Morgunblaðið - 10.10.1989, Page 29

Morgunblaðið - 10.10.1989, Page 29
29 .MORGÚNBI.ADID ÞRIÐJÚ'DAGÚá 10. OKTÓBER 1989 Austur-þýskir lýðræðissinnar krefiast frelsis og stjórnmálaumbóta Hundruð umbótasinna handtekin í óskipu- lögðum mótmælum Austur-Berlín. The Daily Telegraph, Reuter. ÁTÖK brutust út í nokkrum borgum á laugardag er austur-þýskir kommúnistar héldu hátíðlegt 40 ára afmæli Alþýðulýðveldisins Áust- ur-Þýskalands. í Austur-Berlín voru hersveitir kallaðar út til að berja á lýðræðissinnum sem héldu áfram að ki-efjast umbóta eftir að heiðursgesturinn i afmælisveislunni, Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovét- leiðtogi, hafði kvatt austur-þýska ráðamenn og haldið aftur heim til Moskvu. Hundruð manna voru handtekin í óskipulögðum mótmælum víðs vegar í Austur-Þýskalandi. Erlendir blaðamenn og ljósmyndar- ar fengu einnig að kynnast hörku sérsveitanna sem kallaðar voru út til að brjóta mótmælin á bak aftur, hin mestu frá því að skriðdrekum var beitt til að kæfa uppreisn vonsvikinna verkamanna árið 1953. í Austur-Berlín hófust mótmælin er lýðræðissinnar söfnuðust saman á torgi einu í miðborginni. Þúsund- ir manna gengu því næst saman í fylkingu að Lýðveldishöllinni í þeirri von að þeim mætti auðnast. að beija leiðtoga sovéskra kommún- ista augum en Gorbatsjov vai' þar staddur til að taka þátt í lokaathöfn hátíðahaldanna. Er Gorbatsjov birt- ist ekki tók fólkið að ganga um borgina. Sífellt fleiri bættust við, márgir fögnuðu göngumönnum úr gluggum íbúða sinna og járnbraut- arlestir flautuðu kröftuglega er þær brunuðu hjá. Fólkið tók að hrópa í kór: „Lýðræði nú“, „Frelsi" og „Gorbi, Gorbi“. Skömmu síðar birtust lögreglu- sveitir á nokkrum götum borgarinn- ar en þær létu ekki til skarar skríða fyri' en gangan hafði leysts upp í smærri hópa. Barist var af hörku en sérstakar hersveitir sem heyra undir austur-þýska innanríkisráðu- neytið voru kallaðar út og tóku þær sér stöðu við höfuðstöðvar austur- þýska kommúnistaflokksins. Fjöl- margir göngumanna létu staðar numið við Gethsemane-kirkjuna sem verið hefur miðstöð stjórnar- andstæðinga í borginni en aðrir Reuter Ungir Austur-Þjóðverjar hrópa nafn Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleið- toga í göngu lýðræðissinna um Austur-Berlín á laugardagskvöld. Andófsmenn handteknir í miðborg Austur-Berlínar aðfaranótt sunnudags. héldu áfram göngunni. Er átökun- um lauk um klukkan tvö á aðfara- nótt sunnudags höfðu um 700 manns verið handteknir og um 100 manns höfðu særst. Erlendir frétta- ritarar sáu lögreglumenn hlaupa stjórnarandstæðinga uppi og voru þeii' dregnir á hárinu í átt að lög- reglubílunum eftir að hafa fengið að kenna á kylfunum. Öðrum va'r misþyrmt í hliðargötum er þeir voru handteknir og enn aðrir voru barðir af dæmafárri hörku i'nni í lögreglu- bílunum. Nokkrir vestrænir blaða- menn og ljósmyndarar slösuðust í- átökunum og fréttaritara breska blaðsins The Sunday Times var sagt að hafa sig á brott frá Austur- Þýskalandi er .honum var sleppt á sunnudag. Fréttir bárust einnig af átökum í Leipzig, Dresden, Potsd- am og Magdeborg en ekki er ljóst hversu margir voru handteknir þar. Á sunnudagskvöld var um helm- ingur þeirra sem handteknir voru daginn áður enn í haldi. í Geth- semane-kirkjunni komu um 3.000 Koma Gorbatsjovs kann að leiða til stefiiubreytinga í A-Berlín Austur-Berlín. Moskvu. Reuter. The Daily Telegraph. MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, virðist ákveðinn í að skipta sér ekki af þróun mála i Austur-Þýskalandi en láta heimamönn- um eftir að leysa eigin erfiðleika. Heimsókn hans til Austur-Berlínar í tilefiii 40 ára afmælis alþýðulýðveldisins sl. laugardag kann þó að eiga eftir að neyða leiðtoga austur-þýska kommúnistaflokksins til að slaka á harðlínustefnu sinni, að sögn stjórnmálaskýrenda. Austur-þýsk alþýða er orðin úr- kula vonar um að núverandi vald- hafar hverfi frá harðlínustefnu sinni og grípi til umbóta á borð við þær sem átt hafa sér stað í Ungvetjal- andi, Póllandi og Sovétríkjunum. Afleiðingin er m.a. sú að tugþúsund- ir Austur-Þjóðveija hafa flúið land undanfarnar vikur vegna óánægju með stjórn kommúnista. Til þess að stöðva „þjóðflutningana" reyndu austur-þýsk stjórnvöld að loka