Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 13
MQRGUNBLADIÐ LAliGAKDAGUK 21. QKTOBEli 1989 13 Björg Þorsteinsdóttir Formræn ferðalög’ Myndlist Bragi Ásgeirsson Myndflöturinn býr yfir ómæl- isvíddum og segja má, að pent- skúfurinn sé farartæki lista- mannsins um það mikla svið. Þetta veit Björg Þorsteinsdótt- ir greinilega, sem um þessar mundir og fram til 29. október sýnir 50 myndverk í kjallarasöl- um Norræna hússins. Björg er löngu sjóuð á sviði listarinnar og hefur haldið einkasýningar reglu- lega síðan hún kom fyrst fram í Unuhúsi við Veghúsastíg árið 1971. Lengi vel var hún í forustu- liði grafík-listamanna á Islandi, og þá voru myndir hennar þung- ar og formfastar, líkast sem í viðjum, ásamt því að mikil áhersla var lögð á tæknilegu at- riðin, sem voru áhrif frá læri- meistara hennar í París, hinum nafnkennda Stanley William Ha- yter. A undanfömum árum hefur hugur Bjargar hneigst æ meir að málverkinu og á hún að baki nokkrar athyglisverðar sýningar, þar sem stór og ábúðarmikil form hafa verið ríkjandi svo og kraft- mikil vinnubrögð. A sýningunni núna em og margar stórar mynd- ir, en sýningin í heild er mun fjölbreyttari og lífmeiri en fyrri sýningar. Segja má, að losað hafi um formræna kennd lista- konunnar og að hún ráði nú yfir öllu meiri lit og formrænu tækni- sviði en áður, um leið og mynd- hugsunin er orðin fijórri og yfir- gripsmeiri. Sem dæmi um það, að Björg leikur á fleiri stengi en áður, skal bent á hinar þijár stóra og ábúðarmiklu myndir „Höfuð- skepnur" I og II og „Hillingar" (3). Hér er formið markvisst og sterkt.- en í aðeins minni mynd- um, svo sem „Nánd“ (16), „Fortíð og nútíð 1“ (19) og „Leiftur úr fortíð 111“ (33), er formið lauflétt og ferskt, næsta loftkennt, en samt virka myndimar sterkar og sannfærandi. Svo era það litlu og ljóðrænu vatnslitamyndimar nr. 44-50, sem era eitthvað alveg nýtt frá hálfu Bjargar, og yfir þeim er meiri myndrænn yndis- þokki en ég minnist að hafa séð áður frá hennar hendi. Einkum kemur það fram í myndunum „Bárar“ (47), „Kvöldljóð 11“ (49) og „Við fljótið" (50). Sýninguná einkennir annars í heild, hve hressilega er gengið til verks og hve listakonan er óhrædd við að taka áhættu, enda eru myndirnar ákaflega misjafn- ar, þótt flestar hafi eitthvað gott og hrifmikið við sig einar sér. Nöfnin í sýningarskránni benda til þess, að þetta séu minni af ýmsu tagi úr hlutveraleikanum allt um kring svo og ferðalögum listakonunnar í útlandinu. Þetta fær yfir í huglægan, óhlutlægan stíl, þar sem innri skynjun verður að aðalatriði, en allar sjónrænar útlínur hafs og hauðurs útlægar úr myndfletinum.' En það er ekki aðalatriðið, hvort hugsað sé hlutlægt eða óhlutlægt, heldur hinn skynræni og myndræni kraftur, sem er að baki myndsköpuninni. Hér stend- ur Björg Þorsteinsdóttir vel að vígi og má ef að líkum lætur búast við enn meiri tíðindum frá henni í náinni framtíð. Stöndum vörð um íslensk tímarit eftir Halldór Blöndal Við