Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 — 33 JHwgnnftlafetfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Að loknum sögu- legum landsfimdi Sjálfstæðismenn hafa ástæðu til að fagna að loknum 28. landsfundi sínum sem lauk á sunnudag með því að Þorsteinn Pálsson hlaut gott endurkjör í formannssætið og sterk samstaða var um að kjósa Davið Oddsson varaformann flokksins. Á föstu- dag og laugardag ríkti töluverð spenna á fundinum þegar þeir Davíð Oddsson og Friðrik Sophus- son, fráfarandi varaformaður flokksins, greindu frá ákvörðunum sínum varðandi varaformennsk- una. Fórst þeim það báðum vel úr hendi og var gerður góður róm- ur að framgöngu og málflutningi Friðriks Sophussonar þegar hann dró sig með sóma í hlé eftir átta ára setu sem varaformaður. At- beini Friðriks og öll meðferð þessa viðkvæma máls, sem á sér enga hliðstæðu í 60 ára sögu Sjálfstæð- isflokksins, varð til þess að styrkja innviði flokksins og gera hann samhentari til stærri átaka. Með óvenjulegri, ákveðinni og stór- skemmtilegri ræðu sinni að kosn- ingu lokinni sameinaði Davíð Oddsson alla sjálfstæðismenn að baki sér og Þorsteini Pálssyni. Fyrir landsfundinn var lögð skýrsla svokallaðrar aldamóta- nefndar sem starfar áfram undir formennsku Davíðs Oddssonar. I því gagnmerka skjaii eru settar fram meginlínur sem sjálfstæðis- menn hljóta að hafa til hliðsjónar við úrlausn þeirra mála sem koma upp hveiju sinni, þannig að menn missi ekki sjónar á markmiðum sem eru í samræmi við þann meg- inþátt sjálfstæðisstefnunnar að auka svigrúm einstaklingsins og draga að sama skapi úr forsjá og afskiptum ríkisins. Með þessum hætti hefur Sjálfstæðisflokkurinn gengið lengra en nokkur annar stjórnmálaflokkur í landinu í við- leitni til að svara ýmsum grund- vallarspurningum sem stjórnmála- menn reyna alltof oft að ýta á undan sér. í hinni almennu stjórnmála- ályktun sinni staðfesti landsfund- urinn þá stefnu sem þingflokkur sjálfstæðismanna mótaði fyrir skömmu og lýtur að nýskipan við ákvarðanir um gengisskráningu, skattamálum og fleiru. Fundurinn tók einnig af skarið í landbúnaðar- málum og sjávarútvegsmálum eins og fyrir hann hafði verið lagt. Víðtæk samstaða tókst um stefnuna í landbúnaðarmálum. Þar segir, að útilokað sé að heimila aukinn innflutning búvara meðan unnið er að vaxandi framleiðni og hagkvæmni með það fyrir augum að ná lægra vöruverði. Þetta orða- lag gefur ótvírætt til kynna, að sjálfstæðismenn útiloka ekki auk- inn innflutning á landbúnaðarvör- um þegar framleiðni hefur vaxið og hagkvæmni náðst. Flokkurinn vill breytta stefnu í landbúnaðar- málum en leggur áherslu á að farið sé að öllu með gát í þeim efnum. Hann telur, að miðstýring- arkerfið i landbúnaðarframleiðsl- unni standist ekki til frambúðar. í ályktun landsfundar segir: „Stefna Sjálfstæðisflokksins er að dregið verði úr opinberum afskipt- um, þannig að atorka og framtak framleiðenda verði leyst úr læð- ingi. Auknu frelsi verði náð í áföngum sem hefjist með því að auka svigrúm einstaklinganna í hvetju byggðarlagi. Framtíðar- markmið flokksins er að skapa þau skilyrði að unnt sé að hverfa frá kvóta- og haftakerfi í landbúnað- inum.“ Fyrir landsfundinn lýsti Þor- steinn Pálsson ákveðinni afstöðu sinni til fiskveiðistefnu og kvóta- mála. Á fundinum sjálfum studdi hann eindregið málamiðlun sem naut víðtæks stuðnings og var lögð fram eftir að sjávarútvegsnefnd fundarins hafði með atkvæða- greiðslu ályktað á þann veg, að afnema bæri kvótakerfið og leita nýrra leiða um stjórn fiskveiða, eins og það var orðað. í málamiðl- uninni, sem naut yfirgnæfandi stuðnings á landsfundinum sjálf- um eftir að flokksformaðurinn hafði hvatt til þess að hún yrði samþykkt, segir meðal annars: „Tekin verði upp sú aðferð, að sérhvert fiskiskip fái úthlutað ákveðinni hlutdeild i heildarafla landsmanna til lengri tíma, en með árlegri endurnýjunarskyldu. Markmiðið er að hámarksafrakst- ur náist við nýtingu fiskstofnanna þannig að hægt verði að afnema kvótakerfið og að frumkvæði og dugnaður einstaklingsins fái notið sín.