Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 10
 •LAftóÁtttiÁVfrfe'Átf : i . j. 'in f r r'in t I vH r) I/. (•■■! I glettinni dulmögnun _________Leiklist_____________ Jóhanna Kristjónsdóttir Nemendaleikhúsið frumsýndi i Lindarbæ Grimuleikur eftir Ion Luca Caragiale Þýðing: Jón Oskar Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Hárgreiðsla og fbrðun: Guðrún Þorvarðardóttir Búningasaumur: Iris Olöf Sigur- jónsdóttir Lýsing, hljóð og tækni: Ólafur Thoroddsen og Magnús Berg- mann Aðstoðarleikstjóri: Asdís Skúla- dóttir Leikstjóri: Alexa Visarion Grímuleikur rúmenska höfundar- ins Caragiale er að sönnu kallaður farsi eða ýkjuleikur en trúlega má fallast á þær útleggingar leikstjóra að í leikritinu sé reynt að kafa ögn dýpra en í hefðbundnum farsa. Efn- isþráðurinn er óumdeilanlega farsa- kenndur, misskilningur um persón- ur, milli persóna út og suður. Leik- stjórinn Alexa Visarion vill einnig leggja áherslu á þá blekkingu sem persónur leiksins hrærast í. „Vax- andi ógnun hins Stóra Tóms er alls staðar. Hlátur Caragiales sprettur af ótta. Aðstæðurnar eru spreng- hlægilegar — en útkoman er sorg- leg,“ segir hann í leikskrá. Þessi tilhneiging að telja nauðsynlegt að vekja athygli á að eitthvað dýpra og meira búi undir ærslalegu og öfgakenndu yfirborði, er misjafn- lega rík. Stundum þykir mér það nú næsta óþarft: flest farsaleikverk hafa í sér ádeilutón eða bregða upp myndum af fólki sem eiga við ein- hvers konar böl að búa, blekkingu eða misskilning. Þessi afsökunar- tónn gagnvart farsanum sem slíkur finnst mér oftast öldungis óþarfur. Sýning Nemendaleikhússins á Grímuleik er spræk og hröð og án efa góður skóli fyrir leikaraefnin níu. Fyrsti þátturinn þar sem leik- fléttan er kynnt áhorfendum smám saman var fyndinn og vel unninn af flestra hendi. Innskotsþátturinn að hléi loknu heppnaðist ekki alls kostar og var ansi mikið úr takt við fyrsta þátt og það sem á eftir kemur. Virtist þjóna þeim tilgangi að gefa tveimur leikaranna hlutverk í sýningunni og má vera að það sé gott og gilt. Það getur verið erfitt að finna verk sem nákvæmlega hæfir sex karlleikurum og þremur kvenleikurum, en mér fannst þetta innskot sem sagt ekki skila sér. Eggert Kaaber og Edda Arnljóts: dóttir guldu þessa í túlkun sinni. í seinni hluta þáttarins og síðan hin- um síðasta var allt komið á fullan skrið og jafnvel svo að mátti varla meiri vera. Rakarinn sem heldur við kærustur þeirra Jón skúfs og Makka er klækjarefur og hann hef- ur slegið margar flugur í einu höggi, sannfært hina kokkáluðu um gæsku sína og góðan gjörning og mun svo sjálfsagt halda áfram að halda við stúlkurnar. En þetta veit bara rakarinn og undir lokin eru allir sáttir og glaðir. Leikurunum tekst að draga upp snjallar persónur, gervin eru yfir- leitt ágæt og líkamsfimi aðdáunar- verð. Framsögnin var veikasti hlekkur sýningarinnar; mikið reynir á raddbeitingu í farsaleik og hávaði og óskýr hróp voru full áberandi, þessa gætti meira hjá stúlkunum. Ingvar E. Sigurðsson fór með hlut- verk Jóns skúfs og skóp skemmti- lega .og aumkunarverða persónu, svipbrigði sýndi hann áreynslulaust. Baltasar Samper sem Makki öðru nafni Skakkfótur sló með góðum árangri á ívið spaugilegustu streng- ina og átti verulega athyglisverðan leik og samleikur hans og Ingvars einkumí öðrum þætti var góður. Björn Ingi Hilmarsson átti líflegt kvöld í hlutverki aðstoðarmannsins, það var vel af sér vikið hjá Birni Til sölu í Grafarvogi Glæsilegar og vel skipulagðar íbúðir á góðum stað. íbúðirnar seljast fullbúnar úti sem inni og eru sérsmíð- aðar fyrir hvern og einn. Upplýsingar í síma 31104. Örn Isebarn, byggingameistari. 21150-21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. LÖGG. FASTEIGNAS: Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Skammt frá Háskólanum við: Fálkagötu 4ra herb. hæð í þríbhúsi. Sérihiti. 