Morgunblaðið - 10.10.1989, Síða 17

Morgunblaðið - 10.10.1989, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 17 Ymsar hækkanir SePt ss sePt sg Smjör 44;5% Rjómi Rekstur bíls Mjólk og skyr Ýsuflök Heimilisbúnaður | Fatnaður Kart0flur1.fl. Appelssínur Dilkakjkjöt Epli Húsnæðiskostn. 36,7% | 30,9% | 26,5% 25,7% 119,7% 118,7% | 17,5% 12,8% | 9,1% | 5,6% 4,8% ■14,1% Heildsala, Landsvirkjun Smásala, (RR) meðalorkuverð -6,3% Smásala, (RR) til heimila J Bananar Rafmagn 118,8% 114,0% á föstu verðlagi m.v. byggingarvísitölu -6,98% 32,5% á föstu verðlagi m.v. byggingarvfsitölu 28.09.88 hinir flokkarnir vildu ekki ganga svo langt, Alþýðuflokkurinn hafnaði gengisfellingu. Eitt fyrsta verk ríkis- stjórnar Steingríms Hermannssonar var síðan að fella gengið um 3% og síðan hefur það fallið þannig, að meðalverð erlendra gjaldmiðla gagn- vart krónunni er nú 29,1% hærra en það var þá. Títt hefur verið nefnt í umræðum um fjármagns- og peningamarkað að hafa þyrfti stjórn á vöxtunum. Forsætisráðherra hefur marg lýst því yfir, að beita verði handafli á vextina til þess að ná niður fjármagnskostn- aði í landinu, enda um að ræða einn helsta vanda atvinnurekstrarins og margra heimila. Hann boðaði meðal annars þessa stefnu sína á fundi með ungum framsóknarmönnum í byrjun september í fyrra. í framhaldi af þeim fundi sagði hann í samtali við Morgunblaðið: „Það er heimild til að hafa áhrif á vexti í 9. grein laga um Seðlabankann og ég vil að henni sé béitt til að lækka raunvexti ef þörf krefur." Síðan hefur gengið á ýmsu og yfirlýsingar gengið, einkum á milli forsætisráðherra og fjármálaráð- herra annars vegar og Sverris Her- mannssonar bankastjóra hins vegar. Hafa hinir fyrrnefndu lýst þeirri skoðun sinni að bankarnir væru treg- ir til að lækka vextina með minnk- andi verðbólgu og fljótir að hækka í vaxandi verðbólgu. Bankamenn hafa bent á að vextir voru óhagstæð- ir og tap á bönkunum í byrjun árs- ins. Staðan eftir árið er sú, að vext- imir eru heldur hærri nú en þá og hafa sveiflast nokkuð á árinu. Vext- ir sem voru 25% til 26% eru nú í kring um 30%. Þó hafa raunvextir af verðtryggðum lánum ekki hækk- að. 256.995 króna mánaðarlaun Vísitölufjölskyldan svokallaða er höfð til viðmiðunar þegar reiknuð er framfærsluvísitala. Vísitölufjölskyld- an telur 3,48 einstaklinga og er því einhvers konar meðaltalsfjölskylda. I september í fyrra þurfti þessi fjöl- skylda um 187.600 krónur i mánað- arlaun til að standa undir viðmiðun- anítgjöldunum. Umreiknað fyrir fjögurra manna fjölskyldu þýðir það 215.600 krónur á mánuði, eftir skatt. Sama fjölskylda þyrfti nú 256.995 krónur á mánuði, eftir skatt, til þess að standa straum af sömu viðmiðun- arútgjöldum, miðað við hækkun framfærsluvísitölunnar. Margsinnis hafa stjórnmálamenn og forsvarsmenn atvinnulífsins lýst því yfir að við íslendingar siglum nú inn í þriðja samdráttarárið og er helst vitnað til Hafrannsóknarstofn- unar, sem lagði til mikinn samdrátt í fiskveiðum á næsta ári. Þeir segja að kaupmáttur hafi minnkað og haldi áfram að minnka. Spár benda til að ísland verði eina ríkið innan OECD, þar sem ekki verður hagvöxtur á næsta ári. Láglaunahópar, fjölmenn- ustu