Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 15
LAUGARNESKIRKJA: Sunnudag 22. okt.: Messa kl. 11. Sigurbjörn Þorkelsson framkvæmdastjóri Gideon prédikar. Félagar úr Gide- on-félaginu lesa ritningarorð. Barnastund á sama tíma. Kaffi á könnunni eftir messu. Þriðjudag 24. okt.: Aðalfundur Samtakanna um sorg og sorgarviðbrögð kl. 20.30. Fimmtudag 26. okt.: Kyrrð- arstund í hádeginu. Orgelleikur, altarisganga og fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu á eftir. Barnastarf fyrir 10-12 ára börn kl. 17.30 í safnaðarheimilinu. Æskulýðsstarf kl. 20. Sóknarprest- ur. NESKIRKJA: Laugardag 21. okt.: Félagsstarf aldraðra, samveru- stund kl. 15 í safnaðarheimili kirkj- unnar. Bingo og upplestur, sr. Ólafur Jóhannsson. Sunnudag 22. okt.: Barnasamkoma kl. 11 í um- sjón Sigríðar Óladóttur Munið kirkjubílinn. Guðsþjónusta kl. 14, og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Frank M. Halldórsson. Mánudag: Barnastarf 12 ára kl. 17.30. Æsku- lýðsstarf 13 ára og eldri kl. 19.30. Þriðjudag: Barnastarf 10-11 ára kl. 17. Miðvikudag: Fyrirbæna- messa kl. 18.20, sr. Frank M. Hall- dórsson. Öldrunarþjónusta: Hár- greiðsla og fótsnyrting í safnaðar- heimili kirkjunnarfrá kl. 13-17, sími 16783. Fimmtudag: Opið hús fyrir aldraða í safnaðarheimilinu frá kl. 13-17. Leikið verður á orgel í kirkj- unni frá kl. 17.30 á fimmtudögum. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kvöldbænir föstudag 20. okt. kl. 21. Barna- og unglingastarf Selja- kirkju: Fundur Æskulýðsfélagsins mánudag kl. 20. Fundir í KFUK mánudag, yngri deild kl. 17.30, eldri deild kl. 18.30. Fundur í KFUM miðvikudag, yngri deild kl. 18, eldri deild kl. 20. Sóknarprest- ur. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjöl- skyldumessa kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Fermdur verður Gísli Birgisson, Kirkjubraut 11, Seltjarn- arnesi. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Mánudag: Fyrir- bænastund í kirkjunni kl. 17. Æskulýðsfundur mánudagskvöld kl. 20.30. Þriðjudag Opið hús fyrir 10-12 ára börn kl. 17.30. Opið hús fyrir foreldra fermingarbarna fimmtudag kl. 2-5. Takið börnin með. Sóknarprestur. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffla- delfía: Almenn bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Safnaðarsamkoma sunnudag kl. 11. Ræðumaður Christer Thyr. Almenn samkoma kl. 20. RæðumaðurChristerThyr. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Lág- messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30 (minnst verður 60 ára vígsluaf- mælis kirkjunnar). Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema laugardaga, þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga er messa kl. 18. KFUM & K: Samkomuþrenna í kvöld kl. 20.30 á Amtmannsstíg 2B. Upphafsorð Þóra Harðardóttir. Vitnisburður Hilmar B. Þórhalls- son. Ræða sr. Karl Sigurbjörns- son. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1989 —I '- < ■ I—:—f——l-t 'ii.i*;—FFr—i-rnJ—r—1—rrl— 15 —I Finnar á sinfóníutónleikum Segerstam-hjónin, hljómsveitarstjórinn og einleikarinn. MOSFELLSPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu kl. 11. Messa i Lágafellskirkju kl. 14. Gideon-félagar koma í heimsókn. Sr. Birgir Ásgeirsson. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Kirkjudagur. Ræða Ragnar Gunnar Þórhallsson, for- maður Reykjavíkurdeildar Sjálfs- bjargar. Sellóleikur Nora Korn- blueh. Álftaneskórinn syngur. Stjórnandi John Speight. Organisti Þorvaldur Björnsson. Kaffiveiting- ar í Álftanesskóla að guðsþjónustu lokinni. Sr. Bragi Friðriksson. GARÐASÓKN: Barnaskóli í Kirkju- hvoli alla sunnudaga kl. 13. KAPELLA St. Jósepssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 10. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta í Hrafn- istu kl. 14. Barnaguðsþjónusta í Víðistaðakirkju kl. 14. Ath. breytt- an tíma að þessu sinni. Sr. Sigurð- ur Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarbörn aðstoða. Sr. Þór- hildur Olafsdóttir. KAPELLA St. Jósepsspítala, Hafnarfirði: Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga er messa kl. 8 fh. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Fermingarmessa kl. 14. Fermdar verða: Drífa Þórar- insdóttir, Hraunbrún 11, Elín Guð- laug Stefánsdóttir, Krosseyrarvegi 7, Sigríður Anna Ólafsdóttir, Móa- barði 36. Samverustund í safnað- arheimilinu á mánudagskvöld fell- ur niður. Einar Eyjólfsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Kirkjudagur eldri borgara. Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Messa kl. 14. Altarisganga. Sverrir Guð- mundsson syngur einsöng. Organ- isti Örn Falkner. Systra- og bræðrafélagið býður til kaffi- drykkju í Kirkjulundi eftir messu. