Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 54
54------:------ ---------- — MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 RAGNA JÓNSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Hlíf, . ísafirði, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði þann 5. október. Fyrir hönd aðstandenda, Jónína Jakobsdóttir. + Eiginkona mín, MARGRÉT FRIÐRIKSDOTTIR frá Kópaskeri, lést í Landspitalanum 9. október. Fyrir hönd aðstandenda, Þórhallur Björnsson. t Konan mín, SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR, Sólvallagötu 10, Keflavík, lést í Sjúkrahúsinu í Keflavík sunnudaginn 8. október. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Sigurður Finnbogason. + Móðir okkar og tengdamóðir, STEINUNN GUNNARSSON, Sólvallagötu 14, andaðist 7. október. Rútur Halldórsson, Guðrún St. H. Dodsworth, Brian Dodsworth, Brynjólfur H. Halldórsson. + Eiginmaður minn og faðir, HARALDUR HANNESSON hagfræðingur, Hávallagötu 18, lést 9. október. Ragnheiður Hannesdóttir, Hannes Haraldsson. Faðir okkar, + GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON frá Kleifum, Steingrímsfirði, lést sunnudaginn 8. október á Hrafnistu í Hafnarfirði. Anders Guðmundsson, Hilmar Guðmundsson, Hafsteinn Guðmundsson, " ■ Hreinn Guðmundsson. Viljir þú minnast lótins vinar, samstarfsmanns eóa ættingja og votta aðstand- endum samúð, bendum við þér ó minningarkort SVFÍ. Við sendum einnig minningakort til útlanda sé þess óskað, ó dönsku, ensku eða þýsku. Gjaldið er innheimt með gíró. Slysavarnarfélag Islands, sími (91) 27000. Gíslína Þorgeirs- dóttír — Minning Fædd 12. ágúst 1909 Dáln 23. ágúst 1989 Ekkert má víst telja jafn eðlifegt og það, að vinir kveðji þessa jarðar- tilveru, hafi bústaðaskipti, þegar skilyrði líkamans til lífs eru hér að engu orðin, og flytji þangað, sem öll skilyrði eru betri en þau hafa nokkurn tíma verið hér fyrir hendi. Þó er eins og þeim, sem eftir iifa, komi þessi vistaskipti alltaf á óvart. Maður hefur alltaf haldið í vonina um það, að unnt yrði að njóta sam- •vista lengur, við þann, sem okkur hefur verið kær og sem við eigum ótal margt að þakka á langri lífsins leið. En þetta er eitt af öruggustu lögmálum lífsins, að hverfa héðan í fyllingu tímans. Það bregst ekki. Og þegar háum aldri hefur verið náð, kemur dauðinn oftlega sem frelsandi engill, og leysir hinn aldna frá ýmsum sjúkleika, sem jafnan fylgir háum aldri. Nú er horfinn héðan einn af þeim góðu og traustu vinum, sern við hjónin, Aðalheiður og ég,. áttum langa samleið með og margar ánægjustundir og ýmsar minningar leita ósjálfrátt á hugann, þá sam- fundum er lokið að sinni. Gíslína Þorgeirsdóttir fæddist á Grafarbakka í Hrunamannahreppi í Árnessýslu þann 12. ágúst 1909. Foreldrar hennar voru þau met'k- ishjónin Þorgeir Halldórsson, (f. 16. september 1868, í Ranakoti í Stokkseyrarhreppi, en ólst upp í Hörgsholti í Hrunamannahreppi) og Halla Þorsteihsdóttir (f. 19. júlí 1875 í Haukholtum, Hrunamanna- hreppi, d. 21. október 1957). Þau giftust 17. maí 1902 og hófu bú- skap í Haukholtum, en fluttu að Grafarbakka í sömu sveit 1906. Áttu þau þar heima óslitið uns Þor- geir féll frá á góðutn aldri (24. mars 1930) eftir 28 ára sambúð. Þau hjón eignuðust 7 börn, sem öll komust til fullorðinsára og urðu hin mannvænlegustu. Eftir fráfall Þorgeirs árið 1930 neyddist fjölskyldan til að láta af búskap á Grafarbakka. Fluttust systkinin þá til Reykjavíkur á árun- um 1931 og 1932, ásamt móður sinni. Lífsbaráttan var hörð á árunum eftir að þau fluttu hingað suður, atvinnuleysi var ríkjandi hér sem annars staðar á landinu, og lítt hægt að velja um stöður. Taka varð hvetju því sem bauðst. Þó tókst Gíslínu að kosta sig í einn vetur (1932—1933) á héraðs- skólann á Laugarvatni. Eftir að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur fór Gíslína að vinna fyrit' sér og heimilmu í því sem þá var helst kostur á: Á sumrum í fisk- vinnu og á vetrum í vistum. I nokk- ur ár vann hún í Hampiðjunni, sem þá vat- nýstofnuð. Eftir það (1945) fór Gíslína að vinna í mjólkurbúð og vann þar í fjöldamöt'g ár, eða mestan hluta starfsævi sinnar, allt þar til er