Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 32
MOKGl'N'IU.AÐIÐ LAUOARDAGl'R 21. OKTÓBUR 1ÍI8H Minning: Finnbogi Péturs- son — Isafírði Fæddur 27. febrúar 1919 Dáinn 12. október 1989 Við skulum ekki víla hót, Það varla léttir trega. Það er ávallt búningsbót að bera sig karlmannlega. (Óþ. höf.) Það var í anda Finnboga Péturs- sonar að láta fara lítið fyrir sér og þann veg kvaddi hann okkur hérna megin lífs. Ég spyr. Hvað er tilvilj- un? En fæ ekki svar. Ég trúi á að til sé annað tilverustig. Finnbogi var að hætta störfum hjá Lands- bankanum, þar sem hannhafði gegnt húsvarðarstörfum í nokkur ár. Honum líkaði það mjög vel, stutt að fara í vinnuna. Hann var mjög ánægður með samstarfsfólkið og því líkaði öllu mjög vel við hann. Hann hringdi í okkur hjónin fyrir stuttu og sagðist vera að hætta í bankanum, en sér hefði verið boðið að halda áfram um stund þar sem enginn hefði verið ráðinn í starfið. Þarna var hann á réttum stað, því hann var mjög laghentur, ósér- hlífinn og samviskusamur, smá- glettinn og hafði alveg sérstakan hlátur, hvellan og innilegan. Við hjónin litum oft inn til hans í íbúð- ina í Pólgötunni, oftast var stoppað stutt vegna starfa Kitta. En hann var þá vanur að segja: „Ykkur ligg- ur ekkert á. Segið þið mér eitt- hvað. Ég á kaffi eða laga það þá bara.“ Og oftast endaði það með kaffisopanum við litla eldhúsborðið í litla eldhúsinu. Þar voru öll tæki til heimilisþarfa, margt úr búi þeirra hjónanna, en Sigríður Þórarins- dóttir kona hans lést mjög snögg- lega fyrir 18 árum. Hún var góð vinkona okkar hjónanna, hrein og bein, enda sagði hún stundum: „Ég er ekki eitt í dag og annað á morg- un.“ Ég minnist þess, að oft voru konur hjá henni sem sjaldan fóru annað. Þær komu sér til gamans, því þeim var hjartanlega vel tekið hvenær sem var og þeim leið auðsjá- anlega mjög vel. Svona var Sigga Þór, sannur vinur vina sinna. Ég minnist þessa sérstaklega hér þar sem ég get ekki verið við útför hennar vegna veikinda. Við hjónin áttum marga glaða stund með Boga, jafnt í fjölmenni sem fámenni og ekki síst á Djúp- mannaþorrablótunum og skemmti- kvöldum Lions. Við völdum okkur lengi borð saman og þegar við Kitti mættum á síðasta þorrablótið, tímanlega að venju, stóð Bogi bros- andi við dymar. „Ég er búirrn að taka frá borð fyrir okkur, er það ekki í lagi að við verðum bara fjög- ur?“ Og raunin varð sú að þetta varð með skemmtilegustu blótunum sem við höfum verið á. Við vorum sammála um að starfsemi Djúp- mannafélagsins mætti vera blóm- legri. Tengdadóttir hans sagði mér nú að honum látnum að þau hefðu verið í bíl inni í Djúpi og þá hefði hann haft orð á því þegar ekið var fram hjá Ögurnesinu að þarna væri merkið hennar Ingu minnar og átti þá. við vegvísi sem bendir á Ogur- nesið og ég hafði forgöngu um að komið yrði upp, en hann átti sinn þátt í ásamt öðrum en við Sigga erum báðar úr Ögurnesinu. Ég kynntist Boga fyret í Reykja- nesskólanum veturinn 1937-1938. Það var okkur öllum sem þar voru gagnlegur og um leið mikill gleði- tími, sem aldrei gleymist og er minning okkar eftirlifandi skóla- systkina öll á einn veg hvað hann varðar. Mótlætið þroskar hvern þann sem nær að vinna sig frá því. Þess skuluð þið minnast, börn hans og aðrir ástvinir. Við hjónin, börn okkar og Jón Snorri bróðir minn vottum börnum, öldruðum föður