Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTOBER 1989 45 Nýlendustefna í mjólkuríðnaði eftirKarl Sigurgeirsson Nefnd á vegum landbúnaðarráðu- neytisins hefur starfað undanfarin misseri og skilað frá sér skýrslu um „hagræðingu í rekstri mjólkuriðnað- ar“. Þar er m.a. lagt til að leggja niður mjólkurstöð KVH/KFHB á Hvammstanga. Skýrslan virðist byggjast á fyrir- fram gerðum hugmyndum, þ.e. að mjólkuriðnaður skuli færast til stærstu markaðssvæðanna, Reykjavíkur og Akureyrar, en mjólk- in verði ekki fullunnin í framleiðslu- héruðunum. Talið er að „sparast" muni 100 ársverk, sem öll falla niður í framleiðsluhéruðum. Aukning hlýt- ur þó að verða hjá mólkurbúum, sem taka við auknu magni mjólkur, þann- ig að fráleitt sparast þessi störf að fullu. Gert er ráð fyrir tilfærslu mjólkur til Mjólkursamsölunnar í Reykjavík (MS) um 9.886 þús. lítrar sem kæmu frá Borgarnesi, 9.388 þús. lítrar og frá V-Húnavatnssýslu 498 þús. lítrar. Til Akureyrar flyttust um 13.302 þús. lítrar. Þannig: Frá Húsavík 6.239 þús. lítrar, frá Þórs- höfn 206 þús. lítrar og frá Sauðár- króki 6.257 þús. lítrar. Tilfærsla milli annarra mjólkurbúa er óveruleg. Skýrsian virðist öðru fremur ganga út á, að finna „rekstrargrund- völl“ fyrir Mjólkursamsöluna í Reykjavík. Þar hefur rekstarafkoma hrapað, eins og fram kemur á yfir- liti um „þörf á greiðslum úr verðjöfn- unarsjóði“. Árið 1985 greiddi MS til verðjöfnunar 137 millj. kr. en árið 1988 vantaði 146 millj. kr. upp á reksturinn. Vandséð er, að rekstur stöðvarinnar kæmist á réttan kjöl, þótt ofanritað magn mjólkur bætist við veltuna. E. Tillögur um að leggja niður mjólkurstöðina á Hvammstanga, flytja 2.000 þús. lítra til Blönduóss og Búðardals og 500 þús. lítra til MS í Reykjavík. Sterk rök eru gegn því að leggja niður mjólkuriðnað þann, sem nú er á Hvammstanga. 1. Mjólkurstöðin er Ijárhagslega sterkt fyrirtæki, eigið fé þann 31. desember 1988 um kr. 82,7 millj. þar af bókfært verð fasteigna og véla um kr. 63,4 milljónir. 2. Fyrirtækið hefur um árabil framleitt vinsælan ost, sem hefur gengið mjög vel í sölu. Þannig hefur birgðasöfnun verið í lágmarki. 3. Rekstur mjólkurstöðvarinnar hefur gengið vel, verðmiðlunarþörf var á árunum 1981-82-83, og er á framreiknuðu verðlagi ársins 1988 kr. 1.00 á innv./l. Á sama tímabili hefur mjólkurstöðin greitt til verð- jöfnunarsjóðs hærri upphæðir, en hún hefur þurft til verðjöfnunar. 4. Mjólkurstöðin er í nýlegu hús- næði með mestan hluta starfsemi sinnar. Ostaframleiðslan fer fram í húsnæði, sem var tekið í notkun ’árið 1980, en eldra húsnæði þá breytt að hluta í skrifstofur og starfs- mannaaðstöðu. Umhverfi stöðvar- innar er malbikað. Búnaður stöðvar- innar þarfnast nokkurrar endurnýj- unar, en er í góðu lagi. 5. Ekki getur talist að mjólkur- framleiðslan og iðnaður í V-Húna- vatnssýslu hafi valdið sveiflum í bú- greininni, því frá árinu 1975 hefur innvegin mjólk mest orðið 3.177 þús. lítrar en var árið 1988 2.463 þús. lítrar. Mjólkustöðin fékk í nokkur ár hráefni til ostagerðar frá Selfossi og Blönduósi, en það hefur nú fallið niður. Framleiðsla ársins 1988 var þessi: Ostur 283 tonn (92,7%) og smjör 22 tonn (7,3%). Ársvelta 1988 var um 170 millj. króna og vinna þar að jafnaði 10 manns. Mun hagkvæmara er að flytja ost og aðrar vörur í föstu formi milli landshluta, því þar er hægt að koma við venjulegum flutningabílum, sem nýta má báðar leiðir. Mjólk í lausu Karl Sigurgeirsson er að sjálfsögðu aðeins flutt með tankbílum. Þá má ekki gleyma, að mjólkur- stöðvarnar hafa gegnt mikilvægri þjónustu við framleiðendur á sínu svæði, s.s. dreifingu á vöru. 6. Ostaframleiðsla hlýtur að teljast mjög fagleg iðn. Þrír mjólkurfræð- ingar vinna við stöðina og hafa þeir ásamt öðrum starfsmönnum stöðvar- innar gott vald á ostagerð. Virðist því fráleitt að færa framleiðsluna burt úr héraði og svipta sérlærða iðnaðarmenn starfi sínu, nema „flytja eigi fólk búflutningum" og bjóða því að vinna að sinni iðn fjarri sínu heimili. 