Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 4
MORÓutóBLÁÖro i,ACGÁáÉ)A’Gtfu '21. ‘ókírÖBEÍi íðb.1 Háskólaráð andmælir ráðstöfiin ^árveitingarvaldsins á sjálfeaflafé HÍ: Lög um eignarskattsauka vegna byggingarinnar þverbrotin HÁSKÓLARÁÐ samþykkti á fundi sínum á fimmtudag ályktun, þar sem eindregið er andmælt þeirri ráðagerð að Qárveitingarvaldið ráðstafi sjálfsaflafé Háskóla íslands, svo sem gert sé ráð fyrir í íjárlagafrum- varpi fyrir næsta ár. Sérstaklega andmælir ráðið því að 60 milljónir af tekjum Happdrættis Háskóla Islands renni til framkvæmda við Þjóð- arbókhlöðu á næsta ári, en einnig því að 15 milljónum skuli varið til bóka- og timaritakaupa Háskólabókasafhs, sem hingað til liafi verið kostuð af ríkissjóði, og að 12,5 milljónir skuli renna til tækjakaupa stofnana, sem hafí sjálfstæðan fjárhag og óháðan HÍ. Vigdís kaupir fyrsta K-lykilinn Kiwanisfélagar selja um helgina K-lykla um land allt til hjálp- ar geðsjúkum, undir kjörorðinu „Gleymum ekki geðsjúkum“. Takmark þeirra er að selja 65 þúsund lykla og nota peningana til að kaupa vernduð vernduð sambýli fyrir geðsjúka, sem eru á leið út í lífið að lokinni endurhæfingu. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, keypti fyrsta K-lykilinn og á myndinni tekur hún við honum úr hendi Jóns K. Ólafssonar, formanns K-dagsnefhdar Kiwanis. Vinstra megin er Bragi Stefánsson, fráfarandi umdæmis- forseti Kiwanisumdæmisins á Islandi. VEÐUR Háskólaráð vekur athygli á því að aldrei hafi verið gert ráð fyrir öðru en að kostnaður við Þjóðarbókhlöðu yrði greiddur úr ríkissjóði. Fram- kvæmdir við bygginguna hafi sótzt seint vegna féleysis, og hafí því á það ráð verið brugðið að afla fjár með lögum um sérstakan eignar- skatt, sem lagður skyldi á 1987, 1988 og 1989, sem renna skyldi óskiptur til byggingarsjóðs bókhlöð- unnar. „Reyndin er þó sú að fjarri fer að lögum þessum hafí verið fylgt — þau hafa verið þverbrotin," segir í áiyktun Háskólaráðs. Ráðið vitnar í ýmis lög máli sínu til stuðnings. í ályktuninni segir að með lögum frá þessu ári um Þjóðar- IDAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 21. OKTOBER: YFIRLIT í GÆR: Um 500 km suður af Vestmannaeyjum er hæg- fara 955 mb lægð en 1015 mb hæð er yfir Grænlandi. Heldur kólnar í veðri norðvestantil á landinu. SPÁ: Hvöss norðanátt með slydduéljum vestanlands, en hægari noröaustan- og austanátt í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG:Norðan- og norðaustan- átt, stinningskaldi eða allhvass. Skúrir eða siydduél um norðanvert landið en bjartviðri sunnanlands. Hiti 2—5 stig. TAKN: Heiðskírt y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / # * * * * * * Snjókoma ■J0 Hitastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir * V E1 — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tfma hiti veður Akureyri 5 rigning Reykjavík 7 súld Bergen 16 alskýjað Helsinki 10 þokumóða Kaupmannah. 13 þokumóða Narssarssuaq +6 þokuruðningur Nuuk +2 snjókoma Osló 11 súld Stokkhólmur 13 þokumóða ÞórshÖfn 10 skýjað Algarve 22 skýjað Amsterdam 14 skúr Barcelona 22 skýjað Berlín 17 mistur Chicago 2 snjókoma Feneyjar 14 þokumóða Frankfurt 13 rigning Glasgow 10 skúr Hamborg 13 rigning Las Palmas 26 heiðskírt London 15 hálfskýjað Los Angeles 19 alskýjað Lúxemborg 13 skýjað Madrid 15 mistur Malaga 23 skýjað Mallorca 24 skýjað Montreal 5 skúr New York 17 skúr Orlando 8 léttskýjað París 16 skýjað Róm 18 hálfskýjað Vín 12 mistur Washington 12 skúr Winnipeg *5 heiðskírt bókhlöðu og endurbætur menningar- bygginga sé framangreind stefna áréttuð; að myndaður skuli sjóður sem varið skuli til að standa straum af kostnaði við endurbætur á húsa- kosti menningarstofnana og stuðla að vemdun gamalla bygginga. í upp- hafí skuli þó veija sjóðnum til þess að ljúka byggingu Þjóðarbókhlöð- unnar. Meðal tekna sjóðsins sé gert ráð fyrir sérstökum eignarskatti og framlagi úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum hveiju sinni. í ákvæði til bráðabirgða sé tekið fram að þar til byggingu Þjóðarbókhlöðu sé lokið skuli sérstakur eignarskattur sam- kvæmt lögunum renna til hennar