Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 22
22 . MORUUNBLAMB LrtöGARDAGUR 21. OKTÓBER 1989 Momiu.vBLAHtD,um:garpag.ur ^^ pKTÓBtjR.^Sg Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, simi 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Söfinim vegna geðsjúkra Idag efna Kiwanismenn til fjársöfnunar til styrktar geðsjúkum. Er stefnt að því að safna 13 milljónum króna til bygg- ingar sambýlis fyrir geð- sjúka. Kiwanishreyfingin hefur áður staðið fyrir íjár- söfnun í þessu skyni og hafa undirtektir almenn- ings verið með eindæmum góðar. Á undanfömum áratug- um hefur mikið átak verið gert í því að bæta aðstöðu geðsjúkra hér. í eina tíð var Kleppsspítalinn eini spítalinn, sem var sér- hæfður í meðferð geð- sjúkra. Geðdeild Borg- arspítalans tók svo til starfa fyrir rúmum tveimur áratugum og hefur gegnt veigamiklu hlutverki á þessu sviði heilbrigðisþjón- ustu. Jafnframt hefur myndarleg geðdeild verið byggð við Landspítalann og Kleppsspítalinn sjálfur hefur verið endurnýjaður þannig, að hann er nú mun vistlegri sjúkrastofnun en áður. Jafnhliða þeim miklu framförum, sem orðið hafa í þjónustu sjúkrahúsa við geðsjúka hefur verið" unnið að því að gera þeim auð- veldara en áður að komast út í lífið á nýjan leik, þegar bata er náð eða á því tíma- skeiði, þegar bati er til staðar. Gylfi Ásmundsson, sálfræðingur, lýsti þessu starfi í grein í Morgun- blaðinu sl. miðvikudag með eftirfarandi orðum: „End- urhæfingin hefst inni á sjúkrahúsinu á áfanga- deildum, þar sem þeir eru þátttakendur í daglegu lífi, samveru og samvinnu fólksins á deildinni og taka á sig ábyrgð og skyldur, eins og hvert annað heimil- isfólk. Þeir fá tækifæri til að þjálfa huga og hönd í iðjuþjálfun, og á dagdeild- inni geta þeir sótt markviss námskeið í félagslegri þjálfun og sjálfshjálp. í tengslum við geðdeildirnar er einnig rekið fyrirtæki, Bergiðjan, sem framleiðir vörur, sem þegar hafa unn- ið sér tryggan sess á al- mennum markaði. Þetta er verndaður vinnustaður, þar sem sjúklingum gefst kost- ur á að sækja vinnu og fá þar starfsþjálfun, sem býr þá undir störf á hinum al- menna vinnumarkaði." Markmið Kiwanismanna nú um helgina er að safna fé til sambýlis fyrir þá, sem hafa lokið endurhæfingu vegna geðsjúkdóma. Slík sambýli hafa rutt sér til rúms bæði fyrir þá, sem hafa átt við geðsjúkdóma að stríða og einnig fyrir aðra fatlaða. í fyrrnefndri grein Iýsir Gylfi Ásmunds- son sambýlum með þessum orðum: „Hér er um að ræða raunveruleg og varanleg heimili, þar sem 5-6 ein- staklingar búa saman og hafa sameiginlegan heimil- isrekstur. Ekki er minnst um vert, að þeir hafa fé- lagsskap og stuðning hver af öðrum. Þessi sambýli hafa gefist vel og fyrir geðsjúka að lokinni endur- hæfingu virðist þetta vera hin ákjósanlegasta lausn, ef þau væru fyrir hendi.“ Geðsjúkdómar eru býsna útbreiddir og taka á sig margvíslegar myndir. Þær fjölskyldur eru margar á Islandi, sem kynnzt hafa þessum erfiðu sjúkdómum með einum eða öðrum hætti. Margir þeirra, sem hafa orðið fyrir barðinu á geðsýki eiga skjól hjá sínum nánustu en aðrir ekki. Og það er ekki sízt vegna þess fólks, sem Kiw- anismenn safna fé í dag. Þetta fólk þarf að finna öryggi á sínu eigin heimili og í samvistum við aðra. Þess vegna er ástæða til að hvetja landsmenn til að taka Kiwanismönnum vel í dag og nú um helgina. Um ga-ga u málflutmng eftir Þorstein Pálsson Það þurfti ekki að koma neinum á óvart, að einn af fyrstu starfs- dögum Alþingis, eftir að það kom sarnan í vikunni sem leið, fór í utan- dagskrárumræður um lögbi'ot og ámælisverð vinnubrögð vinstri stjórnar Steingríms Hermannsson- ar. Pálmi Jónsson alþingismaður gerði í ýtarlegu máli grein fyrir því, hvernig einstakir ráðherrar og ríkisstjórnin í heild hafa á undan- förnum vikum og mánuðum farið á svig við lög, reglugerðir og viður- kennda starfshætti við ráðstöfun almannafjár. Það er lýsandi fyrir núverandi ríkisstjórn, að ráðherr- arnir, sem til andsvara voru, virtust ekkeit sjá athugavert við það, að lög væru sniðgengin og opinberu fé varið án heimildar. