Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 17 Ymsar hækkanir SePt ss sePt sg Smjör 44;5% Rjómi Rekstur bíls Mjólk og skyr Ýsuflök Heimilisbúnaður | Fatnaður Kart0flur1.fl. Appelssínur Dilkakjkjöt Epli Húsnæðiskostn. 36,7% | 30,9% | 26,5% 25,7% 119,7% 118,7% | 17,5% 12,8% | 9,1% | 5,6% 4,8% ■14,1% Heildsala, Landsvirkjun Smásala, (RR) meðalorkuverð -6,3% Smásala, (RR) til heimila J Bananar Rafmagn 118,8% 114,0% á föstu verðlagi m.v. byggingarvísitölu -6,98% 32,5% á föstu verðlagi m.v. byggingarvfsitölu 28.09.88 hinir flokkarnir vildu ekki ganga svo langt, Alþýðuflokkurinn hafnaði gengisfellingu. Eitt fyrsta verk ríkis- stjórnar Steingríms Hermannssonar var síðan að fella gengið um 3% og síðan hefur það fallið þannig, að meðalverð erlendra gjaldmiðla gagn- vart krónunni er nú 29,1% hærra en það var þá. Títt hefur verið nefnt í umræðum um fjármagns- og peningamarkað að hafa þyrfti stjórn á vöxtunum. Forsætisráðherra hefur marg lýst því yfir, að beita verði handafli á vextina til þess að ná niður fjármagnskostn- aði í landinu, enda um að ræða einn helsta vanda atvinnurekstrarins og margra heimila. Hann boðaði meðal annars þessa stefnu sína á fundi með ungum framsóknarmönnum í byrjun september í fyrra. í framhaldi af þeim fundi sagði hann í samtali við Morgunblaðið: „Það er heimild til að hafa áhrif á vexti í 9. grein laga um Seðlabankann og ég vil að henni sé béitt til að lækka raunvexti ef þörf krefur." Síðan hefur gengið á ýmsu og yfirlýsingar gengið, einkum á milli forsætisráðherra og fjármálaráð- herra annars vegar og Sverris Her- mannssonar bankastjóra hins vegar. Hafa hinir fyrrnefndu lýst þeirri skoðun sinni að bankarnir væru treg- ir til að lækka vextina með minnk- andi verðbólgu og fljótir að hækka í vaxandi verðbólgu. Bankamenn hafa bent á að vextir voru óhagstæð- ir og tap á bönkunum í byrjun árs- ins. Staðan eftir árið er sú, að vext- imir eru heldur hærri nú en þá og hafa sveiflast nokkuð á árinu. Vext- ir sem voru 25% til 26% eru nú í kring um 30%. Þó hafa raunvextir af verðtryggðum lánum ekki hækk- að. 256.995 króna mánaðarlaun Vísitölufjölskyldan svokallaða er höfð til viðmiðunar þegar reiknuð er framfærsluvísitala. Vísitölufjölskyld- an telur 3,48 einstaklinga og er því einhvers konar meðaltalsfjölskylda. I september í fyrra þurfti þessi fjöl- skylda um 187.600 krónur i mánað- arlaun til að standa undir viðmiðun- anítgjöldunum. Umreiknað fyrir fjögurra manna fjölskyldu þýðir það 215.600 krónur á mánuði, eftir skatt. Sama fjölskylda þyrfti nú 256.995 krónur á mánuði, eftir skatt, til þess að standa straum af sömu viðmiðun- arútgjöldum, miðað við hækkun framfærsluvísitölunnar. Margsinnis hafa stjórnmálamenn og forsvarsmenn atvinnulífsins lýst því yfir að við íslendingar siglum nú inn í þriðja samdráttarárið og er helst vitnað til Hafrannsóknarstofn- unar, sem lagði til mikinn samdrátt í fiskveiðum á næsta ári. Þeir segja að kaupmáttur hafi minnkað og haldi áfram að minnka. Spár benda til að ísland verði eina ríkið innan OECD, þar sem ekki verður hagvöxtur á næsta ári. Láglaunahópar, fjölmenn- ustu hóparnir, eru að beijast við að