Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 Miii'Uimbliirtifl/Bjiini Bliindiil Berta Guðjónsdóttir lengst til hægri ásamt starfsfólki sinu. Ingvar Guðmundsson er leng-st til vinstri, við hlið hans er Anita Björns- dóttir, þá Elínborg Herbertsdóttir og Hulda D. Lárusdóttir. Njarðvík: Ný heilsuræktarstöð Keflavík. NÝLEGA opnaði Berta Guðjónsdóttir leiðbeinandi heilsuræktarstöðina- „Æfingastudeo" að Brekkustíg 39 í Njarðvík. Heilsuræktarstöðin verð- ur opin síðdegis alla virka daga og um miðjan dag um helgar. „Æfinga- studeo“ er í nýju húsnæði sem eiginmaður Bertu, Ólafur Arnbjörns- son, hefur innréttað á smekklegan hátt og þar er öllu haganlega fyrir komið. Berta er nýkomin frá Banda- ríkjunum þar sem hún var á leið- beinendanámskejði til að kynna sér það nýjasta í líkamsræktinni. Berta sagðist vera með æfingar fyrir alla og hjá sér ættu allir að finna eitt- hvað við sitt hæfi, hvort sem fólk kysi að fara í leikfimi, erobik eða þrektækin. Öll tæki í heilsuræktarstöðinni eru ný og af fullkomnustu gerð — og þar má nefna tvö þrekhjól sem eru með mörgum stillingum og geta menn séð hversu miklu þeir brenna um leið og þeir stíga hjólin. BB Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Flugstöðvarbyggingin á Selfossflugvelli. A innfelldu myndinni sést Jóhann H. Jónsson framkvæmdastjóri hjá flugmálastjóra afhenda Jóni I. Guðmundssyni lyklana að flugstöðinni. Sauðárkrókur: Skortur á heimavist takmarkar starfeemina Neskaupstað. KENNSLA hófst I Verkmenntaskóla Austurlands þann 11. september síðastliðinn. Nemendur eru um 300 talsins eða álíka margir og undan- farin ár. Skortur á heimavistarrými takmarkar nokkuð starfsemi skólans. Hefur orðið að vísa utanbæjarnemendum frá vegna þess, einn- ig hefur verið farið fram á við þá að þeir fresti námi af sömu orsökum. Bygging nýrrar heimavistar er nú unin að auka staifsemi skólans með í fullum gangi og er búist við að hluti hennar verði tilbúinn að ári og þá verði þar rúm fyrir 30 nemendur. I vetur mun skólinn leggja aðalá- hersluna á farskólann, það er nám- skeið sem skipulögð eru víðsvegar um fjórðunginn. Næsta vetur er ætl- því að fjölga námsbrautum. Til dæm- is er áformað að bjóða upp á nám á sjúkraliðabraut, fósturliðabraut og tveggja ára vélstjórabraut. Skólameistari er Albert Einarsson. Ágúst Fundur norrænna túlka á Löngumýri í Skagafirði % Sauðárkróki. Morgunblaðið/Bjöfn Björnsson Þátttakendur á ráðstefnu túlka á Löngumýri. NORRÆNIR túlkar héldu fund að Löngumýri í Skagafirði 5. til 9. september nú í liaust. Margir voru langt að konmir, flestir frá Finn- landi, Noregi og Islandi. Við kom- una til Reykjavíkur sátu gestirnir móttöku hjá Svavari Gestssyni menntamálaráðherra , en síðan lá leið þeirra norður í land, en þó ekki hefðbundna slóð, því farin var hálendisleiðin um Kjöl til Skaga- Qarðar, með viðkomu á Þingvöll- um, þar sem gestir nutu leiðsagn- ar sr. Heimis Steinssonar um þjóð- garðinn. Ráðstefnan að Löngumýri er hin fyrsta sem norrnænir túlkar halda hérlendis. Að sögn Borgþórs S. Kjæi'- nested, sem annast hefur undirbún- ing og framkvæmd ráðstefnunnar í samstai-fi við Norrænu mála- og upplýsingamiðstöðina í Helsingfors, er mjög ánægjulegt að nú sé loks hægt að halda þing sem þetta á ís- landi. Árlega hafi slíkar ráðstefnur verið haldnar, oftast í Finniandi eða Skandinavíu, og fram til þessa hafi höfuðáherslan verið lögð á túlkun á milli finnsku og hinna þriggja skand- inavísku mála. Nú sé hins vegar aukinn þrýstingur og vilji til þess að íslenskan komi inn í þetta mál. Sagði Borgþór að með auknum samskipt- um á hinum ýmsu sviðum væri mikil- vægt að íslenskir túlkar yrðu sem virkastir í samtökum hinna norrænu starfsbræðra. Sérstaklega vegna þess að hérlendis væri ekki boðið upp á sérstaka menntun til þessa starfs, að vísu gætu dóms- og skjalaþýðend- ur tekið próf hér, sem gæfi þeim starfsréttindi, en engin kennsla færi hér fram til undirbúnings þessu starfi. íslenskir túlkar hefðu flestir verið langdvölum erlendis og þannig lært til verka, og því væri mjög mikil- vægt, eins og áður hefði komið fram, að efla tegsl og samstarf við stéttar- bræður í nágrannalöndunum. Einn