Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 64
SJOÐSBREF VIB Ef þú vilt spara án fyrirhafnar VIB fflfgttttlrifaifeifr NYTTUÞER ELDHÚSTÆKJA TILBOÐIÐ FRÁ damixa _____ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTOBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Síldarvertíðin hafín: Eyjamenn fyrstir til að hefja síldarsöltun Stór o g góð síld út af Papey SÍLDARSÖLTUN liófst á tveimur stöðum á landinu í gær. Vestmanna- eyjum og Fáskrúðsfirði. Söltun í Vestmannaeyjum hófst hjá Fiskiðj- unni árdegis og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma að minnsta kosti sem söltun Suðurlandssíldar hefst í Eyjum, en ekki á Austfjörðum. Það var Valdimar Sveinsson VE, sem fyrstur kom með síld að landi til söltunar, en iiana fékk hann, 40 tonn, á laugardag. Ingvi Rafn Albertsson, skipstjóri á Guðmundi Kristni SU fékk i gær rúm 60 tonn suðaustur af Papey og landaði hjá Pólarsíld á Fáskrúðsfirði. Þar hófst söltun síðdegis í gær. Ingvi Rafn á Guðmundi Kristni sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að síldin, sem hann hefði feng- {-^jw'ð, hefði bæði verið stór og góð. Megnið af henni hefði verið 33 Fáskrúðsfl ör ður: Fyrsta síld- in komin Fáskrúðsfírði. FYRSTA síldin barst til Fá- skrúðsljarðar í gær, þegar Guðmundur Kristinn landaði um 60 tonnum hjá Pólarsíld. Saltað verður á tveimur stöðvum á Fáskrúðsfirði í haust, hjá Pólarsíld og Sól- borgu hf auk þess sem verið er að gera klára söltun á flökum á vegum Pólarsíldar. Smábátar hafa verið að fiska ■ mjög vel á línu undanfarna daga, upp í 200 kíló á bjóð. - Albert Víxilvextir ■^samræmdir BANKARNIR fjórir sem standa að stofhun Islandsbanka til- kynntu á fundi í gær með stjórn- endum Seðlabankans að forvext- ir þeirra af víxlum yrðu sam- ræmdir. Það þýðir, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að einn bankanna hækkar forvext- ina og þrír lækka þá. Forvexlirn- ir eru nú 29% hjá Iðnaðarbanka, Verslunarbanka og Alþýðubanka og 27% hjá Útvegsbanka. Breyt- ingarnar eiga að taka gildi á morgun og eru fyrsta skrefið sem þessir bankar stíga til samræm- — ;ngar á vöxtum sín í milli. A fundinum sem stjórnendur Seðlabankans áttu með stjórnend- um einkabankanna kom einnig fram, að útreikningar benda til þess, að lánskjaravísitala muni hækka meira en Seðlabankinn hafði áður gert ráð fyrir. Talsmenn einka- bankanna telja það sýna, að tilefni hafi verið til að hækka vexti um 2% til 5% þann 1. október síðastlið- inn, en þá hækkuðu ríkisbankarnir, Landsbankinn og Búnaðarbankinn, ekki sína vexti vegna tilmæla frá Seðlabanka. Ákveðið var á fundinum í gær að Seðlabankinn og innlánsstofnan- ir haldi fundi fram að áramótum til þess að bera saman mat á verð- lagshorfum. Sú ákvörðun var af því tilefni, að ágreiningur sá sem verið hefur undanfarna daga milli Seðla- bankans og innlánsstofnana um _^vaxtaákvarðanir, var talinn stafa 'af misjöfnu mati þessara aðila á verðbólguhorfum. sentímetrar að lengd eða meira, en tæpur þriðjungur hefði verið litlu minni. Ingi Rafn var á leiðinni út Fáskrúðsfjörðinn, þegar talað var við hann. Hann sagðist ætla þarna suður eftir aftur og vertíðin legðist þokkalega í sig. „Það er eitthvað af síld hérna fyrir utan, en lítið inni á ijörðum. Þetta gæti kannski lagast með straumnum þann 16. Annars gæti veiðin orðið ódijúg vegna veðurs, verði síldin eingöngu hér fyrir utan,“ sagði Ingvi Rafn. Ingólfur Þórarinsson, verkstjóri í Fiskiðjunni í Eyjum, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að síldin væri þokkaleg. Um 38% hefðu farið í fyrsta flokk, en minni síldin væri einnig góð og yrði líklega flökuð til frystingar. Þeir væru að salta haússkorna síld fyrir Pólverja og líklega yrði saltað í um 250 tunn- ur. Síldin er vélsöituð hjá Fiskiðj- unni og var reiknað með að söltun lyki fyrir kvöldmat. Auk þessara skipa hafði Ágúst Guðmundsson fengið um 20 tonn á Stokksnesgrunni, en síðdegis í gær var ekki vitað um frekari afla- brögð. Veiðarnar máttu hefjast á hádegi á sunnudag og er kvóti á hvern bát 1.100 tonn. Leyfilegt er hveijum báti að færa til sín einn kvóta til viðbótar, en ekki meira. Nokkrir bátar fengu þó undanþágu til veiða í sérstöku augnamiði. Ekki hefur verið samið við Japani um verð á frystri síld til sölu þangað og eiginlegar samningaviðræður við Sovétmenn um kaup á saltsíld eru ekki hafnar. Morgunblaðið/Július. NY FORUSTA Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins býður Davíð Odds- son velkominn til varaformennsku eftir kjör Davíðs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á sunnudaginn. Sjá frétt á bls. 2, frásagnir á