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra viðurkenndi til dæm- is, að ráðning aðstoðarmanns Stef- áns Valgeirssonar til deildarstjóra- starfa í forsætisráðuneytinu (þar sem hann hefur aldrei starfað) væri ekki í samræmi við lög. En þrátt fyrir viðurkenninguna fannst forsætisráðherra Islands ekkert at- hugavert við hrossakaupin. Svo virðist sem einu áhyggjur hans lúti að því að málið komist upp. Það voru að vísu samherjar forsætisráð- herrans í Alþýðuflokknum, sem komu upplýsingunum um þetta hneyksli á framfæri. En nú bregður svo við að þeir vei'ja ósómann af ótta við að missa ráðherrastólana ella. En nú kveðst forsætisráðherra ætla að beita sér fyrir því, að lögum verði breytt svo Stefán gæti notið aðstoðar á sama hátt og fullskipað- ur þingflokkur. En þá verður vita- Þorsteinn Pálsson „Mál aðstoðarmanns Stefáns snýst ekki um háar upphæðir, en er um margt táknrænt fyr- ir starfshætti og hugs- unarhátt núverandi ríkisstjórnar. Ráðherr- arnir virðast líta á lög og reglugerðir sem ein- hvers konar lauslegar viðmiðanir, sem óhætt sé að víkja frá eða ganga gegn, ef pólitísk- ir hagsmunir þeirra bjóða svo.“ skuld tii nýtt óréttlæti gagnvart öðrum, sem á Alþingi sitja. Eftir umræðurnar á Alþingi hefur for- sætisráðherra síðan skýrt frá því, að hann hafi vikið aðstoðarmanni Stefáns Valgeirssonar úr starfi. Það er raunar orðað svo, að ráðningar- samningur hans hafi ekki verið framlengdur. Táknrænt mál Mál aðstoðarmanns Stefáns snýst ekki um háar upphæðir, en er um margt táknrænt fyrir starfs- hætti og hugsunarhátt núverandi ríkisstjórnar. Ráðherrarnir virðast líta á lög og 'reglugerðir sem ein- hvers konar lauslegar viðmiðanir, sem óhætt sé að víkja frá eða ganga gegn, ef pólitískir hagsmunir þeirra bjóða svo. Þegar upplýst er, að tilteknar athafnir eða ákvarðanir ráðherra séu ekki í samræmi við lög eru við- brögð þeirra þau, að þá þurfi bara að breyta lögunum. Það er athyglis- vert, að sjaldnast dettur þeim í hug að bera við fákunnáttu í lögum, þegar þeir eru beðnir um skýringu. Svo virðist með öðrum orðum, að þeim finnist sjálfsagt að brjóta lög- in fyrst og, ef upp kemst, breyta þeim síðar. -Viðhorf og vinnubrögð af þessu tagi grafa undan réttarríkinu. Ráð- herrar eiga að sjálfsögðu að vera til fyrirmyndar, en þegar þeir ganga á undan í lögbrotum og óeðlilegum vinnubrögðum stofna þeir að sjálf- sögðu í hættu virðingu almennings fyrir lögum og góðum siðum. Les eigin tölur eins og skrattinn biblíuna Þegar Olafur Ragnar Grímsson tók við embætti fjármálai'áðherra fyrir rúmu ári hafði hann uppi stór orð og heitingar um ríkisbúskapinn undir sinni stjórn. Nú átti fram- vegis að skila hallalausum fjárlög- Þróun tekna og gjalda ríkissjóðs 1980-89 (á verðlagi ársins 1989,1980 = 100) 1. Tímabil 0 Bilið milli gjalda og tekna verður til. 0 Útgjöld aukast umfram landframleiðslu. 0 Viðskiptahalli í hámarki. 