Morgunblaðið - 10.10.1989, Page 64

Morgunblaðið - 10.10.1989, Page 64
SJOÐSBREF VIB Ef þú vilt spara án fyrirhafnar VIB fflfgttttlrifaifeifr NYTTUÞER ELDHÚSTÆKJA TILBOÐIÐ FRÁ damixa _____ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTOBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Síldarvertíðin hafín: Eyjamenn fyrstir til að hefja síldarsöltun Stór o g góð síld út af Papey SÍLDARSÖLTUN liófst á tveimur stöðum á landinu í gær. Vestmanna- eyjum og Fáskrúðsfirði. Söltun í Vestmannaeyjum hófst hjá Fiskiðj- unni árdegis og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma að minnsta kosti sem söltun Suðurlandssíldar hefst í Eyjum, en ekki á Austfjörðum. Það var Valdimar Sveinsson VE, sem fyrstur kom með síld að landi til söltunar, en iiana fékk hann, 40 tonn, á laugardag. Ingvi Rafn Albertsson, skipstjóri á Guðmundi Kristni SU fékk i gær rúm 60 tonn suðaustur af Papey og landaði hjá Pólarsíld á Fáskrúðsfirði. Þar hófst söltun síðdegis í gær. Ingvi Rafn á Guðmundi Kristni sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að síldin, sem hann hefði feng- {-^jw'ð, hefði bæði verið stór og góð. Megnið af henni hefði verið 33 Fáskrúðsfl ör ður: Fyrsta síld- in komin Fáskrúðsfírði. FYRSTA síldin barst til Fá- skrúðsljarðar í gær, þegar Guðmundur Kristinn landaði um 60 tonnum hjá Pólarsíld. Saltað verður á tveimur stöðvum á Fáskrúðsfirði í haust, hjá Pólarsíld og Sól- borgu hf auk þess sem verið er að gera klára söltun á flökum á vegum Pólarsíldar. Smábátar hafa verið að fiska ■ mjög vel á línu undanfarna daga, upp í 200 kíló á bjóð. - Albert Víxilvextir ■^samræmdir BANKARNIR fjórir sem standa að stofhun Islandsbanka til- kynntu á fundi í gær með stjórn- endum Seðlabankans að forvext- ir þeirra af víxlum yrðu sam- ræmdir. Það þýðir, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að einn bankanna hækkar forvext- ina og þrír lækka þá. Forvexlirn- ir eru nú 29% hjá Iðnaðarbanka, Verslunarbanka og Alþýðubanka og 27% hjá Útvegsbanka. Breyt- ingarnar eiga að taka gildi á morgun og eru fyrsta skrefið sem þessir bankar stíga til samræm- — ;ngar á vöxtum sín í milli. A fundinum sem stjórnendur Seðlabankans áttu með stjórnend- um einkabankanna kom einnig fram, að útreikningar benda til þess, að lánskjaravísitala muni hækka meira en Seðlabankinn hafði áður gert ráð fyrir. Talsmenn einka- bankanna telja það sýna, að tilefni hafi verið til að hækka vexti um 2% til 5% þann 1. október síðastlið- inn, en þá hækkuðu ríkisbankarnir, Landsbankinn og Búnaðarbankinn, ekki sína vexti vegna tilmæla frá Seðlabanka. Ákveðið var á fundinum í gær að Seðlabankinn og innlánsstofnan- ir haldi fundi fram að áramótum til þess að bera saman mat á verð- lagshorfum. Sú ákvörðun var af því tilefni, að ágreiningur sá sem verið hefur undanfarna daga milli Seðla- bankans og innlánsstofnana um _^vaxtaákvarðanir, var talinn stafa 'af misjöfnu mati þessara aðila á verðbólguhorfum. sentímetrar að lengd eða meira, en tæpur þriðjungur hefði verið litlu minni. Ingi Rafn var á leiðinni út Fáskrúðsfjörðinn, þegar talað var við hann. Hann sagðist ætla þarna suður eftir aftur og vertíðin legðist þokkalega í sig. „Það er eitthvað af síld hérna fyrir utan, en lítið inni á ijörðum. Þetta gæti kannski lagast með straumnum þann 16. Annars gæti veiðin orðið ódijúg vegna veðurs, verði síldin eingöngu hér fyrir utan,“ sagði Ingvi Rafn. Ingólfur Þórarinsson, verkstjóri í Fiskiðjunni í Eyjum, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að síldin væri þokkaleg. Um 38% hefðu farið í fyrsta flokk, en minni síldin væri einnig góð og yrði líklega flökuð til frystingar. Þeir væru að salta haússkorna síld fyrir Pólverja og líklega yrði saltað í um 250 tunn- ur. Síldin er vélsöituð hjá Fiskiðj- unni og var reiknað með að söltun lyki fyrir kvöldmat. Auk þessara skipa hafði Ágúst Guðmundsson fengið um 20 tonn á Stokksnesgrunni, en síðdegis í gær var ekki vitað um frekari afla- brögð. Veiðarnar máttu hefjast á hádegi á sunnudag og er kvóti á hvern bát 1.100 tonn. Leyfilegt er hveijum báti að færa til sín einn kvóta til viðbótar, en ekki meira. Nokkrir bátar fengu þó undanþágu til veiða í sérstöku augnamiði. Ekki hefur verið samið við Japani um verð á frystri síld til sölu þangað og eiginlegar samningaviðræður við Sovétmenn um kaup á saltsíld eru ekki hafnar. Morgunblaðið/Július. NY FORUSTA Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins býður Davíð Odds- son velkominn til varaformennsku eftir kjör Davíðs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á sunnudaginn. Sjá frétt á bls. 2, frásagnir