Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 21 Hvenær var land numið? Aldursgreiningar (14C) í sambandi við Vatnaöidugosið u.þ.b. 900 Leiðréttur aldur 1 frávik _ 2 frávik 780 - 975 680 -1020 689 - 961 660 -1020 Sýnishorn nr. Uppsalir- 2809' Stokkh.- 4891 14C aldur BP 1155-75 1190-90 Skurðpunktar við trjáhringjakúrfu 887 830,859 Aldursgreint efni Viður Viðarkol Stokkh.- 5704 1150 ±80 780 - 980 680 -1020 889 Viðarkol Lundur- 1167 Lundur- 1168 Lundur- 1169* 1190±50 1180±50 1150±50 773 - 937 775 - 940 779-978 680 - 980 687 - 980 694 -1000 781, 789, 805, 821,829,839, 862 782, 788, 814,816, 833, 836, 868 889 Mór____________. Plöntuleifar í Vö-900 Mór Jurtaleifar teknar næst undir landnámslaginu 89 -90- 91 92 m 2 frávik . • Lu-1166 1100±45 BP \ \ i Lu-1167 1190-50 BP 1 i Lu- 1168 1180±50BP . 1 Lu-1169 1150±50BP T Lu- 1170 1290±50BP i . : 1400 BP 1300 1200 1100 1000 (árum fyrir 1950) eftir Guðrúnu Larsen og Margréti Hallsdóttur Margrét Hemanns-Auðardóttir (MHA) hefur í grein í Morgunblaðinu (1.10. 1989) og Tímanum (28.9. 1989) kynnt hugmyndir sínar um að landnám norrænna manna á Is- landi sé mun eldra en talið hefur verið' til þessa. Niðurstöður sínar byggir hún meðal annars á aldurs- greiningum á viðarkolum úr rústum Heijólfsdals, Vestmannaeyjum, en yfirfærir þær á landnám á Islandi öllu með því að ganga út frá því að þessar aldursgreiningar gildi jafn- framt fyrir gjóskulag sem nefnt er Landnámslag, og finnst m.a. í torfi og mannvistarlögum á rústasvæð- inu. Á þessar niðurstöður er ekki hægt að fallast af ýmsum ástæðum og verður meginástæðan rakin hér á eftir. Gjóskulagið sem hér um ræðir er ættað úr langri gossprungu á Veiði- vatnasvæði-Torfajökulssvæði. Helstu gosstöðvarnar voru gígröðin Vatnaöldur og gígar í Hrafntinnu- hrauni. Gjóskulagið er allmikið að rúmmáli, ríflega 3 km:1 eftir því sem nú er best vitað, og finnst í jarðvegi ,víða um land (1. mynd). Það hefur alllengi verið talið frá því um 900 e. kr., eins og komið verður að síðar. í ritgerð MHA er hvergi sýnt hvernig aldursgreiningarnar ur rústunum tengjast Landnámslaginu, einungis sagt að gjóskulagið sé neð- arlega í mannvistarlögunum þar. Þessar aldursgreiningar eru því ekki gerðar á efni sem er íbeinum tengsl- um við gjóskulagið. I ritgerð MHA er heldur ekki sagt rétt frá aldurs- greiningum sem gerðar hafa verið á gróðurleifum sem teknar eru næst undir og í Landnámslaginu (og eru því í beinni snertingu við gjóskulag- ið) og er megintilgangur þessarar greinar að leiðrétta þetta. Þáttaskil í náttúru landsins Þegar menn komu til íslands með húsdýr og fóru að stunda hér búskap urðu ýmsar breytingar á því gróður- samfélagi sem fyrir var. Þegar fijó- korn í jarðvegissniði eru athuguð kemur í ljós að á vissum stað í snið- inu verða breytingar sem benda til margvíslegrar landnýtingar, svo sem beitar og ræktunar og að skógur hafi verið nýttur á ýmsan hátt. Hlut- ur birkifijókorna minnkar, fijókorn- um grasa fjölgar og ftjókorn sem rekja má til kornræktar koma fram í nokkrum mæli. Þessar breytingar sjást ekki með berum augum og finnast ekki nema með ftjógreiningu sem er allviðamikil og tímafrek rannsókn. Landnámslagið féll um það leyti Ráðsteftia um hjálækningar SAMTöK heilbrigðisstétta boða til ráðstefuu um hjá- lækningar (Alternative Medicine) miðvikudaginn 11. október, kl. 15.30-18.30 í húsi BSRB, Gréttisgötu 89, 4. hæð. Dagskrá: Náttúruvörur: Guðrún