4. Tímabil -150 Ragnar Amalds fjármálaráðherra Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra ðlafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra um, stöðva „aukafjárveitingarnar" svonefndu og koma reglu á ríkis- fjármálin í eitt skipti fyrir öll. Mörgum er eflaust í fersku minni þegar hann kallaði alla yfirmenn ríkisstofnana á sinn fund í upphafi þessa árs og hótaði þeim brott- rekstri ef þeir héldu sig ekki við fjárlög ársins. Þetta var að sjálf- sögðu gert fyrir framan sjónvarps- vélar, þar sem ráðherranum líður sýnilega best, enda krefja fjölmiðia- menn hann sjaldan urn efndir stór- yrðanna. í varnarræðum sínum að undan- förnu hefur fjármálaráðherra talað um það sem hann kallar „ga-ga- pólitík" forvera sinna. Og um leið hefur hann reynt að upphefja sjálf- an sig. í töflu sem fylgir fjálaga- frumvarpinu koma athyglisverðar staðreyndir fram. Ráðherrann notar töfluna til þess að sanna „ga-ga- pólitíkina", en við skoðun kemur í íjós að sú nafngift á helst við tíma þeirra A-flokkaformanna í fjár- málaráðuneytinu. Línuritið, sem birtist með þessari grein, sýnir að verulegur ríkissjóðs- halli fór að myndast í tíð Ragnars Arnalds á árunum 1982-83. Sjálf- stæðismenn tóku við íjármálaráðu- neytinu á miðju ári 1983. Þegar í ársbyijun 1985 næst sá árangur að bilið milli tekna og gjalda fer að minnka á nýjan leik og hefur ekki verið minna á umræddu tíma- bili en á árunum 1986 og 1987. Formenn A-flokkanna hafa stýrt fjármáiaráðuneytinu frá miðju ári 1987. Eftir það breikkar bilið,á ný, og útgjöldin aukast meðan lands- framleiðslan dregst saman. En á árunum 1985 og 1986 jukust út- gjöldin hægar en landsframleiðsla. Þá er ástæða til að minna á, að á árinu 1986 náðist jöfnuður í ut- anríkisviðskiptum landsins. Það er eina árið á umræddu tímabili, sem það hefur gerst. Og formenn A-flokkanna voru þá víðsfjarri fjár- málaráðuneytinu. Þegar skoðað er hlutfall útgjalda ríkisins umfram fjárlagaákvarðanir á umræddu tímabili, kemur í ljós að það er lægst á árunum 1984-86. Það fer hins vegar hækkandi eftir að formenn A-flokkanna koma í fjármálaráðuneytið. Af þessu má ráða að fjármálaráð- herra les sínar eigin talnaupplýsing- ar og línurit eins og skrattinn biblí- una. Slíkur lestur er sannarlega „ga-ga“. Fjórir milljarðar bætast við Nú er komið á daginn að því fer víðs fjarri að Ólafi Ragnari hafi tekist það sem hann þóttist ætla sér. Samkvæmt fjárlögum 1989 á tekjuafgangur ríkissjóðs að vera um 600 milljónir króna. Nú stefnir í margra milljarða króna halla þrátt fyrir sjö milljarða króna skatta- hækkanir. Og í fjárlagafrumvarp- inu fyrir næsta ár er þegar gert ráð fyrir þriggja milljarða króna halla. Og nú er ljóst að við þá tölu bæt- ast a.m.k. fjórar milljarðar króna. Ekki hurfu heldur „aukafjárveit- ingarnar“ úr sögunni eftir að Ólafur Ragnar tók við stjórn fjármálaráðu- neytisins. Flestar eru þær til komn- ar vegna ákvarðana sem ráðherr- ann og ríkisstjórn hafi tekið, en ekki vegna verðlagsþróunar eða kjarasamninga. Enn síður hefur borið á því að yfirmenn ríkisstofnana, sem farið hafa út fyrir ramma fjárlaga, hafa látið af störfum. Raunar væri það líka einkennilegt á sama tíma og fjármálaráðherra gefur sjálfur for- dæmi um heimildarlausa ráðstöfún almannafjár. Fjármálaráðherra gumar af því að nú sé ráðgert að leggja fjárauka- lög fyrir haustþing. Því er haldið fram að í þessu felist ný og breylt vinnubrögð. Hinn falski tónn í þeim málflutningi kemur skýrt fram í málefnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Þar heimilar fjármála- ráðherra mennlamálaráðherra að gefa fyrirmæli um verulega auknar greiðslur í september, sem hvorki rúrnast innan