Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARBAGUR’ 21. OKTOBER 188914 Ljósmynda- stækkanir í Gallerí Madeira BJÖRGVIN Pálsson, „mynda- smiður“, mun opna sýningu um helgina hjá Gallerí Madeira, sem starfrækt er í húsakynnum Evr- ópuferða á Klapparstíg 25, 3. hæð í Reykjavík. Myndefnið sótti Björgvin til Portúgals sl. sumar. Myndirnar eru ljósmyndastækkanir unnar með hinni sérstöku Gumbichromat- tækni. Viðstaddir opnurt á sýning- unni verða m.a. fulltrúar portú- galskra ferðamálayfirvalda. Sýningin verður opin um þriggja vikna skeið alla virka daga milli klukkan 8.30 og 18. Henni lýkur föstudaginn 24. nóvember. Allar myndimar eru til sölu. Björgvin Pálsson er 34 ára gam- all og starfar hjá sjónvarpinu. Hann hefur fengist við ljósmyndun í 22 ár og titlar sig „myndasmið". Baula hættir að auglýsa ferðirnar BAULA hf. hefúr ákveðið að hætta að auglýsa að þeir, sem safni 30 állokum afjógúrtdósum, eigi möguleika á fjögurra daga ferð fyrir tvo til Lúxemborgar. Söfnun lokanna heldur þó áfram og ferðin verður farin. Ekki hef- ur verið tekin ákvörðun um það af hálfú Verðlagsstofnunar hvort fyrirtækið verður kært fyrir auglýsingaraar. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær telur Verðlagsstofnun að auglýsingar Baulu bijóti í bága við lög um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. I frétt sem Morgunblaðinu hefur borist frá Baulu hf. segir, að fyrir- tækið hafi ákveðið að virða sjónar- mið Verðlagsstofnunar, þó að stofnunin sé einungis eftirlitsaðili, en ekki úrskurðaraðili um lögmæti auglýsinga. Því verða engar frek- ari auglýsingar frá Baulu allt þar til söfnuninni lýkur 15. nóvember. Sólveig Guðmundsdóttir, lög- fræðingur Verðlagsstofnunar, seg- ir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort til kæru kemur vegna auglýsinganna. Nýr Subaru kynntur SUBARU Legacy er nafn á nýjum bíl, sem Ingvar Helgason hf kynnir um helgina í sýningarsal fyrirtæk- isins við Sævarhöfða í Reykjavík. Bíllinn er ný hönnun og í sama stærðarflokki og hinn hefðbundni Subaru. Legacy er fjórhjóladrifinn og fæst með tvenns konar vélum, 1800 16 ventla og 2200 16 ventla. Bíllinn kostar frá 1.340 þúsund krónum miðað við afborgunarverð. Enn- fremur verða sýndir um helgina hinn hefðbundni Subaru Wagon, Subaru Justy og Subaru „bitabox". í tilefni af komu hins nýja bíls kom hingað fulltrúi framleiðend- anna, Ichira Arai. Bílarnir verða sýndir almenningi á laugardag og sunnudag klukkan 14.00 til 17.00. Sigurbjöm Eldon Logason Sigurbjörn El- don Logason í Hafnarborg SÝNING Sigurbjörns Eldon Logasonar á vatnslitamyndum í Hafnarborg, Strandgötu, Ilafn- arfirði hefiir verið framlengd tíl sunnudagsins 22. október. Sýningin er opin daglega frá klukkan 14-19 e.h. Sýningin hefur verið vel sótt og margar myndir selst, segir í fréttatilkynningu. Þetta er 6. sýning Sigurbjörns. fslandsmót skáta í keilu Islandsmeistaramót skáta í keilu verður haldið í Keiluhöll- inni, Öskjuhlíð, sunnudaginn 22. október klukkan 13. Þetta er þriðja árið í röð sem keppnin er haldin. Það er skátafé- lagið Garðbúar sem stendur fyrir keppninni og er keppt í tveimur aldursflokkum: 11-15 ára og 16 ára og eldri. Öllum er fijálst að koma og fylgjast með. Lögreglan leitar ökumanns LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir að hafa tal af ökumanni, vegna óhapps fyrir framan prentsmiðjuna Odda við Höfða- bakka á Artúnshöfða um klukk- an 16 á miðvikudag. Fimmtán