Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐiÐ ;LAUG^RDAGUR 21. OKTÓBER 1989 30 Minning: Guðjón Marteins- sonf Neskaupstað Fæddur 21. ágúst 1922 Dáinn 12. október 1989 I dag verður til moldar borinn frá Norðfjarðarkirkju Guðjón Mar- teinsson verkstjóri í saltfiskverkun SVN í Neskaupstað. Hann hafði um nokkurra ára skeið átt í höggi við hjartasjúkdóm, sem nú hefur lagt hann að velli. Eg kynntist Guðjóni fyrst fyrir rúmum áratug, er ég hóf störf und- ir stjórn hans í saltfiskverkun SVN. Hann hafði þá verið verkstjóri þar um margra ára skeið. Guðjón var góður verkstjóri, dug- legur og samviskusamur og bar hag starfsfólksins og líðan þess mjög fyrir bijósti. • Ég tel mig mæla fyrir munn alls fólksins, sem starfaði undir stjórn hans, er ég segi, að hann hafi ævin- lega notið óskiptrar virðingar og vináttu þess. Kona Guðjóns var Guðrún Sigríð- ur Guðmundsdóttir frá Fáskrúðs- firði. Þeim varð fjögurra dætra auðið. Ég veit að margir sakna Guð- jóns, en mestur harmur er kveðinn að konu hans og dætrum og ijöl- skyldum þeirra. Ég votta þeim dýpstu samúð mína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Gyða Guðmundsdóttir í dag, laugardaginn 21. október, verður Guðjón Marteinsson jarð- sunginn frá Norðfjarðarkirkju. Guð- jón fæddist á Sjónarhóli í Neskaup- stað 21. ágúst 1922. Hann var son- ur hjónanna Maríu Steindórsdóttur er var fædd Austfirðingur en átti ættir að rekja til Árnessýslu og Marteins Magnússonar útvegsbónda sem einnig fæddist á Austfjörðum en var ættaður úr V-Skaftafells- sýslu. Þau hjónin eignuðust 13 börn alls, tvær dætur dóu ungar en 11 börn þeirra komust til fullorðinsára. Sonur þeirra Stefán Skaftfells lést um þrítugt og lét þá eftir sig eigin- konu og dóttur. Af þeim systkinum sem komust til efri ára er Guðjón sá fyrsti sem fellur í valinn af þessum stóra systk- inahópi. Alla tíð hefur verið mjög kært með þeim systkinum og ekki síst sterk bræðrabönd. Ármann Bjarnason, nú búsettur í Vest- mannaeyjum, kom á heimili þeirra Marteins og Maríu sem barn að aldri og móðurlaus og eignaðist hann þar gott heimili og góðan systkinahóp. Sérstaklega voru sterk tengsl á milli bræðranna Magnúsar og Guð- jóns. Æskuminningar þeirra og systranna eru þeim sem nú eftir lifa dýrmætur fjársjóður. Guðjón ólst upp í föðurhúsum á Sjónarhóli allt fram til fullorðinsára. Hann stundaði sjómennsku frá 14 ára aldri og hafði þá þegar fengist við ýmiskonar ígripavinnu sem drengur, þá tilbúinn til að leggja sitt af mörkum fyrir heimili sitt og samfélag. Um 16 ára aldur hóf hann störf á togaranum Brimi, var það sjálfsagt allmikið lagt á ungan mann en hann stóðst þá raun með sóma. Þegar hann var 22 ára að aldri lagði hann leið sína til Reykjavíkur til að nema við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Lauk hann þaðan hinu meira fiskimannaprófi árið 1946 eftir tveggja ára skólavist. Hugur hans hafði þó ætíð stefnt að því að verða íþróttakennari, því íþróttir áttu hug hans allan þar til yfir lauk. En sjómennskan og þar með baráttan fyrir þjóðfélagið var sú íþrótt sem hann taldi sína köllun og sem hann vildi takast á við. Um þessar mundir hafði hann kynnst konuefni sínu, Guðrúnu Sigríði Guðmundsdóttur, Þorgríms- sonar frá Brimnesi í Fáskrúðsfirði og konu hans, Sólveigar Eiríksdótt- ur. Þau Guðrún og Guðjón gengu í hjónaband 30. desember 1945, fluttu svo austur til Neskaupstaðar vorið eftir og hófu að byggja sér hús í landi Sjónarhóls eða á Hlíðar- götu 18. Hefur þar verið heimili þeirra síðan. Samvistir þeirra hjóna hafa verið byggðar á gagnkvæmu trausti og virðingu, ásamt mikilli hlýju og sam- heldni í einu og öllu. Þau skipustu oft á skoðunum um hin ýmsu og ólíku málefni. Var stundum mein- ingamunur á milli þeirra en þau fylgdust ætíð