og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Inga Bjarna Mig langar til að þakka Finnboga Péturssyni tengdaföður mínum fyr- ir þau ár, sem ég hef fengið að þekkja hann, því stuttar urðu kveðj- ur milli okkar er hann lést mjög skyndilega að morgni 12. október sl. Finnbogi ólst upp í stórum systk- inahópi að Hjöllum í Skötufirði, en hann fæddist 27. febrúar 1919 og því nýlega sjötugur er hann lést. Hann hefur mátt lúta harðri lífsbar- áttu sveitafólks á fyrriparti aldar- innar og kynntist síðan sjómennsku á togurum í norðurhöfum, sem ung- ur maður. Þótt hin síðari ár væri hann tekinn til við störf í landi var hann mikið með hugann við sjóinn og allt er að honum lýtur. Hann átti trillu sem hann hin síðari ár notaði sér til ánægju þegar færi gafst. Finnbogi gekk að eiga Sigríði Þórarinsdóttur og stofnaði með henni fjölskyldu á Isafirði árið 1946 lengst af bjuggu þau í Aðalstræti 32 þar í bæ og eignuðust saman þrjú börn, en hún átti dóttur fyrir, sem þau ólu einnig upp saman. Finnbogi missti konu sína 1971. Gott var að koma í Pólgötu 4 á Isafirði til Boga, þar sem hann bjó eftir að hann varð einn og njóta ómældrar gestrisni hans og spjalla við hann um heima oggeima. Margt mátti maður læra af honum, því ekki kunni hann að kvarta yfir smámunum heldur gekk hress og víllaus að daglegum störfum með handlagni sinni og hressu viðmóti. Já, stundin er komin, að lifa hef- ur sinn tíma, einnig að deyja, ég þakka einungis liðnar samveru- stundir og bið honum guðsblessun- ar. Jónas H. Jónsson Ég var að vinna á sjúkrahúsinu á Isafirði að kvöldi miðvikudagsins 11. október. Um kvöldmatarleytið kom sjúkrabíllinn akandi upp að sjúkra- húsinu. Það vár ekkert óvanalegt, en mér brá óþægilega, þegar komið var inn með sjúkrabörurnar og á þeim lá elskulegur afi minn, Finn- bogi Pétursson. Honum var mjög þungt um andardrátt. Ég leit ótta- slegin í augu hans. Hann horfði á mig og þekktr mig vel. Hann renndi augunum til hliðanna og reyndi með því að koma mér, þessari vanmátt- ugu sonardóttur sinni, í skilning um að hann gæti ekki meir. Nú væri hann kominn til mín til að kveðja. Aldrei hafði ég séð uppgjöf í andliti afa rníns fyrr. Hann var sterkur maður sem lét aldrei á sjá. Harður og gafst aldrei upp. Læknar og hjúkrunarlið gerðu allt hvað þau gátu og vil ég þakka það. Ég fékk að dvelja hjá afa þær síðustu 12. stundir sem hann átti óíifaðar, þessa erfiðu nótt á sjúkra- t Móðir okkar, MARÍA RÖGNVALDSDÓTTIR, Bolungarvík, lést 19. október í sjúkrahúsi Bolungarvikur. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börnin. húsinu. Ég fylgdist með honum föl- um og hjálparvana, en hann hug- hreysti mig með því að hann fyndi hvergi til. Þegar afi þurfti loks á mér að halda, fannst mér ég vera alveg gagnslaus. Mér fannst að hann ætti skilið að ég gerði sitthvað fyrir hann. En hann var þannig að hann vildi aldrei þiggja hjálp eða aðstoð. Þó vildi hann alltaf vera að hjálpa öðrum. Ég sat við rúmið hans þar til yfir lauk. Þama lá líkami hans fölur og hreyfmgarlaus, hættur að anda og sálin flogin burt. Þetta góðlega og hreina andlit. Ég faldi höfuðið í líflausri kjöltu hans og grét. Hann var dáinn og líklega kominn til ömmu, Sigríðar Þórarinsdóttur, sem hann missti fyrir um 18 árum. Þau eignuðust þijú börn saman, Sigurð, Stefaníu og Hallveigu, en áður átti amma Sigrúnu Sigurðardóttur, sem