3 góð svefnherb. með innb. skápum. Mikið endurbætt. Sólsvalir. Skuldlaus. Laus strax. Lynghaga neðri hæð 4ra herb. í fjórb. Sólsvalir. Geymsla í kj. Trjágarð- ur. Bílskúr 31,9 fm. Við Sundin blá á útsýnisstað parh. í norðarverðum Laugarásnum stórt og vandað. Skipti mögul. á minna húsnæði t.d. sérh. miðsvæðis í borginni. Á góðu verði í gamla bænum 2ja herb. endurn. ib. á 3. hæð í reisulegu steinh. Sameign endur- bætt. Skuldlaus eign. Laus strax. 4ra herb. íb. á 3. hæð í vel byggðu steinh. Ekki stór en vel skipulögð. 3 svefnh. Þarfnast málningar. Laus strax. Verð kr. 4,5 millj. Úrvalsíbúðir í smíðum við Sporhamra 3ja og 4ra herb. mjög rúmgóðar. Sérþvottah. og bílsk. fylgir hverri íb. Afh. tilb. undir trév. í byrjun næsta árs. Fullgerð sam- eign. Byggjandi Húni sf. Kynnið ykkur frábær greiðslukjör. Austan Snorrabrautar óskast til kaups 3ja herb. íb. með bílsk. eða bílskúrsrétti. Skipti mögul. á 2ja herb. íb. á 1. hæð í vesturborginni. íb. er öll nýendurbyggð. Sérbýli á einni hæð óskast til kaups miðsvæðis í borginni. Sérhæð kemur til greina. Mikl- ar og góðar greiöslur. Eignaskipti möguleg. Opið í dag laugardag kl. 10.00 tilkl. 16.00. Fjöldi fjársterkra kaupenda. ALMENNA FASTEIGNASAIAW LAUGAVEGI SÍMAR 21150-21370 að halda dampi í hlutverki sem hefði getað orðið þreytandi ef hon- um hefðu fatast tökin. Hilmar Jóns- son vat' kvennagullið Nói og hafði tök á því. Sviðsframkoma hans fag- mannleg. Erling Jóhannesson hafði eðlilegt fas og svipbrigði sem Iord- ake lærlingur, en stöku sinnum gætti óákveðni í framsögninni. Harpa Arnardóttir var Mítsa sem elskar og þráir hinn svikula Nóa en er jafnframt svikul kærasta Makka. Gervi á Hörpu var við hæfi og hreyfingar og grátur sannfær- andi. En hjá Hörpu brást raddbeit- ing í geðshræringaratriðum og hefði ieikstjóri mátt huga betur að því. Katarína Nölsoe náði ekki alls kostar að gera Betu nægilega skýr skil en átti góða spretti. Aður er vikið að Eggert Kaaber og Eddu Arnljótsdóttur, Eggert fór einnig með lítið hlutverk Fullmektugs í „aðalsýningunni" og gerði það ágætlega. Vonandi að Edda fái betra tækifæri í seinni sýningum leikhússins í vetur. Þýðing Jóns Óskars er gerð af leikni og orðfimi. Leikmynd og"bún- ingar var hið athyglisverðasta verk og leikstjóri hefur greinilega haft sterk tök á leikendum svo að úr verður um flest eftirtektarverð sýn- ing og hin skemmtilegasta. Hilmar Jónsson og Harpa Arnardóttir í hlutverkum Nóa og Mítsu. Ui Umsjónarmaður Gísli Jónsson Kjartan Ragnars í Reykjavík skrifar mér svo: „Heill og sæll. Mjög er nú tíðkuð orðaröð sem mér virðist af dönskum toga, eða öllu heldur þýskum. T.d. segja menn „hans skoðun er sú að ...“ — „hennar faðir hét Jón“ o.s.frv. — þar sem mér virðist eðlilegra að segja „skoðun hans er sú“, — „faðir hennar hét Jón“ o.s.frv., það er að segja þegar sérstök áhersla er ekki lögð á fornafnið. I pistli þínum nr. 496 (Morg- unbiaðið 22/7 ’89) segir þú: .. . „um önnur atriði sem Hall- dór tók til í sinni grein“. Þar sem áhersla virðist hér ekki á for- nafninu (sinni), virðist mér eðli- legra að segja „sem Haildór tók til í grein sinni“, eða hvað? Reyndar verður þessa vart í fornritum vorum (þ.e. fornafnið á undan, án áherslu), svo að e.t.v. er hér hótfyndni minni um að kenna, en samt áræði ég að orða þetta við þig. Stundum virðist fyrrnefnd dönsk/þýsk orðaröð þó sjálfsögð í máli. T.d. fer miður vel á því að segja „þetta er ekki við hæfi mitt“, þótt áhersla sé ekki á fornafninu. Ef til vill mætti finna reglu um þetta afbrigði. Annars fæ ég ekki betur séð en að áhrif þýskrar tungu á mál vort séu enn mun meiri en enskr- ar, — hvað sem síðar verður; en ensk tunga sækir á daglegt mál vort um þessar mundir miklu meir en aðrar tungur. í íslensku máli er í daglegri notkun urmull orða úr þýsku, hingað komin