sitjum uppi með ríkisstjórn, sem jafnrétt er að kenna við þunga skattheimtu og Steingrím Her- mannsson. Það er óheppilegt, að slík ríkisstjórn skuli sitja að völdum nú, þegar endanleg ákvörðun verð- ur tekin um mörg álitamál, sem gerð var grein fyrir á Alþingi við afgreiðslu virðisaukaskatts. Eitt þessara álitamála vissi að því, hvort eða hvernig virðisaukaskatt- ur yrði lagður á blöð, tímarit og bækur. Jón Baldvin Hannibalsson var fjármálaráðherra, þegar virðis- aukaskattur var lögfestur. Hann hafði síðasta orð um, hvernig frá álitamálum var gengið. Samkvæmt lögunum er greiddur virðisauka- skattur af öllum auglýsingum. Að öðru leyti era dagblöð undanþegin skv. 12. gr. laganna, sem þýðir, að þau fá þann virðisaukaskatt endurgreiddan, sem greiddur hefur verið af aðföngum. Tímaritum er gert að greiða virðisaukaskatt af aðföngum skv. 2. gr. en ekki af sölu. Virðisaukaskatt ber að greiða af sölu bóka. í raun hefur það verið svo, að ekki hefur verið greiddur sölu- skattur af blöðum og tímaritum nema sárafáum. Ég tel með sama hætti sjálfsagt, að virðisaukaskatt- ur verði ekki greiddur af útgáfu- kostnaði blaða og tímarita, m.a. af þessum ástæðum. 1. Einungis tvö dagblöð, Morg- unblaðið og DV, standa undir sér. Önnur dagblöð, Dagur, Tíminn, Þjóðviljinn og Alþýðubjaðið njóta ríkulegra ríkisstyrkja. Útgefendur þeirra era Framsóknarflokkur, Al- þýðubandalag og Alþýðuflokkur. Eins og valdahlutföll era nú á Al- þingi, þýddi virðisaukaskattur á dagblöð einfaldlega, að hann yrði endurgreiddur með hærri styrkjum til málgagna vinstri flokkanna. En Morgunblaðið og DV þiggja ekki ríkisstyrki. Það er umhugsunar- efni, að reglur um opinbera styrki til dagblaða skuli vera þannig, að ríkissjóður ber uppi tvö dagblöð fyrir Framsóknarflokkinn. 2. Útgáfa tímarita er mjög erfið hér á landi vegna fæðar okkar ís- lendinga. Það gengur kraftaverki næst, hversu mörg tímarit era gefin út. Ég hef heyrt, að um 300 tímarit séu á skrá í Landsbóka- safni, þegar allt er talið. Þótt út- gáfa sumra sé stopul, era önnur mjög vönduð og fyllilega sambæri- leg við erlend tímarit sömu gerð- ar. Með því að útgáfa tímarita hefur verið undanþegin söluskatti, hefur tekist að stilla verði svo í hóf, að þau hafa verið að vinna á í samkeppninni við erlend tímarit. Enginn vafi er á, að rekstrar- grandvöllur íslenskra tímarita myndi raskast veralega, ef þau yrðu látin bera virðisaukaskatt. í því tilviki snerist virðisaukaskatt- urinn upp í andhverfu sína, þar sem honum er einmitt ætlað að bæta samkeppnisstöðu innlendrar at- vinnustarfsemi gagnvart erlendri. Það er ekki íjarri lagi, að 400—500 manns hafi atvinnu sína af útgáfu tímarita og era starfsmenn í prent- smiðjum ekki inni í þeirri tölu. Við megum síst við því núna að veikja þessa atvinnustarfsemi eins og ástandið er á vinnumarkaðnum. Að ég tali ekki um það menningar- lega slys, sem hér yrði, ef útgáfa íslenskra tímarita lognaðist út af vegna vanhugsaðra breytinga á skattalögum. Það er því óhjá- kvæmilegt, að útgáfa tímarita Halldór Blöndal „ Að ég tali ekki um það menningarlega slys, sem hér yrði, ef útgáfa íslenskra tímarita logn- aðist út af vegna van- hugsaðra breytinga á skattalögum.