Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 2
8 2 <3seí aaaorao is íiudaghaouaj gigaggkuohoí/. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1989 Búnaðarbanki íslands: * Ovíst hver tekur við af Stefáni Hilmarssyni Á FUNDI Bankaráðs Búnaðar- bankans í gær var ráðinu kynnt það að Stefán Hilmarsson banka- stjóri hefði sagl starfi sinu lausu miðað við næstu áramót. Að sögn Friðjóns Þórðarsonar varafor- manns bankaráðsins var ekki gengið frá ráðningu eftirmanns Stefáns á fundinum. Bankastjórar og aðstoðarbanka- stjórar sitja fundi bankaráðs og eftir fundinn komu bankaráðs- mennirnir fimm saman til óformlegs fundar til að ræða bankastjóramál- in. Friðjón Þórðarson sagðist eiga von á fundi í bankaráði fljótlega, jafnvel í næstu viku, þar sem reikna mætti með að ráðning eftirmanns Stefáns kæmi til afgreiðslu. Auk Stefáns Hilmarssonar eru Jón Adolf Guðjónsson og Stefán Pálsson aðalbankastjórar Búnaðar- bankans. Aðstoðarbankastjórar eru fjórir: Hannes Pálsson, Sólon R. Sigurðsson, Kristinn Ziemsen og Sveinn Jónsson. Leiðangur til jarðskjálftasvæðanna: Verkfræðingar Reykja- víkur til San Francisco TVEIR verkfræðingar Reykja- víkurborgar fara til San Franc- isco á mánudaginn til að kynna sér ástand mála og aðgerðir á jarðskjálftasvæðinu þar. Fara þeir með fiilltrúum nokkurra ríkisstofhana. Gert er ráð fyrir að leiðangurinn standi í viku. hafa hug á að kanna hvemig veitu- mannvirki hafi farið út úr jarð- hræringunum og fylgjast með mðn- ingi rústa eftir skjálftann á þriðju- daginn. Umferðarteppa við Laxá íKjós Allt að 60 bílar lentu í umferðarteppu við brúna yfir Laxá í Kjós í gær. Rúta og fólksbíll höfðu lent í árekstri á brúnni og ökumaður rútunnar vildi ekki færa hana fyrr en lögregla væri komin á staðinn. Lögreglan í Mosfellsbæ kom að brúnni um hálftíma eftir áreksturinn en að sögn lög- reglu hefði verið allt í lagi að færa bílana af brúnni áður en hún kom á staðinn. Morgunbladið/Guðmundur Svavarsson Þeir sem fara utan em Guðjón Petersen forstöðumaður Almanna- varna ríkisins, Páll Halldórsson á jarðeðlisfræðjdeild Veðurstofunnar, Ragnar Sígbjörnsson forstöðumað- ur Verkfræðistofnunar Háskólans, Stefán Hermannsson aðstoðarborg- arverkfræðingur og Þórður Þor- bjarnarson borgarverkfræðingur. Þórður Þorbjarnarson segir að dagskrá ferðarinnar hafi ekki verið fastákveðin, hver maður muni kynna sér það sem sérstaklega snýr að hans sviði. Sjálfur kveðst Þórður I athugom að bjóða út víð- skiptavaka húsbréfanna Átta landa keppnin: Islendingar unnu Svía ÍSLENDINGAR unnu Svía með 4 vinningum gegn 2 í átta landa keppninni í skák í Danmörku í gær. íslending- ar tefla á móti efsta liðinu, Vestur-Þjóðverjum, í síðustu umferðinni í dag. ÚTBOÐ viðskiptavaka fyrir húsbréf er nú til athugunar í félagsmála- ráðuneytinu. Viðskiptavaki sér um skráningu bréfanna á Verðbréfa- þingi íslands og markaðssetningu þeirra, setur fiam tilboð í bréfin, er reiðubúinn til að kaupa þau og á að sjá til þess að viðskipti með þau gangi sem greiðast um allt Iand. „Það eru margir kostir við að fela aðilum, sem nú eru aðilar að Verðbréfaþingi, að sjá um þessi við- skipti til bráðabirgða. Það er verið að kanna þessa dagana hvort það sé rétt til reynslu að fara þá leið,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra. Húsbréfakerfið verður sett á laggirnar um miðjan nóv- ember næstkomandi. „Við