sjálfstæðar mjólkurbúðir voru lagðar niður. Gíslína varð fyt'ir því illa slysi að brotna neðan við mjaðmarlið, og um það bil 10 árum síðar varð enn það óhapp, að hún beinbrotnaði á hinu lærinu með svipuðum hætti. Hún varð mikið fötluð alla tíð eftir + Eiginkona mín, móöir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN GUÐFINNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Langholtsvegi 23, andaðist í Landaskotsspítala laugardaginn 7. október. Fyrir hönd vina og ættingja, Andrés Guðnason, börn, tengdabörn og barnabörn. + ' Hjartkær eiginmaður minn, faðir, sonur og tengdasonur, ASGEIR GUNNARSSON, Garðaflöt 21, Garðabæ, lést á heimili sínu þann 6. október síðastliðinn. Guðlaug Konráðsdóttir, Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, Gunnar Ásgeirsson, Valgerður Stefánsdóttir, Konráð Gíslason, Guðrún Svava Guðmundsdóttir. + Útför ARNÓRS EINARS HINRIKSSONAR, Grjótagötu 14, Reykjavik, sem lést mánudaginn 2. október, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. október kl. 13.30. Jón Viðar Gíslason. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT GÍSLASON frá Hofteigi, sem lést á sjúkradeild Borgarspítalans í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg sunnudaginn 1. þ.m., verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 11. október kl. 13.30. Fjölskyldan. fyrra slysið og átti að gangast enn undir uppskurð af þeim sökum á þessu ári (1989), en af því varð ekki því annar sjúkdómur og enn alvarlegri var þá tekinn að heija á hana með þeim hætti, sem að lokum dró til dauða. Um margra mánaða skeið hafði hún verið ýmist heima eða á sjúkrahúsi, en síðasta hálfa mánuðinn var hún þar meðvitundar- laus með öllu, uns yfir lauk, Langt er nú síðan við Aðalheið- ui'; kona mín, kynntumst Gíslínu Þorgeirsdóttur (og raunar einnig öðrum systkinum hennar). Hefur sú vinátta haldíst fölskvalaus æ síðan. Þær Aðalheiður og Guðrún systir hennar kynntust Gíslínu fyrst er þær allar unnu saman í Hampiðj- unni um árabil. Margs er að minn- ast frá þeim mörgu áruin, sem síðan eru liðin, margar kærar minningar koma upp í hugann við þessi tíma- mót, þegar göngunni lýkur hér á jörð og nýr áfangi og enn óþekktur tekur við á óendanlegum ferli lífsins. Við hjónin minnumst margra skemmtilegra ferðalaga, er við nut- um návistar þessarar góðu konu, sem sífellt var glöð og uppörvandi á hveiju sem gekk. Eftirminnilegt er okkur ferðalag er við fórum saman austur á Kirkju- bæjarklaustui'. Þá var Sigurður sonur okkar lítill, sumar og sól yfir landi og gleði fyllti sálir okkar allra. I annað sinn fórum við öll saman á skipi til Vestmannaeyja, á þjóð- hátíð, sem þar var þá haldin sem oftar. Veður var dásamlegt á leið- inni, og kyrrð og hátíðleiki kvölds- ins í Heijólfsdal varð okkur öllum eftirminnilegt. Margar voru og beijaferðirnar, sem við fórum saman, en minningin urn eina slíka ber þó langt af. Þá vat' farið austur að Brúarhlöðum og tjaldað þar í nokkrar nætur. Veðurblíðan og fagrir haustlitirnir hjálpuðust að við að gera þessa daga unaðsríka og heillandi í faðmi ósnortinnar náttúrunnar, hæfilega langt frá truflandi umferð manna og farartækja. Ég ætla ekki að rekja fleira i þessum dúr, þótt af mörgu sé að taka. Enga mannveru veit ég verið hafa traustari og óeigingjarnari en Gíslínu, og eigum við kona mín henni ótalmargt að þakka frá liðn- um árum. Oft kom hún í heimsókn til okkat' og færði þá ávallt með sér gleði og hlýju. Samleið er lokið í bili, en lífið heldur áfram, þótt vistaskipti verði. Og þess getum við verið viss, að hin nýflutta hefur komið fram á betra lífsstigi en hér er af að segja, og sem hún sjálf hefur búið sér með eigin líferni sínu á þessari jörð, enda mun það vera sannmæli að „hver er sinnar gæfu smiður", þeg- ' ar alll kemur til alls. Þar mun hún þegar hafa mætt fyrrum förnum vinum og framundan mun bíða bjartur lífsins vegur, þar sem sífellt verður sótt til aukins þroska og farsældar. Við hjónin þökkum Gíslínu Þor- geirsdóttur öll hin góðu kynni á liðnum árum og vottum systkinum og öðrum aðstandendum samúð okkar. Ingvar Agnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.