Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR J7. OKTÓBER 1989 „ -------------------;---------------------- 7 Slasaðist í árekstri KONA var flutt í slysadeild eftir harðan árekstur á mótum Bú- staðavegar, Grensásvegar og Eyrarlands síðdegis á sunnudag. Konan ók Daihatsu-bíl sínum norður Eyrarland og lenti í árekstri við leigubíl á leið vest'ur Bústaða- veg. Enginn meiddist í leigubílnum en konan kenndi sér meðal annars meins í hálsi. Báðir ökumennirnir töldu sig hafa ekið inn á gatnamótin á grænu ljósi og óskar slysarannsóknadeild lögreglunnar eftir að hafa tal af vitnum sem kynnu að hafa séð aðdraganda óhappsins. Hross hljóp í veg fyrir bíl AFLÍFA varð hross sem bíll ók á á þjóðveginum við Húsatóftir á Skeiðum á sunnudagskvöld. Bíllinn var á suðurleið þegar ökumaðurinn sá skyndilega þrjú hross hlaupa út á veginn. Hann reyndi að hemla en gat ekki af- stýrt óhappinu. Aflífa varð einn hestanna. Bíllinn er talsvert skemmdur. Féllnið- ur af þaki UNGUR maður slasaðist illa þeg- ar hann féll ofan af þaki íbúðar- húss í Norðurmýrinni á laugar- dag. Hann var fluttur á sjúkra- hús og gekkst þar undir aðgerð. Maðurinn var ásamt öðrutn að leggja þakpappa á þakklæðningu þegar hann rann niður af þakinu, féll tæpa sjö metra og hafnaði á steinsteyptri gangstétt. Hann missti ijeðvitund og var fluttur með sjúkrabifreið í slysadeild. Eftir aðgerð^var líðan hans talin eftir atvikum. Um hundrað þúsundum stolið úr Víkurskála BROTIST var inn í söluskála Kaupfélags Arnesinga, Víkur- skála, í Vík í Mýrdal aðfaranótt fóstudagsins og þaðan stolið um eitt hundrað þúsund krónum. Þrír menn voru í gær úrskurðað- ir i gæsluvarðhald, grunaðir um þjófnaðinn. Þjófarnir brutu upp peningaskáp í söluskálanum og höfðu á brott með sér um eitt hundrað þúsund krónu og vörur úr skálanum. Þrír menn voru síðar handteknir, grun- aðir um þjófnaðinn, og í gær voru þeir úrskurðaðir í tíu daga gæslu- varðhald að kröfu Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Þeir hafa ekki játað þjófnaðinn. Rannsóknarlögreglan verst frek- ari fregna af málinu og í gær fékkst ekki upplýst hvort þýfið hefði komið í leitirnar. Ók inn í garð MAÐUR sem grunaður er um ölvun við akstur ók inní garð við Hjdllasel um miðnætti á laugar- dag og skemmdi grindverk og gróður. Hann ók á brott en vitni höfðu séð skráningarnúmer bílsins og sótti lögregla manninn heim til hans skömmu síðar. Barnungir þjóf- ar í Haftiarfirði Rannsóknarlögreglan í Hafn- arfirði hafði nýlega upp á ljóruni ungum drengjum, sem fyrr um daginn stálu peningakassa með 12 þúsund krónum úr byggða- safhi bæjarins. Drengirnir fóru inn á byggða- safnið og gripu þar læstan peninga- kassa með 12 þúsund krónum á meðan umsjónarmaður brá sér frá. Tveimur tímum • síðar sást til tveggja drengja, 10 og 12 ára, í vesturbæ Hafnarfjarðar og þótti lögreglumanni þeir vera flóttalegir á svip. Við nánari könnun kom í ljós að drengirnir voru nýbúnir að spenna upp peningakassann og taka peningana. Tveir félagar þeirra á svipuðum aldri höfðu einn- ig komið við sögu þjófnaðarins. Þrír meiddust í árekstri ÞRIR voru fluttir í sjúkrahús eftir harðan árekstur á mótum Skeiðarvogs og Suðurlands- brautar á fostudagskvöld. Bíl var ekið norður Skeiðarvog og beygt vestur Suðurlandsbraut í veg fyrir bíl sem ekið var suður Skeiðarvog. Ökumenn beggja bílanna og farþegi úr öðrum voru fluttir í sjúkrahús, en ekki taldir alvarlega slasaðir. Unnið við að fræsa ofan af hraðahindrunum við Reykjaveg. Hraðahindranir lækkaðar STARFSMENN Reykjavíkur- borgar unnu á sunnudag og í gær að því að fræsa ofan