Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 27
Nokkrir Iandsfundarftilltrúar. gagnvart sameinuðum Evrópu- markaði 1992 í því sambandi. Skóla- og fræðslumál í ályktun um skóla- og fræðslu- mál segir að stefna flokksins byggi á því megininntaki sjálfstæðisstefn- unnar að einstaklingurinn skuli móta þjóðskipulagið og foreldrar eða ábyrgðarmenn beri ábyrgð á mótun einstaklinga þar til þeit' verði sjálfráða. Hið opinbera tryggi að allir eigi jafnan rétt á menntun við hæfí án tillits til efnahags, búsetu eða fötlunar. Samræma beri vinn- utíma foreldra og barna með því að koma á samfelldum skóladegi og einsetnum skóla. Lengja verði daglegan skólatíma yngri- og mið- stigs grunnskóla til að skólinn geti betur sinnt fræðslu- og uppeldis- hlutverki sínu í samstarfi við heimil- in sem beri höfuðábyrgð á uppeldi barnanna. Tryggja þurfi að til kennsiustarfa veljist ávallt vel hæft fólk. Æskilegt sé að miðstýring skólakerfis sé mun minni hvað varð- ar rekstur, fjármagn, stjórnun, hug- myndir og kennsluaðferðir. Til að hugmyndir og starfskraftar skóla- stjórnenda nýtist sem best þurfi þeir að vera sem óháðastir miðstýr- ingu menntamálaráðuneytisins um námskrá, kennsluefni og -aðferðir. Skólar þurfi fjárhagslegt sjálfstæði og fjárhagslega ábyrgð á eigin stjórn. Samkeppni milli skólastofn- ana geti aðeins verið af hinu góða. Stefna beri að lækkun stúdentsald- urs með endurskipulagningu náms á öllum skólastigum og lengingu árlegs skólatíma. Utanríkismál Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins leggur áherslu á að skipulega verði unnið að því að laga íslenskt efnahags- og atvinnulíf að þeim breytingum sem verða í samstarfi Evrópuríkja með tilkomu sameigin- legs innri markaðar EB árið 1992. Einkum sé þýðingarmikið að tryggja íslenskum útflutningi hindrunarlausan aðgang að mörk- uðum í Evrópu svo og að draga úr hömlum í fjármagnsflutningum og gjaldeyrisviðskiptum. Lögð er áhersla á að ekki sé tímabært að taka afstöðu til hugsanlegrar aðild- ar íslands að EB. Þó hljóti íslensk stjórnvöid að halda dyrum opnum í því efni og mikilvægt sé að halda þannig á málum að íslendingar geti tekið slíka ákvörðun ef henta þætti. Landsfundur lýsir ánægju með þróun í átt til friðar og bættrar sambúðar risaveldanna á allra síðustu árum og fagnar árangri sem náðst hefur í afvopnunarmálum. . Árangurinn beri að þakka stefnu- festu og samstöðu ríkja NATO en einnig komi til breytt viðhorf ráða- manna í Sovetríkjunum. Lands- fundurinn leggur áherslu á að hinni giftudrjúgu stefnu NATO í varnar- og afvopnunarmálum verði haldið áfram þar sem enn sé ósamið um mikilvæg atriði, til dæmis upp- byggingu sovétflotans á Kolaskaga. Gengið til atkvæða á landsfundi. Þá segir um afvopnunarmál að jafn- framt samdrætti í kjarnorkuvíg- búnaði verði að tryggja jafnvægi á sviði hefðbundins vígbúnaðar. Landsfundur fordæmir framferði kínverskra yfirvalda á „Torgi hins himneska friðar" svo og hvers kyns ofbeldi. Fagnað er sérstaklega þró- un til frelsis og lýðréttinda í A- Evrópum, einkum Ungveijalandi og Póllandi. Þess er