“ Hér eins og i landbúnaðar- málunum er stefnan tekin frá opin- beru hafta- og skömmtunarkerfi i anda sjálfstæðisstefnunnar. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa þannig fengið skýra leiðsögn í þessum tveimur viðkvæmu mál- um. Sama má segja um samskipti íslands við Evrópubandalagið (EB). Þar mótaði utanríkismála- nefnd fundarins víðtækt umboð sem var einróma samþykkt en þar segir: „Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins leggur áherslu á, að ekki er tímabært að taka afstöðu til hugsanlegrar aðildar íslands að EB. Þó hljóta íslensk stjórnvöld að halda dyrum opnum í því efni og mikilvægt er, að halda þannig á málum að íslendingar geti tekið slíka ákvörðun ef henta þætti.“ I krafti þessara ákvarðana og margra fleiri um fjölmarga mála- flokka hafa forystumenn Sjálf- stæðisflokksins og þingmenn fengið skýr tilmæli frá landsfundi sínum um að stemma stigu við óheillastefnu þeirrar óhæfu og óvinsælu ríkisstjórnar sem nú sit- ur. Oddvitar flokksins eru í enn betri aðstöðu til að takast á við það meginverkefni eftir þennan sögulega landsfund en fyrir hann. Davíð Oddsson varaformaður Sjálfstæðisflokksins: Verkefni sjálfstæðismanna að telja kjark í þjóðina Morgunblaðið/Sveirir. Ástríður Thorarensen óskar eiginmanni sínum, Davíð Oddssyni, til hamingju með varaformannskjörið. Hér á eftir fer ræða sem Davíð Oddsson borgarstjóri flutti á landsfundi Sjálfstæðisflokksips á sunnudag, þegar hann hafði ver- ið kjörinn varaformaður flokks- ins: „Ágætu flokkssystkini, góðir fé- lagar. Eg þakka þann mikla trúnað, sem þið hafið sýnt mér með svo myndarlegum hætti. Eg mun gera mitt ýtrasta til að bregðast ekki þeim trúnaði. Ég þakka fráfarandi varaformanni, Friðriki Sophussyni, hans mikilvæga framlag til flokks- ins, sem hann hefur innt af hendi sem varaformaður hans og annar aðaltalsmaður. Landsfundarfulltrúar hafa marg- oft sýnt, að þeir hafa kunnað að meta þau störf, lagni hans og lip- urð, með því að endurkjósa hann, hvenær, sem hann hefur eftir því leitað. Þau mannaskipti, sem nú hafa orðið, bar vissulega að sumu leyti brátt að. Sá háttur, sem hafður var á, þótt óvenjulegur sé, hefur sína kosti. Þessum verkaskiptum fylgdi ekki löng og hatrömm barátta, eins og stundum hefur óhjákvæmilega orðið. Flokksstarfið og undirbún- ingur þess landsfundur, sem síðar á eftir að verða talinn mjög merkur fundur, var algjörlega ósnortið af nokkurri valdabaráttu. Enginn landsfundarfulltrúi varð þess var að reynt væri að hafa áhrif á hann eða skoðanir hans og viðhorf til persóna, áður en til þessa fundar var komið. Engar klíkur áttust við, engin undirmál áttu sér stað. Eng- inn maður kemur sár frá þessum landsfundi. Því hljótum við öll að fagna. Viðbrögð fráfarandi vara- formanns voru sérstaklega virðing- arverð. Þótt hann skynjaði að hann ætti að vonum margan stuðnings- mann vísan, ef til kosninga yrði gengið hér á fundinum, tók hann þá ákvörðun, sem að hans mati mest reisn vat' yfir fyrir flokkinn. Þessa munum við minnast. Sjálfur sóttist ég lengst af ekki eftir því starfi, _sem þið hafið nú kjörið mig til. Manuðum saman hef ég vísað á bug áskorunum ein- stakra manna um framboð