hóparnir, eru að beijast við að lyfta launum sínum upp fyrir 40 og upp fyrir 50 þúsund króna mörkin. Einkaneysla hefur dregist saman, eðlileg afleiðing minnkandi kaup- máttar, þannig að almenningur hefur greinilega tekið virkan þátt í efna- hagsaðgerðum, þótt áhrifin séu kannski ekki sem hagstæðust fyrir ríkissjóð sem tapar við það skatttekj- um. Þó eru lífskjörin ekki lakari en þau voru fyrr á þessum áratug, að meðaltali. Ekki er ólíklegt að minna væri kvartað, ef launin væru, að meðaltali, eins og vísitölufjölskyldan hefur, að óbreyttu verðlagi. Þjóðargjaldþrotið Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði í nóvember í fyrra: „Eg verð svartsýnni' með hverjum degi og hika ekki við að segja að við erum líklega nær þjóðargjald- þroti en nokkru sinni fyrr.“ Þegar hann ræddi um leiðir tii að forðast þennan voða, nefndi hann uppskurð á bankakerfinu og spurði hvort ekki þyrfti að fækka fiskiskipum og frystihúsum á landinu. Og hann sagði: „Mér finnst margt hafa mis- tekist hryllilega, það er sárgrætilegt þegar í hlut á grundvöllur okkar þjóð- artilveru." Fimm bankar hafa sameinast í einn og Landsbankinn er að kaupa Samvinnubankann. Það er nokkur uppskurður, þótt ekki hafi komið fram hvort hann bjargar okkur frá þjóðargjaldþroti. Fiskiskipum fækk- ar ekki, ný skip fyrir tvo milljarða eru á leið til landsins frá erlendum skipasmiðjum. Og frystihúsum hefúr ekki fækkað. Eftir að tillögur Haf- rannsóknar um samdrátt þorskaflans um 90 þúsund tonn á næsta ári voru birtar, hófst mikil umræða sem enn stendur yfir um fækkun skipa og frystihúsa. Ríkissjóður hefur sitt á hreinu, ætlar að halda í 26,5% af þjóðarkök- unni og skera niður útgjöldin. Laun- in hafa lítt hækkað í samræmí við verðlag. Tvö þúsund gjaldþrot í Reykjavík. Gengið hefur fallið og fiskvinnslan er enn rekin með tapi. Ríkisstjórnin hefur setið rétt rúmt ár, þar af nokkrar vikur með liðs- auka Borgaraflokksins innanborðs. Fyrirsjáanlegt er að söluverð afurða landsmanna verður svipað á þessu ári og í fyrra, ef til vill einhver sam- dráttur. Því er spáð að næsta ár verði samdráttur og þegar eru hafn- ar deilur um hvað eigi að gera í sjáv- arútvegsmálum, kvótalögin á að end- urskoða í haust. Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki séð að þessari ríkisstjórn hafi tekist að framkvæma þau megin- markmið sem hún setti sér og skal hér ekki dæmt hvort um ráða ytri skilyrði eða innri. Aðdragandi stjórn- arslitanna í fyrra bendir til að talið hafi verið nauðsynlegt að skapa skil- yrði fyrir félagshyggjustjórn með því að losna við Sjálfstæðisflokkinn út úr stjórn og ráðast í félagslegar að- gerðir. Yfir 150 fyrirtæki hafa nú notið þeirra aðgerða frá Atvinnu- tryggingarsjóði og á eftir að sjá hve endingargóðar þær eru. í upphafi síðasta áratugar var ráðist í miklar fj árfestingar.vestur á Patreksfirði. Endalok þeirrar sögu eru flestum kunn, fyrirtækin réðu ekki við fjárfestinguna og þeim varð ekki bjargað frá gjaldþroti. Forsætis- ráðherra er flestum öðrum kunnugri íslenskri stjórnmálasögu á þessu skeiði, enda verið á þingi þann tíma og síðasta áratuginn ráðherra. Hann hefur tíðum gagnrýnt offjárfestingu og