krafist að Sovét- menn virði sjálfsákvörðunarrétt Eystrasaltríkja. Þá segir að fyrir- komulag varna landsins veðri tekið til endurskoðunar með það fyrir augum að fleiri aðilar eigi kost á verkefnumm. Gerðar verði nauð- synlegar breytingar á gildandi samningum við Bandaríkjastjórn um undirbúning framkvæmda og útboð til að ná slíkri breytingu fram. Hlutur ríkisins í íslenskum aðal- verkrtökum verði seldur. Teknar verði ákvai'ðanir um nauðsyniegar nýframkvæmdir vegna varna iands- ins og sameiginlegra hagsmuna ríkja NATO, þar á meðal forkönnun um varaflugvöll. Haldið verði áfram þeirri stefnu sjálfstæðismanna að Islendingar axli í auknum mæli ábyrgð í auknu eftirliti með öryggi og á vörnum Iandsins. Lögð er áhersla á eflingu Sameinuðu þjóð- anna, gildi fijálsrar milliríkjaversl- unar og lagst gegn hvers kyns tak- mörkunum í alþjóðlegum viðskipt- um. Lögð er áhersla á þýðingu norr- æns síimstarfs. Kannað verði hvort hagkvæmt muni og mögul.egt að taka upp fríverslunarsamninga við Bandaríkin. Skattamál I formála ályktunar um skatta- mál segir meðal annars að Sjálf- stæðisflokkurinn vilji létta skatt- byrði einstaklinga og einfalda skattkerfið um leið og dregið er markvisst úr útgjöldum hins opin- bera. Minnt er á að forsenda lægri skatta séu minni umsvif hins opin- bera. Skattlagning megi hvorki mismuna einstakiingum eftir tekj- um, hjúskaparstöðu eða búsetu né fyrirtækjum eftir rekstrarformi, at- vinnugreinum eða landshlutum. Skattlagningu sé beitt sem hlut- lausast til að aflá ríkissjóði tekna. Tryggingakerfið og útgjaldahlið ríkisfjármála annist þann tekjutil- flutning milli þjóðfélagshópa sem talinn sé æskilegur. Samgöngumál í ályktun um samgöngumál segir meðal annars að samgöngur gegni lykilhlutverki við framkvæmd raun- hæfrar byggðastefnu. Markaðir tekjustofnar af bifreiðum og rekstr- arvörum þeirra renni óskiptir til vegagerðar. Arðsemi og byggða- sjónarmið verði höfð til hliðsjónar við forgangsröðum framkvæmda við samgöngumannvirki og útboð verði meginreglan. Skipulag sér- leyfisferða þurfi að vera í stöðugri endurskoðun. Leggja beri Ríkisskip niður enda verði ekki dregið úr þjón- ustu við byggðir landsins. Forðast verði að íþyngja ferðaþjónustu með háum sköttum. Skapa þurfi ferða- þjónustu aukið svigrúm til sóknar, hún sé dreifð um allt lánd og geti talist meðal bestu byggðaverkefna. Vinna skuli að endurskipulagn- ingu Pósts og síma. Verkefni verði fyrst og fremst rekstur dreifikerfis en önnur verkefni verði eftir því sem unnt er talið falin einkarekstri sem fyrst. Endurskoða beri fjarskipta- lög. Þau taki mið af breyttri tækni og nútímaþjóðfélagsháttum. vegna skorts á heilbrigðisstarfs- fólki. Landsfundur er mótfallinn liugmyndum um einn lífeyrissjoð fyrir alla landsmenn þar sem um of mikla samþjöppun valds verði að ræða. Lífeyristryggingar al- mannatiyggingakerfis verði grunnlífeyrir án tillits til tekna. Nauðsynlegt sé að endurskoða upp- hæðir tryggingabóta þannig að t.d. örorkulífeyrir lífeyrir dugi til fram- færslu. Fjölskyldu- og jafhréttismál í ályktun um íjölskyldu- og