ára piltur hljóp út á götuna og skall utan í fólksbifreið. Okumaðurinn, sem var kona, ræddi við hann, en þá taldi hann sig vera ómeiddan. Síðar kom í ljós að pilt- urinn er handarbrotinn. Konan er beðin um að hafa samband við slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík. Umræðufimdur í Rannsóknastofti- un uppeldismála UMRÆÐUFUNDUR um efni fyr- irlestra Gunnhildar Óskarsdótt- ur æfingakennara og Hafþórs Guðjónssonar framhaldsskóla- kennara verður haldinn þriðju- daginn 24. október. Umræðustjóri verður Jón Torfi Jónasson dósent. Fundurinn verður haldinn í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg og hefst klukkan 16.30. Öllum er heimill aðgangur. Morgunblaðið/Bjami Ichira Arai og Ingvar Helgson við einn nýju bílanna Bjarni Lárentíusson, formaður sóknarnefiidar, mæðgurnar Kristín Cecilsdóttir og Kristborg Haraldsdóttir og séra Gísli H. Kolbeins. Sunnudags- morgungöngur Sunnudagsmorgungöngur heljast á ný í byijun vetrar hjá Náttúruverndarfélagi Suðvest- urlands en félagið stóð fyrir þeim í vetur er leið. Gönguferðimar. verða stuttar. Lagt verður af stað kl. 10.00 frá brottfararstað. Gengið verður með stuttu stansi á nokkrum stöðum og komið til baka eftir 114 til 2 tíma. í göngunni verður hugað að nátt- úrufari, sögu og örnefnum svæðis- ins. Öllum er heimil þátttaka. Fyrsta morgungangan verður um Elliðaárdal. Lagt verður af stað frá inngangi Árbæjarsafns á morg- un, sunnudag, kl. 10.00 og gengið um Elliðaárdalinn og Elliðaár- hólmana en þetta svæði er hluti af Bláfjallaleiðinni. Spurninga- keppni grunn- skóla ÞRAUTALENGING 1989, spurningakeppni grannskóla Reykjavíkur, hefst á mánudag klukkan 20.30 og verður þá keppt á 6 stöðum. Átján grunnskólar taka þátt í keppninni. Á mánudag verður keppt í félagsmiðstöðvunum Árseli, Frostaskjóli, Fjörgyn, Tónabæ, Þróttheimum og í Hólabrekku- skóla. Þrír skólar keppa á hveijum stað. Þann 30. október klukkan 20.30 fara fram undanúrslit í Árs- eli og Tónabæ og úrslitakeppnin verður í Broadway 9. nóvember klukkan 15. Hús brann við V atnsendablett Húsið Brattholt við Vatnsenda- blett 173 brann í snemma gær- morgun. Húsið var mannlaust. Eldsupptök eru óljós. Fyrirlestur og kynning í Odda FYRIRLESTUR og kynning á tæki sem notað er til „greining- ar“ á ’Tíffræðilegri orku“ (bio energetic) og fleira verður í stofú 101 í Odda, Háskólanum, fimmtudaginn 26. október klukkan 23.30. Tækið er kallað „samræmingar- þýðandi“ (Harmonic Translator) og má meðal annars nota til að „greina“ samræmi milli svokallaðra orkustöðva (chakras). Greiddur aðgangseyrir gildir sem afsláttur á fyrstu greiningu með tækinu. Fyrirlesari verður Leifur Leopoldsson. Sýning á aftnæli trésmiða Trésmiðafélag Reykjavíkur verður 90 ára í desember nk. í tilefiii afmælisins verður ýmis- legt gert og á laugardag 21. október klukkan 14 verður opn- uð sýning á frístundaiðju félags- manna í húsakynnum félagsins á Suðurlandsbraut 30. Sýnendur eru 18, sá yngsti 38 ára og sá elsti hátt á níræðisaldri. Sýningin gefur skemmtilega mynd af áhugamálum félagsmanna og tómstundaiðju, en m.a. eru á sýn- ingunni málverk, teikningar, út- skurður, bókband, glermyndir, brúður, ljósmyndir, frímerkjasöfn og söfn annarra muna. Samkór Trésmiðafélagsins mun koma fram á meðan sýningin stendur, en við opnunina á laugar- dag ætla félagar í Lúðrasveit verkalýðsins að leika nokkur lög. Sýningin verður opin á skrif- stofutíma virka daga klukkan 10-17 og á