eftjr því sem þörf krefji. , í lögum frá 1973 sé Háskólanum veitt einkaleyfi til rekstrar happ- drættis, með tilteknum skilyrðum. Meðal þeirra sé að ágóða skuli varið til að reisa byggingar „á vegum Háskóla íslands." í lögum frá 1969 um Landsbókasafn íslands sé gert ráð fyrir því að Háskóli íslands varð- veiti Háskólabókasafn í Landsbóka- safni undir yfírstjóm landsbókavarð- ar er ný Þjóðarbókhlaða skapi skil- yrði til þess, jafnframt því sem stofn- anir Háskólans hafi söfn í sinni vörzlu. „Er af þessu ljóst að Þjóðar- bókhlöðubyggingin er ekki reist „á vegum“ Háskólans í þeim skilningi, sem gert er ráð fyrir í lögum um happdrætti Háskólans," segir í álykt- uninni. „Ályktanir Alþingis og fram- angreind lög um eignarskattsauka sýna ennfremur ótvírætt að ætlun löggjafans hefur ekki verið sú að Þjóðarbókhlöðubyggingin væri ko- stuð af eigin aflafé Háskólans.“ Háskólaráð segir að framkvæmd- afé Háskólans sé nú eingöngu hagn- aður af HHÍ. Happdrættið hafi notið slíkrar velvildar almennings að flest- ar byggingar skólans hafí risið fyrir framiög hans, sem sé einsdæmi um ríkisháskóla. „Ef ráðamönnum tekst að draga þetta fé inn í ríkissjóð og ráðstafa því að eigin vild — að gera happdrætti Háskólans í reynd að ríkishappdrætti — er hætta á að það glati þeirri velvild og tiltrú sem það hefur notið meðal almennings í landinu," segir Háskólaráð og áréttar í lokin að fyrirætlan sú, sem lýst sé í fjárlagafrumvarpinu, sé atlaga að sjálfstæði Háskólans. „Háskólaráð heitir á þingmenn að hrinda þessari atlögu og treystir á stuðning allra landsmanna," ályktar ráðið að lok- um. Vetrarfundur orkuveitusambandanna: Mótniæli vegna dráttar á útgáfu reglugerðar „í GREINARGERÐ í frumvarpi til laga um virðisaukaskatt kom skýrt fram að eyða skuli áhrifum skattsins á upphitunarkostnað íbúðarhúsnæðis. Orkuveitusam- böndin telja brýnt að svo verði gert,“ segir í ályktun sem sam- þykkt var á sameiginlegum vetr- arfúndi Sambands íslenskra hita- veitna og Sambands islenskra raf- veitna, sem haldinn var á Hótel Loftleiðum síðastliðinn fimmtudag og iostudag. í ályktuninni segir einnig að fundurinn mótmæli harðlega þeim drætti sem orðið hafi á útgáfú reglugerða um virð- isaukaskatt. „Trúlega er allt að fjórfaldur mis- munur á kostnaði við húshitun og hann er mun meiri en á raforku- verði,“ sagði Ingólfur Hrólfsson, for- maður Sambands íslenskra hita- veitna, í samtali við Morgunblaðið. „Það þarf margt að gera til að hægt verði að innheimta virðisauka- skatt um næstu áramót, ég tala nú ekki um ef staðið verður við það fyrirheit í greinargerð með frumvarpi um skattinn að eyða áhrifum hans á upphitunarkostnað íbúðarhúsnæðis. Til dæmis yrði mikil vinna að að- skilja íbúðar- og atvinnuhúsnæði, sérstaklega hjá hitaveitum, og víða þyrfti að breyta innheimtuforritum," sagði Ingólfur. Hafiiargörður: Ekið á stúlku á gangbraut 12 ÁRA gömul stúlka lærbrotn- aði illa þegar ekið var á hana á gangbraut á Hjallabraut í Hafn- arfirði á fimmtudagsmorgun. Stúlkan var á leið í skóla og hjól- aði yfir gangbraut á Hjallabraut skammt frá Miðvangi. Okumanni bílsins tókst ekki að hemla í tæka tíð og er það meðal annars rakið til hálku, að sögn lögreglunnar. María Rögnvaldsdóttir í Bolungarvík látin Bolungarvík. MARIA Rögnvaldsdóttir, elsti íbúi Bolungarvíkurkaupstaðar, lést í Sjúkrahúsi Bolungarvíkur í gær á 99, aldursári. María var fædd á Svarfhóli í Álftafirði 13. janúar 1891 og voru foreldrar hennar þau Kristín Guð- mundsdóttir og Rögnvaldur Guð- mundsson frá Uppsölum í Seyðis- firði. María giftist Óiafi Halldórssyni frá Hesti í Hestsfirði, hann lést árið 1973. María og Ólafur bjuggu á nokkrum stöðum við Isafjarðar- djúp til ársins 1930 er þau settust að hér í Bolungarvík. Þau-María og Ólafur eignuðust 15 börn þar af sex sinnum tvíbura. 13 bama þeirra eru enn á lífi og eru afkom- endur þeirra hjóna nú orðnir 192. María Rögnvaldsdóttir var vel ern allt fram á þetta ár, hún fylgd- ist ævinlega vel með öllu og var María Rögnvaldsdóttir dugleg að sækja mannafundi þá er voru að hennar skapi. - Gunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.