mitt. Ekki vegna þess að ég sé úr hófi metnaðarlaus maður, ljúfur og lítillátur. Mér þóttu mín verkefni næg annars staðar og vonaðist til að menn gætu sæst á að breytingar mættu bíða. Friðrik Sophusson sótti mig heim á skrifstofu mína fyrir nokkru, til að ræða sjónarmið borg- arinnar í tengslum við undirbúning fjárlaga. Að því loknu barst lands- fundurinn í tal. Og það er hárrétt, að þá sagði ég við hann eins og aðra, að hugur minn stefndi ekki til þess, sem nú hefur orðið. Síðar kom á daginn að óskin eftir breyt- ingum var meiri en okkur hafði órað fyrir. Um það þarf ég ekkert að segja ykkur. Ég átti þá fund bæði með formanni og varaform- anni, þar sem breytt viðhorf voru rædd og reifuð. Daginn eftir áttum við Friðrik, við þriðja mann, enn góðan fund, þar sem málin skýrð- ust og í ráun fór ekki á milli mála að hveiju stefndi. Ohjákvæmilegt var að afstaða yrði tekin og ákvörð- un kynnt. Þetta var atburðarásin, einföld og flókin í senn. Ég vildi að allir landsfundarmenn hefðu þessa mynd ljósa. Ég vona að hvorki þið né ég eig- um eftir að sjá eftir því skrefi, sem stigið hefur verið, og mun gera mitt besta til þess að það megi verða flokknum og því góða fólki, sem hann myndar, til framdráttar. Ég sá það í blaði að fréttamaðurinn óttaðist að hugarfar borgarstjórans og skapsmunir, sem hann virtist þekkja betur en ég, myndu gera honum ófært um að gegna emb- ætti varaformanns. Ef einhver hér inni hefur sömu efasemdir bendi ég hinum sama á að ræða við kon- una rnína. Ég hef verið varaformað- ui' á mínu heimili í 20 ár og líkað vel og verið í góðri sátt við formann- inn. Ég sá líka í blaði að Júlíus Sólnes, formaður Borgaraflokksins, hafði af því þungar áhyggjur að ég þekkti ekkert til landsmála. Svona eru menn drjúgir eftir hálfan mánuð á Hagstofunni. Fremur vil ég búa við þekkingarleysi mitt en þekking- una hans. Og þvert yfir forsíðu Tímans var slegið upp, að nú íydd- ist „aldamótaskáldið“ fram á sviðið. Mér varð þá hugsað til Steingríms, Ólafs, Jóns Baldvins og Júlíusar og gamla revíusöngsins. Þá orti ráð- herrann ljúfustu ljóð, og nú ljúga fjórir að þjóð. Ég óska okkar ágæta formanni og mínum góða vini til hamingju með endurkjör hans. Hann hefur stýrt þessum stóra og margslungna flokki um þyrnum stráða þjóðmála- brautina, jafnt í mótbyr sem með- byr. Hann er styrkari maður á eft- ir, jafngóður maður og fyrr, en hertur í eldinum. Það væri of vægt til oi'ða tekið að við höfum þekkst frá blautu barnsbeini. Við höfum þekkst frá rennblautu barnsbeini. Ég er því ekki í neinunr vafa um okkar samstarf á nýjum vettvangi. Ég veit það verður gott og farsælt. Við erum ólíkir menn um margt, sem er gott. Það væri ekki þessum flokki hollt að hafa annan hvorn okkar í tveiinur eintökum. En það er miklu fleira, sem sameinar okkur en löng kynni. Við drukkum sjálf- stæðisstefnuna með móðurmjólk- inni. Við erum báðir sannfærðir um að hún er vænsta leiðin til betra mannlífs. Við erum einhuga um mikilvægi þess að stærsti flokkur landsins rísi ætíð undir nafni sem flokkur allra stétta og hann verður að vera um leið flokkur allra lands- manna. Ef við glutrum því niður að vera ein þjóð er eins víst að við verðum ekki nein þjóð. Núverandi ríkisstjórn er óyndisstjórn, sem fáa á að. Hún hefur ofboðið þjóðinni í flestu. Meðan öðrum þjóðum miðar fram, gengur hér allt á afturfótum. Meðan lífskjöiq annarra batna er afturför hér. Þegar aðrir flýja mið- stýringu og ofstjórn styrkjast ntenn í stefánskunni hér. Stjórnin drepur allt í dróma og dregur kjark úr þjóð- inni. Við þessar aðstæður koma sjálfstæðismenn af' landsfundi öflugri en nokkru sinni fyrr. Það er verkefni þeirra að telja í þjóðina kjark, svo hún kasti af sér kreppu- smíðunum, það er sjálfstæðismanna að fylla þjóðina bjartsýni á ný eftir bölmóð vinstriflokkanna. Við skul- um strengja þess heit, sjálfstæðis- menn, á þessari stundu, að allt skuli gert, sem í okkar valdi stendur til að fylkja fijálslyndum öflum um land allt til sigurs undir merki Sjálf- stæðisflokksins, svo þjóðin megi rétta úr kútnum og líta bjartari tíð.