Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTOBER 1989 Um skipulag sérfræði- þjónustu lækna á íslandi eftir Sigmund Sigfússon Ráðherra heilbrigðismála hefur kynnt tillögur til sparnaður á opin- berum útgjöldum vegna læknis- þjónustu. Samtök lækna hafa ekki verið beðin formlega álits á tillögum þessum, þegar þetta er ritað. Læknafélag íslands ályktaði á aðalfundi sínum í septembermán- uði, að á vegum félagsins skuli starfa nefnd, er sé ráðgefandi um stefnumörkun læknasamtakanna um skipulag heilbrigðismála í landinu á hveijum tíma. Ennfremur var stjórn félagsins falið að efna árlega til samkeppni meðal lækna um á hvem hátt megi auka gæði og hagsýni í heilbrigðisþjónustunni. Af þessu tilefni verður hér fjallað um sérfræðilega læknisþjónustu á íslandi. Greinarhöfundur vill kynna almenningi hvernig þau mál horfa við starfandi lækni á Norðurlandi. Nánari greiningar er þörf Fullyrt er að útgjöld vegna sér- fræðiþjónustu lækna hafi á fimm árum þrefaldast, reiknað á föstu verðlagi. Nauðsynlegt er að sundur- greina þennan kostnað í þætti eftir einstökum sérgreinum og hafa nið- urstöður til hliðsjónar, þegar rædd- ar eru róttækar breytingar á skipu- lagningu þjónustunnar. Fram kom í máli heilbrigðisráðherra á síðasta aðalfundi Læknafélags íslands, að slík greining væri ekki handbær, en hægt væri að bæta úr því. Vitað er að verkefni sem áður voru leyst af hendi á sjúkrahúsum hafa flust á einkastofur lækna. Læknasam- tökunum ber að hjálpa heilbrigðis- yfirvöldum til skýi'rar hugsunar og framsetningar á staðreyndum, þannig að samanburður á útgjöld- um til sérfræðiþjónustu og sjúkra- hússreksturs milli ára taki til sam- bærilegra atriða. Nauðsyn ber til að heilbrigðisyfirvöld kynni lækna- samtökunum tölulegar niðurstöður og þiggi ráðgjöf um túlkun þeirra. Varast ber kostnaðar- sama ofskipulagningu I fámennu landi þarf sérstaklega að gæta þess að læknisþjónusta grundvallist á valkostum og sveigj- anleika. Meta þarf sérstaklega hvers konar skipulag sérfræðiþjón- ustu er hagkvæmast fyrir neytend- ur (sjúklinga), og varast að blanda saman við slíkt mat samningum lækna og launagreiðenda þeirra, sem sjálfsagt eru misviturlegir frá sjónarhóli almennings. Tillögur um að hólfa sérfræðiþjónustu niður eins pg lýst er í lið M21 í fylgiskjali við íslenska heilbrigðisáætlun, það er að sérfræðingar í fullu starfi á sjúkrahúsum sinni ekki sérfræði- starfi utan sjúkrahúsa og að sérs- takir læknar verði ráðnir á göngu- deildir sjúkrahúsa til sérfræði- starfa, brýtur í bága við þörf fjöl- marga sjúklinga fyrir samfellu í greiningu og meðferð og gæti ýtt undir lengri og tíðari sjúkrahúss- vistanir. Taka má dæmi frá Akur- eyrarsvæðinu. Sérfræðingar í lækn- ingum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eru fáir í hverri grein. í fæstum greinum er grundvöllur fyr- ir fullu starfi á lækningastofu vegna fámennis og landshátta. Hætti sér- fræðingar samkvæmt valdboði þjónustu við sjúklinga utan sjúkra- húss eykur það annars vegar kostn- að sjúklinga vegna ferðalaga á fund sérfræðinga í Reykjavík og hins vegar yrði vafalaust aukinn þrýst- ingur á að sjúklingar vistist á sjúkrahúsi til að njóta sérfræðiþjón- ustu þar. Dýr kostur yrði að vinna öll þessi læknisverk á göngudeild, ef stofnuð yrði við sjúkrahúsið, þar sem verkin þyrfti mestan part að vinna í yfirvinnu, að óbreyttum fjölda læknisstaða á sjúkrahúsinu. Tilhneiging er til þess að setja yfir- vinnu lækna strangar skorður, og því er hætt við að göngúdeildarleið- „ Allt of mikið hefiir borið á því, að kynning lækna á hagsmunum skjólstæðinga sinna sé mistúlkuð sem eigin- hagsmunagæsla lækn- anna.