Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10; OKTÓBER 1989 I, A NDSFIJNDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Samkomulag eflár 13 tíma þóf um fiskveiðistefnuna Þorvaldur Garðar Kristjánsson taldi skiljanlegt að „forhertir framsóknar- menn og villuráfandi vinstrimenn“ lýstu yfir stuðningi við kvótakerfið EINS OG búist var við reyndist ekki auðvelt verk að samræma sjón- armið landsfiindarfúlltrúa í sjávarútvegsmálunum. Á annað hundrað fúlltrúa tók þátt í umræðum málefnahóps fundarins og á laugardag var samþykkt í atkvæðagreiðslu tillaga um að hafiia algerlega kvóta- kerfinu og þar með fyrstu drögum að ályktun um fiskveiðistefúuna sem málefnanefnd flokksins hafði lagt fram. Eftir fundahöld í Val- höll á laugardagskvöld og stöðugar viðræður á sunnudag tókst loks að finna grundvöll að samkomufagi sem síðan var samþykkt með þorra atkvæða á landsfundinum. Þar er m.a. sagt að margt hafi mistekist í framkvæmd núgildandi fiskveiðistefnu. Núverandi kvóta- kerfi eigi augljóslega ekki erindi í hagkvæmni- og afkastahvetjandi fiskveiðistefúu. Lagt er til að sérhvert fiskiskip fái úthlutað ákveð- inni hlutdeild I heildarafla landsmanna til lengri tíma en með ár- legri endurnýjunarskyldu. Markmiðið sé að hámarksafrakstur náist við nýtingu fiskstofnanna þannig að hægt verði að afnema kvótakerf- ið og frumkvæði og dugnaður einstaklingsins fái notið sín. Felld var niður setning í laugardagstillögunni þar sem gjaldtöku fyrir „að Morgunblaðið/Sverrir Matthías Bjarnason, alþingismaður, Björn Dagbjartsson, formaður sjávarútvegsnefiidar Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Einarsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, voru meðal þeirra er fluttu breyt- ingartillögu þá sem landsfundur samþykkti að gera á ályktun um draga björg í bú“ var hafiiað. Þatttakendur í málefnahópnum skiptust í þrjár aðalfylkingar; stuðn- ingsmenn núverandi kerfís með nokkrum breytingum, andstæðinga allra kvótatakmarkana og talsmenn gjaldtöku fyrir fiskveiðiréttindi, öðru nafni auðlindaskatts. Á laugardegin- um tókst um hríð samstarf með tveim síðastnefndu fylkingunum um orðalag þar sem kvótakerfinu var vísað algerlega á bug en síðar var bætt við setningu þar sem hafnað var allri gjaldtöku fyrir veiðiréttindi. Þessu úndu gjaldtökusinnar ekki en tillaga kvótaandstæðinga var síðan samþykkt í heild með nokkrum meirihluta í hópnum. Þá hófu ein- staklingar úr öllum fylkingum að reyna að finna málamiðlun svo að ekki skærist í odda á sjálfum lands- fundinum. 18 mannsgera málamiðlunartillögu Eftir að hafa kynnt landsfundar- fulltrúum málamiðlunartillöguna, sem undirrituð var af 18 mönnum, sagði Einar Oddur Kristjánsson, stjómandi sjávarútvegshópsins, það hafa verið ljóst frá upphafi að mjög skiptar skoðanir væru innan flokks- ins um fiskveiðistefnuna enda hefði starfshópurinn fundað um sjávarút- vegsmálin í samanlagt 13 klukku- stundir. Þegar tillagan gegn kvótan- um hefði verið samþykkt í hópnum hefðu upphaflegu drögin frá mál- efnanefnd flokksins í reynd verið felld. Því miður hefði ekki náðst full samstaða í hópnum um mála- miðlun 18-menninganna en hann ráðlagði sjálfstæðismönnum að taka ágreininginn ekki nærri sér; þetta væri óhjákvæmilegt þegar tekist væri á um svo mikilvæga hags- muni. „Það er viðbúið að við verðum að taka þessi mál til stöðugrar end- urskoðunar.