höfum kynnt aðilum að Verð- bréfaþingi þessa hugmynd," segir Jóhanna. „Það er hugsanlegt að leit- að verði tilboða hjá þingaðilum. Það yrði þá ekki skuldbundið öðru vísi en að hægt væri að hafna tilboðum ef þau þykja ekki álitleg. Ég hygg ísaflarðardjúp: Mokveiði af rækiu Ísaiírdi. ísafírði. RÆKJUVEIÐAR hófúst í ísa- Qarðardjúpi í gær, föstudag, og mokafli virðist hafa verið hjá flestum bátanna. Um 30 bátar frá Bolungarvík, ísafirði og Súðavík hafa fengið leyfi til veiðanna og reru flestir þeirra í gær, þrátt fyrir slæmt veður. Mb. Gunnar Sigurðsson fékk tvö tonn af rækju í tveim hölum i Skötu- firði í gær. Mestan afla, rúm fimm • tonn, fékk hins vegar Mb. Hulda. Arnór Sigurðsson skipstjóri sagðist hafa byijað á Ögurvíkinni og feng- ið þar 800 kílóa hal. Vegna slæms veðurs þar hefði hann hins vegar flutt sig yfir í Skötufjörð og fengið þar þijú tonn í einu hali. Heimilaðar hafa verið veiðar á 1.500 tonnum af rækju í vetur, sem er um þriðjungi meira en veiddist á síðustu vertíð. Uppistaðan í aflan- um er tveggja ára gömul hrogna- rækja. Sjómenn eru yfirleitt bjart- sýnir hvað rækjuveiðarnar varðar og telja ekki ólíídegt að veiðiheim- ildir verði auknar að lokinni hefð- bundinni athugun um áramót. Úlfar að þetta verði kannað og þar með útboðið til þessara þingaðila." Jóhanna segir að þetta sé spuming um hvort öðrum en Byggingarsjóði ríkisins verði falið að vera viðskipta- vaki fyrir húsbréfin. „Þá yrði það fyrir hönd Byggingarsjóðs í tiltekinn tíma og menn eru að tala um til áramóta 1990/91. Þó gæti Bygging- arsjóður ríkisins komið inn sem við- skiptavaki á þessu tímabili." Engin breyting yrði á gagnvart einstaklingunum, kaupendum eða seljendum, þótt viðskiptavaki verði utan Húsnæðisstofnunar. Ef Húsnæðisstofnun verður við- skiptavaki bréfanna þarf hún að ger- ast aðili að Verðbréfaþingi. Jóhanna segir að til að stofnunin geti gegnt því hlutverki þurfi að þjálfa starfs- fólk, sem tekur tíma. Tíma þarf til að yfirfara réttarstöðu Byggingar- sjóðs gagnvart verðbréfamiðlun og aðild hans að þinginu. Kosturinn við að láta viðskiptavakann til annarra er sá, að sögn Jóhönnu, að a.m.k. tímabundið sparast fjárfesting í tækjum og þjálfun starfsmanna. Jóhanna segir stefnt að því að SAMNINGUR um kaup Sam- vinnuferða-Landsýnar á öllum hlutabréfum í Pólaris var undir- ritaður í gær. Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri Samvinnu- ferða-Landsýnar segir að ekki hafi verið ákveðið hvort ferða- skrifstofúrnar verði samcinaðar, nokkur tími verði tekinn í að móta reksturinn í framtíðinni. Fyrst um sinn verður Pólaris rek- in áfram sem sjálfstæð ferðaskrif- stofa, enda gengur kaupsamningur- inn ekki í gildi fyrr en 1. nóvem- ber. Helgi segir að kaupin eigi eftir að skila sér í aukinni hagkvæmni í rekstri og betri kjörum fyrir við- skiptavini. „Undanfarið hefur hvert metárið rekið annað í ferðamálum," segir hann, „þess vegna hafa allar þessar einingar í ferðamálaiðnaði gengið. Þetta ár hefur hins vegar ekki verið eins gott fyrir ferðaskrif- stofur og í ljós hefur komið að hag- kvæmni meðalstórra fyrirtækja er ekki nægjanleg." þessi starfsemi verði hjá Húsnæðis- stofnun í framtíðinni. Þó hljóti það að ráðast af reynslunni og ekki sé útilokað að viðskiptavaki húsbréf- anna verði bæði innan stofnunarinn- ar og utan hennar. Nefnd sem unnið hefur að samningu