Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 40
4d MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1989 4 MCBAAfm Með morgnnkaffinu Hann veit eitthvað um yfirforingjann. HÖGNI HREKKVÍSI /,FARPU ÖT ME£> ROSUE> OM LE/E? 03 pÖ str-Vkor/ip HEI/MAN." Hægar framkvæmdir Taska Þessir hringdu . . Hraðahindranir nauðsynlegar Guðmundur hringdi: „Nokkur umræða hefur verið um svonefndar hraðahindranir í Velva'kanda að undanförnu og sýnist sitt hveijum. Ég vil taka undir með þeim sem benda á að hraðahindranir geta verið óþægi- legar fyrir ökumenn og þær fara ekki vel með bílana nema ekið sé mjög hægt yfir þær. En hraða- hindranir eru nauðsynlegar, það held ég að ekki sé hægt að deila um. Staðreyndin er nefninlega sú að of margir ökumenn flýta sér of mikið og gefa sér ekki nægan tíma til að komast á leiðarenda. Meðan ekki verður breyting þar á verður að beita öllum tiltækum ráðum til að hindra hraðakstur þessa fyrirferðarmikla minni- hluta.“ Daufur bakgrunnur Kona hringdi: „Ég vil hvetja Ríkissjónvarpið til að láta myndatökumenn sína fara og taka myndir í sveitum og sjávarplássum landsins og nota þær sem bakgrunn í fréttatímum sjónvarpsins. Það er hálf ömurlegt að horfa á fréttirnar og sjá alltaf þennan steindauða bakgrunn aft- an við fréttamennina". Óskar Guðmundsson hringdi: „Mér þykja vegaframkvæmd- irnar við Suðurlandsbraut ganga seint. Önnur akreinin, frá Álf- heimum og niður að Hallarmúla, hefur verið lokuð síðan í júní. Hvað er verið að gera þarna og hvenær verður þessu lokið?“ Góð skemmtun Haukur Friðriksson hringdi: „Ég vil þakka Lionsklúbbnum Ægi fyrir góða skemmtun í Hát- úni 14 laugardaginn 14. október." Hjól Ljósblátt 10 gíra Superia kven- hjól með bognu stýri var tekið fyrir utan Stigahlíð 26 14. októ- ber. Þeir sem geta gefið upplýs- ingar um hjólið vinsamlegast hringi í Sigrúnu í síma 29358 eða 84051. Veski Gult veski með blómamyndum týndist fyrir utan Borgina að- faranótt 8. október. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Ingibjörgu í síma 688297 eftir kl. 17. Svört taska tapaðist í Lækjar- tungli þann 6. október. í henni voru tvær lyklakippur önnur blá en hin svört, rautt seðlaveski með skilríkjum o. fl. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 19802. Svört Pumataska með skóm og íþróttafötum tapaðist í Hafnar- fírði. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Kristinn Pál í síma 53388. Hanskar Svartir kvenleðurhanskar töp- uðust 5. október, líklega milli Droplaugarstaða og Heilsuverndarstöðvarinnar. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 16904. Silfurarmband Silfurarmband fannst í verslun- inni Tess við Dunhaga og getur eigandinn vitjað þess þar. Rykfrakki Sá sem tók ljósan rykfrakka í misgripum föstudagskvöldið 13. október er vinsamlegast beðinn að koma frakkanum til starfsfólks Fógetans eða hringja í síma 14368. Er mark takandi á sljörnuspeki? Til Velvakanda. Ég er einna af mörgum áskrif- endum Morgunblaðsins. Ég hef því fylgst með einum af mörgum þátt- um í blaðinu þar með talið Stjörnu- spekiþætti Guðlaugs Guðmunds- sonar. En undanfarna daga hefur verið farið í heilsu Bogamannsins og fl. Og þegar maður les þetta kemur ýmislegt fram sem virðist koma heim og saman við vissa per- sónuleika. Mig langar því til að beina þeirri spurningu til Guðlaugs hvort eitthvað sé hér á ferðinni sem taka mætti mark á. Ég hef hingað til ekki haft mikla trú á þessu. En það kemur margt heim og saman í Bogamannsmerk- inu við viss áhugamál mín og annað kemur heim og saman við