Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTOBER 1989 Heildarupphæð vinninga 07.10. var 8.786.831. 2 höfðu 5 rétta og fær W hvor kr. 2.593.071. Bónusvinninginn fengu 5 og fær hver kr. 106.806. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 7.253 og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 473 Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir út- drátt í Sjónvarpinu. Sími685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulína 99 1002 Þ.P0B6BÍMS50H&C0 E3HE3ÐQQO. gólfflísar- kverklistar ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 Menntun dýralækna við læknadeild Háskóla Islands eftir Ólaf Odd- geirsson Á vegum Dýralæknafélags íslands hefur síðastliðið ár starfað nefnd sem vinnur að stofnun dýralæknaháskóla hér á landi. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru þær að með litlum tilkostnaði megi nú þegar koma upp fyrri hluta námi í dýralækningum i tengslum við læknadeild Háskóla íslands. Nefndin hefur kynnt sér kennsluskrár dýralæknaháskóla í nágrannalöndum okkar, samið drög að kennsluskrá í fyrri hiuta námi við HI og kynnt hana viðkomandi ráð- herrum, háskólarektor og lækna- deild. Afstaða læknadeildar liggur fyrir og deildin reiðubúin til frekara samstarfs um þetta mál. Ég ætla áður en lengra er haldið að byija á að segja hér stutta sögu sem gerðist haustið 1778 við lítið landamærahús á landamærum furstadæmisins Hannover í Þýska- landi. Við hliðið er nautgripahirðir með tólf gripa hjörð sem húsbóndi hans hefur keypt í nálægu héraði og bíður leyfis til að reka gripina áfram til borgarinnar. Inni í húsinu er eigand- inn sem hefur lagt skjöl sín fyrir tollvörðinn. Vörðurinn kinkar ánægður kolli því skjölin sanna að gripirnir séu frá héraði sem um þess- ar mundir er laust við búfjárfarsótt- ir. Hann óskar gripasalanum til ham- ingju og telur hann hafa gert góð kaup. Slíkt sé ekki svo algengt um þessar mundir. Vörðurinn opnar hlið- ið og hjörðin rennur baulandi í gegn og hverfur í í'ykmekki í átt til Hanno- ver. Þegar landamæravörðurinn geng- ur í átt að húsinu sér hann hvar vagn, sem fyrir eru spenntir tveir hestar, rennur í hlað. Hann þekkir vagninn en undrast að ekki eru nema tveir hestar í stað fjögurra eins og venja var. Hér var kominn háttsettur embættismaður frá hirðinni í Hanno- ver. Ökumaðurinn stekkur niður af vagninum og spyr hvar hann geti án tafar fengið tvo hesta. Húsbóndi hans sé á mikilli hraðferð en því miður hefðu tveír hestar orðið veikir síðastliðna nótt. Þeir hafi reynt að finna einhvern er gæti læknað hest- ana en án árangurs. Ekki hafi gest- gjafinn sem þeir gistu hjá heldur getað lánað þeim hesta. Því hafi þeir lagt af stað án fremri hestanna, en með því móti yrðu þeir ekki tíman- lega_ í Hannover. Ja, svarar landamæravörðurinn, það þyrftu vissulega að vera til dýra- læknar. Fyrir stundu hafi verið hér nautgripasali er tjáði honum að í sumar hafi þeir sett á stofn dýra- læknaskóla í Hannover, en hvort nokkuð gott hljótist af slíku uppá- tæki, það viti enginn, bætir hann við með armæðusvip. Þessi litla saga lýsir aðstæðum eins og þær voru á seinni hluta 18. aldar. Þar kemur einnig fram ákveð- ið athyglisveit viðhoi’f til menntunar sem vonandi er annað nú tveimur öldum síðar. Við erum sem betur fer ekki jafn illa sett í dag hér á landi, því vissu- lega höfum við dýralækna, en við höfum hvorki getu né aðstöðu til að menntn þá í landinu né gera þeim sem fyrir eru mögulegt að nýta til fullnustu það sem þeir hafa lært. Skortur á dýralæknum Það er ljóst að á næstu árum