Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 31
ófr'?L'ÍD'ÉTOBRR: ilgfi »1 vangi hjálpað þeim sem minna máttu sín. í störfum sínum sem formaður Verkstjórafélagsins átti hann sinn þátt í að byggja upp þijú sumarhús í Breiðdal sem verið hafa vinsæll spmardvalarstaður félags- manna. Á þessum stað' átti íjöl- skylda hans oft yndislegar gleði- og samverustundir. Sjómannadagurinn á Neskaup- stað var Guðjóni mikil hátíðarstund. Hann tók virkan þátt í öllum undir- búningi þess dags á hvetju ári enda í Sjómannadagsráöi og vildi að öll viðhöfn yrði sem best. Hann stýrði oft kappróðrarbátum og hafði unun af. Var til þess tekið af aðkomusjó- mönnum hve hátíðahöldin voru oft skemmtileg og um leið einlæg á Neskaupstað. En þar hafa menn haft fyrir sið að þakka Guði gjafir sínar úr djúpi hafsins og veita syrgj- endum og þeim sem um sárt eiga að binda hluttekningu og virðingu. Komu menn víða að til að vera hjá fjölskyldum sínum oft í allt að þijá daga sem hátíðahöld þessi hafa stundum staðið. Fjölskylda Guðjóns hafði einnig að markmiði ef þess var kostur að koma saman þessa daga. Ég veit að ég mæli hér fyrir munn okkar allra tengdasona hans að vandfundinn hefði verið betri félagi og skilningsríkari tengdafað- ir. Enim við allir Guði þakklátir fyrir allar óglevmanlegu samveru- stundirnar sem við höfum átt með honum. Allur leikur var Guðjóni skemmt- an og ekki síst þegar börn eða barnabörn voru með honum. Hann var hvetjandi, æðruiaus og allir erf- iðleikar voru til að sigrast á en ekki til vorkunnar. Guðjón gekk ekki heill til skógar hin síðari ár. Hans mikli styrkur í þeirri baráttu var Guðrún, sem gætti velferðar hans eins hún frek- ast gat og gleymdi þá gjarnan sínum eigin vandamálum. Guðjón Mar- teinsson lést eftir skurðaðgerð í sjúkrahúsi í London hinn 12. októ- ber sl. Hafði hann þá barist undra- verðri baráttu við erfið skilyrði í 4 vikur. Hann gekk á vit örlaga sinna eins og hinn sanni sjómaður sem veit vart hvað býr að baki næstu öldu sem skipið hans klýfur. Hann vissi það eitt að hvert svo sem stefnan kynni að verða tekin, myndi hann fylgja ráðum Guðs og stýra skipi sínu þá stefnu sem hann einn hafði lagt fyrir. Harald Holsvik Samferðamönnum fækkar. Sumir falla frá um aldur fram. Einn þeirra er Guðjón Marteinsson, verkstjóri hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, sem lést í London 12. okt. sl. eftir hjartaaðgerð. Guðjón fæddist á Norðfirði 21. ágúst 1922. Foreldrar hans voru María Steindórsdóttir og Marteinn Magnússon á Sjónarhóli. Börnin voru 13 og komust 11 þeirra á legg. Auk þess tóku þau María og Mar- teinn einn fósturson. Sjónarhóll bar nafnið með rentu, því þar var útsýni um allan Norð- ljörð. Má nærri geta hve erfitt það hefir verið að koma upp svona stór- um barnahópi. Marteinn var með útgerð og nokkurn búskap. Hús- móðirin var mjög dugleg. Börnin fóru snemma að taka til hendinni, enda hvert öðru myndarlegra og samhent. En það var fleira fólk á þessu glaðværa heimili. Minnist ég þess, þegar ég 7 eða 8 ára kom oft á Sjónarhói til þess að læra að lesa hjá Sigurjóni bróður Marteins. Voru þar einnig Ármann og Sveinn bræð- ur húsbóndans og unnu við útgerð hans. Guðjón fór snemma á sjóinn, þótti liðtækur vel, þótt ungur væri. Var liann á tbgaranum Brimi 16 ára gamall og síðan á vertíðarbátum. Hann settist í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan skip- stjórnarprófi á tveimur vetrum. Þegar nýsköpunartogararnir komu til Norðfjarðar réðst hann á þá, var um skeið skipstjóri á Goða- nesinu og fyrsti stýrimaður á Agli rauða þegar hann strandaði í janúar 1955 undir Grænuhlíð. Framganga Guðjóns við björg- unm skipverja sýndi þá hve mikill þrekmaður þann var. Hafði hann áður, þegar hann var á síldveiðum, stungið sér til sunds til þess að bjarga félaga sínum, sem