fjárlaga né lánsfjár- laga. Hér stendur Alþingi eftir sem áður frammi fyrir orðnum hlut. A bak við stóru orðin er því skinbelgi sem fyrr. „Trúnaðarmál" Eitthvað ei' fjármálaráðherra feiminn við „aukafjárveitingar" sínar. Pálmi Jónsson upplýsti við utandagskrárumræðurnar á Alþingi á mánudaginn, að þegar ráðherrann hefði fyrir nokkru látið fjárveitinga- nefnd þingsins í té lista yfir' „auka- fjái-veitingar" hefði hann óskað eft- ir því að farið yrði með upplýsing- arnar sem trúnaðarmál. Svar Ólafs Ragnars er lær- dóinsríkt. Hann kvaðst hafa sagt við nefndarmenn að ef það væri ætlan þeirra að skýra fjölmiðlum frá þessum fjái'veitingum þyrfti að koma upplýsingunum í „annan bún- ing sem hæfði fjölmiðlum". Hér er þess eins að geta að þessi listi var eins og hann áður hefur verið. Fyi'ii' þá sök þurfti því ekki að gera á honum neinar breytingar fyrir Ijölmiðla. Astæða er að mínum dómi fyrir starfsmenn fjölmiðla að velta orðum Ólafs Ragnars fyrir sér. Þau fela ekki í sér að ráðherrann vantreysti fjölmiðlamönnum til að fara með- tölur eða koma réttum upplýsingum til skila. Þvert á móti. Hann óttast einmitt að staðreyndum verði komið á framfæri. Þess vegna þarf hann tíma til að koma þeim í „búning sem hæfir fjölmiðlum“. llöfundur cr formaður Sjáífstæðisflokksins. Ræða Davíðs Oddsonar borgarsljóra við vígslu Borgarleikhússins: Við lifum nú þá stund er draumur breytist í veruleika HÉR fer á eftir ræða Davíðs Oddssonar, borgarstjóra í Reykjavík, við vígslu Borgarleikhússins í gærkvöldi. Virðulegi forseti Islands, aðrir góðir hátíðargestir. Fyrir hönd Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur býð ég ykk- ur öll hjartanlega velkomin í þennan helgidóm leiklistarinnar, sem við vígjum hér í dag. Eg býst við að mörgum ykkar sé. eins farið og mér, að þykja að við lifum nú þá stund, er draumur breytist í veruleika, fagur og stund- um fjarlægur draumur rætist. Borgarleikhúsið hefur verið í byggingu í 14 ár og mörgum þykir það langur tími, jafnvel fyrir svo stórt hús. En rétt er að hafa í huga, að fyrstu 7 árin var einvörðungu 10% af heildarkostnaðinum varið til byggingarinnar. Frá og með ár- inu 1983 var settur fullur kraftur . á byggingarframkvæmdir og á síðari helmingi framkvæmdatímans féll um 90% af framkvæmdakostn- aði til. Við getum öll verið sammála um að arkitektum hússins, þeim Guð- mundi Kr. Guðmundssyni, Ólafi Sigurðssyni og Þorsteini Gunnars- syni, hafí tekist firna vel að hanna hugverk sitt. Hér er um að ræða listrænt og smekklegt hús, en þó er í engu hvikað frá að húsið sé hag- kvæmt og þjóni vel sínu hlutverki og ekki frekt til viðhalds í framtíð- inni. Það er enginn vafi á, að hönn- uðirnir hafa notið góðs af nánu samstarfi við fagfólkið í leikfélag- inu, og ef til vill er galdurinn við byggingu þessa húss einmitt fólginn í þeirri velheppnuðu samvinnu. Þótt húsið sjálft sé vissulega mikið og fagurt er Ijóst, að það verður aldrei annað en rammi um það starf og þá sköpun, sem á sér' stað innan veggja. Víst er mikil- vægt að sá rammi sé sem fullkomn- astur, en hversu haganlegur sem hann er og vel lagaður verður hann aldrei annað en umgjörð. Reykvíkingar hljóta að gera miklar kröfur til Leikfélags Reykjavíkur um leið og þeir afhenda þvi til rekstrar þetta mikla mann- virki. Ég veit að leikfélagið kiknar ekki undan þeim kröfum, ekki síst þar sem leikfélagsfólkið veit að borgarbúar gera ekki bara kröfur, þeir sýna líka mikið traust. Saga Davíð Oddsson, borgarstjóri. leikfélagsins í næstum heila öld hefur sannað að listafólkið hefur