Eyjólfsdóttir, lyfja- fræðingur. Makróbíótík: Þuríð- ur Hermannsdóttir, hússtjórn- arkennari. Svæðanudd: Örn Jónsson, nuddari. Nálarstung- ur: Hallgrímur Magnússon, læknir. Hjálækningar: Guð- mundur Sigurðsson, læknir. Umræður: Umræðunum stýrir Kristján Erlendsson, læknir. Áskriftar$iminn er 83033 sem þessar gróðurfarsbreytingar voru að byija og þær eru um garð gengnar rétt ofan við lagið. Þetta gjóskulag féll því um það leyti sem menn fluttust hingað með húsdýr sín. Það er sæmilega auðþekkjan- legt, finnst víða, og er þess vegna gjarnan notað til að ákvarða þessi þáttaskil í náttúru landsins. Eins og önnur gjóskulög er það einskonar jafntímalína, hvar sem það finnst í jarðvegi, setlögum eða jökulís, er það af sama aldri. Með því að hnika til aldri Land- námslagsins er MHA jafnframt að gera tilraun til að hnika til þeim gróðurfarsbreytingum. sem landnám norrænna manna hér olli, á einu bretti og á öllu landinu. Þessi tilraun strandar hinsvegar á því að hvoru- tveggja hefur þegar verið tímasett með ýmsum aðferðum, og þar á meðal með kolefnisgreiningum, þeirri aðferð sem MHA kýs sjálf að nota umfram aðrar vegna þess að hún er alþjóðlega viðurkennd aðferð til tímasetninga. Aldur Landnámslags og gróðurfarsbreytinga tengdum mannvist MHA heldur því fram að Land- námslagið sé um 200 árum eldra en áður liefur verið talið, en þetta gjóskulag hefur alllengi verið talið frá um 900 e.Kr. Reynt hefur verið að nálgast raunaldur þess með ýms- um aðferðum og niðurstöðurnar orð- ið svipaðar, seinni hluti 9. aldar eða rétt úm 900 e.Kr. Meðal annars hefur verið reynt að tímasetja það með tilliti til ritaðra heimilda um landnám norrænna manna hér, með því að nota þykknunarhraða jarð- vegs til að afmarka á hvaða tíma- bili það féll og tengja upplýsingum um gos í ískjarna frá Grænlandi, og einnig hefur verið reynt að reikna út líklegasta gosárið útfrá þykknun- arhraða jarðvegs. Á þessurn aðferð- um finnur MHA ýmsa galla og hafn- ar niðurstöðum þeirra sem ómark- tækum. Landnámslagið hefur einnig verið tímasett með kolefnisgreiningum, 3 á juitaleifum í gjóskulaginu sjálfu og 2 á jurtaleifum næst undir því. MHA notfærir sér ekki þessar tíma- setningar enda þótt þær séu fengnar með aðferð sem hún notar sjálf til tímasetningar í Heijólfsdal. Hins- vegar notar hún kolefnisgreiningu á júrtaleifum sem teknar eru 1 til 2 sm fyrir neðan gjóskulagið (og eru um 140 árum eldri en þær sem eru teknar næst undir því) til að færa rök að því að Landnámslagið sé eldra en talið hafi verið. í viðtali í Tíman- um skýrir hún þetta val með því að sér hafi verið ráðlagt að nota gróður- leifar undir laginu fremur en gróður- leifarúrþví. Þau tvö sýni af jurtaleif- um sem tekin voru næst undir Land- námslaginu uppfylla einnig það skil- yrði sem hún nefnir í Tímaviðtalinu og hljóta auk þess að gefa réttari aldur þar sem þau liggja nær gjósku- laginu sem verið er að tímasetja. Kolefnisgreiningarnar hafa verið leiðréttar með tilliti til ttjáhringa- tímatals og það gerir MHA einnig við sínar greiningar. Samkvæmt þeim eru 68% líkur á að Landnáms- lagið hafi fallið á tímabilinu 779-978 e.Kr. og skurðpunktar á tijáhring- alínuriti eru 887 og 889 e.Kr., sem er ekki fjarri því sem áður hefur verið talið líklegur aldur (2. mynd). Þess má geta að annað þessara sýna er úr sýnasyrpu sem tekin var til að greina í fijókorn og finna á þann hátt hvar gróðurfarsbreytinga