Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 21
21 M,0ff9UNB|I4Ðip þAUGAKDA^UR ,21. OKTÓijEK 19,89 . Spurning lögð fyrir Kremlarfræðinga Iutcrnational Herald Tribune. EFNAHAGSMÁL í Sovétríkjunum eru í ólestri, ríkjasambandið sagt vera að leysast upp í átökúm þjóðanna, framtíð kommúnismans í Austur- Evrópu ótrygg. Sérfræðingar í málefiium Kremlverja eru ekki á einu máli um stöðu og framtíð Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta. Dagblaðið International Herald Tribune lagði eftirfarandi spurningu fyrir nokkra Kremlarfræðinga: „Er Gorbatsjov kominn að fótum fram?“ Er Gorbatsjov kominn að fótum fram? Alec Nove, hagfræðiprófessor við Glasgow-háskóla: „Pólitísk staða hans er greinilega sterk. En efna- hagsmálin eru í kreppu og enn verri viðureignar eru þjóðernisvandamál- in, Gorbatsjov gerir sér fulla grein fyrir þessu. Síðustu mannaskipti í stjórnmálaráðinu, helstu valda- stofnun landsins, styrktu Gorbatsj- ov í sessi og enginn augljós arftaki er sjáanlegur. Þess vegna verður að álykta að Gorbatsjov sé traustur í sessi.“ Marshall I. Goldman, kennir við Harvard-háskóla: „Það er hann að mínu áliti. í mars 1987 sagði ég að það kæmi mér á óvart ef hann entist í fjögur ár. Ég gerði hins vegar- ekki ráð fyrir að-ástandið yrði svona slæmt þegar á þessu ári. Maðurinn er snillingur í að snúa sig út úr vandamálunum en kreppan fer nú svo ört vaxandi að ég efast um að hann finni björgunarleið út úr henni. Hann er í sárri þörf fyrir árangur í efnahagsmálunum en ekkert virðist ganga honum í hag- inn núna.“ Michel Tatu, Sovétsérfræðingur franska dagblaðsins Le Monde: „Gorbatsjov hefur heldur sótt í sig veðrið pólitískt séð að undanförnu. Þverstæðan er sú að almennt ástand í Sovétríkjunum er afar slæmt en völd Gorbatsjovs hafa orðið traustari. Hann hefur sem stendur farið hægar í sakirnar en áður en stapp- ar þó enn stálinu í umbótasinnana. Ástandið er mjög ótryggt en ég held að líkurnar séu Gorbatsjov fremur í hag en áður.“ Peter Reddaway, prófessor í al- þjóðastjórnmálum við George Was- hington-háskólann í Washington: „Það kæmi mér alls ekki á óvart ef honum yrði sparkað einhvern tíma á næstu árum. Hann hefur af djörfung reynt að gera nýja Æðsta ráðið að grundvelli valda sinna í staðinn fyrir Kommúnista- flokkinn. Mesta hættan er að Gorb- atsjov verði eins og lús milli tveggja nagla og glati áhrifum sínum á báðum þessum vígstöðvum; ég hygg að það sé að gerast núna.“ John Edwin Mroz, forstöðumaður Rannsóknarstöðvar í öryggismálum austurs og vesturs í New York: „Ef átt er við hvort hætta sé á því að völd Gorbatsjovs séu í hættu í ná- inni framtíð eða veruleg stefnu- breyting verði gerð þá hallast ég að þeim sem telja að svo sé ekki. Ég tel verkfall námamannanna marka tímamót. Þegar tekist hefur að virkja almenning betur í þágu perestrojku en leiðtogana sjálfa held ég að búið sé að leysa úr læð- ingi þjóðfélagsöfl sem treysti stöðu Gorbatsjovs." John Hardt, efnahagsmálasér- fræðingur hjá Rannsóknarstofnun Bandaríkjaþings: „Skipið mér með nokkrum fyrirvara í hóp bjartsýnis- manna. Hann hefur lagt fram skyn- samlega áætlun um pólitískar og efnahagslegar umbætur og náðst hefur allgóður árangur hvað snertir hið fyrrnefnda. Gorbatsjov er ekki hagfræðingur en hann er líklegur til að viður- kenna -staðreyndir og hefur við hlið sér aðstoðarmenn sem geta sagt honum hvað þær merkja." Charles Woolf, stjórnandi rann- sókna á alþjóðlegum efnahagsmál- um hjá Rand-stofnuninni í Kali- forníu: „Ég held að Gorbatsjov sé að komast í þrot en hann er þraut- seigur baráttujaxl, hugmyndaríkur og fádæma ráðsnjall. Að minni hyggju þarf að hrinda í framkvæmd skyndilegum og um- fangsmiklum endurbótum á verð- myndunarkerfinu í Sovétríkjunum — koma á frjálsri verðmyndun til að hægt sé að sjá hvaða fyrirtæki þurfa að færa út kvíarnar og hvaða fyrirtæki eiga að leggja upp laup- ana.“ A markaði eldhúsinnrettinga tekur HTH enn af skarið Þetta færðu fyrir 135.000 kr. HTH 3200 er ný eldhús- innrétting úr lútuðum aski. Vönduð gœðaframleiðsla ó viðráðanlegu verði. Við veitum ráðleggingar byggðar á reynslu og kappkostum að viðskipta- vinurinn fái góða þjónustu. HTH -innrétting eykur verðgildi íbúðarinnar og er því kjörin fjárfesting fyrir framtíðina. Skynsamleg fjárfesting ^ innréttingahúsiö Háteigsvegi 3, Reykjavík. Sími 27344. Opið á laugardögum. HTH. Nýir tímar. Nýjar hugmyndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.