“ STJÓRNMÁLAYFIRLÝSING 28. LANDSFUNDAR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 1989 Þjóðinni gefíst kostur á að stokka upp spilin Atkvæði greidd á lokadegi landsftindar Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöllinni á sunnudag. Moigunblaðið/Svcrrir I. í sextíu ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið kjölfestan í íslensku þjóðfélagi og verið hvort tveggja bakhjarl og brautryðjandi. í sjálfstæðis- stefnunni er fólgið afl framfaranna og hún á rætur sínar í íslenskri menningu. Kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins er trúin á einstakl- inginn og gildi hans. Þessi hugsjón gerir Sjálf- stæðisflokkinn að virkasta stjórnmálaafli þjóð- arinnar. Sjálfstæðisflokkurinn vill að hver einstakl- ingur hafi frelsi og skilyrði til að njóta hæfi- leika sinna og atorku. Hann bendir á að' þjóð- inni hefur farnast best þegar fólkið í landinu hefur haft frelsi til athafna og ekki verið þrúg- að af lamandi ríkisafskiptum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á heil- brigða samkeppni, en jafnframt samvinnu milli stétta, kynja og byggðarlaga til að tryggja sem best lífskjör í landinu. Sjálfstæðisflokkurinn vill einnig tryggja þeim sem standa höllum fæti í lífsbaráttunni viðunandi lífskjör. Traust at- vinnulíf auðveldar framkvæmd slíkrar stefnu. íslensk tunga og íslenskur menningararfur er forsenda tilveru íslensku þjóðarinnar og skip- ar henni á bekk með menningarþjóðum heims- ins. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að treysta þá homsteina þjóðfélags á íslandi sem birtast í menningarlífi þjóðarinnar; sögu, íslenskri tungu og bókmenntum, kristinni trú og listalífí. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á vernd- un umhverfisins í lofti, á láði og í legi og vill snúa vörn í sókn m.a. með því að græða landið og friða í ríkari mæli. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að áfram verði haldið á þeirri braut sem sjálfstæð- ismenn hafa markað í öryggis- og varnarmálum þjóðarinnar með aðild að Atlantshafsbandalag- inu og samvinnu við vestrænar þjóðir. Á síðari árum hefur áhersla verið lögð á aukið eftirlit með öryggi og vörnum landsins þar sem Islend- ingar axli sjálfir meiri ábyrgð en áður. Enn fremur er lögð áhersla á baráttu fyrir mannrétt- indum og sjálfsákvörðunarrétti þjóða, sem er grundvöllur raunhæfs árangurs í friðarmálum. II. Fyrir alþingiskosningarnar vorið 1987 varaði Sjálfstæðisflokkurinn eindregið við upplausn í stjórnmálum vegna fjölgunar flokka. Nú sitja átta flokkar og flokksbrot á Alþingi, enda mik- ill glundroði í stjórnmálum. Eftir langa stjórnar- kreppu sumarið 1987 tókst að mynda stjórn undir forystu Þorsteins Pálssonar með aðild Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Þrátt fyrir ítarlegan stjórnarsáttmála komu fljótlega brest- ir í það samstarf og þegar á átti að herða skorti skilning beggja samstarfsflokkanna á þörfum atvinnulífsins. Síðla sumars 1988 náðist ekki samkomulag í ríkisstjórninni um aðgerðir til að treysta grundvöll útflutningsgreina. Þá lagði formaður Sjálfstæðisflokksins fram ítarlegar tillögur til að leysa