sunnudögum klukkan 14-18. (Fréttatilkynning) Tónleikar 1 Kristskirkju TÓNLEIKAR í tilefhi 60 ára vígsluafmælis Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, verða í kirkjunni nk. sunnudag kl. 17.00. Verkin sem leikin verða eru Choral fyrir orgel eftir Cesar Franck, Einleikssónata fyrir lág- fiðlu eftir Max Reger og Kvintett fyrir klarínettu og strengi eftir W.A. Mozart. Hljóðfæraleikarar eru Úlrik Ólason sem leikur á org- el, Sigurður I. Snorrason á klarí- nettu, Zbigniew Dubik á fiðlu, Andrzej Kleina á fiðlu, Dariusz Korcz á lágfiðlu og Malgorzata Kuziemska-Slawek á selló. Aðgangur er ókeypis og eru all- ir velkomnir. Fyrirlestur í boði félagsvís- indadeildar DR. URI Davis flytur opinberan fyrirlestur í boði félagsvísinda- deildar mánudaginn 30. október og hefst hann klukkan 17.15 í stofú 101 í Odda. Dr. Davis hefur kennt við ýmsa háskóla, sfðast háskólann í Exeter og hefur enn tengsl við þann skóla (Honors research Follow). Nú er hann forstöðumaður ráðgjafastofn- unar „The Jerusalem and Peace Service". Dr. Davis hefur skrifað fjölda greina og bóka. Fyrirlestur- inn nefnist: „The Israeli Palestian Conflict: Possibilities for a Peaceful Solution based on Principles of Westem Democracy“. Hann verður fluttur á ensku og er öllum heimill aðgangur. (Fréttatilkynning) GUNNAR Kristinsson hcldur sýningu á myndum og styttum í Galleri „einn-einn“ við Skóla- vörðustíg 4A. Myndirnar eru unnar innan hug- taksins „Antlitz-Saga“, en antlitz er gamalt orð og þýðir andiit og hefur að geyma tengsl við trúar- brögð. Gunnar skráir sögur í andlit með þessum myndum sínum og gengur út frá þeirri hugmynd að saga sé Gáfu ljós í kirkjusal NÝLEGA gáfú Kristín Cecils- dóttir, böra hennar og tengda- börn minningargjöf um Harald ísleifsson, eiginmann og föður, til nýju kirkjunnar í Stykkis- hólmi. Gefa þau öll ljósin í kirkjusalinn. Var tilkynnt um gjöfina 27. sept- ember sl. á fæðingardegi Haralds, en hann lést 31. mars 1985. Heildarneyslan skiptir sköpum Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Áfengisvarnarráði: Að gefnu tilefni vill Áfengisvarn- arráð vekja athygli á vafasömum fréttaflutningi ýmissa fjölmiðla um þá gifurlegu aukningu áfengis- neyslu sem orðið hefur í landinu frá 1. mars í vor. Aðalatriði málsins er að sjálf- sögðu að heildameysla hreins vínanada hefur aukist meira síðustu mánuðina en dæmi eru til hérlendis undanfarna áratugi. Tjónið, sem áfengi veldur, ræðst af heildameyslu en ekki því í hvers konar formi það er drukkið. Neysla áfengis minnkaði milli áranna 1987 og 1988. Sterk efna- hagsleg rök hníga áð því að haldið hefði áfram að draga úr henni á árinu 1989 ef sala bjórs hefði ekki komið til. Þá er rétt að hafa í huga að fyrstu tveir mánuðir þessa árs voru „bjórlausir". Full ástæða er til að varað sé við því heilsutjóni og þeirri verð- mætasóun sem líklegast er að sigli í kjölfar aukinnar áfengisneyslu. til í hveiju andliti og að hver og einn beri ábyrgð á henni. Opnun sýningarinnar er í dag, laugardag, klukkan 16, en við opn- unina verður frumflutt tónverk eft- ir Gunnar sem heitir: „Mundu að af vatni ert þú kominn og að vatni munt þú aftur verða.“ Sýningin er 14. einkasýning Gunnars, en hann hefur sýnt í Mið-Evrópu ogá íslandi. Hún stendur til 2. nóvember og er opin alla daga klukkan 14-18. (Fréttatilkynning) Gunnar Kristinsson við verk sín. Gunnar Kristinsson sýnir <r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.