Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 Leitiö til okkar: SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 1 n .HiripKR ímfaifo Áskriftarsíminn er 83033 Fæðingar: Rangar staðhæfingar Agæti Velvakandi. Móðir ritar grein er birtist í Vel- vakanda föstudaginn 29. september sl. Grein þessi er full af óréttmætri gagnrýni á margt það ágæta fólk er starfar við fæðingarhjálp. Greinarhöfundur gagnrýnir fæð- ingarstofnanir og segir m.a. að Fæðingarheimilið sé eina stofnunin sem eitthvað virði vilja kvenna til að ráða fæðingum sínum. Þetta er ekki rétt. Ég ól í sumar barn á fæðingardeild Landspítalans. Þar er verðandi mæðrum gefinn kostur á að sækja fræðslunámskeið um meðgönguna og fæðinguna sjálfa. Þessi námskeið eru haldin af ljós- mæðrum. Á skjön við það sem greinarhöfundur heldur fram vorum við, verðandi mæður, hvattar til að ákveða sjálfar hvernig við vildum fæða og vera ófeimnar við að láta vilja okkar í ljós er að fæðingunni kæmi. Mikil áhersla var lögð á þetta — að við hefðum skoðun á því hvernig við vildum að fæðingin gengi fyrir sig, en værum ekki eins og viljalaus verkfæri í höndum lækna og ljósmæðra. Greinarhöfundur segir að „áróð- ursherferð sé nú í gangi fyrir epid- úral mænudeyfingu" (þ.e. mænu- rótardeyfingu). Þetta er undarleg staðhæfing og fróðlegt væri að vita Góð yfírheyrsla Til Velvakanda. Ósæmileg framkoma er fyrir- sögnin á pistli í Velvakanda eftir einhveija konu sem hneykslast á fréttamönnum Stöðvar 2 er þeir ræddu við Steingrím Hermannsson á dögunum. Eg sá líka yfirheyrsluna yfir Steingrími Hermannssyni á Stöð 2, og þótti mér það mjög gott en hinsvegar saumuðu þeir ágætu fréttamenn ekki nógu mikið að Steingrími og fengu alltof lítinn tíma til að yfirheyra hann eins og Páll Magnússon sagði: Nú verðum við að hætta þessu þó við eigum helming eftir af spurningum. Nei, ágætu fréttamenn, þið voruð ekki með neina frekju, það er löngu tímabært að það sé hrist upp í þess- um stjórnmálamönnum. Við mun- um eftir orðum Steingríms í viðtali á Stöð 2, fyrir rétt ári, er hann sagði við fréttamann: „Þjóðin er nærri gjaldþrota." Þá sagði frétta- maður á Stöð, 2: „Hvað varð um góðærið á sl. sumri?“ Þá svaraði Steingrímur: „Við sváfum á verðin- um.“ Hvað er Framsóknarflokkur- inn búinn að gera í dómsmálum? Svar: Ekki neitt. Hvað er Framsókn búin að vera í ríkisstjórn lengi? 15—16 ár. Sjáiði árangurinn! Það hlýtur að vera eitthvað betra til enn Framsókn. Hafliði Helgason Góð vara Kæri Velvakandi. Mig langar til þess að þakka þeim sem framleiða þetta nýja „Gæða gott“ sem nýbúið er að setja á markað. „Gæða gott“ er sambland af hnetum og rúsínum, bæði með og án súkkulaðis, og auk þess fleira góðgæti í bland. Eg hvet þá sem þetta framleiða að halda áfram á sömu braut, því þetta er örugglega með því hollasta góðgæti sem hægt er að narta í. Guðrún Vilji kvenna ekki virtur ypXJA VJÐ hvaðan greinarhöfundur hefur þessar upplýsingar. Allir þeir sem ég spurði um mænurótardeyfingu, bæði læknar og ljósmæður, lögðu áherslu á að alls ekki ætti að ákveða neitt fyrirfram með deyfingar. Æskilegast væri að lítið þyrfti að deyfa, þar sem best væri að fæðing- in gæti gengið sem eðlilegast fyrir sig, en ef séð væri fram á sérlega sársaukafulla fæðingu stæði konum mænurótardeyfingin til boða, ef þær vildu hana sjálfar. Af sérstökum ástæðum þurfti ég að hafa meiri samskipti við ljós- mæður og fæðingarlækni áður en að fæðingu kom en yfirleitl tíðkast. Aldrei varð ég vör við „fagmanna- hroka" þann er greinarhöfundur talar um. Ávallt var komið fram af fyllstu virðingu og nærgætni og vinsemd. Vitaskuld er æskilegast að fæð- ingar gangi sem eðlilegastar fyrir sig og að móðir náttúra stjórni ferð- inni. En því miður bera ekki allar konur gæfu til að ala börn sín á eðlilegan hátt. Væri ekki nær, í stað þess að skammast út í tækni- framfarir a þessu sviði, að lofa Guð fyrir hvað öryggið — já, öryggið á spítulunum er orðið mikið? Ég geri það að minnsta kosti. Án þess er ég ekki viss um að ég hefði eign- ast heilbrigt barn. Að lokum vil ég þakka starfs- fólki á fæðingardeild Landspítalans, og þá sérstaklega dr. Reyni Tómasi Geirssyni, fyrir frábæra umönnun og stuðning. Ég hlakka til að koma þangað aftur. Hæstánægð móðir mm „> Bragðgott á brauðið frá SS Þegar á brauðið er komið bregðast kæfurnar og patéið frá SS ekki. Hvort sem það er Lifrarkæfa, Skólakæfa (fyrir börnin), Smur- kæfa eða Franskt smurpaté, ungir sem aldnir verða ekki sviknir af bragðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.