reglugerðar um húsbréfakerfið lýkur störfum eftir helgina. „Síðan verður farið af fullum krafti í að kynna húsbréfin almenn- ingi, fasteignasölum og fleiri. Þá þarf að hefja samninga við lánastofn- anir um afgreiðslu þessara skulda- bréfaskipta í umboði húsbréfadeildar Húsnæðisstofnunar, þannig að við- skipti með þau geti verið sem víðast. Ef viðskiptavaki verður utan stofn- unarinnar þarf auðvitað að fara í nánari samninga við þá aðila og þessu þarf öllu að vera lokið fyrir 15. nóvember," sagði Jóhanna Sig- urðardóttir. Ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir-Landsýn kaupir Pólaris í könnun sem Félagsvísinda- stofnun gerði nýlega fyrir Sam- vinnuferðir kom í ljós að á þessu ári hafa íslendingar ferðast meira á eigin vegum en í fyrra, keypt flug- ferðir beint af Flugleiðum. „Sam- vinnuferðir eru ríflega 20% um- svifameiri hvað varðar ferðalög út fyrir landsteinana en Útsýn og Úrval samkvæmt þessari könnun," segir Helgi. „Þessi kaup nú styrkja okkur auðvitað frekar, en það er þó mikilvægara að vera best en stærst.“ Urval, Utsýn og Ulfar: Yfírmenn ráðnir og starfsfólki fækkað TILKYNNT var um ráðningar yfirmanna á sameiginlegri ferðaskrif- stofu Úrvals, Útsýnar og Úlfars Jakobsen á fyrsta sameiginlega starfsmannafundinum í gær. Knútur Óskarsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að á næstunni muni fækka eitthvað í fimmtíu manna starfsliði, ekki þó meira en um fimmtung. Á fundinum í gær var að auki kynnt hugmyndasamkeppni um nafn á nýja fyrirtækið. Fjármálastjóri nýju ferðaskrif- eru helgarferð fyrir tvo til Luxem- stofunnar verður Björn Ingólfsson, borgar. sölustjóri leiguflugsferða Anna _______. _______ Guðný Aradóttir, sölustjóri áætlun- arflugsferða Dröfn Björnsdóttir og sölustjóri í komum erlendra ferða- manna hingað til lands Biyndís ívarsdóttir. Stjórn Úlfars Jakobsen, „Iceland Safari“, verður í höndum Halldórs Bjarnasonar. Knútur Óskarsson segir að með samruna fyrirtækjanna þriggja breytist hlutverk ferðaskrifstofunn- ar töluvert. Hún verði stærst í móttöku erlendra ferðamanna og standi einnig vel að vígi hvað sölu utanlandsferða varðar. Helstu skipulagsbreytingar nú felist í að skrifstofum Úrvals í Pósthússtræti og Úlfars Jakobsen í Austurstræti verði lokað og aðalstöðvar fyrirtæk- isins fluttar í Mjóddina í Breiðholti. Söluskrifstofa verði starfrækt í Austurstræti 3 eða 6, óvíst sé hvort húsnæðið verði fyrir valinu. Almenningi er heimil þátttaka í hugmyndasamkeppni um nafn á nýju ferðaskrifstofunni. Sérstök eyðublöð hafa verið útbúin vegna samkeppninnar og rennur skila- frestur út á miðnætti föstudaginn 10. nóvember. Úrslit verða tilkynnt fimm dögum síðar og verðlaunin Saltsíldin: Viðræður við Sovétmenn á mánudag VIÐRÆÐUNEFND Síldarút- vegsnefndar hélt í morgun áleið- is til Sovétríkjanna til viðræðna um sölu á saltsíld héðan á vertíð- inni, sem nú stendur yfir. Við- ræðurnar heljast á mánudag. Fyrstu viðræður um saltsíldar- kaupin hafa aldrei verið jafnseint að hausti og nú. í fyrra hófust við- ræður síðustu dagana í september, en var frestað þegar í ljós kom að sovézku kaupendurnir höfðu tak- markaða fjárveitingu til kaupanna. Samningar vom svo undirritaðir hér í Reykjavík 31. október. Árið 1987 var samið í byijun nóvember, en þá ræddu nefndirnar fyrst saman um sumarið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.