verður verulegur skortur á dýra- læknum hér á landi. íslenskir dýra- læknar hafa á seinni árum víkkað mjög starfsvettvang sinn, s.s. í heil- brigðiseftirliti, fiskeldi, loðdýra- rækt, gæludýralækningum auk margvíslegra rannsóknastarfa. Þriðjungur starfandi héraðsdýra- lækna mun láta af störfum á næstu 10-15 árum fyrir aldurs sakir. Sú bylting sem varð á læknaþjón- ustunni með tilkomu heilsugæslu- stöðva og gerði læknum kleift að vinna á nokkurn veginn mannsæm- andi tíma sólarhringsins er enn ekki orðin að veruleika hjá dýra- læknum. Hún mun leiða til frekari verkaskiptingar hjá dýralæknum í framtíðinni, þar sem tveir, þrír eða fleiri dýralæknar munu deila með sér þeim störfum sem einn annast nú. Miklar breytingar hafa átt sér stað í íslenskum landbúnaði síðustu árin. Hér er um að ræða bæði nýj- ar búgreinar og eins breytta bú- skaparhætti,sem leitt hafa til áður óþekktra úrlausnarefna hérlendis. Krafist er aukinnar framleiðni og staðlaðra gæða í ríkari mæli en áður var. Lausn þessara mála og þjónusta við hinar nýju búgreinar kalla á auknar rannsóknir og mannafla. Aukin þekking og betri aðstaða til rannsókna á íslenskum nytjadýrum mun án efa gera landbúnaðinn að arðbærari atvinnugrein. Það hafa átt sér stað stórstígar framfarir í líftækni í heiminum undanfarin ár, sem eiga eftir að valda byltingu á ýmsum sviðum dýralæknisfræðinnar, svo sem inn- an bóluefnisframleiðslu og annarra ónæmisvarna og ekki síst innan sjúkdómaerfðafræðinnar. Þekking og reynsla á þessum sviðum mun í framtíðinni verða í æ ríkari mæli undirstaða og jafnvel forsenda fyrir ýmsum landbúnaðargreinum. Víst er að ef ekki verður hugað að þess- um málum í tíma hér á landi munu íslendingar verða endanlega ósam- keppnisfærii' í öllum greinum land- búnaðar, jafnvel þeim greinum sem búa við náttúrulegar aðstæður sem ættu að gefa okkur töluvert forskot fram yfir aðrar þjóðir (t.d. fisk- eldi). Þetta forskot getum við því aðeins nýtt okkur ef við höfum á okkar valdi sömu þekkingu og reynslu og aðrir. Dýralæknismenntun í dag Fram til þessa hafa dýralæknar alfarið aflað sér menntunar erlend- is. Þeir skólar sem flestir hafa sótt eru í Osló, Kaupmannahöfn og Hannovér í V-Þýskalandi. Til skamms tíma voru teknir inn 2 ís- lendingar á ári í Osló, en nú hefur þeim fækkað í einn. í Noregi er mikill skortur á dýralæknum og hefur svo verið í nokkur ár. Til að bæta úr þessu hafa Norðmenn keypt sér pláss við skóla í öðrum löndum. Hannover-skólinn hefur tekið 1-2 Islendinga á ári þar til nýlega, en nú stundar aðeins einn Islendingur þar nám. Skólinn í Kaupmannahöfn hefur tekið reglu- lega við íslendingum, 1-3 á ári. í Bretlandi er skortur á dýralæknum. Það hefur verið að hluta til vegna sérstakrar góðvildar í okkai' garð að við höfum fengið inni með okkar Ólafur Oddgeirsson fólk í þessum skólum. Hve margir íslenskir stúdentar fá pláss við dýralæknaháskóla erlendis á kom- andi árum er allsendis óvíst því ekki hefur verið samið við þessa skóla sérstaklega, nema þann norska. Það hefur aukist skilningur manna á því á seinni árum, hversu mikilvæg þessi menntun er, þó dýr sé. Sem dæmi um kostnað við nám í dýralækningum má nefna að talið er að erlendis kosti námið viðkom- andi ríki 4 til 5 millj. íslenskar kr. pr. stúdent. Ýmislegt bendir til þess að það gæti orðið erfiðara í framtíð- inni fyrir stúdenta frá löndum utan Efnahagsbandalagsins að fá skóla- pláss innan EB eftir 1992. Tilhögun sem stefiit er að í fyrsta áfanga Talið er að fyrri hluta nám í dýralækningum eigi best heima inn- an læknadeildar fyrst