Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTOBER 1989 53 Hörður Tulin- íus, vinarkveðja Fæddur 12. apríl 1936 Dáinn 21. ágúst 1989 Þegar fregnin barst um lát skóla- félaga míns og æskuvinar Harðar Tuliníus, var ég að tygja mig til gönguferðar um öræfi landsins. Og á gönguleiðum sunnan Landmanna- lauga gafst gott tóm til að hugsa um Hörð og samverustundir okkar fyrr og síðar. Drenginn hrein- skiptna, sem ég reyndi að taka mér til fyrirmyndar á Akureyri forðum daga. Unglinginn hægláta sem breyttist í farsælan athafnamann um svipað leyti og ég varð bókaorm- ur. Glæsimennið, sem ég sá af og til bregða fyrir á sjónvarpsskjá í keppni eða við dómgæslu í körfu- bolta. Einstaklingshyggjumanninn, sem varð burðarás óvenjulegrar samheldni þeirra margleitu ein- staklinga, sem hófu nám við Gágn- fræðaskóíann á Akureyri haustið 1949. Bernskufélagann dula, sem fagnaði mér eins og týndum bróður eftir 25 ára aðskilnað, og vígði mig inn í mótað en fijótt samfélag rúm- lega fertugra bekkjarsystkina. Keppnismanninn, sem af næmri góðvild og með smitandi glettni virtist eiga svo auðvelt með að stilla saman strengi þessa hóps, þannig að allir nutu sín. Mér er ekki alveg ljóst hvernig það atvikaðist að við Hörður urðum svo samrýndir í æsku. Við vorum þannig staðsettir í straumhvörfum bæjarlífsins á Akureyri, að við hefð- um eiginlega fremur átt að verða mótheijar en samhetjar. Hann var Innbæingur og framarlega í flokki þeirra þróttmiklu unglinga sem þá settu svip á þennan elsta og virðu- iegasta hluta Akureyrar, þar sem KA var stofnað óg flest vaskasta skíða- og skautafólk landsins óx úr grasi á 4. og 5. áratugnum. Ég átti heima á Eyrinni, nýfluttur til bæjarins og var Þórsari í þokkabót. En Hörður virðist snemma hafa orðið sjálfstæður og fastur fyrir. Alla vegna lét hann ekki hverfaríg aftra sér frá því að heimsækja að- komupiltinn á Eyrinni, og með okk- ur tókst fljótlega vinátta, sem var þess eðlis að hún endurnýjaðist nánast sjálfkrafa, þegar leiðir lágu aftur saman eftir rúmlega aldar- fjórðungs aðskilnað. Samveru- stundirnar urðu þó alltof fáar og stuttar, en fyrir tveimur árum ákváðum við að hittast í hvert sinn sem hann átti leið til Reykjavíkur eða ég til Akureyrar. Við settumst þá gjarnan að tafli eða ræddum reynslu okkar, skoðanir eða viðhorf til lífsins og reyndar dauðans líka. Og mér finnst erfitt að sætta mig við að fá ekki að eiga fleiri sam- verustundir með Herði. Miðaldra karlmönnum er ýmislegt betur gef- ið en að ræða svokölluð hjartans- mál af einlægni, en Hörður var ein- hvern veginn þannig gerður að ekki Blömastofa Ftiðfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. kom annað til greina en að segja honum það sem manni bjó í bijósti eins afdráttarlaust og orðfærni leyfði. Lífsreynsla Harðar var mikil og merkileg. Raunar má segja að hann hafi lifað einskonar Valhallarlífi síðustu 15 ár ævinnar, því að hann hné niður nánast örendur hvað eft- ir annað, en stóð jafnharðan upp aftur, lítt sár að því er virtist, og hélt ótrauður áfrant þar sem frá var horfið. Og Herði auðnaðist að gera stutta ævi langa. Hann var íhugull athafnamaður og hugmynd- aríkur