“ Einar minnti á nýsam- þykkta stefnu þingflokks Sjálfstæð- isflokksins í gjaldeyris- og gengis- málum og gildi hennar fyrir sjávar- útveginn. Hann sagðist telja sam- þykktina einhveija mikilvægustu stefnubreytingu sem gerð hefði verið síðan á viðreisnarárunum. Formaður styður samkomulagið Þorsteinn Pálsson fékk orðið á eftir Einari Öddi og sagði eðlilegt að menn greindi á í þessum málum. Taka yrði tillit til hagsmuna byggð- arlaganna og mikilvægis sjávarút- vegsins í hveiju þeirra. Mikilvægt væri að grundvöllur atvinnuvegarins væri sem traustastur. Hann benti á að víðtækt samkomulag hefði náðst er málamiðlunin var gerð; undir hana hefðu ritað menn víða að, þar væru fullorðnir menn ásamt fulltrú- um ungra sjálfstæðismanna. Mörkuð hefði verið skýr stefna og þegar aðlögunartímabili lyki þyrfti að taka mikilvægustu hluta stefnunnar til endurskoðunar. Hann sagði and- stæðinga flokksins hafa hlakkað yfir því fyrir fram að sjálfstæðis- menn myndu aldrei geta náð sam- komulagi um fiskveiðistefnuna. „En þeir skilja ekki að hér ríkir viljinn til að ná niðurstöðu." Þorsteinn hvatti að iokum fulltrúa til að sam- þykkja málamiðlunartillöguna. Ingólfur Möller sagði tillögu um afnám kvótakerfisins hafa verið samþykkta í málefnahópnum á laug- ardag með 56 atkvæðum gegn 46 að hann minnti. „Eftir það hlupu minnihlutamenn út um borg og bý til að reka áróður fyrir breytingar- tillögu sinni.“ Ingólfi fannst ótrúlegt að sjálfstæðismenn stæðu að hug- myndum er yrðu til að hefta duglega aflamenn sem gert væri að bíða eft- ir skussunum. Hann sagði ekkert vera kveðið á um það í málamiðlun- inni hvenær kvótinn yrði aflagður. Kvótakerfið minnti hann á þá tíð er sumir græddu fé á því að selja leyfi til bílainnflutnings. Ingólfur sagði að það ætti ekki að vera hlutverk sjálfstæðismanna að beita sér fyrir því að menn gætu lifað á því að selja fiskveiðileyfi og fullreynt væri að kvótakerfið næði ekki tilgangi sínum. Þorvaldur Garðar Kristjánssón rakti ákvæði laugardagstillögunnar um fiskveiðistefnuna og afnám kvót- ans. Hann spurði hvað það væri í þessu sem sjálfstæðismenn gætu ekki samþykkt. Óskiljanlegt væri að margir sjálfstæðismenn vildu við- halda skömmtunar- og haftakerfi. „Það væri skiljanlegt ef þetta væru forhertir framsóknarmenn eða vil- luráfandi vinstrimenn," sagði Þor- valdur. Hann minnti á samþykktir ungra sjálfstæðismanna gegn kvóta- kerfinu og álit Aldamótanefndarinn- ar í þessum efnum. Þorvaldur mót- mælti því að breytingartillögu 18- menninganna skyldi ekki dreift í sainum heldur aðeins kynnt munn- lega af framsögumanni sjávarút- vegshópsins. Málamiðlunina sagði hann hafa í för með sér gjörbreyt- ingu á laugardagstillögunni og gera kvótakerfið enn verra en það væri nú. Með kvótanum yrði aldrei náð hámarksafrakstri; þess vegna gæti breytingartillagan leitt til „eilífðark- vótakerfis“. Þorvaldur bað fulltrúa að kynna sér staðreyndir málsins, þá sagðist hann ekki efast um að samþykkt yrði að leggja kvótakerfið niður. Markús Möller sagðist hafa verið „barinn til hlýðni“ í sjávarútvegs- málahópnum þar sem hart hefði verið deilt. Hann sagði þó táknrænt að fundað hefði verið í Valhöll þar sem æsir hefðu til forna borist á banaspjót að deginum en risið upp dftur að kveldi ósárir og sest að drykkju. Markús sagði að þar sem tekist hefði að fá sjálfan Matthías Bjarnason til að fallast á málamiðlun gæti hann ekki verið minni maður. Einnig sagði hann formann Sjálf- stæðisflokksins hafa sannfært sig sjavarutvegsstefúu. um að ekki myndu hljótast þau stór- slys af tillögunni sem Markús og skoðanabræður hans óttuðust. Að lokinni tölu Markúsar bar ’fundar- stjóri breytingartillöguna undir landsfundinn er samþykkti hana og þar næst sjálfa ályktunina, hvort- tveggja með miklum meirihluta at- kvæða. Kaflinn um fiskveiðistefnu.