jafn- • réttismál er meðal annars lögð áhersla á eftirfarandi: Sveigjanleg- an vinnutíma. Mótun reglna um fjarvistir foreldra vegna veikinda barna. Minnt er á frumkvæði sjálf- stæðismanna um 6 mánaða fæðing- arorlof. Æskilegt er talið að launa- laust leyfi geti komið í framhaidi af fæðingarorlofi í allt að 6 mán- uði. Fjölbreytni í rekstri og upp- bygingu dagvistarheimila verði aukin. Metá þurfi heimilisstörf sem reynslu í skyldum störfum á al- mennum vinnumarkaði. Samfelldur skóladagur þurfi að komast sem fyrst á. Skolamáltíðir eru taldar æskilegar. Heimavinnandi fólk njóti réttar til bóta frá Tryggingastofnun ríkisins til jafns við aðra. Lífeyris- réttindi verði sameign hjóna. Stefna beri að styttingu vinnutíma. Lögð er áhersla á jafna foreldraábyrgð, virðingu fyrir heimilisstörfum, og ummönnum barna. Lögð er áhersla á jafnrétti kynjanna. Iðnaðarmál I ályktun um iðnaðarmál er með- al annars lögð áhersla á að hérlend- is starfi öflugur iðnaður. Einnig er meðal annars vikið að eftirfara'ndi: Jöfnun stafsskilyrða milli atvinnu- greina. Efnahagslegt jafnvægi. Oflugan fjármagnsmarkað sem veiti aðgang að áhættu- og lánsfé. Sköttun fyrirtækja miðist við af- komu en ekki framleiðslukostnað. Samstarf við erlend fyrirtæki verði auðveldað. Öflugt rannsóknar- og þróunarstarf. íslenska innkaupa- og útflutningsstefnu um kaup og sölu á íslenskri vöru og þjónustu. Uppbyggingu í orkufrekum iðnaði. Hóflega og hagkvæma nýtingu auð- linda lands og sjávar. Byggðamál Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á átak í atvinnumálum og eflingu vaxtarsvæða með bættum samgöngum á landsbyggðinni. Jafnari byggðaþróun sé sameigin- legt hagsmunamál höfuðborgar og landsbyggðar. Einnig er talið brýnt að vinna að: Endurreisn atvinnu- vega. Hagkvæmnihvetjandi reglum um stjórn fiskveiða. Nýsköpun í uppbyggingu iðnaðar og þjónustu- greina á landsbyggðinni. Lækkun skatta af samgöngum. Stóriðju verði vaiinn staður á vaxtarsvæðum landsbyggðar. Ríkisstofnanir verði fluttar frá höf- uðborgarsvæði. Aukin veðri sam- vinna, samruni og verkefni sveitar- félaga. Bætt verði og jöfnuð að- staða til að njóta opinberrar þjón- ustu óháð búsetu. Heilbrigðis- og tryggingamál í ályktun um heilbrigðis- og tryggingamál segir á þá leið að við niðurskurð sern ekki taki tillit til þarfa þeirra sem á þjónustu þurfi að halda sé réttur þeirra sem byggt hafi upp velferðarkerfi sem við bú- um við í dag ekki virtur. Leita verði leiða til að fólk njóti þeirra heil- brigðisþjónustu sem því ber og það á fullan rétt á. Núverandi fyrir- komulagi þurfi að breyta og grund- völlur breytinganna hljóti að vera sá að endurvekja tryggingahugtak- ið.' Harmað er að öll heilbrigðis- þjónusta færist til ríkisins sam- kvæmt löggjöf og sagt að heilsu- gæsla eigi að vera verkefni sveitar- felaga sem verði fengnir tekjustofn- ar í því skyni. Hlutdeild sjuklinga í greiðslu fyrir þjónustu eða lyf ætti að vera ákveðið hlutfall af kostnaði, mismunandi hátt eftir aðstæðum neytandans en þó alltaf þannig að neytandinn geti áttað sig á heildarkostnaði. ítrekaður