mig per- sónulega séð og ýmislegt fleira. Bogamaður Víkverji skrifar Kunningi Víkveija sem býr í Graf- arvogi hafði nýlega orð á því hversu starfsmenn gatnamálastjóra Reykjavíkurborgar væru fljótir að ganga frá gangstéttum og götum í hverfinu. Stjórnun þessarar borgar- stofnunar væri greinilega mjög áhrifamikil og lipurð starfsmanna við brugðið. Nefndi hann máli sínu til stuðnings, að hann hefði spurt á hverfismiðstöð gatnamálastjóra hvort hægt væri að laga kantstein fyrir framan hús sitt, þannig að auð- veldara væri að aka bílum heim að húsinu. Viðbrögð starfsmanna hefðu verið slík að daginn eftir hefðu þeir lokið þessu verki án frekari vafninga. XXX Víkveiji h.efúr, eins og aðrir lands- menn, fylgst með undirbúningi þess að íslandsbanki taki til starfa eftir næstu áramót. Nú er komið fram yfir miðjan október og ennþá hefur ekki verið skýrt frá því hvar aðalstöðvar hins nýja banka verða. Ráðamenn bankans hafa velt fyrir sér þeim möguleika að byggja yfir höfuðstöðvarnar, en slík framkvæmd væri hins vegar mjög á ská við þann raunveruleika sem blasir við í íslensku efnahagslífi, t.d. stendur skrifstofuhúsnæði autt um allar triss- ur í borginni. Ekki er bætandi á það offramboð. Víkveiji heyrði mjög at- hyglisverða hugmynd á_ lausn þess húsnæðis„vanda“ sem Islandsbanki er í. Tvær flugur yrðu slegnar í einu höggi með því að Islandsbanki keypti nýja Sambandshúsið við Kirkjusand. Stærð hússins myndi henta bankan- um mjög vel og Sambandið þyrfti að losa sig við eignir í stói-um stíl. Víkveiji er þess viss, að Sambands- menn gætu vel þrengt að sér og yrðu guðs lifan^i fegnir að losna við þessa miklu tjárfestingu, auk þess sem þeir myndu bæta ímynd sína meðal almennings verulega, sem ekki virðist vanþörf á. xxx V íkveiji var staddur norður í Skagafirði árið 1963 þegar jarð- skjálfti reið þar yfir, sem mældist um 7 stig á þann fræga Richter- kvarða. Það er einn mesti jarð- skjálfti sem mælst hefur á seinni árum hér á landi og ívið meiri en jarðskjálftinn núna í San Francisco. íbúar San Francisco eiga því samúð Víkveija óskipta, því sjaldan hefur hann orðið eins hræddur á ævi sinni og í Skagatjarðarskjálftanum tyrir 26 árum. Það er óhugnanleg tilfinn- ing að fínna og sjá landið bylgjast undir fótum sér. Jarðskjálftum af þessari stærðargráðu fylgir einnig gríðarlegur hávaði, þannig að allt hjálpast að til að magna upp skelfileg augnablik. Flestir sem upplifa svona skjálfta lýsa þeim á svipaðan hátt, það er eins og sprengjum sé varpað við fótmál manns. Allar aðstæður hér á landi eru sem betur fer aðrar og betri en í stórborginni San Franc- isco. Byggingar á jarðskjáiftasvæð- um hér á landi era að jafnaði lágreist- ari og betur hannaðar, þannig að jarðskjálfti sem mælist 7 stig hér á landi getur várt valdið sama usla og við höfum séð af myndum frá San Francisco. Þar af leiðandi finnst Víkveija óvarlegt að jafna saman skjálftanum núna í San Francisco og hugsanlegum Suðurlandsskjálfta, séretaklega hvað' varðar áhrif slíks skjálfta á höfuðborgarsvæðinu. Slíkan samanburð hefur mátt sjá frá sérfræðingum á þessu sviði. Það er illa gert að magna upp hræðslu við Suðurlandsskjálfta, jafnvel þótt það þjónaði þeim tilgangi, að liðka til með fjárveitingar til jarðskjálftamæl- inga og almannavama. Ekki er þó Víkveiji að mæla með því að skellt verði skollaeyrum við aðvörunum jarðeðlisfræðinga. En að jafna saman byggingum og aðstæðum í Reykjavík og San Francisco fínnst Víkveija ekki sérlega vísindalegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.