stjórnmálaskýrenda. Austur-þýsk alþýða er orðin úr- kula vonar um að núverandi vald- hafar hverfi frá harðlínustefnu sinni og grípi til umbóta á borð við þær sem átt hafa sér stað í Ungvetjal- andi, Póllandi og Sovétríkjunum. Afleiðingin er m.a. sú að tugþúsund- ir Austur-Þjóðveija hafa flúið land undanfarnar vikur vegna óánægju með stjórn kommúnista. Til þess að stöðva „þjóðflutningana" reyndu austur-þýsk stjórnvöld að loka land- amærum t'íkisins. Vonir manna um úrbætur jukust er Gorbatsjov kom til Austur-Berlín- at' og sagði að menn gætu ekki horft fram hjá þeim miklu breyting- um sem átt hefðu sér stað í Austur- Evrópu. Erich Honecket', leiðtogi austur-þýska kommúnistaflokksins, svaraði þó um hæl að engar breyt- ingar yrðu á stefnu yfirvalda. Eftir að Honecker hafnaði aðvör- unarorðum Gorbatsjovs má segja að upp úr hafi soðið. Losnaði þá spenna úr læðingi og á annan tug þúsunda umbótasinna streymdu á götur út hrópandi nafn Sovétleiðtogans. Þeg- ar Gorbatsjov hélt heimleiðis var lögreglunni sigað á þá. Komu á óvart viku og um helgina hafa komið á óvart. Fyrir aðeins tveimur mánuð- um hefði fáunt dottið í hug að at- burðir af því tagi sem áttu sér stað í Austur-Berlín sl. laugardagskvöld ættu eftir að gerast. Hingað til hef- ur verið talið að kommúnistastjórnin gæti haldið stjórnarandstæðingum auðveldlega í skefjum og umbóta- sinnar höfðu ekki bundist skipuleg- um samtökum eða tekist að sam- ræma aðgerðir. Að auki hefur al- mennt verið talið að hvergi í Aust- ur-Evrópu væru stjórnvöld jafn vel í stakk búin til að halda allri ólgu í skeíjum, og hefur það einkum verið þakkað öflugri leynilögreglu, Stasi. í aðgerðuni sínum undanfarna daga hafa umbótasinnar komið yfir- völdum á óvart með því að veita enga mótspyrnu. Gáfu aðgerðir þeirra því ekki tilefni til þess að beita svonefndri „kínverskri lausn“, þ.e. senda skriðdreka á þá. Hermt er að margir liðsmenn sveita aust- ur-þýsku alþýðulögreglunnar, sem sigað var á umbótasinna, hafi verið skelfdir enda í fyrsta sinn sem lög- reglan hefur þurft að kljást við mótmæli af þessu tagi. í klípu Mótmæli umbótasinna í síðustu Segja má að leiðtogar untbóta- sinna séu í nokkurri klípu. Þeir hafa eindregið lagst gegn ofbeldi og beð- ið um viðræður við yfirvöld til þess skýra kröfur sínar. Honecker liefur svarað því með því að segja að þar- flaust væri að ræða við „and- sósíalísk öfl og ólátaskríl", eins og hann kallaði umbótasinna. Óljóst er hversu víðtæk stjórnarandstaðan er. Mótmæli umbótasinna hafa verið bundin við nokkrar borgir og í þeim hefur fyrst og fremst ungt fólk tek- manns saman til að sýna samstöðu tneð þeim sem stjórnvöld höfðu lát- ið handtaka. Talsmenn stjórnarand- stæðinga fullyrtu að allt að 40.000 rnanns hefðu tekið þátt í mótmæl- unum kvöldið áður og tóku skýrt fram að andóf þetta hefði ekki ver- ið skipulagt. Inni í kirkjunni voru um 300 manns sem tekið höfðu þátt í átökunum á laugardagskvöld- ið og voru nokkrir þeirra sárir. Að athöfninni lokinni leiddist fólkið út úr kirkjunni en úti biðu þess um 1.000 lögreglumenn vopnaðir kylf- um og háþrýstidælum auk þess sem óeinkennisklæddir liðsménn örygg- issveitanna illræmdu, sem Austur- Þjóðveijar nefna „stasi“ voru á hveiju strái. Fólkinu var hleypt í gegn í litlum hópum. Síðar um kvöldið leystu lögreglu- menn og öryggissveitir upp frið- samlega göngu stjórnarandstæð- inga um Schönhauser-breiðgötuna. Fólkið hafði kveikt á kertum og hrópaði „Ekki beita ofbeldi" og „Skammist ykkar“ er óeinkennis- klæddir leyniþjónustumenn tóku að beita kylfum sínum. Að minnsta kosti 12 manns voru handteknir. Yfirvöld í Leipzig gáfu í skyn á . sunnudag að erlendum blaðamönn- um yrði ekki leyft að starfa í borg- inni. Hugsanlegt var talið að fjöl- menn mótmæli færu þar frarn í gærkvöldi en síðasta mánudag tóku um 10.000 manns þátt í göngu um borgina eftir guðsþjónustu í Niku- lásar-kirkjunni fyrr um daginn. Frá hersýningu í Austur-Berlín sl. laugardag í tilefni 40 ára af- mælis austur-þýska alþýðulýðveldisins. Sýhingin þótti í minna lagi en á myndiimi má sjá svokallaðar Frog-eldflaugar. ið þátt. Að undanförnu ltafa þó ýmsir áhrifamenn í Kommúnista- flokknum og fylgiflokkum hans sagt stöðnun í þjóðfélaginu áhyggjuefni. Þá fara fregnir af vaxandi tregðu verkamanna við því að vinna nema lágmarkstíma sent dregur enn úr afköstum framleiðslugreina. Er talið að það muni auka enn frekar á efna- hagsörðugleika og skerða enn frekar kröpp kjör alþýðunnar. Það yrði fall- ið til að auka ólgu enn frekar. Léttar handhægar steypu hrærivélar Á MJÖG GÓÐU VERÐI Skeljungsbúðin Síðumúla 33 símar 681722 og 38125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.