“ in þýði stórminnkaða þjónustu við sjúklinga utan sjúkrahúss. Margs konar sérfræðingar í heilsugæslu Hér skal minnt á markmið 21 í Islenskri heilbrigðisáætlun um að sérfræðileg göngudeildarþjónusta sjúkrahúsa og sérfræðiþjónusta á heilsugæslustöðvum fyrir heilsu- gæsluumdæmi verði skipulögð þannig, að fyrir árið 1995 verði kostur á sérfræðiþjónustu á öllum stærri heilsugæslustöðvum og göngudeildum sjúkrahúsa. Vart hefur orðið tregðu til að vinna að þessu markmiði hvað heilsugæslu- stöðvar varðar. Ráðlegt sýnist mér að tengja sérfræðiþjónustu sjúkra- hússlækna í sumum greinum heilsu- gæslustöðvum, a.m.k. utan Reykjavíkur. Greinarhöfundi hugnast best heilbrigðiskerfi sem grundvallast á valkostum fyrir neytendur og sveigjanleika, t.d. að sérfræðiþjón- usta lækna fari bæði fram á einka- lækningastofum, heilsugæslustöðv- um og göngudeildum sjúkrahúsa, eftir því sem hentast þykir í hverri sérgrein. Viðkvæmir sjúklingar í heimahúsum Gera þarf heilbrigðisyfirvöldum skiljanlegt og ítreka, að framfarir í ýmsum sérgreinum, svo sem hjarta- og lungnalækningum, hafa orðið til þess að utan sjúkrahúsa lifir nú fólk sem fyrirvaralaust kann að þurfa á skjótri, milliliðalausri, mjög sérhæfri þjónustu að halda, ef ekki á illa að fara. Slíkir sjúkling- ar þurfa samfellu í meðferð og greiningu innan og utan sjúkra- húss. Fyrir 20 árum hefðu slíkir sjúklingar margir lifað mun skem- ur, en þeir hafa nú bæst við sem neytendur dýrrar heilbrigðisþjón- ustu. Úr því sem komið er væri með öllu ósiðlegt að lækka staðal- þjónustu við slíka sjúklinga. Sérfræðingar líti í eigin barm Eftirtalin atriði þurfa sérfræð- ingar í læknisfræði á íslandi að bæta sem fyrst: 1. Rækja betur samband við heim- ilislækna sjúklinga sinna, m.a. með læknabréfum. 2. Koma á vakt í einstökum sér- greinum á Reykjavíkursvæðinu fyrir þá sjúklinga sem þola litla bið. 3. Hindra með einhveijum ráðum „óeðlilegar tekjur" einstakra sérfræðinga, en þær grundvall- ast oftast á of löngum vinnu- tíma. Ráðgjafar lækna- samtakanna er þörf Mjög aðkallandi er að Læknafé- lag íslands veiti hérlendum heil- brigðisyfirvöldum virka og vandaða ráðgjöf um sérfræðiþjónustu í lækn- isfræði innan og utan sjúkrahúsa. Róttækar breytingar á þessari þjón- ustu í sparnaðarskyni þarf að grundvalla á vandaðri greiningu á flóknu dæmi. Komið hefur fram að slík greining er ekki handbær. Vitað er að fáliðuð embætti landlæknis og héraðslækna gera marga hluti vel, en komast ekki yfir nema hluta af þeim verkefnum sem þeim eru ætluð samkvæmt lögum og reglu- gerðum. Það þarf því ekki að vera þessum embættum til hnjóðs þótt fullyrt sé að þau séu vanbúin að segja fyrir um æskilegar brejitingar á þjónustu í einstökum sérgreinum læknisfræði. Það skal fullyrt hér, að bæði við- bótarþjáning, lífshætta og kostnað- arauki gætu orðið afleiðingar þess að gera ekki greinarmun á einstök- um sérgreinum við endurskipulagn- ingu þessarar þjónustu og lækkun fjárframlaga til hennar. Bent skal á að Læknafélag íslands þarf að taka til sérstakrar umfjöllunar „meginregluna um lægsta virka þjónustustig" (LEON-princippet), þar sem oft er vísað til hennar í rökræðum um skipulagningu héil- brigðisþjónustu. Regla þessi mun vera ættuð frá Svíþjóð. Það vill stundum gleymast að í sumum greinum gæti opinn aðgangur að sérfræðiþjónustu í læknisfræði upp- fyllt skilmerki þessarar reglu. Læknum gerð upp eiginhagsmunagæsla Eg vil ítreka mikilvægi þess að greina umfjöllun um þarfir sjúkl- inga fyrir sérfræðiþjónustu lækna frá kjaramálum lækna. Allt of mik- ið hefur borið á því, að kynning lækna á hagsmunum skjólstæðinga