að og því varð þessi gagnkvæma samstaða og virðing þeim báðum til heilla, hvar sem þau bar að garði. Minningin um hið sér- stæða samspil þeirra hjóna verður dætrum, tengdasonum og barna- börnum afar minnisstætt veganesti um ókomin ár og fordæmi um fyrir- myndar hjónaband. Fyrstu ár þeirra á Neskaupstað voru þeim gleðistundir og sífelld hvatning til góðra verka og já- kvæðra hugsana. Afkomendur þeirra eru: Gígja Sólveig, gift Har- ald S. Holsvik, börn þeirra eru Guð- jón Dagbjörn og Guðrún Dagmar, heimili þeirra er í Mosfellsbæ. Guðnny Steinunn, gift Jóni Má Jóns- syni, þau eiga tvíburadætur, Guð- rúnu Sigríði og Sigurlaugu Maríu, og eni búsett í Garðabæ. María, gift Karli Jóhanni Birgissyni, þau eiga þijú böm, Guðrúnu Júlíu, Guðríði Elísu og Guðjón Birgi og eru búsett í Neskaupstað. Fjórða barn þeirra hjóna var drengur, skírður Guðmundur, en hann misstu þau sem kornabarn 1955. Yngst er Hólmfríður Guðlaug, hennar maður er Jón Ásgeir Tryggvason, þau eiga eina dóttur, Guðrúnu Stellu, og eru búsett í Reykjavík. Guðjón sótti sjóinn af miklum dugnaði næstu árin eftir námið. Hann var m.a. á Sævari, Valþóri og síðar á Goðanesi sem háseti, stýrimaður og seinna skipstjóri. Oft var hart sótt og í þá daga ekki hugsað um það hvort sjómenn gætu haldið jólin heima. En veturinn 1955 var hann 1. stýrimaður og lenti þá í miklu sjóslysi er togarinn Egill rauði fórst undir Grænuhlíð í slæmu janúarveðri. Þótti Guðjón sýna þar afburða harðfylgi, karlmennsku, trú og þrek. Með skipinu fórust 5 menn og er erfitt að setja sig í spor þeirra sjómanna sem sjá á eftir félögum sínum í hvítfyssandi helgreipar öldu- rótsins og finna vanmátt sinn gagn- vart því. En sjálfsagt marka slík áföll mennina sem í þeim lenda á mismunandi vegu. Eftir slysið var Guðjón á ýmsum smærri bátum til ársins 1958. Um þessi tímamót má segja að nokkur þáttaskil hafi orðið á lífsferli Guðjóns Marteinssonar. Hann réð sig til vinnu við þá nýstofnað fyrir- tæki, Síldarvinnsluna á Neskaup- stað, er var almenningshlutafélag sem 'hann og flestir bæjarbúar bundu miklar vonir við. Var hér um að ræða almenningshlutafélag er stofnað var til á félagslegum grunni en með aðild bæjarfélagsins sem grundvöll. Fáum mun hafa verið betur ljós þörfin fyrir sterkt og öflugt fyrirtæki með eignaraðild bæjarfélagsins en Guðjóni. Um fyrirtækið myndaðist mjög góð samstaða og samhugur, var það hveijum manni í bænum sérstakt kappsmál að framgangur þess yrði sem mestur, enda var fyrst og fremst um að ræða heill og atvinnu- möguleika flestra bæjarbúa. Þessi uppbygging var Guðjóni mjög hug- stæð. Hann byijaði störf sín sem verkstjóri við uppbyggingu Síldar- bræðslunnar og hélt því starfi fram til 1968, en um það leyti hófst hann handa við að setja á stofn Saltfisk- verkun SVN. Hann starfaði þar sem yfirverkstjóri og átti jafnframt sæti í stjórn Síldarvinnslunnar til ævi- loka. Hann hafði drukkið í sig með móðurmjólkinni sterka tilfinningu fyrir samfélagslegu réttlæti og nauðsyn þess að hlúa að hveijum og einum með því að tryggja honum atvinnu og möguleika til viðkomandi lífsafkomu. Þeir, sem urðu svo heppnir að kynnast Guðjóni, minnast hans án efa sem mikils baráttu- og dreng- skaparmanns. Hann var ungu fólki til fyrirmyndar og af honum gat það lært hvemig undirstaða okkar þjóð- félags var uppbyggð. Margir, sem á sínum unglings- og námsárum leituðu eftir vinnu hjá Guðjóni, virtu hann sem mikilhæfan stjórnanda á sínum vinnustað og báru til hans mikið traust. Guðjón hafði einnig gaman af að Guðmunda Eggerts- dóttirfrá Kothúsum í Garði — Minning Fædd 1. febrúar 1902 Dáin 16. október 1989 Það er stundum sagt um okkar samlíðarfólk, sem komið er til full- orðinsára, að við kunnum lítt að meta þær miklu þjóðfélagsumbæt- ur, sem