þátttekanda á ráðstefnunni, norskur túlkur, var Katjana Leifs- dóttir. Sagði hún fundi sem þennan afar mikilvægan, hér hittist fólk sem er að vinna sömu störf, og hér geta menn borið saman bækur sínar og heyrt álit annarra á því hvernig tek- ið skuli á ýmsum málum sem upp koma. Katjana fagnaði því að íslend- ingar og íslenskan væru að koma meira inn í norrænt samstarf túlka. Margir vildu halda því fram að ís- lendingum bæri að geta tjáð sig á einhveiju öðru tungumáli, en á þann hátt kæmu íslendingar ekki eins „skýrt“ fram í samstarfi þjóðanna og þeir gætu gert ef þeir notuðu eig- ið mál, og þá væru túlkar einmitt mjög nauðsynlegir. Islenskir túlkar væru flestir ef ekki allir sjálfmennt- aðir og því væru ráðstefnur sem þessi oft eina tækifærið til þess að hitta starfsbræður, sérstaklega er- lenda, og taka þátt í faglegri um- ræðu með fagmenntuðu fólki. Jóhanna Jóhannsdóttir, einn íslensku þátttakendanna sem sátu ráðstefnuna, sagði mjög ánægjulegt bg jákvætt að fá nú loks fund sem þennan hingað til Islands. Benti hún á að íbúar jaðarsvæðanna á Norðurl- öndum, íslendingar og Finnar, hefðu mjög þröngt málsvið og því væri þörf þessara þjóða á að komast í tengsl við hinar þjóðirnar á Norðurl- öndum mjög mikil. Sagði Jóhanna að Nori’æna ráðherranefndin hefði stutt starf túlka og þýðenda með ráðum og dáð og benti meðal annars á í því tilviki að Nordisk sprog og informations eenter í Finnlandi, sem stendur fyrir öllu samnorrænu starfi túlka og þýðenda, fengi veruleg framlög til starfs síns frá Norrænu ráðherranefndinni. Þá benti Johanna einnig á mikinn vanda allra Norður- landaþjóðanna, sem nú á síðari árum hafa tekið á móti auknum fjölda flóttafólks og innflytjenda, meðal annars frá Asíu, á að gera þessu fólki kleift að ná tungumálalegri fót- festu í nýjum heimkynnum. Sagði Jóhanna að með því að taka við flóttafólkj, tækjum við á okkur ábyrgð og skyldur, meðal annars að kenna þessu fólki tungumál viðkom- andi lands og sjá til þess að það fengi fræðslu um sem flesta þætti þess þjóðfélags sem yrði framtíðarheim- kynni þess. Jóhanna sagði störf dómtúlka og skjalaþýðenda spanna mjög vítt svið og benti í því tilviki á túlkun á fund- um og ráðstefnum, en einnig það, að nú ekki alls fyrir löngu hefðu tekið gildi ný lög sem næðu til allra Norðutiandanna og fleiri þjóða, þess efnis að lendi menn í erfiðleikum á erlendri gnind, svo sem slysum, eða í þeirri aðstöðu að mál þyrftu að koma til dóms, ættu menn skýlausan rétt á að fá túlk á eigin tungumáli Á meðan á Löngumýrarráðstefn- unni stóð, heimsóttu þátttakendur meðal_ annars hið forna biskupssetur að Holum og skoðuðu dómkirkjuna þar og einnig byggðasafnið að Glaumbæ. Þá fluttu erindi á ráð- stefnunni þeir Tryggvi Gíslason fyrr- um skólameistari Menntaskólans á Akureyri, Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri á Sauðárkróki, Páll Pét- ursson alþingismaður og Heimir Pálsson lektor. Hinir erlendu gestir lýstu mikilli ánægju með dvöl sína hérlendis og einnig með skipulag og uppbyggingu ráðstefnunnar. Þá vakti það ekki síðri ánægju hvern veg þeir hefðu fengið að kynnast íslenskum aðstæð- um 'og íslenskum raunveruleika, meðal annars með hálendisferðinni norður Kjöl. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Hús Verkmenntaskólans. Verkmenntaskólinn í Neskaupstað: Stykkishólmur: Tveggja ára framhalds- deild við gninnskólann Stykkishólmi. GRUNNSKÓLINN í Stykkishólmi var formlega settur á dögunum. Lúðvíg Halldórsson skólastjóri setti skólann og óskaði nemendum góðrar skólagöngu og árangurs í námi. Það kom fram í ávarpi skóla- aðir nú þegar í framhaldsnám. Með stjóra að nú hefir náðst merkur áfangi í skólamálum Stykkishólms, en nú fékkst viðbót við framhalds- námið, eða 2 ára framhaldsnám, áður hafði eins árs framhaldsdeild verið starfandi við skólann. Þessu hefir verið fagnað og 50 eru innrit- því verða nemendur Grunnskólans í vetur nær 300 talsins. 20 kennarar verða í vetur við skólann og hafa sáralitlar breyting- ar orðið á starfsliði og svo hefir einnig verið undanfarin ár. Árni Frá setningu grunnskólans. Morgunblaðið/Árni Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.