7. í skýrslunni er gengið út frá, að úrelding mjólkurstöðva gerist með því að greiða eigendum bókfært verð húss og búnaðar fyrir að leggja nið- ur starfsemi. Verður það_ að teljast fráleitt, þar sem víst er að verulegur hluti eigna búanna sé lágt metinn í bókhaldi vegna afskrifta. Þá er ekki gert ráð fyrir neinum bótum vegna rekstrar, sem niður fellur. í þessum hugleiðingum hefur ver- ið bent á þá fáránlegu lausn á vanda mjólkuriðnaðar í landinu, að leggja niður vel rekin mjólkurbú, til þess að réttlæta þá gífurlegu offjárfest- ingu sem er staðreynd hjá Mjólkur- samsölunni í Reykjavík. Vissulega verður að leita eftir hagræðingu í mjólkuriðnaðinum og sum mjólkurbú virðast vonlaus rekstarlega og hafa þurft að meðaltali sl. 10 ár allt að 16,50 með hveijum innvegnum lítra. Ef kalla á það „hagræðingu í rekstri mjólkuriðnaðarins“ að leggja niður vel rekin mjólkurbú til þess að afhenda Mjólkursamsölunni í Reykjavík aukið hráefni verður að skoða staðreyndir: I skýrslunni er skrá yfir bókfært verð fasteigna og búnaðar mjólkur- stöðvanna, miðað við innvegið magn mjólkur. Nokkur mjólkurbú: Óbreytt Breytt skipan skipan kr.pr./l kr.pr./l Mjólkursams. Rvík 348,63 103,45 MBF Selfossi 12,08 12,08 MBB Búðardal 26,47 15,43 Mjólkui'saml. KEA Ak. 20,13 12,59 Mjólkursaml. Egilsst. 29,87 22,72 MBB Borgarnesi 25,40 MB KVH/KFHB, Hvammstanga 25,06 Með því að selja eignir Mjólkurs- amsölunnar myndi bókfærð íjárfest- ing iðngreinarinnar minnka úr kr. 29,60 á innveginn lítra í kr. 16,30 á innveginn lítra, eða um 45%. Treysta verður því, að á þessa umræddu skýrslu verði litið af stjörn- völdurn, aðeins sem eina hugmynd af fleiri möguleikum, því tæpast er þar um að ræða „hagræðingu", held- ur minna hugmyndir sem þar eru birtar á hreina „nýlendustefnu", þar sem hráefnið skal flytjast úr fram- leiðsluhéruðunum til fullvinnslu á þeim svæðum, sem hafa upp á á mesta fjölbreytni að bjóða í atvinnu. Við Vestur-Húnvetningar mót- mælum þessum hugmyndum og stöndum vörð um hagsmuni okkar. Hins vegar munum við leita bestu leiða til að auka verðmæti mjólkur- framleiðslu í héraðinu. Höfundur er verkefíiastjóri átaksverkefha Vestur-Húnvetninga og fréttaritari Mbl. á Hvammstanga. UTSALA don cano Krumpugöllum Jogginggöllum Anórökum og kuldaúlpum 30 tilSO %afsL Sendum í póstkröfu um allt land. don cano - búóin Glæsibæ - sími 82966. Auðséð er, að fjárfestingar Mjólk- ursamsölunnar yrðu óviðráðanlegar, þrátt fyrir stóraukið magn mjólkur. Þá kemur fram í skýrslunni, að MS þyrfti um kr. 5,50 pr. lítra úr verðjöf- unarsjóði, eftir breytingu. Þar sem stjórnvöld skipuðu nefnd til að gera tillögu að hagræðingu í iðngreininni verður að gera þá kröfu að þau láti kanna þann möguleika að leggja að mestu niður mjólkuj'- vinnslu hjá Mjólkursamsölunni og starfrækja þar dreifingarmiðstöð fyrir Reykjavíkursvæðið. Ef selja þarf fasteignir úr þessum iðnaði er augljóst að fasteignir á höfuðborgar- svæðinu eru seljanlegastar. Þær fasteignir, sem Mjólkursam- salan telst eiga á Bitruhálsi í Reykjavík, eru 16.900 fm að flatar- máli og með vélum og búnaði er fjár- festing Mjólkursamsölunnar í árslok 1988 kr. 1.454 þús. eða tæpur einn og hálfur milljarður króna! 8 kínverskir réttir í hádeginu á kr.780- Kínavagninn í hádeginu alla daga. Átta kínverskir réttir og þú borgar aðeins 780 krónur og borðar að vild. Réttirnir eru: Lambakjöt í karrý, djúpsteiktur smokkfiskur, steiktur fiskur, steiktar núðlur, kínverskt ravoli, vorrúllur, pönnusteikt grænmeti, steikt eða soðin hrísgrjón, grænmetis salat og kaffi. Allt þetta fyrir aðeins 780 krónur. 1AGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.