átt hafa sér stað á yfir- standandi öld. Sjálfsagt á þessi fullyrðing við um einhvern hóp samferðafólksins. Fólki er nú einu sinni þann veg farið, að líta silfrið misjöfnum aug- um og er vart til að fást um. Þátt- taka fólks sjálfs og eftirtekt hlýtur einnig að vega þungt, þegar metnar skuli þjóðfélagsumbætur liðinna áratuga. Það sem einum finnst að til bóta horfi, finnst öðrum miður. Þetta venjulega umræðuefni kom mér fyrst í huga, þegar ég frétti lát föðursystur minnar og einlægrar vinkonu, Guðmundu Eggertsdóttur frá Kothúsum í Garði. Skoðanir hennar voru ávallt skýrar og ákveðnar og hún kunni vel að meta hvað til framfara horfði. Á oft stuttum ferðum mínum um Suðurnes og heimaslóðir, var ávallt stansað hjá Höfn og þegið kaffi hjá Mundu frænku. Þessar skyndiheim- sóknir mínar nú hina síðari áratugi eiga þó mun lengri sögu, því að ein af fyrstu minningum mínum frá æskuárunum er, að við bræður trítluðum á eftir foreldrum okkar, í landlegum eða á milli vertíða, frá Keflavík og út í Garð. Sérstakt vinarþel ríkti með föður- systkinum mínum öllum og var hvert tækifæri notað til samfunda. Afi og amma, Guðríður og Egg- ert eignuðust 9 börn, en aðeins 6 þeirra komust til fullorðinsára. Guð- munda er síðust af systkinahópnum frá Kothúsum, til að kveðja þetta tilverustig. Á undan her.ni eru látin Gróa og Helga, er lengst bjuggu í Reykjavík, Guðrún og Gísli Árni, er allan sinn aldur bjuggu í Garðin- um, og Þorsteinn faðir minn, sem bjó í Keflavík. Brautryðjandastarf Eggerts afa í félags- og athafnamálum hefur tvímælalaust haft áhrif á uppeldi og heimilisbrag allan í Kothúsum um og upp úr aldamótunum. I þeim efnum verður af eðlilegum ástæðum að styðjast við annarra frásögn og skal í því sambandi vísað til minn- ingargreinar, sem Una Guðmunds- dóttir frá Sjólýst skrifaði í blaðið Faxa, sem út kom í Keflavík árið 1959 á aldarafmæli hans. Þar er á trúverðugan hátt ritað af samtíðarmanni Eggerts afa um störf hans og baráttu á tímum fá- tæktar og umkomuleysis. Eftir lestui1 umræddrar greinar, blandast engum hugur um í hvaða andrúmslofti Kothúsasystkinin ól- ust upp og óhjákvæmileg áhrif þess. Því minnist ég nú þessarar grein- ar Unu, að Guðmundu frænku var tíðrætt um uppvaxtarár sín, þegar sest var yfir kaffisopa í Höfn og þá helst, ef áheyrendur voru fáir. Þessi samtöl okkar voru þó áhrifa- mest, þegar við vorum aðeins tvö. Á löngum æviferli sínum, nálega 88 árum, fór Guðmunda eðlilega ekki á mis við skin og skúri í einka- lífi sínu. 31. mars árið 1923 giftist Guð- munda Vigfúsi Pétri Ásmundssyni sjómanni og eignuðust þau tvö böm, Guðríði, sem nú er ein á lífi af fjöl- skyldunni í Höfn, og Kristján Karl. Eiginmann sinn missti Guðmunda 1. maí 1967 og son sinn Kristján 12 árum síðar eða 11. maí 1979, þá aðeins 48 ára gamlan. Eftir að eiginmaður hennar hætti sjómennsku, hóf hann m.a. afskipti af félagsmálum og var nokkur ár í stjórnar- og ábyrgðarstörfum í Verkalýðs- og sjómannafélagi Gerðahrepps. í þeim störfum eins og öðrum, studdi Guðmunda mann sinn af fremsta megni. Þrátt fyrir lítil efni og takmörkuð veraldargæði og þung áföll með ástvinamissi, heyrði ég aldrei æðru- orð af munni Guðmundu eða „Mundu“ eins og vinir og kunningj- ar nefndu hana. Harma sína og mótlæti lífsins bar hún í hljóði, ein með sjálfri sér. Þegar verstu áföllin riðu yfir varð þess aðeins vart í fari hennar, að samtalið gat farið hægar af stað, önnur merki sáust ekki hið ytra, innan stundar hafði hún hrundið erfiðleikum og mótlæti t il hliðar og gamanyrði sátu í fyrir- rúmi. Þegar þessir mannkostir Mundu komu best í ljós ásamt smitandi kátínu, gleymdu nærstaddir erfið- leikum sínum, ef einhveijir voru og urðu ómeðvitað þátttakendur í græskulausu spaugi. fá unglingana úr grúnnskólanum