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Fermingarbörn taka þátt í athöfninni. Helgistund verður á Garðvangi, dvalarheimili aldraðra í Garði, kl. 15.30. Hjörtur Magni Jónsson. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Börn verða borin til skírnar. Hjörtur Magni Jóhanns- son. AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli yngstu barna í dag, laugardag kl. 12 í safnaðarheimilinu Vinaminni. Messa í dvalarheimilinu Höfða kl. 14. Barnaguðsþjónusta sunnud. kl. 11. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 13.30. Vænst er þátttöku ferming- arbarna og foreldra þeirra. Organ- isti Einar Órn Einarsson. Fyrirbæ- naguðsþjónusta mánudag kl. 16. Athugið breyttan tíma. Beðið fyrir sjúkum. Sr. Björn Jónsson. HVERAGERÐISPRESTAKALL: Þorlákskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Hveragerðiskirkja. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Kotstrandar- kirkja. Barnasamkoma kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. NJARÐVI'KURPRESTAKALL: Fjöl- skylduguðsþjónusta í Ytri- Njarðvíkurkirkju kl. 11. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Sunnudaga- skóli í Innri-Njarðvíkurkirkju kl. 11. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. KAÞÓLSKA Kapellan Hafnargötu 71, Keflavik: Messa kl. 16. _________Tónlist_____________ Ragnar Björnsson Rétt er það sem gefið er til kynna í efnisskrá hljómleikanna að „Sagnaþulur" Síbelíusar talar ekki á háu nótunum, hljóður er hann og svo að á stundum veit maður tæpast hvort hann er að segja manni eitthvað nýtt eður ei. Með knöppum og endurteknum setning- um tókst hljómsveit og stjórnanda að laða fram stemmningar sem Síbelíusi einum er lagið. Fiðlukonsert Albans Berg, sem tileinkaður er ungri dóttur Gustafs Mahler, er þéttofin tónsmíð, eins og reyndar flest öll verk Albans Bergs eru og skiptir þá einu hvort hann er að lýsa lífshlaupi ungrar stúlku, dramatískum átökum í Wozzek, eða þá hann skrifar kvart- ett fyrir fjögur strokhljóðfæri. Líkt og vísindaleg niðurstaða, stendur hver nóta fyrir sínu og á nákvæm- lega réttum stað, þannig er og um Fiðlukonsertinn. Á meistaralega vísu leikur Berg sér að fimmundum og ferundum sem tema eða í hljómum og áfram fléttar hann hugmyndir, eins og tíminn sé eilífur, og segja verður að erfitt getur verið að fylgja auð- ugu hugarflugi hans. Einleikari í Fiðlukonsertinum var eiginkona stjórnandans, Hannele Segerstam. Hannele lék konsertinn af látleysi og næmum skilningi. Hún reyndi hvergi að slá í gegn, en auðheyrt var að hún hefur mjög góða tækni og erfiðustu grip virtust ekki valda henni minnstu erfiðleikum. Flutn- ingur Fiðlukonsertsins var fyrir undirrituðum hápunktur tónleik- anna. Leif Segerstam er mjög góð- ur hljómsveitarstjóri og hafði alla viðkvæma þætti konsertsins innan seilingar taktstokksins, þetta fann hljómsveitin og fylgdi honum af nákvæmni allt út í viðkvæm slög á þríhornið. Við frumflutning þriðju sinfóní- unnar í Vín fór Brahms fram á 18 fyrstu fiðlur, 18 aðrar fiðlur, 12 víólur, 12 selló og 12 bassa. Sem kunnugt er var flutningurinn stormandi „sökksess", þrátt fyrir þennan eina Wagnerinna sem pípti og lét öðrum illum látum milli þátta sinfóníunnar. 18 fyrstu fiðlur o.s.frv. hefðu ekki komist fyrir á sviði Háskólabíós og píparann vantaði í salinn. Undirtektir áheyr- enda voru að þessu sinni eitthvað hljóðlátari en við frumflutninginn í Vín, enda vantaði eitthvað á til þess að flutningurinn tæki mann böndum. Ástæðunni getur hver leitað að fyrir sig. Kannske vantaði „con brioið“ í fyrsta þáttinn, kannske sló Segerstam of mikið 6 í takti og þyngdi þar með flutning- inn, kannski á finnskur skaphiti og „Frei aber froh-ijóðræna Brahms ekki fullkomlega skap saman? HÓTEL ÖPK KYNNIR.... HLJÓMSVEITIN SVEITIN MILLISANDA íkvöld, laugardagskvöld, 21. október Dansað til kl. 03. Boðið verður uppá veislumatseðil á tilboðsverði, aðeins kr. 1.950,- !L l GISTING, KR. 2.475,- PR.MANNÍ TVEGGJA MANNA HERBERGI. SNYRTILEGUR KLÆÐNAÐUR. ALDURSTAKMARK 20 ÁRA. Nú mæta allir í Paradís # Yfirgripsmikil bók með Ijósmyndum af 1041 listaverki Errós. Myndirnar eru í svart hvítu og lit. Bókin er 240 blaðsíður í stóru broti. 9 Verð aðeins kr. 3.500- Örfá tölusett eintök ásamt áritaðri litógrafíu kr. 5.250 Fást í öllum helstu bókaverslunum. Merkileg heimild um verk þessa afkastamikla listamanns, sem enginn listunnandi má láta framhjó sér fara. Formáli er eftir Aðalstein Ingólfsson, listfræðing. Iceland Review Höfðabakka 9,112 Reykjavik. SÍmi 84966.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.