lenti út með nótinni. Komst Guðjón að- framkominn upp í bát sinn aftur, en skipsfélaga hans varð ekki bjarg- að. Ævistarf Guðjóns var samtengt aðal atvinnurekstrinum í Neskaup- stað um 30 ára skeið, þegar hann gegndi verkstjórastarfi hjá Síldar- vinnslunni svo að segja frá stofnun hennar til dauðadags. En það var ekki aðeins, að Guð- jón gegndi þýðingarmiklu starfi sem verkstjóri, heldur var hann í stjórn fyrirtækisins, fyrst í varastjórn frá 1960 til 1970 og síðan í aðalstjórn eða lengur en nokkur annar í 29 ár. Þarna störfuðum við Guðjón lengi saman og er ég honum þakk- látur fyrir þá vinsemd sem hann sýndi mér alla tíð sem stjórnarfor- manni, þótt við værum ekki alltaf sammála. Guðjón var mjög lifandi í stjórnar- stafinu, var alltaf jákvæður við þær framkvæmdir og framfarir, sem þetta stóra og fjölbreytta atvinnu- fyrirtæki er. Hann hafði trú á þess- um atvinnurekstri og þótti vænt um vöxt og viðgang hans. Bjartsýni Guðjóns var sérstök og kannski stundum of mikil, um að allt gengi vei, en hún var uppörvandi. Starf verkstjóra í saltfisk- og skreiðarverkun var umfangsmikið og erfitt, enda oft tugir manna í vinnu. Þetta starf leysti Guðjón Marteinsson af hendi með myndug- leik — það má segja að hann hafi verið eins og kóngur í riki sínu. Hann hafði þann persónuleika, sem þurfti til að stjórna, var ákveðinn mjög. Guðjón var hjúasæll og voru sumri verkamenn hjá honum árum saman. Stundum var hann hávaða- samur, eins og verkstjórum er títt, en hann var umburðarlyndur og ein- staklega vingjarnlegur við fólkið. Hann hafði gott iag á unglingum, sem sóttu til hans í sumarvinnu. Umgengni öll og hreinlæti í Salt- fiskvinnslunni þótti til fyrirmyndar, enda stundum með stærstu stöðvum á landinu. Áhugamál Guðjóns Marteinsson- ar voru margvísleg. Hann var mik- ill stuðningsmaður unga fólksins í Iþróttafélaginu Þrótti og var heiðr- aður þar. Hann var í Sjómannadagsráði og í ritnefnd Sjómannablaðs Neskaup- staðar alla tíð og einn af aðalstjórn- endum hátíðahalda á Sjómannadag- inn. Störf hans fyrir Verkstjórafélag Austurlands voru happadijúg. Þótti með ólíkindum hve barátta hans var hörð fyrir því að koma upp orlofs- húsum félagsins í Breiðdal. Stórhugur og dugnaður Guðjóns kom fram í félagsmálastarfi hans. Var hann næmur á spaugilegar hlið- ar lífsins, enda var það honum styrk- ur í umgengni við allan þann fjölda fólks, sem vann hjá honum um dag- ana. Ég kynntist Guðjóni fyrst, þegar hann 15 ára gamall gekk í Verka- lýðsfélag Norðfjarðar. Það var á miklum átakafundi í Bíóhúsinu þeg- ar íjöldi unglinga með Guðjón í broddi fylkingar sótti um inngöngu í félagið. Á þessum fundi missti Alþýðuflokkurinn meirihluta í Verkalýðsfélaginu, en við sósíalistar náðum stjórninni. Má segja, að þetta hafi verið upphafið að þeim sósíalíska og fé- lagslega sinnaða meirihluta, sem ráðið hefir málum í Neskaupstað um nærri hálfrar aldar skeið. Guðjón Marteinsson er einn þeirra, sem á mikinn þátt í samheldni fólks síns í byggðarlaginu. Hann var strax róttækur í skoðunum, félagi í Sósíal- istafélaginu og Alþýðubandalaginu alla tíð. Starfaði Guðjón þar oft vel og átti gott með að koma fyrir sig orði og hvetja menn til dáða. Árið 1946 kvæntisl Guðjón Guð- rúnu S. Guðmundsdóttur frá Brim- nesi í Fáskrúðsfirði. Eignuðust þau 4 dætur og son er lést sem korna- barn. Eru dætur þeirra allar giftar. Bjuggu þau Guðrún og Guðjón alla tíð í húsi því er þau reistu í landi Sjónarhóls við Hlíðargötu. Þar ræktuðu þau mikinn og fagran blómagarð. sem á sér ekki marga líka, enda húsmóðirin orðlögð rækt- unar- og blómakona. Heimilið var einstaklega glaðvært og myndarlegt. Kom góðvild þeirra hjóna og dætra þeirra oft í Ijós við þá, sem minna máttu sín. Var því viðbrugðið, hve fjölskylda Guðjóns sýndi nágrannakonu þeirra Guðrúnu ekkju Eiríks