með dönskum kauphöndlurum og öðrum dándi- mönnum þeirrar ættar. Ég nefni örfá dæmi af handahófi: máltíð, d. máltid, þ. Mahlzeit, — or- sök, d. ársag, þ. Ursache, — kartafla (upphafl. ítalskt orð, en barst hingað um hendur Dana, frá Þýskalandi), d. og þ. kartoffel, — innihald, d. ind- hold, þ. Inhalt — tukthús, d. tugthus, þ. Zuchthaus, — kerti, d. kærte, þ. Kerze — mögulegur, d. mulig, þ. möglich, — og þannig enda- laust. Mörg þessara þýsku orða eru svo rótgróin í íslensku máli, að engum dettur í hug að amast við þeim, en önnur hvimleið og ber að forðast þau, t.d. meðlim- ur, d. medlem, þ. Mitglied, — eftirmiðdagur, d. eftermid- dag, þ. Nachmittag. Þess bera að gæta að íslenska og þýska eru svo líkar tungur, að varast ber alhæfingu. Naum- ast er t.d. ávarpið „góðan dag“ þýskrar ættar, þó að þýskir segi „guten Tag“. En víkjum nú á önnur mið sem jafnframt tengjast íslenskri tungu. Hermann prófessor Páls- son í Edinborg ritar merkar greinar í Lesbók Mbl. um þess- ar mundir, þar sem hann færir rök að því, að Hávamál og önn- ur fornkvæði norræn beri keim af rómverskum höfundum, Cic- eró, Óvíð o.fl. Ekki hvarflar að mér að brigða dómi hins lærða manns, en tel jafnframt að ekki hefði skaðað að geta þess, að Ciceró, Óvíð og „allir þeir bræður“ í Rómi höfðu, svo sem kunnugt er, megnið af visku sinni frá Aþeningum sem e.t.v. bjuggu ekki gagngert að heimafenginni speki, en hafa e.t.v. farið í smiðju til Egypta, aflað fanga frá Bab- ýlon eða/og ekki síst frá Ind- landi (úr sanskrít). Ekki sakar heldur að geta þess, að margvísleg áþekk speki hefur geymst í munnmælum Ínúíta sem höfðu ekki tengsl, svo vitað sé, við íjarlægar „menningarþjóðir“. Virðist því ekki fráleitt að ætla þeirra visku heimafengna. Bestu kveðjur.“ Ég þakka Kjartani Ragnars þetta góða bréf og önnur fyrri. Hann undirstrikaði sjálfur orðið „þeirra“ í niðurlaginu til marks um að áherslunnar vegna mætti eignarfornafnið standa þar á undan nafnorðinu, eða svo geri ég ráð fyrir. Ég mun nú gera efni fyrsta hluta bréfs hans að umræðu- efni, þótt ég hafi gert það áður hér í þáttunum, því að það er svo langt um liðið. Ekki greinir okkur Kjarlan 509. þáttur á. Að sjálfsögðu bið ég menn að fylgja þeirri meginreglu að hafa eignarfornafn á eftir, en ekki á undan nafnorði. Dæmi: Sonur minn er tólf ára. Óeðli- legt væri að snúa þessu við og segja: Minn sonur er tólf ára. Þá værum við farin að tala eins og Englendingar og Þjóðvetjar, en ekki eins og íslendingar. En mikilvæg undantekning er frá þessari reglu, eins og Kjartan drap á, ef leggja þarf sérstaka áherslu á eignarfornafnið. Þá er réttlætanlegt að færa for- nafnið fram fyrir. En nauðsyn- legt er það ekki, þvi að með réttum tóni getum við náð sömu áhrifum. Sá tónn heyrist að vísu ekki í letri. Sitthvað í kveðskap, vegna hrynjandi, ríms og stuðla, og jafnvel tilfinningalegra blæ- brigða, getur einnig valdið því, að „rétt“ sé að hafa eignarfor- nafn fyrirsett. Snillingurinn sr. Jón á Bægisá kvað: Minn var faðir monsíur, með það varð hann síra. Seinna varð hann sinníur og seinast tómur Þorlákur. Annar snillingur, Steinn Steinarr, kvað: Ef tuminn er lóðréttur hallast kórinn til hægri. Mín hugmynd er sú að hver trappa sé annarri lægri... En samt finnum við hversu íslenskunni er miklu eðlilegra að yrkja eins og Rósa Guð- mundsdóttir frá Fornhaga: Augað mitt og augað þitt ó, þá fögra steina! Hitt viðurkenni ég að inni- legra sé, þegar sr. Hallgrímur lýkur 44. passíusálmi, sem líklega er mest listaverk þeirra allra, og kveður: Minn Jesú, andlátsorðið þitt í mínu hjarta ég geymi, heldur en ef breytt væri orðaröð- inni þarna í samræmi við hefð málsins. Og hvernig líkar ykkur svo, þegar þessu hefur verið breytt í „minn Jesús“ og svo fram- vegis? Er það ekki einum of gróft?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.