sinna sé mistúlkuð sem eiginhags- munagæsla læknanna. Dæmi um þetta eru margívitnuð gagni’ýnisorð landlæknis á aðalfund LI í kjölfar ræðu heilbrigðisráðherra. Þau orð voru reyndar sögð í fljótræði og án vitneskju um að þau mundu berast fjölmiðlum. Fyrirspurnir aðalfund- arfulltrúa til ráðherrans virtust lítið tilefni_ vera til gagnrýni af þessu tagi. Ég er persónulega sannfærður um að nánari samskipti og ráðgjöf Læknafélags íslands við Iandlækn- isembættið gætu orðið til þess, að sum framangreindra sjónarmiða fengju þar hljómgrunn, til hagsbóta fyrir neytendur læknisþjónustu á íslandi. Samtök lækna sýni frumkvæði Kominn er tími til að Læknafélag íslands eigi aftur frumkvæði að mótum á skipulagi heilbrigðismála, taki upp þráðinn frá því á árunum kringum 1970 þegar barátta fyrir læknamiðstöðvum í dreifbýli, síðar heilsugæslustöðvum, bar góðan árangur. Stofnun sérstaks ráðu- neytis heilbrigðismála var lækna- samtökunum reyndar einnig keppi- kefli á þessum árum, og það var áreiðanlega ekki ætlun nokkurs manns þá, að tilurð slíks ráðuneytis hefði það í för með sér að ekki' yrði lengur þörf fyrir ráðgjöf lækna- samtakanna um skipulagningu heil- brigðisþjónustu á íslandi. Höfamlur er yfírlæknir geðdeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. I i \ \ i STÓRIÐJA eftir Birgi Isl. Gunnarsson Það er vissulega gott til þess að vita að Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra skúli sýna stóriðjumálum jafnmikinn áhuga og raun ber vitni. í þeim efnum fetar hann í fótspor fyrirrennara sinna, þ.e. þeirra sjálf- stæðismanna sem sátu í iðnaðar- ráðuneytinu á undan honum. Góð reynsla Allir iðnaðarráðherrar Sjálfstæð- isflokksins, Sverrir Hermannsson, Albert Guðmundsson og Friðrik Sophusson, sýndu aukinni stóriðju mikinn áhuga. Og það var Friðrik Sophusson sem hrinti af stað við- ræðunum við ATLANTAL-hópinn sem hugsanlega virðast nú vera að skila árangri. Ekki má heidur gleyma þætti Jóhannesar Nordal í þessum efnum, en hann hefur farið fyrir þeim samninganefndum sem samið hafa um áliðnað á íslandi og er formaður samninganefndarinnar við ATLANTAL-hópinn. Enginn vafi leikur á að vaxandi áhugi er á því meðal almennings að auka stóriðju hér á landi. Við höfum góða reynslu af álverinu í Straumsvík. Það ásamt Járnblendi- verksmiðjunni á Grundartanga hef- ur um langan tíma skotið gildri stoð undir okkar efnahags- og atvinnu- líf. En áhugi okkar Islendinga dug- ar þó ekki einn til. Við þurfum að ná samstarfi við erlenda aðila og þeir bíða ekkert í biðröðum eftir að taka upp samstarf við íslend- inga. Hin opinbera umræða hér á Islandi er því miður oft óraunsæ og er skammt öfganna á milli í þeim efnum. Gamlar hugmyndir Hugmyndir þær sem iðnaðarráð- herra hefur reifað nú um áliðnað á Norðurlandi eða Austurlandi eða jafnvel hvorutveggja eru um margt líkar þeim hugmyndum sem settar voru fram 1984. Þá var álverð hátt í heiminum og ýmis fyrirtæki sýndu áhuga á samstarfi við Islendinga. Eyjafjörðurinn var mjög í myndinni og margar sendinefndir komu hing- að frá erlendum álfyrirtækjum og byijað var á að skipuleggja viðræð- ur. Þá féll álverðið skyndilega og þat' með áhuginn á nýjum fjárfest- ingum í þessari grein. Það var svo ekki fyrr en álverð fór að hækka að nýju að áhuginn kviknaði og hægt var að hefja alvöruviðræður aftur og þær eru nú í gangi við ATLANTAL-hópinn um stækkun áiversins í Straumsvík. Kísilmálmverksmiðja við Reyðar- fjörð var einnig mikið á dagskrá á tímabili. Svo var komið að beinar samningaviðræður voru í gangi allt árið 1986 við erlent fyrirtæki um byggingu þeirrar verksmiðju. En þegar samningar voru á