Vigfússonar mikla blíðu og hjálpsemi allt þar til hún lést. Hjónaband Guðjóns og Guðrúnar var mjög hamingjusamt og var það Guðjóni óviðjafnanlegur styrkur hve kona hans reyndist honurn um- hyggjusöm síðustu árin, þegar hann gekk ekki heill til skógar. Guðjón Marteinsson átti alla sína ævi heima á Norðfirði, hann var stoltur af sinni heimabyggð, frændmargur, frænd- rækinn og átti fjölda vina, sem minnast hans með söknuði. Ég kveð þennan vin minn og frænda og þakka honum einlæga tryggð og vinsemd. Við Soffía vottum Guðrúnu, dætr- um þeirra og fjölskyldum dýpstu samúð. Jóhannes Stefánsson Fleiri greinar um Guðjón Marteinsson munu birtast í blað- inu næstu daga. Aldarminning: María B.J. Maack yfírhjúkrunarkona Hefurðu lesandi góður átt fagra kveldstund við fagurt sólarlag á Vestfjörðum, fundið frið og ró hinn- ar kveðjandi sólar? Eða hefur þú heyrt lofsöngsraddir fuglanna utan úr náttúrunni með morgunsárinu? Slíkar unaðsstundir upplifði María Maack yfirhjúkrunarkona á bernskuheimilinu á Stað í Grunnavík í Jökulfjörðum við norð- anvert Isafjarðardjúp. Grunnavík var tignarnafn í hug og hjarta Maríu, elska og ti-yggð Maríu við Grunnavík og Grunnvíkinga var ótakmörkuð, tryggð hennar við þennan stað tryggari en öll önnur tryggð, nærri því takmarkalaus. María Maack var, fyrir flestra hluta sakir, ein hin mætasta og merkasta kona með Grunnvíking- um, prýðisvel gáfuð, vel að sér til munns og handa, og svo trygglynd og vinföst, að hún átti fáa sína líka. Sumarið 1946 sá ég Maríu fyrst, svo ég muni. Það var á fundi hjá Sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt, ég fékk að fara með móður minni á fundinn. Ég tók eftir því, hvað hún heilsaði hlýlega móður minni og kallaði hana sveitunga sinn, sem og var rétt, en með miklu stolti. Framkoma hennar öll og viðmót bar þess ljósan vott, að María var af góðu bergi brotin. Rödd hennar var þýð, ljúf og viðkunnanleg, og hún kunni vel að haga orðum sínum. Hiklaust lét María Maack í ljós álit sitt á einu og öðru blátt áfram, hver sem í hlut átti. Til hennar var gott að leita ráða, því að hún var sanngjörn og réttsýn og hafði mikla og góða dómgreind. í öllum félagsskap var María fyrst í för til þess að hjálpa og gleðja. Aðrir mér hæfari munu skrifa um störf Maríu Maack í Hjúkrunar- kvennafélaginu, Sjálfstæðisfélag- inu Hvöt, Vestfirðingafélaginu og Sálarrannsóknarfélagi Islands. Það var gott að heimsækja Maríu, öllum tekið opnum örmum hinnar sönnu STERKIR OG NOTALEGIR Stærðir 30-41 Útsölustaðir: Bikarinn - Sparta - Útilíf - Steinar Waage - Toppskór- inn - Smáskór - Skóverslun Kópavogs - Músík & sport - Sportbúð Óskars, Keflavík - Staðarfell, Akranesi - Skókompan, Ólafsvík - Litlibær, Stykkishólmi - Fell, Grundarfirði - Sporthlaðan, ísafirði - Einar Guðfinns- son, Bolungarvík - Krakkakotið, Sauðárkróki - Sport- húsið - Skótískan, Akureyri - Sportvík, Dalvík - Rafbær, Siglufirði - Orkuver, Höfn - Axel Ó, Vestmannaeyjum. íslenzku gestrisni. Hún var höfðing- Ieg og drenglunduð. Og ekki má gleyma að geta þess, að María Maack var mikil trúkona, og átti þátt í stofnun Óháða Fríkirkjusafn- aðarins. María var mikill aðdáandi próf. Haraldar Níelssonar og séra Jóns Auðuns dómprófasts. Ég mun jafnan minnast Maríu Maack yfir- hjúkrunarkonu, vinkonu móður minnar, með hlýju hugarþeli — minnast tryggðar hennar við Grunnavík og Grunnvíkinga með hrærðu hjarta og innilegu þakklæti. Helgi Vigfússon, bókaútgefandi. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulínan: 99 1002. í Kaupmannahöfn FÆST Í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI FESTINGARJÁRN FYRIR BURÐARVIRKI Þ.ÞORGRÍMSSON&CO ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 Höfóar til .fólksí öllum starfsgreinum! Jltotdifitfrlfifcife

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.