átt það traust skilið og það hefur vaxið af verkum sínúm. Varasamt er að hefja hér langa upp(alningu á þeim fjölmörgu körl- um og konum, sem lagt hafa þessu góða máli lið, starfað að því eða stutt, hlúð hafa að draumnum og hjálpað honum til að verða að veru- leika. Ég vil þó leyfa mér sem for- maður byggingarnefndar hússins, um leið og ég þakka samnefndar- mönnunum samstarfið og Magnúsi Sædal framkvæmdastjóra sam- vinnu, að geta hér tveggja manna, sem störfuðu mikið með nefndinni og biðu í eftirvæntingu þessarar stóru stundar, sem við upplifum nú. Gústaf E. Pálsson, fyrrverandi borgarverkfræðingur, vann í byrjun með byggingarnefndinni, var fram- kvæmdastjóri hennar, ötull og ákaf- ur, orðlagður dugnaðarforkur. Hann féll frá um aldur fram. Guð- mundur Pálsson, leikari, var lífið og sálin í byggingarnefndinni. Með- an Borgarleikhús var enn aðeins draumur, held ég næstum að segja megi að Guðmundur hafi lifað í draumaheimi. Hann helgaði sig þessu verkefni, trúði á það og vann því allt sem hann mátti. Þessara tveggja manna er sárt saknað hér í dag. En við erum þess fullviss, að þetta er ekki síður þeirra sigur- Borgarleikhúsið, sem í gær var formlega afhent Leikfélagi Reykjavíkur til rekstrar. stund en okkar, sem nú sitjum hér í salnum eða við sjónvarpið heima. Fyrir hönd Reykjavíkurborgar óska ég Leikfélagi Reykjavíkur og leikfélagsfólkinu allra heilla nú er þeirra mikilvæga starf hefst í þessu nýja leiklistarmusteri. Það fólk veit og má vita, að með störfum þess verður fylgst af athygli og eftir- væntingu. Það á stóran hóp áhuga- samra, velviijaðra en kröfuharðra samheija, sem átt. hafa marga gleðistund í Iðnó og vilja gleðjast með leikhúsfólkinu hér. Á 50 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur 1947 skrifaði Alexand- er Jóhannesson, háskólarektor, á þessa lund: „Stór mál þurfa oft langan tíma til þess að verða til lykta leidd og fá öllum torfærum rutt úr vegi. íslendingar þurftu heila öld til þess að leiða frelsis- baráttu sína til lykta. Leikfélag Reykjavíkur fær nú loks eftir 50 ára starfsemi húsakynni þau, er félaginu eru samboðin. Það er ástæða til að samfagna leikfélaginu og um leið flytja því alúðarþakkir fyrir mikilvægan þátt þess í menn- ingarlífí þjóðarinnar og allar þær mörgu ánægjustundir, er það hefur veitt Reykvíkingum á liðnum 50 árum.“ Þarna fór öðru vísi en ætlað var. Leikfélagið hélt áfram í breyttri mynd eftir vígslu Þjóðleikhússins. í þessum texta þarf því engu að breyta, öðru en því að þakká þær mörgu ánægjustundir, er félagið hefur veitt Reykvíkingum á liðnum 90 árum. Ágætu hátíðargestir. Ég vil ljúka máli mínu og óska Reykvíkingum til hamingju með þetta mikla hús, sem þeir hafa borg- að fyrir. Þetta mikla menningarsetur mun styrkja stöðu Reykjavíkur sem höf- uðborgar, menningarlegrar nútíma- borgar. Þeir rúmu einn og hálfur milljarður króna, sem Reykvíkingar hafa varið til þessa verks, er há ljárhæð. Og auðvitað má deila um og auðvitað er oft deilt um, hvort ekki megi veija slíkri fjárhæð í aðrar og brýnni þarfir eins og það er orðað. Hvað sem slíkum umræð- um líður vonast ég til og er reynd- ar sannfærður um að Reykvíkingar á þessum vígsludegi gleðjast yfir þessu framtaki, og skynja að hér er verið að skapa varanlegan auð, glæsilegan vettvang lista, menning- ar og skemmtunar. Með þessum orðum vil ég fyrir hönd Reykjavíkurborgar og bygg- ingarnefndarinnar lýsa því yfir, að Borgarleikhúsið er hér með afhent Leikfélagi Reykjavíkurtil rekstrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.