í uppr- unalegri tillögu málefnanefndar flokksins um sjávarútvegsmál hljóð- aði svo: „Undanfarin ár hefur verið fylgt þeirri meginstefnu að skipta leyfilegum hámarksafla niður á skip. Hins vegar getur reynst nauðsynlegt að breyta þeirri viðmiðun sem skipt- ingin upphaflega byggðist á. Sömu- leiðis þarf að athuga með hvaða hætti fyrirtæki og einstaklingar í sjávarútvegi geta tryggt atvinnu- réttindi sín til frambúðar, þó þannig að allir sitji við sama borð í þeim efnum. Sjálfstæðisflokkurinn telur það ósanngjarnt, þegar gefið er í skyn, að sjómenn og útvegsmenn leggi ekki réttlátan skerf til þjóðar- búsins. Framlag sjávarútvegsins til reksturs þjóðfélagsins verður að vera lýðum ljóst á hveijum tíma.“ Sam- svarandi kafli í laugardagstillögunni var sem hér -segir: „Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkir að afnema beri kvótakerfið og leita nýrra leiða um stjórn fiskveiða. Komið verði á þeirri skipan sem tryggir verndun fiskistofnanna og miðast við að atgervi þeirra sem sækja sjóinn fái að njóta sín og sjáv- arútvegurinn geti lagað sig sem fijáls atvinnuvegur að landsháttum og fiskimiðum svo að þau gefi sem bestan rekstrargrundvöll til að ná hámarksafrakstri af auðlindum hafsins. Sjálfstæðisflokkurinn telur að útgerðin eigi að taka mun meiri þátt í að greiða kostnað af rannsókn- um á fiskistofnum og eftirliti með þeim og hafi jafnframt áhrif á fram- kvæmd rannsókna, eftirlits og til- lagna um heildaraflamagn, enda séu sjávarútveginum búin rekstrarskil- yrði til þessa kostnaðarauka. Sér- stakri gjaldtöku ríkisins fyrir það eitt að „draga björg í bú“ er hafnað." Eftirtaldir átján menn undirrituðu málamiðlunartillöguna sem á endan- um var samþykkt af landsfundinum: Björn Dagbjartsson, Sveinn Hj. Hjartarson, Brynjólfur Bjarnason, Hrafnkell A. Jónsson, Edvard Júlíus- son, Sigurður Einarsson, Gunnar Ragnars, Valdimar Indriðason, Guð- jón A. Kristjánsson, Davíð Stefáns- son, Ólafur Rögnvaldsson, Ólafur Davíðsson, Adolf J. Berndsen, Jón Kristinn Snæhólm,- Hlynur puðjóns- son, Matthías Bjarnason, Ólafur Þ. Stephensen og Einar Kr. Guðfinns- son. Hér fer á eftir ályktun lands- fundarins um sjávarútvegsmál í end- anlegri gerð sinni: Endanlega niðurstaðan „Sjávarútvegurinn er og verður mikilvægasti atvinnuvegur þjóðar- innar og lífskjör okkar íslendinga munu um ókomin ár öðru fremur byggjast á afkomu hans. Þott sjávar- útvegurinn sé vissulega mjög háður ýmsum ytri skilyrðum, gildir um hann eins og aðra atvinnuvegi þjóð- arinnar, að ýmsar forsendur þurfa að vera til staðar í þjóðfélaginu til þess að sjávarútvegur geti þrifist og aðgerðir sem gripið er til skili ár- angri. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins fagnar sérstaklega fram- kominni stefnu þingflokksins í gjald- eyris- og gengismálum. Á árinu 1986 og fram eftir árinu 1987 var staða sjávarútvegs í heild betri en verið hafði um langt árabil. Góðæri til sjávarins og hagstæð við- skiptakjör á þessum árum ollu þar miklu um. Nú hefur orðið mikil breyting til hins verra. Flestar grein- ar sjávarútvegsins eru nú reknar með tapi. Verðfall á mörkuðum og versnandi afkoma hafa valdið fyrir- tækjum í sjávarútvegi feikna miklum erfiðleikum víða um land. Þegar við bætist óstöðugleiki og upplausn í efnahagsmálum og stjórnmálum, er ekki að undra þó að mörg sjávarút- vegsfyrirtæki séu nú orðin gjald- þrota og hrun blasi við greininni allri. Fiskimiðin umhverfis landið eru dýrmætasta auðlind íslendinga. Við- skiptasamningar og verslunarhags- munir mega ekki stefna í hættu yfirráðum okkar yfir þessari auðlind. Ennfremur er mikilvægt að íslend- ingar taki forystu um varnir gegn losun úrgangs í hafið og mengun í norðurhöfum. Nýta ber sjávarspen- dýr undir vísindalegu eftirliti á sama hátt og fiskstofnana. Til þess að miðin