lyfta launum sínum upp fyrir 40 og upp fyrir 50 þúsund króna mörkin. Einkaneysla hefur dregist saman, eðlileg afleiðing minnkandi kaup- máttar, þannig að almenningur hefur greinilega tekið virkan þátt í efna- hagsaðgerðum, þótt áhrifin séu kannski ekki sem hagstæðust fyrir ríkissjóð sem tapar við það skatttekj- um. Þó eru lífskjörin ekki lakari en þau voru fyrr á þessum áratug, að meðaltali. Ekki er ólíklegt að minna væri kvartað, ef launin væru, að meðaltali, eins og vísitölufjölskyldan hefur, að óbreyttu verðlagi. Þjóðargjaldþrotið Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði í nóvember í fyrra: „Eg verð svartsýnni' með hverjum degi og hika ekki við að segja að við erum líklega nær þjóðargjald- þroti en nokkru sinni fyrr.“ Þegar hann ræddi um leiðir tii að forðast þennan voða, nefndi hann uppskurð á bankakerfinu og spurði hvort ekki þyrfti að fækka fiskiskipum og frystihúsum á landinu. Og hann sagði: „Mér finnst margt hafa mis- tekist hryllilega, það er sárgrætilegt þegar í hlut á grundvöllur okkar þjóð- artilveru." Fimm bankar hafa sameinast í einn og Landsbankinn er að kaupa Samvinnubankann. Það er nokkur uppskurður, þótt ekki hafi komið fram hvort hann bjargar okkur frá þjóðargjaldþroti. Fiskiskipum fækk- ar ekki, ný skip fyrir tvo milljarða eru á leið til landsins frá erlendum skipasmiðjum. Og frystihúsum hefúr ekki fækkað. Eftir að tillögur Haf- rannsóknar um samdrátt þorskaflans um 90 þúsund tonn á næsta ári voru birtar, hófst mikil umræða sem enn stendur yfir um fækkun skipa og frystihúsa. Ríkissjóður hefur sitt á hreinu, ætlar að halda í 26,5% af þjóðarkök- unni og skera niður útgjöldin. Laun- in hafa lítt hækkað í samræmí við verðlag. Tvö þúsund gjaldþrot í Reykjavík. Gengið hefur fallið og fiskvinnslan er enn rekin með tapi. Ríkisstjórnin hefur setið rétt rúmt ár, þar af nokkrar vikur með liðs- auka Borgaraflokksins innanborðs. Fyrirsjáanlegt er að söluverð afurða landsmanna verður svipað á þessu ári og í fyrra, ef til vill einhver sam- dráttur. Því er spáð að næsta ár verði samdráttur og þegar eru hafn- ar deilur um hvað eigi að gera í sjáv- arútvegsmálum, kvótalögin á að end- urskoða í haust. Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki séð að þessari ríkisstjórn hafi tekist að framkvæma þau megin- markmið sem hún setti sér og skal hér ekki dæmt hvort um ráða ytri skilyrði eða innri. Aðdragandi stjórn- arslitanna í fyrra bendir til að talið hafi verið nauðsynlegt að skapa skil- yrði fyrir félagshyggjustjórn með því að losna við Sjálfstæðisflokkinn út úr stjórn og ráðast í félagslegar að- gerðir. Yfir 150 fyrirtæki hafa nú notið þeirra aðgerða frá Atvinnu- tryggingarsjóði og á eftir að sjá hve endingargóðar þær eru. í upphafi síðasta áratugar var ráðist í miklar fj árfestingar.vestur á Patreksfirði. Endalok þeirrar sögu eru flestum kunn, fyrirtækin réðu ekki við fjárfestinguna og þeim varð ekki bjargað frá gjaldþroti. Forsætis- ráðherra er flestum öðrum kunnugri íslenskri stjórnmálasögu á þessu skeiði, enda verið á þingi þann tíma og síðasta áratuginn ráðherra. Hann hefur tíðum gagnrýnt offjárfestingu og þenslu og leiðir