“ verði undanþegin virðisaukaskatti skv. 12. gr. laganna eins og dag- blöð, útvarp og sjónvarp. Bækur hafa borið söluskatt fram að þessu, þannig að sam- keppnisstaða þeirra á markaðnum breytist ekki, þótt þær verði látnar bera virðisaukaskatt. Rökin fyrir því að fella hann niður era af öðr- um toga, sem ég geri ekki lítið úr. Á þessari stundu skiptir mestu að reyna að sjá til þess, að útgáfa íslenskra tímarita haldi velli. Höfundur er þingniadur Sjálfstseðisílokksins á Norðurlandi eystra. Selfoss — Hveragerði: Hugmyndir um samvinnu í orkumálum Selfossi. UPPI eru hugmyndir um sam- vinnu milli Hveragerðisbæjar og Selfosskaupstaðar varðandi öflun og dreifingu orku. I Hveragerði er mikil óbeisluð orka sem gefur möguleika á miðlun út um Ár- borgarsvæðið i formi gufu og Hvergerðingar hafa uppi hug- myndir um raforkuöflun úr bor- holum í eigu bæjarins. Einn viðræðufundur hefur farið fram þar sem þessi mál vora reifuð og hugmyndir ræddar. Þennan fund sátu fulltrúar frá Selfossi, Hvera- gerði og Ölfushreppi. Þeir sem að þessum viðræðum standa líta á þær sem tilraun til raunhæfs samstarfs um grunnþætti atvinnulífsins, að skapa skilyrði til eflingar þess. Það verði ekki aðeins gert með öflun vatnsorku og raf- orku heldur og með hinu að dreifing og sala vatns og rafmagns verði á samkeppnishæfu verði við önnur svæði. Bjartsýni ríkir um að árangur verði af þessum viðræðum. — Sig Jóns. SIONVARPSTÆKIFÆRI I ||t~. p■ || NúerUmkyierltílab'ffdtfesta ■ rrs.- jv-2026 to" ^nilAOni ívötuUióuskSmmltstæklá ■ HITACHI ma IMOKIA ORION HtTACHl: CPT212821" • Flat.skjár ___ • Sterio 2x20W Ar. 92.900* • 40 stööva mynni • Fjarstýring fyrir sjónv. + myndhand • Stafrænar upplýsingar á skjá • Skartténgi Hitachi C 25-P500E 25" • Flatskjár. • Sterio 2 x 20 W. Kr 109.900* • S-VHS inngangi. . 40 stööva minni. • Fjarstýring fyrir sjónvarp + myndband. • Stafrænar upplýsingar á skjá. • Video-text. og skarttengi. • Digital myndlampi. Hitachi CPT-1436 14 • Kúptur skjár. • 12 stöðvar. Kr. 39.900* Nú er tœkifarri til aóJjárfesta í vönduöu sjónvarpstœki á viöráðanlegu verði. Valið stendur um hágœðaUekiJrá Hitachi, ITT, Orion og ITS, Ótrúlegt úrval á einum staó Sjón er sögu ríkari! RONNING /7X. TV-2026 10" Fjarstýring. • 32 stööva minni. • 12V/220V. Kr. 31900* nT: TV-7160 28" • Fjarstýring. • Flatskjár. Kr. 98.900* • 40 stööva minni. • 4 hátalarar. • Stcrio 2x15 W. • Digital myndlampi. rrr:7V-6360 24" • Fjarstýring. • Flatskjár. • 40 stöðva minni. • 4 hátalarar. j^r. 87.900* • Sterio 2x15 W. • Digital myndlampi. íte m ■ ■ ■-, 1.1 ■ v-c'Ptot.r!.' 4^9°° Kr- * m.v. staðgreiöslu Við erum ekki bara hagstœðir KRINGLAN — við erttm betri. Sími 68 58 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.