raunsæismaður, sem agaði sterkar tilfinningar undir járnhæl ennþá sterkari skynsemi. Mig langar að reyna að bregða upp mynd frá æskuárum okkar á Akureyri. Slæptur hópur unglinga úr 2. bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri er að koma sér fyrir í Ásgarði, heldur frumstæðum skíða- skála í miðju Hlíðarfjalli vestan við Akureyri. Snjókoma og þung færð hafði torveldað skíðagönguna upp- eftir. Kolaofninn í svefnsalnum er orðinn rauðglóðandi, og blautar flíkur hanga til þerris umhverfis. Heitt kakó er næst á dagskrá. Til þess þarf vatn, en það gæti orðið tafsamt að finna uppsprettulindina, sem var um 200 metra frá kofanum og grafa hana upp úr snjónum. Eftir dálítið karp virðast flestir ætla að gera sér að góðu að bræða snjó í kakóið, uppvaskið og aðrar hreinlætisaðgerðir. Hörður leggur ekkert til málanna en stendur upp og fer út í hríðarkófið með vatns- fötu og skóflu. Tekur mið af nokkr- um kennileitum, og gengur síðan rösklega niður eftir gilinu norðvest- ur af skálanum. Kemur eftir stund- arkorn til baka með fulla fötu af lindarvatni, og réttir hana umsjón- arkennaranum með góðlátlegri at- hugasemd, sem allir hlæja að. Hörð- ur varð einn af umsvifamestu at- hafnamönnum Akureyrarbæjar. Ég þekki ekki þá sögu en ímynda mér að hún sé ríkulega krydduð at- burðum af þessu tagi. Þeir fiska sem róa voru víst einkunnarorð Harðar. Ungur kvæntist Hörður bekkjar- systur sinni, Ernu Alfreðsdóttur. Hún var Innbæingur eins og hann, glæsileg manneskja og traust. Sam- band Ernu og Harðar virtist ein- kennast af velvild og gagnkvæmri styrkingu. Þetta -hlýtur því að vera erfiður aðlögunartími fyrir Ernu, en hún er sterk. Megi æðruleysi, bjartsýni og kjarkur Harðar lifa með henni og fjölskyldunni allri. Helgi Valdimarsson Coco Chancl Eau de Parfum 100 ml Amsterdam kr. 3.392,- Borg í Skotlandi kr. 4.893,- Lcvi’s gallabuxur 501 Amsterdam kr. 3.966,- Borg í Skotlandi kr. 3.620,- Kodak videóspóla 180 mín. Amsterdam kr. 309,- Borg í Skotlandi kr. 342,- Benetton peysa Amsterdam kr. 2.233,- Borg í Skotlandi kr. 2.250,- McDonalds hamborgari m/osti Amsterdam kr. 69,25 Borg í Skotlandi kr. 74,40 Sony Walkman WM-BF44 Amsterdam kr. 3.646,- Borg í Skotlandi kr. 5.380,- Nike eróbikkskór Air Trainer Amsterdam kr. 4.495,- Borg í Skotlandi kr. 6.850,- Canon EOs 750 autofocus body Amsterdam kr. 24.846,- Börg i Skotlandi kr. 32.293,- Hugo Boss skyrta Amsterdam kr. 3.646,- Borg í Skotlandi kr. 4.893,- GULUN TÆKIFÆRI LEYNAST VÍDAR EN í SKOTAPILSUM Helgar- og verslunarferðir til Amsterdam frá 31.130* krónum Vöruverð í dæmunum hér að ofan var kannað í Amsterdam og í borg í Skotlandi dagana 17.-24. september. Borið var saman verð á sömu vörutegund með sama vörunúmer. Miðað var við gengi 22. september 1989. *Lágmarksverð til Amsterdam miðast við flug og gistingu fyrir einn, í fjóra daga og þrjár nætur í tveggja manna herbergi, og að ferðin sé staðgreidd. Hafðu samband við ferðaskrifstofurnar eða söluskrifstofur Arnarflugs. ARNARFLLIG Annar kostur - önnur leið Söluskrifstofur: Lágmúla 7, sími 84477 ■ Austurstræti 22, sími 623060 • Keflavík, sími 92-50300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.