nú það starf sem fjármálat'áðherra hefur sagt vera unnið í ríkisstjórninni: Að draga úr ríkisumsvifunum. Einhvers staðar verður að skera og þá hefur verið talað um að skera niður velferðarkerfið, sem ríkis- stjórnin setti sér í upphafi að vernda. Það er velferðarkerfið fyrir almenn- ing. Ef halda á við sama kerfi í at- vinnuvegunum verður ekki séð að hægt sé að draga úr skattheimtu til að standa undir þeim kostnaði, þar sem enn er tap í fiskvinnslunni. Margt hefur mistekist hryllilega, sagði forsætisráðherra í fyrra. En nú? Þá sagði hann þjóðargjaldþrot skammt undan, hefur þessi þjóð færst fjær því? ■ NÝJAR PLÖTUR Nú er kominn sá tími þegar stórstjörn- ur popp- og rokkheimsins keppast við að senda frá sér hugverk sín. Verslanir okkar eru nú sneisafullar af nýjum og ferskum plötum þar sem allir finna eitt- hvað við sitt hæfi. Tracy Chapman - Crossroads Bob Dylait — OH Meriy Með sinni tyrstu plötu sló Tracy Chap- pjý piata frá Dylan er aetíð viðburður man svo rosalega í gegn að annað Qg þvj me|r| gem p|atan er bgtn, þessi eins hefur varla gerst. Nu hefur hun er þvj stórviðbuðrur því Dy|an hefur sent frá sér nýja plotu, alveg frabæra ekkj sent fra ser betrj p|ötu i árarað- smið sem hittir beint i mark. Tryggðu jr Kynntu þer innihaldið, þú verður þér, eintak sem fyrst. . ekki fyrir vonbrigðum. AÐRAR NÝJAR/ RÉTT ÓKOMNAR O LAURIE ANDERSON - STRANGE ANGELS □ GEORGIA SATELLITES - IN THE LAND OF... □ JEAN M. JARRE - LIVE IN LONDON □ BtG AUDIO DYNAMITE - MEGATOP PHOENIX O MENTAL AS ANYTHING - CYCLONE RAYMOND O LOUDNESS - SOLDIER OF LOVE OG TUGIR í VIÐBOT 99 T-O-P-P TUTTU G U □ 1. SYKURMOLARNIR - HERE TODAY, TOMORROW.. □ 2. ALICE COOPER - TRASH □ 3. ÝMSIR - LAMBADA □ 4. HALLBJÖRN HJARTARSON - KÁNTRÝ 5 □ 5. ROLLING STONES- STEEL WHEELS □ 6. TRACY CHAPMAN - CROSSROADS □ 7. AEROSMITH - PUMP □ 8. MÖTLEYCRUE-DR. FEELGOOD □ 9. TEARS FOR FEARS - THE SEEDS OF LOVE □ 10. PRINCE - BATMAN □ 11. BOB DYLAN - OH MERCY □ 12. GUNS 'N' ROSES - APPETITE FOR DESTRUCTION □ 13. IAN MCCULLOCH - CANDLELAND □ 14. GUNS ’N’ ROSES - LIES □ 15. GYPSY KINGS - GYPSY KINGS □ 16. DISNEYLAND AFTER DARK - NO FUEL LEFT... □ 17. STEVIE RAY VAUGHAN - IN STEP □ 18. LIVING COLOUR - VIVID □ 19. ÝMSIR- BANDALÖG □ 20. SPANDAU BALLETT - HEART LIKE SKY 12" TUGIR NÝRRA TITLA HI-FIVIDEO Mesta úrval landsins í Austurstræti 22 Póstkrölusimar 11620 og 28316 AUSTURSTRÆTI 22 GLÆSIBÆ LAUGAVEGI24 RAUÐARÁRSTÍG 16 STRANDGÖTU 37 ALVÖRU PLÖTUBÚÐIR S T E I N A R PÓSTKRÖFUSÍMAR 11620 og 28316 LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. POPPLÍNAN O ART OF NOISE k BELOW THE WASTE □ RANDY NEWMAN - PARENTHOOD O DWIGHT YOKAM - JUST LOOKING FOR HITS \ O IAN MCCULLOCH - CANDLELAND O RICKY LEE JONES - FLYlNG COWBOYS O DANIEL LANOIS - ACADIE O RANDY TRAVIS - NO HOLDING BACK □ RANDY CRAWFORD - RICH & POOR O NEIL YOUNG - FREEDOM O RY COODER - JOHNNY HANDSOME O LINDA RONSTADT - CRY LIKE A RAINSTORM O DAVID BYRNE - REI MOMO O EARL KLUGH - SOLO GUITAR O JESUS & MARY CHAIN - AUTOMATIC □ TOMMY BOLIN - THE ULTIMATE O JOHN HIATT - Y’ALL CAUGHT □ GEORGE HARRISON - BEST OF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.