afí gekk í föðurstað. Dæturnar allar búa í Reykjavík og þangað fór hann fyrir skömmu til að vera við skírn yngsta barnabarnsins sem skírt var í höfuðið á ömmu. í þeirri ferð keypti hann draumabílinn, sem hann átjti varla orð til að lýsa, en hann fékk bílsins til skamms tíma notið. Spámaðurinn Kahlil Gibran skrif- ar: Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. Hinum einstaklega sterka og trvgga persónuleika afa kynntist ég best á síðasta ári þegar ég dvaldi í 9 erfiða mánuði erlendis. Hann reyndist mér svo ótrúlega vel. Alltaf spurði hann mömmu hvort Sigrúnu vantaði ekki eitthvað og hvort hann gæti sent henni eitthvað. Eitt fátæk- legt póstkort frá mér dugði svo til að gera hann yfir sig glaðan. En fyrir mig var það mikilvægast að vita af svona góðum afa heima á Isiandi. I sumar fór ég í hádegismat til afa í Pólgötuna flesta daga og alltaf hafði afi keypt inn það sem mér fannst best og stundum rölti hann út í Norðurtangann og keypti matarbakka fyrir okkur saman. Leiðir okkar í fjölskyldunni lágu oft í Pólgötuna og var þá helst að hon- um sárnaði ef við vildum ekki þiggja það sem hann bauð fram, því hann vildi allt fyrir okkur gera. Nokkrum árum eftir að amma dó kynntist afi yndislegri konu, Jónínu Kristjánsdóttur, sem við kölluðum ýmist Öddu hans afa eða Öddu ömmu í sundlauginni. Með þeim tókst mjög góð vinátta sem entist til dauðadags afa og mat afi hana mikils. Afi var ekki gamall — 70 ára, og enn yngri í anda. Göturnar eru óneit- anlega tómlegri. Enginn Bogi vakn- aður eldsnemma á morgnana til að þrífa glugga Landsbankans. Nú sést ekki lengur káti maðurinn með hressilega göngulagið, með hatt á höfði, stóran maga og brúna bankat- ösku í hendinni, arkandi upp og nið- ur aðalgötu bæjarins úr einu fyrir- tæki í annað, standa á bankatröpp- unum, á kaupfélagshoi-ninu eða á Silfurtorgi á spjalli um báta, afla, veðrið eða spaugilegar veiðisögur. Hann var vinmargur og því er sökn- uðurinn víða mikill. Hann var á sinn hátt stór hluti af bænum, en á einni kaldri nóttu er liann horfinn. Það er orðið tómlegt í Pólgöt- unni. Hatturinn hans og gleraugun á eldhúsborðinu hjá Mogganum, þar sem hann skildi við þessa hluti síðast. En kallið mikla er komið, og því hlýddi afi þegjandi og hljóðalaust, á sama hátt og hann hlýddi öllum öðrum köllum sem honum heyrðu til á lífsleiðinni. Hann var ekki van- ur að neita og gat framkvæmt nán- ast allt með þolinmæði og lagni, því hann var handlaginn með ólíkindum. Guð er greinilega með miklar og erfiðar framkvæmdir hinum megin úr því að hann þurfti að kalla afa svona skyndilega frá okkur, þennan duglega og athafnasama mann. Þeir eru sannarlega heppnir þarna hinum megin að hafa fengið afa fyrir fé- laga og vin. Hann gat aldrei verið aðgerðarlaus og varð að sjá árangur vinnu sinnar. Þess vegna hefði ég ekki viljað horfa upp á hann rúm- fastan á sjúkrahúsi til lengri tíma, það hefði orðið honum allt of mikil þraut. Við systkinin kveðjum nú elsku- legan afa og traustan vin með mikl- um söknuði og vonum að honum líði nú vel hinum megin í nýju um- hverfi. Við komum víst öll til hans síðar og sameinumst þar á ný. Blessuð sé minningin um góðan mann. Sigrún Sig. Þau geta orðið skjót veðrabrigðin í ísaQarðardjúpi á þeim árstíma þeg- ar dagur er hvað skemmstur. Öfgana milli spegilslétts sjávar í sindrandi sólargeislum