bls. 10,26,27 og í miðopnu. Varðstjóri nefbrótinn RÁÐIST var á lögregluvarð- stjóra við störf í Reykjavík um miðjan dag í gær, hann sleginn í andlit og nefbrotinn. Árásar- maðurinn, ölvaður síbrotamað- ur á fertugsaldri, var handtek- inn. Ölvaður maður kom á lögreglu- stöðina við Hverifsgötu og til- kynnti að seðlaveski sínu hefði verið stolið við biðstöð SVR við Hlemm. Lögregluvarðstjórinn fór einn út að leita þjófsins og þýfisins og fann í verslun skammt undan. Þegar hann hugðist handtaka manninn sló sá hann þijú högg í andlitið. Nærstaddir kölluðu á aðstoð óg komu fleiri lögreglumenn á stað- inn, fluttu félaga sinn á slysdeild en árásramanninn í fangageymsl- ur. ________ ______ Alþingi kem- ur saman í dag ALÞINGI íslendinga kemur sam- an til 112. löggjafarþings í dag með hefðbundnum hætti. Guðs- þjónusta hefst í Dómkirkjunni klukkan 13.30 þar sem séra Sol- veig Lára Guðmundsdóttir pred- ikar. Að því loknu ganga forseti ís- lands, alþingismenn og gestir til Alþingishússins. Þar les forseti ís- lands í sameinuðu Alþingi forseta- bréf um að Alþingi skuli koma sam- an. Stefán Valgeirson, aldursforseti þingmanna, stjórnar fyrsta fundi Alþingis á þessu starfsári. Alþingi kemur að nýju saman til fundar á miðvikudag og verða þá kosnir embættismenn - forsetar og vara- forsetar. Nokkrir nýir þingmenn munu nú taka sæti á Álþingi: Rannveig Guð- mundsdóttir tekur sæti Kjartans Jóhannssonar, sem orðinn er sendi- herra í Genf; Anna Ólafsdóttir Björnsson tekur sæti Kristínar Hall- dórsdóttur, sem sagt hefur af sér þingmennsku, og Asgeir Hannes Eiríksson tekur sæti Benedikts Bogasonar, sem lést í sumar. Húsnæðisstofimn ríkisins írestar útgáfii lánsloforða Vona að stofiiunin geti staðið við skuldbindingar sínar, segir forstjóri Húsnæðisstofiiunar FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, Jóhanna Sigurðardóttir, hefúr, sam- kvæmt samþykkt ríkisstjórnar, farið fram á það við stjórn Hús- næðisstofnunar ríkisins að hún fresti fi’ekari útgáfu lánsloforða þar til fjárlagafrumvarpið hefur verið lagt fram á Alþingi. „Húsnæðisstofnun hefur gefið út lánsloforð til forgangsmanna, sem lögðu inn umsóknir fram til janúarloka 1988 og við munum halda útgáfu lánsloforða áfram með eðlilegum hætti þegar við sjáum betur fram á veginn,“ sagði Sigurður E. Guðmundsson, for- stjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, í samtali við Morgunblaðið. Bréf félagsmálaráðherra var laggt fram á stjórnarfundi Húsnæðisstofnun- ar sl. fimmtudag. „Við skrifuðum félagsmálaráð- herra bréf, þar sem við spurðumst fyrir um það hvort einhver fótur væri fyrir þeim flugufregnum í fjöl- miðlum um að til stæði að skerða framlag ríkissjóðs til stofnunarinn- ar á næsta ári. I bréfi, sem ráð- herrann skrifaði okkur til baka sagði að engu væri hægt að svara í því efni fyrr en fjárlagafrum- varpið liti dagsins ljós á Alþingi, en stofnunin væri samt sem áður beðin um að fresta frekari útgáfu lánsloforða þangað til,“ sagði Sig- urður. Sigurður sagði að stofnunin hefði nú þegar gefið út lánsloforð, sern hún teldi að muni rúmast inn- an fjárlagaheimilda á næsta ári. Lánsloforðin væru reiknuð út frá vísitölunum, sem notaðar hefðu verið á undanförnum árum, og liggja til grundvallar hækkunum á hámarkslánum milli ársfjórðunga. „Að öði'u leyti höfum við reynt að fara ekki yfir það sem okkur finnst líklegt svo að nú bíðum við eftir að fjárlagafrumvarpið birtist. Auð- vitað vona ég að ekkert gerist á þinginu sem kemur okkur í slæman bobba og ég geng út frá því að það gerist ekki neitt sem koma mun í veg fyrir að stofnunin geti staðið við sínar skuldbindingar,“ sagði Sigurður. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta spurning um að hinkra við um nokkra daga þar til fjáflaga- frumvarpið birtist og þegar það gerist sjáum við fram á hvernig næsta ár verður, en að undanförnu höfum við verið að gefa út lánslof- orð, sem koma eiga til greiðslu á árunum 1990 og 1991,“ sagði Sig- urður. Hann sagði að upphæðirnar skiptu milljörðum króna, geysilegt íjárstreymi væri frá stofnuninni. Sigurður sagðist hafa áætlað að í mánuði hveijum borgaði stofnunin út um 750 milljónir króna úr bygg- ingasjóðunum báðum. Gert var ráð fyrir að lánveitingar úr Bygginga- sjóði ríkisins á yfirstandandi át'i næmu 5,7 til 5,8 milljörðum króna. Til viðbótar áttu lánveitingar úr Byggingasjóði verkamanna á þessu ári að nema um 2,4 milljörð- um króna. Sigurður sagði að það sem stofnunin lánaði á þessu ári, væri í fullkomnu samræmi við heimildir í fjárlögum og lánsfjár- lögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.