er stuðningur við fijáls félagasamtök og við að kostir einkareksturs á sem flestum sviðum veðri nýttir til fulls. Mótmælt er skerðingu þjónustu og aukinni mið- stýringu núverandi valdhafa. Landsfundur telur að breyta þurfi fyrirkomulagi lyfsölumála og er mótfallinn hugmyndum um samein- ingu stærstu sjúkrahúsanna "í Reykjavík en hvetur til aukinnar samvinnu þeirra. Hvatt er til auk- inna aðgerða í málefnum aldraðra og fatiaðra. Lýst er áhyggjum Atak í byggingu íþróttamannvirkja Afreksíþróttafólk fái sérstaka fyrirgreiðslu I ALYKTUN landsfiindar Sjálf- stæðisflokksins um íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamál seg- ir meðal annars að tryggja þurfi afreksíþróttafólki sérstaka fyrir- greiðslu í tengslum við ft-am- haldsnám, til dæmis lengri tíma til að ljúka nám, lengd námsláu og eðlilega tilhliðrun vegna íþróttaiðkunar. Einnig vill lands- fundur hefja sérstakt átak á landinu til að byggja íþróttahús í öllum byggðalögum þar sem engin slík aðstaða er fyrir hendi. Nokkrar deilur urðu í nefnd þeirri sem vann að tillögu til ályktunarinnar og á fundinum við afgreiðslu hennar. Einkum voru það ungir sjálf- stæðismenn sem gagnrýndu ályktunartillöguna. Afgreiða átti ályktunina á laugardag en vegna umræðna og deilna þar sem gagn- rýnendum þótti meðal annars að meirihluti nefndarinnar hefði farið út fyrir verksvið sitt og að tillag- an fæli í sér mikla aukningu ríkisútgjalda, var afgreiðslu fre- stað til sunnudags. Snemma á sunnudagsmorgun hittust deilu- aðilar til að reyna að ná málamiðl- un. Sjónarmið gagnrýnenda urðu undir í höfuðatriðum en talsverðar breytingar voru þó gerðar á tillög- unni. Til nokkurra orðahnippinga kom á landsfundi á sunnudag en tillaga nefndarinnar var sam- þykkt með dijúgum meirihluta atkvæða. Auk þess sem að framan er rakið segir í ályktun um íþrótta- mál að efla þurfi aðstöðu kvenna til að stunda íþróttir til jafns við karla. Fatlaðir fái tækifæri til að stunda íþróttir við sitt hæfi. Halda beri áfram viðleitni til eflingu íþróttastarfs aldraðra. Lyfjanotk- un í íþróttum er fordæmd. At- vinnurekendur eru hvattir til að gera starfsmönnum mögulegt að stunda líkamsrækt. Lögð er áhersla á foi’varnargildi íþrótta- og æskulýðsstarfs. Framlög ríkis til reksturs íþróttahreyfingar vei'ði aukin. Getraunir og happ- drætti íþróttahreyfingar verði ekki skattlögð. Skoðaðir verði möguleikar á áframhaldandi þró- un á fjármögnum íþróttahreyfing- arjnnar sem geri henni kieift að starfa sjálfstætt. Styrkir ríkis- sjóðs til byggingar íþróttamann- virkja, verði verðtryggðir og greiðslutímabil þeirra stytt. Varðandi tómstundastarf vill landsfundur: að aukinn verði stuðningur við félög og samtök með aðstöðu og fjárveitingum. Aukinn vei'ði stuðningur við fé- lagsstarf í skólum á vegum nem- enda, foreldra og kennara. Fagn- að er frumkvæði menntamálaráð- herra Sjálfstæðisflokksins við uppbyggingu íþróttamiðstöðvar á Laugarvatni. Landsfundur vill gera fötluðum kleift að stunda félags- og tomstundastarfsemi til jafns við aðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.