innrömmuðum drif- hvítum fjallshlíðum annars vegar og æðandi brotsjóa í svartnættis stórhríð hins vegar er erfitt að tjá með orðum. Og þennan heim þekkir enginn nema sá sem kynnst hefur af eigin raun. Fer hjá því að menn mótist af umhverfinu þegar ár bernsku til manndóms Iíða við slíkar aðstæður? Og skyldu menn ekki búa að því síðar? Én líkt og veðrið í Djúpinu getur á skammri stundu sveiflast and- stæðnanna á milli, eins koma fyrir stundir í lífi manns þegar óvænta atburði ber að höndum, óvænt tíðindi berast ti eyrna. Á augabragði þeyt- ist maður úr önn dagsins frá við- fangsefnum er mölur og ryð fá auð- veldlega grandað og stendur allt í einu frammi fyrir endalokunum sjálfum. Þá er eins og rennslið í tíma- glasinu stöðvist. Þannig varð mér að minnsta kosti farið þegar sonur minn hringdi að heiman að morgni hins tólfta og sagði mér að Bogi í bankanum væri dáinn. Finnbogi Pétursson hét hann og það var einmitt á þeim árstíma er áður var gerður að umtalsefni að hann leit dagsins ljós á Litla-Bæ í Skötufirði í innanverðu ísafjarðar- djúpi. Þetta var nánar til tekið 27. dag febrúarmánaðar árið 1919. Hann var enn í bernsku og lágur til hnésins er hann flutti með foreldrum sínum, Pétri Finnbogasyni og Stef- aníu Jensdóttur, innan ijarðar að Hjöllum, en þar óx hann úr grasi og átti heima uns hann sem fulltíða maður flutti til Isafjarðar 1942. Ég ætla mér ekki þá dul að lýsa að gagni lífshlaupi Boga vinar míns, en þá nafngift, þótt í miklum mæli sé ofnotuð, leyfi ég mér að taka í munn, þegar ég nú að leiðarlokum vil minnast hans fáeinum orðum. Ég þykist enda viss um, að þar komi fleiri til. Finnbogi Pétursson var hinn besti verkmaður að hveiju sem hann gekk, enda var hann hagleiksmaður. Þessi eiginleiki kom víða fram í störfum hans. Um árabil stundaði Bogi sjó- inn, fyrst eftir komuna til ísafjarðar á Samvinnufélagsbátunum, síðar á Sólborginni, öðrum nýsköpunartog- ara ísfirðings hf. Þar gekk hann til starfa í vélarrúmi sem kyndari og 3. vélstjóri. í nokkur ár vann hann hjá Marsellíusi Bernharðssyni í Slippnum á Torfnesi, síðan lá leiðin til Hraðfrystihússins Norðurtanga hf., en árið 1978 réðst hann sem húsvörður hjá útibúi Landsbankans á ísafirði. Og enda þótt ég hefði áður vitað hver Bogi Péturs var, þá var það þar, sem kynni okkar hóf- ust; kynni sem voru með þeim ágæt- unt að allt frá fyrsta degi til hins síðasta féll þar aldrei skuggi á. Eins og ártöl benda til var Bogi kominn af léttasta skeiði enda nær sextugur, þá hann gekk í þjónustu Landsbankans. Árin að baki og ósér- hlífni til allra verka, sögðu þó hvergi nærri til sín, svo sem við hefði mátt búast. Yfirmönnum hans í bankan- um varð fljótt ljpst, að þar höfðu þeir veðjað rétt, en á því er nú eng- in launung, að málið hafði verið góðan tíma í athugun áður en ráðn- ing hans átti sér stað. Kom það til af því, að sérstakur húsvörður hafði ekki áður verið í starfsliði útibúsins. Ágæti væntanlegs húsvarðar átti án efa sinn þátt í því, að staðan fékkst viðurkennd. Bogi varð strax í upphafí hugljúfi allra er með honum unnu. Einstök samviskusemi, lipurð í starfi og umgengni og létt lundarfar tengdu þau bönd við vinnufélagana, sem aldrei rofnuðu. Enda skal það sagt hér og nú, með fullri virðingu fyrir því að maður komi í manns stað, að þegar ljóst var að nú yrði Bogi að hætta fyrir aldurs sakir, þá