þenslu og leiðir nú það starf sem fjármálat'áðherra hefur sagt vera unnið í ríkisstjórninni: Að draga úr ríkisumsvifunum. Einhvers staðar verður að skera og þá hefur verið talað um að skera niður velferðarkerfið, sem ríkis- stjórnin setti sér í upphafi að vernda. Það er velferðarkerfið fyrir almenn- ing. Ef halda á við sama kerfi í at- vinnuvegunum verður ekki séð að hægt sé að draga úr skattheimtu til að standa undir þeim kostnaði, þar sem enn er tap í fiskvinnslunni. Margt hefur mistekist hryllilega, sagði forsætisráðherra í fyrra. En nú? Þá sagði hann þjóðargjaldþrot skammt undan, hefur þessi þjóð færst fjær því? ■ NÝJAR PLÖTUR Nú er kominn sá tími þegar stórstjörn- ur popp- og rokkheimsins keppast við að senda frá sér hugverk sín. Verslanir okkar eru nú sneisafullar af nýjum og ferskum plötum þar sem allir finna eitt- hvað við sitt hæfi. Tracy Chapman - Crossroads Bob Dylait — OH Meriy Með sinni tyrstu plötu sló Tracy Chap- pjý piata frá Dylan er aetíð viðburður man svo rosalega í gegn að annað Qg þvj me|r| gem p|atan er bgtn, þessi eins hefur varla gerst. Nu hefur hun er þvj stórviðbuðrur því Dy|an hefur sent frá sér nýja plotu, alveg frabæra ekkj sent fra ser betrj p|ötu i árarað- smið sem hittir beint i mark. Tryggðu jr Kynntu þer innihaldið, þú verður þér, eintak sem fyrst. . ekki fyrir vonbrigðum. AÐRAR NÝJAR/ RÉTT ÓKOMNAR O LAURIE ANDERSON - STRANGE ANGELS □ GEORGIA SATELLITES - IN THE LAND OF... □ JEAN M. JARRE - LIVE IN LONDON □ BtG AUDIO DYNAMITE - MEGATOP PHOENIX O MENTAL AS ANYTHING - CYCLONE RAYMOND O LOUDNESS - SOLDIER OF LOVE OG TUGIR í VIÐBOT 99 T-O-P-P TUTTU G U □ 1. SYKURMOLARNIR - HERE TODAY, TOMORROW.. □ 2. ALICE COOPER - TRASH □ 3. ÝMSIR - LAMBADA □ 4. HALLBJÖRN HJARTARSON - KÁNTRÝ 5 □ 5. ROLLING STONES- STEEL WHEELS □ 6. TRACY CHAPMAN - CROSSROADS □ 7. AEROSMITH - PUMP □ 8. MÖTLEYCRUE-DR. FEELGOOD □ 9. TEARS FOR FEARS - THE SEEDS OF LOVE □ 10. PRINCE - BATMAN □ 11. BOB DYLAN - OH MERCY □ 12. GUNS 'N' ROSES - APPETITE FOR DESTRUCTION □ 13. IAN MCCULLOCH - CANDLELAND □ 14. GUNS ’N’ ROSES - LIES □ 15. GYPSY KINGS - GYPSY KINGS □ 16. DISNEYLAND AFTER DARK - NO FUEL LEFT... □ 17. STEVIE RAY VAUGHAN - IN STEP □ 18. LIVING COLOUR - VIVID □ 19. ÝMSIR- BANDALÖG □ 20. SPANDAU BALLETT - HEART LIKE SKY 12" TUGIR NÝRRA TITLA HI-FIVIDEO Mesta úrval landsins í Austurstræti 22 Póstkrölusimar 11620 og 28316 AUSTURSTRÆTI 22 GLÆSIBÆ LAUGAVEGI24 RAUÐARÁRSTÍG 16 STRANDGÖTU 37 ALVÖRU PLÖTUBÚÐIR S T E I N A R PÓSTKRÖFUSÍMAR 11620 og 28316 LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. LP/CD/kass. POPPLÍNAN O ART OF NOISE k BELOW THE WASTE □ RANDY NEWMAN - PARENTHOOD O DWIGHT YOKAM - JUST LOOKING FOR HITS \ O IAN MCCULLOCH - CANDLELAND O RICKY LEE JONES - FLYlNG COWBOYS O DANIEL LANOIS - ACADIE O RANDY TRAVIS - NO HOLDING BACK □ RANDY CRAWFORD - RICH & POOR O NEIL YOUNG - FREEDOM O RY COODER - JOHNNY HANDSOME O LINDA RONSTADT - CRY LIKE A RAINSTORM O DAVID BYRNE - REI MOMO O EARL KLUGH - SOLO GUITAR O JESUS & MARY CHAIN - AUTOMATIC □ TOMMY BOLIN - THE ULTIMATE O JOHN HIATT - Y’ALL CAUGHT □ GEORGE HARRISON - BEST OF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.