af hraða- hindrunum á Reykjavegi. Að sögn Sigurðar Skarphéðinsson- ar, aðstoðargatnamálastjóra, voru hraðahindranir þessar of krappar og stuttar. Sigurður sagði að það væri mikið nákvæmnisverk að gera slíkar hindranir og hindranirnar á Reykja- veginum hafi verið um 3 sentimetr- um hærri en þær áttu að vera. „Það sést á malbikinu við þær að bílar hafa tekið niðri þegar þeir fóru yfir þær, en mér er ekki kunn- ugt um skemmdir á bílum vegna þessa,“ sagði hann. „Við ætlum okkur að kanna næsta vor hvernig allar hraðahindranir í bænum eru. Þær verða til dæmis stundum of lágar þar sem nýtt lag af malbiki er lagt á götuna." Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi: Innbrot í byggmgavöruverslun Blönduósi. BROTIST vai- inn í Kaupfélag Húnvetninga (KH) á Blönduósi aðfaranótt mánudagsins. Stolið var peningum úr peningaskáp á skrifstofu byggingavöruverslun- ar, rúmlega hundrað þúsund krónum. Hluti þýfisins fannst í bíl er fór útaf við bæinn Hnausa í Þingi. Lögreglan veit liverjir voru að verki en ekki rlefUr til náðst til sökudólganna. Farið var inn í byggingavöru- verslunina í gegnum glugga á stórri lagerhurð og svo snyrtilega var staðið að þessu verki að rúðan var sett aftur í að innbroti loknu. Litlar skemmdir voru unnar í bygg- ingavöruversluninni utan þess að peningaskápurinn var brotinn upp. Ljóst er að þeir sem að verknaði þessum stóðu fóru úr bygginga- vöruverslun yfir í matvöruverslun og gerðu tilraun til að komast inn í peningaskápinn þar. Einungis var stolið peningum, ávísanir og nótur voru látnar í friði svo og úr og aðrir verðmætir hlutir. Peninga- skápurinn sem brotinn var úpp er gjörónýtur og við verknaðinn hafa þjófarnir notað verkfæri sem fást í byggingavöruverslun KH. Eins og fyrr greinir er ekki ljóst hver eða hverjir stóðu að innbrotinu en málið er nú í höndum lögreglunnar á Blönduósi. Jón Sig. Rækjuafli nú fjórð- ungi minni en í fyiTc TÖLUVERÐUR samdráttur hef- ur orðið á rækjuafla frá síðasta ári. I lok september höfðu aflazt 17.290 tonn, en á sama tíma í fyrra 23.037. Mismunurinn er tæp 6.000 tonn sein er um Qórð- ungssamdráttur. Botnfiskaflinn í september var alls 39.581 tonn, en var í sama mánuði í fyrra 42.234 torin. Þorskur í þessum afla var nú 18.706 tonn, en 18.591 í fyrra. Heildaraflinn í mánuðinum varð alls 42.845 tonn, 9.000 tonnum minni en í fyrra, og munar mestu um minni karfaafla nú svo og að enn hefur engin loðna veiðzt. Frá áramótum er aflinn orðinn 1.151.935 tonn en var eftir sama tíma í fyrra 1.184.196 tonn.í lok september var botnfiskaflinn orðinn 520.267 tonn á móti 535.233 tonn- um í fyrra. Þorskaflinn var orðinn 279.173 tonn á móti 295.237 tonn- um í fyrra og 321.069 í hitteðfyrra. Afli af ýsu, grálúðu og ufsa er nú meiri en í fyrra, en minni af öðrum helztu nytjategundum. Blombera KÆ L I SKAPAR KS 328 /KS 335 /KS314 188L kælir/133 Lfrystir/ 248L kælir/79 L frystir / 226L kælir/56 L frystir Mál:Hl85B60D60cm/ Mál:Hl85B60D60 cm / Mál:Hl63B60D60 cm [ fj==j ir1— 1 m Ín KS242 194L kælir/52 L frystir j Mál:Hl42B55D58 crm 220 L kælir Mál:Hl24B55D58 cm, 202 L kælir/18 Lfrystir Mál:Hl 24B55D58 cm KS182 169L kælir/16 L frystir / Mál:H109B50D58 cm. ssy Hér sést hluti aí úrvalinu, sem við bjóðum af BLOMBERG kæliskápunum. BLOMBERG er vestur- evrópsk gæðaframleiðsla á verði, sem fáir geta keppt við. BLOMBERG kæliskápur er sönn kjarabóti! Einar Farestveit&Co.hf. Borgartuni 28. simar 16995 og 622900 KS 140 143L kælir Mál:H85B50D58 cm IKS 142 129L kælir/14 Lfrystir Mál:H85B50D58 cm MHM****
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.