var sagt: Hver sem kemur, þá fáum við aldrei annan Boga. En forlögin eru torráðin. Bogi var beðinn að vera áfram og hann hætti aldrei. Hann bara fór. Kallið var óvænt en undan því varð ekki komist. Allt til hins síðasta gerði hann skyldu sína, trúr því hlutverki er hann hafði tekist á hendur. Umskiptin voru snögg. Samt held ég að þau hafi verið hon- um að skapi. Og nú er enginn Bogi í bankanum sjáanlegur. En svo mik- ið er víst, að meðan þeir er með honum unnu éru þar innan veggja lifír minning hans þar. Ég velti því fyrir mér í upphafí þessara orða, að magnaðar andstæð- ur er ríkja í sumar- og vetrarveðr- áttu Djúpsins hefðu áhrif á innri mann einstaklingsins. Blíðviðri bjartrar sumarnætur á móti svart- nætti vetrarins. Ég er viss um að Finnbogi Pétursson hafði til að bera skapfestu, sem hann án efa hefur þurft á að halda við misjafnar að- stæður og á erfiðum stundum á langri ævi. Blíðlyndi og græskulaus gamansemi var á hinn bóginn sú hlið er hann sýndi samferðamönnum sínum. Ekki síst þess vegna varð hann hvarvetna aufúsugestur. Kannske segir það meira en mörg orð um manninn Boga, að þegar.ég sagði dóttur minni, búsettri hér syðra, frá hinum óvæntu vistaskipt- um hans, þá varð henni að orði: Hann sem var svo blíður og góður. Finnbogi Pétursson hafði verið í Lionsklúbbi ísafjarðar rúman áratug er hann lést. Þar lágu leiðir okkar líka saman. Fáir risu þar betur und- ir kjörorði. Orð hans féllu ekki mörg, en verkin voru að sama skapi fleiri. Væri Bogi í bænum baðst hann aldr- ei undan merkjum er liðsinnis var leitað. Það segir sína sögu um þátt hans í störfum Lionsklúbbsins, að litið var orðið á Boga sem sjálfsagð- an aukamann í íjáröflunarnefnd klúbbsins ár eftir ár. Þá var aldrei kosin „kúttmaganefnd" án þess að ekki væri tilkynnt: Og svo er Bogi Péturs að sjálfsögðu með til ráðu- neytis. í mörg ár hefur það verið fastur liður í íjáröflun klúbbsins að fara í róður. Þá var ætíð mænt til Boga sem landformanns. Við fráfall hans hefur Lionsklúbburinn misst einn sinn besta liðsmann. Skarðið verður vandfyllt. Finnbogi hafði verið fjögur ár á ísafirði er hann festi ráð sitt og gekk að eiga Sigríði Þórarinsdóttur, hina mætustu konu. Þeim varð þriggja barna auðið, Sigurðar, Stef- aníu og Hallveigar, en áður hafði Sigríður eignast dóttur, Sigrúnu Sig- urðardóttur, sem Bogi gekk í föður- stað. Sigríður andaðist í apríl 1971. Þegar ég að leiðarlokum minnist vinar míns er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir alla þá vináttu er hann lét okkur Sæu og börnum okkar í té. Við vottum börnum hans, tengdabörnum, öldruðum föður og öðrum ættingjum innilegustu sam- úð. Huggun þeirra er minningin um góðan föður, mætan dreng. Við hjónin hittum Boga síðast í sumar er við, komum til Ísaíjarðar. Hann var þá sami Bogi og hann hafði ætíð verið þótt mér fyndist hann reyndar'örlítið þreyttur. Við ræddum um „fyrirtækið okkar“ en eftir vistaskipti mín í bankanum mæddi það alfarið á honum. „Mig munar ekkert um þetta,“ sagði hann er ég hafði orð á því að nú gæti ég ekki átt við þetta lengur. Og það fór eftir. En nú er því lokið. Sumarfegurð Djúpsins þekkja þeir einir er upplifað hafa. Þegar blaktir ekki hár á höfði, selur mókir á steini, fugl vappar í flæðarmáli, þegar geislar morgunsólarinnar flæða yfir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.