vandann. Formenn Alþýðuflokks og Framsóknarflokks fengust ekki til að ræða þær, en slitu stjórnarsamstarfinu í beinni út- sendingu. Þegar Steingrímur Hermannsson hafði myn- dað vinstri stjórn lýsti hann yfir því í stefnu- ræðu að horfið yrði frá hefðbundnum vestræn- um leiðum í efnahagsmálum. Ríkisstjórnin hef- ur með geðþóttaákvörðunum sökkt landinu í fen þjóðnýtingar og ríkisafskipta af atvinnu- rekstri en almennan rekstrargrundvöll hans skortir. Jafnframt hefur ríkisstjórnin lagt þunga skatta á heimili og fyrirtæki. Því sígur æ meir á ógæfuhlið í islensku atvinnulífi, fyrirtæki og heimili verða gjaldþrota með alvarlegum afleið- ingum fyrir mörg byggðarlög. Aðild Borgaraflokksins að ríkisstjórninni breytir engu um stefnu hennar og vinnubrögð. Hún mun áfram beita hefðbundnum vinstri aðferðum sem íslendingar hafa vonda reynslu af frá fyrri vinstri stjórnum. Miðstýring, milli- færslur, erlendar lántökui' og ríkisforsjá eru gömlu úrræðin sem nú ganga aftur og munu hafa sömu alvarlegu afleiðingarnar fyrir land og þjóð og áður. Þetta glundroðabandalag mun engu fá áorkað. Sjálfstæðisflokkurinn lýsir eindreginni and- stöðu við þessa misheppnuðu ríkisstjórn og mun halda uppi harðri baráttu gegn henni. Sjálf- stæðisflokkurinn ítrekar fyrri kröfur sínar um að ríkisstjórnin fari frá og efnt verði til kosn- inga. Skoðanakannanir sýna að engin ríkis- stjórn hefur haft jafn lítið fylgi meðal þjóðarinn- ar. Það ber því brýna nauðsyn til að þjóðinni gefist kostur á að stokka upp spilin í kosning- um, þannig að unnt vet'ði að mynda sterka, samhenta og stefnufasta ríkisstjórn á íslandi undir forystu Sjálfstæðisflokksins. III. Þjóðin á nú um skýra kosti að velja í stjórn- málum. Annars vegar leið ríkisafskipta og mið- stýringar. Hins vegar ftjálslynda og víðsýna stefnu Sjálfstæðisflokksins sem byggir á trausti á fólkinu sjálfu og felst í að auka frelsi þess og sjálfstæði tii athafna í atvinnulífi og menn- ingarlífi. Mikilvægt er að atvinnufyrirtækjum verði tneð almennum aðgerðum skapaðut' heilbrigður grundvöllur og tekin upp stefna sem geri fyrir- tækjum kleift að skila hagnaði. Vel rekin og traust fyrirtæki eru grunnur hverrar byggðar og forsenda bættra lífskjara í landinu. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á eftir- farandi: — Gengisskráning krónunnar verði tengd markaðsaðstæðum. Viðskiptabankar og spari- sjóðir fái fullar heimildir til að versla með er- lendan gjaldeyri og gjaldeýrisviðskipti verði gefin ftjáls. — Eiginljármyndun í atvinnulífinu verði örvuð nteð ráðstöfunum í skattamálum. Gera þarf fyrirtækjum kleift að mynda sveiflujöfnunar- sjóði, en starfsemi Verðjöfnunarsjóðs fískiðnað- arins verði hætt. Fiskverð verði á ábyrgð sjávar- útvegsins. Millifærslusjóðir vinstri stjórnarinnar verði lagðir niður, en Byggðastofnun taki við eignum og skuldbindingum þeirra. — Stöðva þarf útþenslu ríkisins og draga úr ríkisútgjöldum. Ný vinnubrögð verði tekin upp við fjárlagagerð og heimildir til aukafjárveit- inga úr ríkissjóði stórlega skertar. Hætt verði óhóflegri skattlagningu á fyrirtæki og heimili, nt.a. með því að lækka skatta á matvælum, lækka eignarskatta og afnema hinn óréttláta ekknaskatt. Skattar verði aldrei afturvij'kir og sparifé ekki skattlagt. — Ríkisbankar vet'ði hlutafélög og eignaraðild að þeim dreift sem víðast um þjóðfélagið. Ríkis- ábyrgð á starfsemi lánasjóða atvinnuveganna verði afnumin. — Aðlaga verður íslenskt atvinnu- og efna- hagslíf þeim breytingum í fijálsræðisátt sem verða á efnahagsumhverfinu með tilkomu sam- einaðs Evrópumarkaðar 1992. — Vernda vet'ður umhverfið og græða