um sinn. Kemur þar margt til. í fyrsta lagi er nauðsynlegt að námið fari fram við háskóladeild sem hlotið hefur fræðilega viður- kenningu og þar sem skipan náms- ins, og þær kröfur sem gerðar eru til kunnáttu nemenda, fellur að kröfum þeirra erlendu dýralækna- háskóla sem hugsanlega munu taka við íslenskum dýralæknanemum til seinni hluta náms. Þessi akadem- iska viðurkenning er nauðsynleg og að mínu mati er læknadeild HÍ eina stofnunin hérlendis sem gæti veitt slíka viðurkenningu fyrstu árin. Það skal þó tekið skýrt fram að slíkt fyrirkomulag getur aðeins orðið til bráðabirgða og að stofnun sjálf- stæðrar dýralæknadeildar við HÍ þarf að verða að veruleika strax og þeir starfskraftar eru til staðar Við hjónin ætluðum að gæða okkur á krækibeijagrauti um daginn. Flaskan með saftinni var tæplega hálf, og henni var hellt í pottinn. Nei, þetta var ekki nóg, beijagrautur var svo góður. Farið var í hilluna og önnur flaska líka tæplega hálf sótt. Þetta var saft frá því í fyrra. Henni var líka heilt í pottinn. Svo var kartöflu- mjöl hrært út í og grauturinn ilmaði yndislega. Skyldi saftin frá því í fyrra vera farin að geijast? Byijað var að borða grautinn, hann var öðru vísi en venjulega. Bóndinn var ekki ánægður. Það hlaut eitthvað að vera að saftinni. „Blessuð, helltu þessu niður.“ En það var sama hvað hann sagði, mér fannst grauturinn góður og fékk mér meira af þessum gæðagraut. En allt í einu rann upp Ijós fyrir mér. Portvínsflaskan! Um daginn hafði ég sett hana í hilluna með saftinni. Ég greip flöskuna á eldhúsborðinu, portvínsflaskan var tóm. Þetta var þá skýringin á skrítna bragðinu af grautnum. Ég fékk mér enn af grautnum og bóndi minn teygði sig í skálina, honum fannst grauturinn ekki lengur vondur. Venjulegur berjagrautur 1 flaska sæt krækiberjasaft (3 pelar) 1—2 msk. sítrónusafi '3 msk. kartöflumjöl 2 tsk. sykur 1. Setjið saftina í pott. Kreistið safann úr sítrónunni og setjið 1—2 msk. saman við saftina. 2. Setjið kartöflumjöl út í og hrærið vel saman. 3. Hitið hellu, þar til rýkur úr henni. 4. Setjið pottinn á helluna og hrærið stöðugt í þar til þykknar. Grauturinn á helst ekki að sjóða. 5. Takið strax af hellunni og hellið í skál. 6. Stráið sykri yfir og berið grautinn fram heitan eða kaldan með rjómablandi. Gæðagrautur 5 dl sæt berjasaft 2—3 dl rautt portvín 3 msk. kartöflumjöl 2 tsk. sykur 1. Setjið saft og portvín í pott. Farið síðan að eins og setjir í uppskriftinni hér að ofan. Krækiberjagrautur m/eplumogkanil 1 flaska sæt krækibeijasaft (3 pelar) 'k kanilstöng 3 græn, súr epli 1 dl vatn 3 msk kartöflumjöl 2 tsk sykur 1. setjið saftina í pott. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjarnann, rífið síðan gróft á rifjárni eða í grænmetiskvörn. Setjið saman við saftina. 2. Setjið pottinn með saftinni og eplunum á heita hellu, setjið kanilstöngina út í. Sjóðið við hæg- an hita í 10 mínútur. 3. Setjið vatn og kartöflumjöl í hristiglas og hristið vel saman. 4. Takið pottinn af heilunni, hrærið kartöflumjölsblönduna út í, bregðið pottinum aftur á helluna og látið grautinn þykkna, en hann á ekki að sjóða. 5. Hellið í skál, takið kanil- stöngina úr. Stráið sykri yfir og berið grautinn fram heitan eða kaldan með ijómablandi eða þeyttum ijóma. Til lesenda: í síðasta þætti mínum „Af hverju" kvartaði ég yfir, að ekki fengist þurrger í stórum pakkn- ingum. Nokkrir lesenda minna hafa hringt í mig og sagt mér að þetta ger fengist í Kronbúðum. Vil ég þakka þeim fyrir að láta mig vita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.