lokastigi breyttust ytri aðstæður mjög, eink- um féll raunverð á kísilmálmi og þar með var kippt rekstrargrund- velli undan þessari verksmiðju og samningaviðræðum var hætt. Óraunsæ bjartsýni ekki til góðs Þessi dæmi sýna að rétt er að ganga hægt um gleðinnar dyr í þessum efnum. Óraunsæ bjartsýni er engum holl hvorki fyrir þjóðina sem heild né einstök byggðarlög. Við verðum að meta aðstæður okk- ar með kaldri ró á hveijum tíma. Aðalatriðið er að þessum málum sé fylgt stöðugt eftir. Þegar sjálfstæð- ismenn í iðnaðarráðuneytinu byij- uðu á ný að vinna í stóriðjumálum 1983 voru íslendingar nánast komnir út af landakortinu hjá stór- iðjufyrirtækjum. Hjörleifur Gutt- ormsson hafði séð fyrir því. Með þrotlausu kynningarstarfi tókst að vekja áhuga umheimsins á íslandi á nýjan leik en þá hömluðu hinar ytri aðstæður árangri. Þessari vinnu verður að halda stöðugt áfram og um hana þarf að nást sem víðtækust pólitísk samstaða. Óþolandi aðstaða Nú virðist vera lag sem sjálfsagt er að nýta sér. Því verður þó ekki neitað að það setur að manni nokk- urn ugg um framgang þessa máls. Yfirlýsingar ráðherra í ríkisstjórn- inni eru ekki líklegar til að stuðla að því að árangur náist í þessum efnum. Yfirlýsingar ráðherra Al- þýðubandalagsins bera það ekki með sér að þeir styðji áform iðnað- arráðherra og yfirlýsingar forsætis- ráðherra eru afar sérkennilegar og eru ekki til stuðnings fyrir iðnaðar- ráðherrann. Þeir sem standa í samningavið- ræðum af hálfu Islendinga eru sett- ir í óþolandi aðstöðu í erfiðum samningum með yfirlýsingum ráð- herranna. Það er því alveg ljóst að Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra verður að vinna betur sína heima- Birgir ísl. Gunnarsson „Yfirlýsingar ráðherra Alþýðubandalagsins bera það ekki með sér að þeir styðji áform iðn- aðarráðherra og yfir- lýsingar forsætisráð- herra eru afar sér- kennilegar og eru ekki til stuðnings fyrir iðn- aðarráðherrann.“ vinnu en hann hefur gert. Hann verður að vinna sinni stefnu fylgi innan ríkisstjórnarinnar. Að öðrum kosti er stór hætta á að þetta mikil- væga hagsmunamál þjóðarinnar klúðrist. Höfundur er einn af alþingismönnum Sjálfstæðisfíokks fyrir Reykjn víkurkjördœmi. Bók um um- hverfismál á fimm Norður- landamálum HJÁ Menningar- og fræðslusam- bandi alþýðu er komin út bókin Umheimurinn og ábyrgð okknr, en bókin kemur einnig út á hinum Norðurlöndunum á fimm tungu- málum, sænsku, dönsku, norsku og finnsku, auk íslensku. Bókin fjallar um umhverfismál, sam- stöðu þjóða og þróun heimsmála og er útgáfan liður í samvinnu fræðslusamtaka verkalýðshreyf- ingarinnar á Norðurlöndum og er styrkt af Norræna mcnningar- málasjóðnum. í bókinni er ijöldi greina, ljóða og verkefna sem styðjast má við í skól- um og umræðum um umhverfismál, frið og öryggi, þróunaraðstoð og samskipti þjóða, segir meðal annars í fréttatilkynningu frá MFA. í inn- gangsorðum bókarinnar segir að hana megi nota sem uppsláttarrit eða sem námsbók í skóla, á námsskeiði eða heima fyrir. Látin er í Ijósi sú ósk að bókin verði hvatning • fyrir almenning á Norðurlöndum til að kynna sér alþjóðamál og leggja sitt af mörkum í þeim efnum. Bókin er rúmlega 200 síður í stóru broti og prýdd íjölda mynda. Höfund- ar eru margir og meðal þeirra Kjart- an Jóhannsson, fyrrverandi alþingis- maður, Magnús Jóhannesson sigl- ingamálastjóri, Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra og Olaf- ur Karvel Pálsson, fiskifræðingur. Meðal erlendra höfunda má nefna Gro Harlem Brundtland, Ingu Thors- son, Pierre Schori, Thoi'vald Stolten- berg og Reiulf Steen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.