tengdum mannvist fari að gæta. Samantekt á þessurn og öðrum að- ferðum sem notaðar hafa verið til að nálgast raunaldur Landnáms- lagsins er að finna í doktorsritgerð Margrétar Hallsdóttur sem kom út 1987. MHA gefur í skyn að það sé eink- um Margrét Hallsdóttir jarðfræðing- ur sem vilji halda í gamlan og úrelt- an aldur í Landnámslaginu — og þá væntanlega á gróðurfarsbreytingun- um sem urðu um það leyti sem það féil. Hætt er við að fleiri bætist í þann hóp þegar menn gaumgæfa rökin fyrir hærri aldri á landnámi norrænna manna hér. Hvað var brennt og hvenær MHA gerir lítið úr vangaveltum um uppruna þess viðar sem brennd- ur var í árdaga íslandsbyggðar og veltir því máli lítt fyrir sér. Er ekki annað að sjá en að hún gefi sér að allt birki sem brennt var í Heijólfs- dal hafi verið lifandi viður sem högg- vinn hafi verið sérstaklega í eldinn og að aldur kolanna gefi því ótvír- ætt brennslutímann. Hafa má í huga að birki óx ekki í Vestmannaeyjum. Ólíklegt er að eingöngu hafi verið fellt lifandi birki til eldsneytis meðan hægt var að safna fauskum og sprekum úr birkiskógunum sem hér höfðu vaxið óáreittir til þess tíma er menn fóru að nýta hann. Hversu góð sem verkfærin voru var vinnu- sparnaður að því að tína eldivið þeg- ar þess var kostur í stað þess að höggva tré. Sömuleiðis má ætla að rekaviður og mór hafi verið notaður til eldsneytis og jafnvel gömul lurka- lög sem finnast í mýrum, t.d. í Lan- deyjum. Telja verður með ólíkindum að aldrei hafi rifnað upp birkitré á árbakka eða nálægt strönd meðan hér voru víðáttumiklir birkiskógar og að birki (tré, rótarhnyðjur) hafi hvergi iegið á ijörum þegar menn komu hér fyrst þótt þess séu fá dæmi nú. Það vekur nefnilega atr hygli að birkikolin sem gáfu hæstan aldur í Heijólfsdal fundust í bland við viðarkol úr barrtijám (bls. 178 í ritgerð MHA) sem hljóta að vera aðkomin, e.t.v. rekaviður. Erfitt er að sjá hvers vegna birkið getur ekki verið fengið á svipaðan hátt. Varla hafa íbúar Heijólfsdals verið svo vandfýsnir að nota ekki íslenskt birki í eldinn nema það væri nýhöggvið. Lokaorð í stuttu máli sagt: Landnámslagið hefur verið tímasett með sömu að- ferð og MHA telurgóða og gilda til tímasetningar í Heijólfsdal, meðal annars með jurtaleifum teknum und- ir laginu eins og MHA telur æskiieg- ast. Þær niðurstöður styðja þann aldur sem áður var talinn líklegast- ur, seinni hluta 9. aldar eða rétt um 900 e.Kr. Þessum niðurstöðum gengur MHA framhjá í doktorsrit- gerð sinni án þess að færa fyrir því haldbær rök. Höfimdar eru jarðfræðingar. Macintosh - Kennarabraut Skemmtileg og fræðandi námskeið í tveimur áföngum, sérstaklega ætluð kennurum á öllum skólastigum, hefjast um miðjan október. Kvöld- og helgartímar. Menntun sem metin er tíl stiga hjá námsmatsnefhd og hægt er að sækja um styrk í endurmenntunarsjóði. Lögð er áhersla á notkun Macintoshtölvunnar við námsefnisgerð, nemendabókhald og verkefnagerð. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Hringdu og fáöu Grensásvegi 16 • Slmi 68 80 90 bækling sendan' CARRQN Sérlega fallegir og sterkir eldhúsvaskar ó hreint fróbœru verði. A. Hvítur SILQUAR17 vaskur B. Póleraður stóivaskur + Aukatilboð MORA blöndunartœki og CARRON fylgihlutasett VCr. Kr- ■\3A5°' ■\2.70°' stgr. (grind, sigliskál) ,7.<7» — stg1- ÆV ÍvSKOtO J.þorláksson & Norðmann hf. Suðurlandsbraut 20 • Sími 83833
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.