til starfskynningar og lýsa fyrir þeim hinum ýmsu þáttum í saltfiskvinnsl- unni. Hann lagði einnig sitt af mörk- um til að viðhalda námi fyrir ung og uppvaxandi stýrimannaefni á staðnum. Var hann alloft beðinn um að vera prófdómari þegar námskeið voru haldin. Hann var einnig oft tilkallaður sem meðdómari í sjórétt- armálum. Guðjón var af flestum virtur og vinsæll yfirmaður, kröfuharður um gott vinnuframlag, vandvirkni og samviskusemi en um leið trúr full- trúi verkamannsins og stóð við hlið hans þegar leysa þurfti úr hinum ýmsu málefnum, hvort sem um var að ræða kjaramál eða önnur atriði um aðbúnað á vinnustað. Jafnframt þessu leitaðist hann stöðugt við að finna leiðir til betri vinnubragða og til að skapa betri nýtingu á hráefni og að fá sem mest verðmæti úr framleiðslunni til hagsbóta fyrir verkafólk og fyrirtækið. Hann starf- aði í sérstakri hagræðingamefnd innan Sölusamtaka fiskframleið- enda, SÍF, og lagði sig fram í hvívetna til að fylgjast með öllum nýjungum. Guðjóni fannst það ætíð miklvægt að finna öllum störf þar sem gáfur og verkþekking hvers og eins nýtt- ust til fulls, því með því var hann viss um að fólki liði best og að fyrir- tækið hefði sem mesta hagsæld af vinnu þess. Honum fannst brauðst- ritið hvorki vandamál né erfiði, held- ur lífið sjálft. Honum var það jafn- mikil ánægja að ganga til vinnu sinnar og taka til hendinni þar, eins og að bregða á leik með flugustöng- ina. En Guðjón hafði gaman af lax- og silungsveiði. Hann var einn af stofnendum veiðifélagsins Vopna og undi sér vel í þeim félagsskap. Guðjón hafði einnig gaman af að spila billjard og eru þær stundir mér ógleymanlegar sl. sumar er við stunduðum þessa iðju sem um ungl- ingspilta væri að ræða. íþróttir hverskonar og Þróttur í Neskaupstað voru Guðjóni mikið hugðarefni. Mátti hann af engum íþróttafréttum missa. Hann var óþreytandi og ötull stuðningsmaður Þróttar og vildi veg þess og virðing sem mesta. Þróttur heiðraði hann sérstaklega í tilefni nýliðinna tíma- móta hjá félaginu. Guðjón var mikilvirkur félags- málamaður, hann var félagi í Sósíal- istaflokki Neskaupstaðar en síðar í Alþýðubandalaginu. Hann var einn af félagsmönnum Verkstjórafélags Austurlands og gegndi formennsku i stjórn þess til æviloka. Félagið var Guðjóni mikils virði enda gat hann oft á þeim vett- Undir þessum kringumstæðum skildi ég föður minn betur, þegar hann á árum áður lagði á sig og fjölskyldu sína gönguferðir út í Garð til að hlæja og gera að gamni sínu, eins og hann orðaði það. Guðmunda fylgdist fram á síðustu ár vel með eins og gjarnan er sagt og hafði sínar ákveðnu skoð- anir á gangi mála og lét þær óspart í ljósi af hispursleysi og með reisn. Ömmu, og langömmubörnin voru augasteinar hennar, og var henni einstaklega lagið, að eignast trúnað þeirra og reyndist hún þeim sannur vinur og miðlaði þeim samvisku- samlega af reynslu sinni. Af bestu eiginleikum Guðmundu er erfitt að velja úr eitt öðru frem- ur. Við þessi vegamót tel ég mér þó skylt að geta þess sérstaklega, hve innilega þakklát hún var öllum ættingjum, vinum og nágrönnum fyrir veitta aðstoð og sanna vin- áttu, eftir að hún síðustu árin átti erfiðara með allar ferðir utan dyra. Ósjaldan sagði hún: „Það eru allir boðnir og búnir til að gera allt fyrir mig. Ég á þetta ekki skilið." Með þessum hætti endurköstuðust mannkostir hennar sjálfrar. F'ólk kunni vel að meta návistir við hana. Umtalsbetri vin allra er um var rætt hefi ég vart fyrir hitt. Langur og strangur ævidagur er að kvöldi í lífi íslenskrar alþýðukonu. Innilegustu samúðarkveðjur til allra afkomenda Guðmundu Egg- ertsdóttur frá Kothúsum. Útför Guðmundu fer fram í dag kl. 2 e.h. frá Útskálakirkju. Eggert G. Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.