á bls. 10,26,27 og í miðopnu. Varðstjóri nefbrótinn RÁÐIST var á lögregluvarð- stjóra við störf í Reykjavík um miðjan dag í gær, hann sleginn í andlit og nefbrotinn. Árásar- maðurinn, ölvaður síbrotamað- ur á fertugsaldri, var handtek- inn. Ölvaður maður kom á lögreglu- stöðina við Hverifsgötu og til- kynnti að seðlaveski sínu hefði verið stolið við biðstöð SVR við Hlemm. Lögregluvarðstjórinn fór einn út að leita þjófsins og þýfisins og fann í verslun skammt undan. Þegar hann hugðist handtaka manninn sló sá hann þijú högg í andlitið. Nærstaddir kölluðu á aðstoð óg komu fleiri lögreglumenn á stað- inn, fluttu félaga sinn á slysdeild en árásramanninn í fangageymsl- ur. ________ ______ Alþingi kem- ur saman í dag ALÞINGI íslendinga kemur sam- an til 112. löggjafarþings í dag með hefðbundnum hætti. Guðs- þjónusta hefst í Dómkirkjunni klukkan 13.30 þar sem séra Sol- veig Lára Guðmundsdóttir pred- ikar. Að því loknu ganga forseti ís- lands, alþingismenn og gestir til Alþingishússins. Þar les forseti ís- lands í sameinuðu Alþingi forseta- bréf um að Alþingi skuli koma sam- an. Stefán Valgeirson, aldursforseti þingmanna, stjórnar fyrsta fundi Alþingis á þessu starfsári. Alþingi kemur að nýju saman til fundar á miðvikudag og verða þá kosnir embættismenn - forsetar og vara- forsetar. Nokkrir nýir þingmenn munu nú taka sæti á Álþingi: Rannveig Guð- mundsdóttir tekur sæti Kjartans Jóhannssonar, sem orðinn er sendi- herra í Genf; Anna Ólafsdóttir Björnsson tekur sæti Kristínar Hall- dórsdóttur, sem sagt hefur af sér þingmennsku, og Asgeir Hannes Eiríksson tekur sæti Benedikts Bogasonar, sem lést í sumar. Húsnæðisstofimn ríkisins írestar útgáfii lánsloforða Vona að stofiiunin geti staðið við skuldbindingar sínar, segir forstjóri Húsnæðisstofiiunar FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, Jóhanna Sigurðardóttir, hefúr, sam- kvæmt samþykkt ríkisstjórnar, farið fram á það við stjórn Hús- næðisstofnunar ríkisins að hún fresti fi’ekari útgáfu lánsloforða þar til fjárlagafrumvarpið hefur verið lagt fram á Alþingi. „Húsnæðisstofnun hefur gefið út lánsloforð til forgangsmanna, sem lögðu inn umsóknir fram til janúarloka 1988 og við munum halda útgáfu lánsloforða áfram með eðlilegum hætti þegar við sjáum betur fram á veginn,“ sagði Sigurður E. Guðmundsson, for- stjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, í samtali við Morgunblaðið. Bréf félagsmálaráðherra var laggt fram á stjórnarfundi Húsnæðisstofnun- ar sl. fimmtudag. „Við skrifuðum félagsmálaráð- herra bréf, þar sem við spurðumst fyrir um það hvort einhver fótur væri fyrir þeim flugufregnum í fjöl- miðlum um að til stæði að skerða framlag ríkissjóðs til stofnunarinn- ar á næsta ári. I bréfi, sem ráð- herrann skrifaði okkur til baka sagði að engu væri hægt að svara í því efni fyrr en fjárlagafrum- varpið liti dagsins ljós á Alþingi, en stofnunin væri samt sem áður beðin um að fresta frekari útgáfu lánsloforða þangað til,“ sagði Sig- urður. Sigurður sagði að stofnunin hefði nú þegar gefið út lánsloforð, sern hún teldi að muni rúmast inn- an fjárlagaheimilda á næsta ári. Lánsloforðin væru reiknuð út frá vísitölunum, sem notaðar hefðu verið á undanförnum árum, og liggja til grundvallar hækkunum á hámarkslánum milli ársfjórðunga. „Að öði'u leyti höfum við reynt að fara ekki yfir það sem okkur finnst líklegt svo að nú bíðum við eftir að fjárlagafrumvarpið birtist. Auð- vitað vona ég að ekkert gerist á þinginu sem kemur okkur í slæman bobba og ég geng út frá því að það gerist ekki neitt sem koma mun í veg fyrir að stofnunin geti staðið við sínar skuldbindingar,“ sagði Sigurður. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta spurning um að hinkra við um nokkra daga þar til fjáflaga- frumvarpið birtist og þegar það gerist sjáum við fram á hvernig næsta ár verður, en að undanförnu höfum við verið að gefa út lánslof- orð, sem koma eiga til greiðslu á árunum 1990 og 1991,“ sagði Sig- urður. Hann sagði að upphæðirnar skiptu milljörðum króna, geysilegt íjárstreymi væri frá stofnuninni. Sigurður sagðist hafa áætlað að í mánuði hveijum borgaði stofnunin út um 750 milljónir króna úr bygg- ingasjóðunum báðum. Gert var ráð fyrir að lánveitingar úr Bygginga- sjóði ríkisins á yfirstandandi át'i næmu 5,7 til 5,8 milljörðum króna. Til viðbótar áttu lánveitingar úr Byggingasjóði verkamanna á þessu ári að nema um 2,4 milljörð- um króna. Sigurður sagði að það sem stofnunin lánaði á þessu ári, væri í fullkomnu samræmi við heimildir í fjárlögum og lánsfjár- lögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.