land- amærum t'íkisins. Vonir manna um úrbætur jukust er Gorbatsjov kom til Austur-Berlín- at' og sagði að menn gætu ekki horft fram hjá þeim miklu breyting- um sem átt hefðu sér stað í Austur- Evrópu. Erich Honecket', leiðtogi austur-þýska kommúnistaflokksins, svaraði þó um hæl að engar breyt- ingar yrðu á stefnu yfirvalda. Eftir að Honecker hafnaði aðvör- unarorðum Gorbatsjovs má segja að upp úr hafi soðið. Losnaði þá spenna úr læðingi og á annan tug þúsunda umbótasinna streymdu á götur út hrópandi nafn Sovétleiðtogans. Þeg- ar Gorbatsjov hélt heimleiðis var lögreglunni sigað á þá. Komu á óvart viku og um helgina hafa komið á óvart. Fyrir aðeins tveimur mánuð- um hefði fáunt dottið í hug að at- burðir af því tagi sem áttu sér stað í Austur-Berlín sl. laugardagskvöld ættu eftir að gerast. Hingað til hef- ur verið talið að kommúnistastjórnin gæti haldið stjórnarandstæðingum auðveldlega í skefjum og umbóta- sinnar höfðu ekki bundist skipuleg- um samtökum eða tekist að sam- ræma aðgerðir. Að auki hefur al- mennt verið talið að hvergi í Aust- ur-Evrópu væru stjórnvöld jafn vel í stakk búin til að halda allri ólgu í skeíjum, og hefur það einkum verið þakkað öflugri leynilögreglu, Stasi. í aðgerðuni sínum undanfarna daga hafa umbótasinnar komið yfir- völdum á óvart með því að veita enga mótspyrnu. Gáfu aðgerðir þeirra því ekki tilefni til þess að beita svonefndri „kínverskri lausn“, þ.e. senda skriðdreka á þá. Hermt er að margir liðsmenn sveita aust- ur-þýsku alþýðulögreglunnar, sem sigað var á umbótasinna, hafi verið skelfdir enda í fyrsta sinn sem lög- reglan hefur þurft að kljást við mótmæli af þessu tagi. í klípu Mótmæli umbótasinna í síðustu Segja má að leiðtogar untbóta- sinna séu í nokkurri klípu. Þeir hafa eindregið lagst gegn ofbeldi og beð- ið um viðræður við yfirvöld til þess skýra kröfur sínar. Honecker liefur svarað því með því að segja að þar- flaust væri að ræða við „and- sósíalísk öfl og ólátaskríl", eins og hann kallaði umbótasinna. Óljóst er hversu víðtæk stjórnarandstaðan er. Mótmæli umbótasinna hafa verið bundin við nokkrar borgir og í þeim hefur fyrst og fremst ungt fólk tek- manns saman til að sýna samstöðu tneð þeim sem stjórnvöld höfðu lát- ið handtaka. Talsmenn stjórnarand- stæðinga fullyrtu að allt að 40.000 rnanns hefðu tekið þátt í mótmæl- unum kvöldið áður og tóku skýrt fram að andóf þetta hefði ekki ver- ið skipulagt. Inni í kirkjunni voru um 300 manns sem tekið höfðu þátt í átökunum á laugardagskvöld- ið og voru nokkrir þeirra sárir. Að athöfninni lokinni leiddist fólkið út úr kirkjunni en úti biðu þess um 1.000 lögreglumenn vopnaðir kylf- um og háþrýstidælum auk þess sem óeinkennisklæddir liðsménn örygg- issveitanna illræmdu, sem Austur- Þjóðveijar nefna „stasi“ voru á hveiju strái. Fólkinu var hleypt í gegn í litlum hópum. Síðar um kvöldið leystu lögreglu- menn og öryggissveitir upp frið- samlega göngu stjórnarandstæð- inga um Schönhauser-breiðgötuna. Fólkið hafði kveikt á kertum og hrópaði „Ekki beita ofbeldi" og „Skammist ykkar“ er óeinkennis- klæddir leyniþjónustumenn tóku að beita kylfum sínum. Að minnsta kosti 12 manns voru handteknir. Yfirvöld í Leipzig gáfu í skyn á . sunnudag að erlendum blaðamönn- um yrði ekki leyft að starfa í borg- inni. Hugsanlegt var talið að fjöl- menn mótmæli færu þar frarn í gærkvöldi en síðasta mánudag tóku um 10.000 manns þátt í göngu um borgina eftir guðsþjónustu í Niku- lásar-kirkjunni fyrr um daginn. Frá hersýningu í Austur-Berlín sl. laugardag í tilefni 40 ára af- mælis austur-þýska alþýðulýðveldisins. Sýhingin þótti í minna lagi en á myndiimi má sjá svokallaðar Frog-eldflaugar. ið þátt. Að undanförnu ltafa þó ýmsir áhrifamenn í Kommúnista- flokknum og fylgiflokkum hans sagt stöðnun í þjóðfélaginu áhyggjuefni. Þá fara fregnir af vaxandi tregðu verkamanna við því að vinna nema lágmarkstíma sent dregur enn úr afköstum framleiðslugreina. Er talið að það muni auka enn frekar á efna- hagsörðugleika og skerða enn frekar kröpp kjör alþýðunnar. Það yrði fall- ið til að auka ólgu enn frekar. Léttar handhægar steypu hrærivélar Á MJÖG GÓÐU VERÐI Skeljungsbúðin Síðumúla 33 símar 681722 og 38125

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.