skili okkui' háinarksafrakstri til langs tíma er skilvirk fiskveiði- stefna lykilatriði. Um stjórnun fisk- veiða hefur ríkt mikill ágreiningur en það er höfuðnauðsyn að um þau mál takist víðtæk sátt. Viðurkennt er að takmarka þarf afia á svo til öllum nytjastofnum Íslandsmiða. Fiskveiðiflotinn er of stór og leita verður allra leiða til að hann minnki. Auðvelda þarf útvegsmönnum, sem vilja hætta, að losna skaðlaust við skip sín, t.d. með eflingu aldurs- lagatryggingar. Kvótakerfí á ekki erindi í hagkvæmnihvetjandi fiskveiðastefíiu Undanfarin ár hefur verið fylgt þeirri meginstefnu að skipta leyfileg- um hámarksáfla niður á skip, þó með þeirri undantekningu að hluti flotans hefur sætt sóknartakmörk- unum með þorskaflahámarki. Sjálf- stæðisflokkurinn telur, að það hafi reynst illa að nota samhliða tvenns konar stjórnkerfi fyrir fiskveiðar og að margt hafi mistekist í fram- kvæmd núgildandi fiskveiðistefnu. Ljóst er að núverandi kvótakerfi á ekki erindi í hagkvæmni- og afkasta- hvetjandi fiskveiðistefnu. Tekin verði upp sú aðferð, að sérhvert fiskiskip fái úthlutað ákveðinni hlut- deild í heildarafla landsmanna til lengri tíma, en með árlegri endurnýj- unarskyldu. Markmiðið er að há- marksafrakstur náist við nýtingu fiskstofnanna þannig að hægt verði að afnema kvótakerfið og að frum- kvæði og dugnaður einstaklingsins fái notið sín. Aflahlutdeildin verði ákveðin sem hlutfall af heildarafla skipanna með hliðsjón af tegunda- samsetningu. Vilji einstakar útgerðir fá meira í sinn hlut en almennar heimildir kveða á um, yi'ði sá aukni fiskveiðiréttur að fást frá öðrum útgerðum eftir settum reglum í fijálsum viðskiptum. Á þennan hátt verður dregið úr miðstýringu veið- anna, sem mun leiða til fækkunar fiskiskipa af hagkvæmniástæðum innan greinarinnar sjálfrar. Sjálf- stæðisflokkurinn telur að útgerðin eigi að taka meiri þátt í að greiða kostnað af rannsóknum á fiskstofn- unum og eftirliti með þeim og hafi' jafnframt áhrif á framkvæmd rann- sókna, eftirlits og tillagna um heild- araflamagn, enda séu sjávarútvegin- um búin rekstrarskilyrði til þessa kostnaðarauka. Miklar breytingar standa nú yfir í útgerð og hagnýtingu afla. Þar ber hæst frystingu um borð og fersk- fisksölu. Þeim breytingum fylgir samdráttur í hefðbundnum vinnslu- greinum. Bent er á að versnandi samkeppnisaðstaða hefðbundinna vinnslugreina getur leitt til verulegr- ar byggðaröskunar. Sjálfstæðis- flokkurinn leggur áhersiu á, að sjáv- arútvegurinn, eins og aðrar atvinnu- greinar, þróist sem fijálsast í átt til aukinnar hagkvæmni og framleiðni. Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins ber að leggja niður í núverandi mynd, en taka þess í stað upp sveiflujöfnun- arreikninga fyrirtækjanna sjálfra. Stefnt verði að fijálsri verðmyndun án atbeina ríkisvaldsins. Sjálfstæðisflokkurinn telur að bestur árangur í sjávarútvegi, sem og öðrum atvinnugreinum, náist með því að takmarka afskipti hins opin- bera við það að skapa almenn skil- yrði fyrir vexti hans og viðgangi. Það er viðurkennt, að sjávarútvegur- inn hefur orðið fyrir þungum búsiíj- um vegna rangrar gengisskráningar og verðlagshækkana innanlands. Það er mikilvægt að skila útflutn- ingsgreinunum aftur þeim ijármun- um, sem einkaneyslan og aukin umsvif hins opinbera hafa dregið frá þeim að undanförnu. Það 'verður að gerast með almennum reglum þar sem stórfelldar millifærslur fjár samkvæmt sértækum úthlutunar- reglum bjóða heim hættunni á mis- munun. Dæmin sanna að á þann hátt hefur oft verið haldið gangandi fyrirtækjum og rekstrareiningum sem enginn heilbrigður grundvöllur er fyrir."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.