landið. Setja þarf almenn lög urn umhverfismál og fela samræmingu þeirra einu ráðuneyti án þess að stofnað verði nýtt ráðuneyti um þessi mál. Mengunarvarnir verði efldar og endurvinnsla aukin. Islendingar hafi frumkvæði að sam- starfi þjóða á not'ðurslóðum um mengunarvarn- ir í hafinu. Um það og önnur hafréttarmál hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft frumkvæði. — Með mat'kvissum samgöngubótum og endur- reisn atvinnulífsins verði lagður grundvöllur að vaxtarsvæðum á landsbyggðinni., — Sjálfstæði sveitarfélaganna verði aukið og til þeirra fluttir tekjustofnar og verkefni, m.a. rekstur heilsugæslu og grunnskóla. Það felur í sér valddreifingu, dregur úr miðstýringu ríkis- stofnana í Reykjavík og treystir byggð í landinu. — Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á þá stefnu að sem flestir geti búið í eigin húsnæði og notið þess öryggis og sjálfstæðis sem í því felst. Jafnframt er vísað á bug þeirri stefnu vinstri flokkanna að koma sem flestum lands- mönnum í svokallað félagslegt húsnæði á veg- um opinberra aðila. Flokkurinn telur að fram þurfi að fara heildarendurskoðun á hinu opin- bera húsnæðislánakerfi sem miði að því að færa verulegan hluta þess yfi. 'í bankakerfið og tryggja að opinber fyrirgreiðsla gagnist mest þeim sem á henni þurfa að halda. — Nauðsynlegt er að atvinnulífið lagi sig að þörfum fjölskyldunnar í samræmi við þjóðfé- lagsbreytingar. Vegna hagsmuna fjölskyldunn- ar og jafnréttis kynjanna þurfa stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins að taka sérstaklega til athugunar eftirfarandi atriði: Sveigjanlegan vinnutíma, fjarvistir foreldra frá vinnu vegna veikinda barna, frantkvæmd fæðingarorlofs, dagvistir barna, samfelldan skóladag og lengri fyrir yngri nemendur, réttindi fatlaðra, endur- bætur á tryggingakerfi og jafna foreldraábyrgð. — Við endurskoðun stjórnarskrárinnar ber að leggja áherslu á skarpari skil á milli fram- kvæmdavalds og löggjafarvalds, tryggingu mannréttinda í breyttri kjördæmaskipun sem ntiði að því að jafna atkvæðisréttinn og auka stöðugleika í stjórnmálum. IV. Islenska þjóðin horfir nú fram á tímabil nýrra tækniframfara og vaxandi samskipta þjóða í viðskiptum og menningu. Þá er mikilvægt að gæta þjóðlegra verðmæta en jafnframt vera reiðubúinn að nýta sét' þau tækifæri sem gef- ast til bættra lífskjara og betra mannlífs. Á slíkunt tímum skiptir miklu máli hverjit' fara með forystu fyrir þjóðinni. Forystumenn núverandi ríkisstjórnar lýstu allir yfír við upphaf valdaferils síns að nú ætti að setja Sjálfstæðisflokkinn til hliðar í íslensk- um stjórnmálum. Á stuttum valdatíma hefur ríkisstjórnin brugðist trausti fólksins, misst alla tiltrú og mun ekki öðlast traust á ný. Stjórnar- flokkarnir geta ekki verið í forystu fyrir þjóð- inni á þeim mikilvægu tímum sem framundan eru. Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið í landinu sem getur veitt þjóðinni styrka for- ystu. Það er mikilvægt að þjóðin fái notið leið- sagnar ftjálslyndra og víðsýnna stjórnmálaafla, sem setja manninn í öndvegi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú mikinn byr meðal þjóðarinnar. Það örvar sjálfstæðismenn lil dáða og eflir baráttuhug þeirra. Flokkurinn býr sig nú undir sveitarstjórnakosningar sem verða eftir tæpa átta mánuði. Úrslit þeirra kosninga verða mjög mikilvæg fyrir sveitarfé- lögin og almenna stjórnmálaþróun í landinu. Sjálfstæðismenn hvetja landsmenn til að ganga með Sjálfstæðisflokknum braut frjáls- lyndis og framfara á leið til bjartari framtíðar og betra mannlífs á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.