Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 43
^3 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LA l 'G A RI) AG L' R £ 1. ÖKTÓBER 1989 FIMLEIKAR / HEIMSMEISTARAMÓTIÐ HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ I I ( ( i í Tap gegn Sviss MT Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði í gær fyrir því svissneska, 18:22 í borginni St. Gallen í Sviss. Staðan í leikhléi var 12:9 fyrir Sviss. Þetta var fyrsti leikurinn í fjögurra þjóða móti sem fer fram um helgina. í gærkvöldi léku einnig Sovétríkin og Austur-Þýskaland. Sovétmenn fóru með sigur af hólmi, 28:24 (14:10). íslendingar mæta Sovétmönnum í dag og Austur-Þjóðverjum á morgun. KNATTSPYRNA / EM U-21 „Ekki raunhæft að gera sér miklar vonir“ HEIMSMEISTARAR Heimsmeistaramótið í fimleikum stendur nú yfir í Stuttgart í Vestur-Þýskalandi. Sovétmenn hafa verið sigursælir á mótinu; þeir sigruðu í vikunni í liðakeppni karla og kvenna og hafa einnig tryggt sér gullverðlaun í einstaklingskeppninni, þar sem lagðar eru saman einkunnir úr æfingum á einstaka áhöld- um. Úrslitin urðu ljós í karlakeppninni á fimmtudag. Þar var það Igor Korobtsjínský sem stóð uppi sem sigurvegari, landi hans Valentin Mogilny varð annar og Li Jing frá Kína þriðji. Kvennakeppninni lauk í gær og þar röðuðu Sovétmenn sér í þijú efstu sætin: Svetlana Bogínskaya varð í fyrsta sæti, Na- talya Latsjenova önnur og Olga Strageva þriðja. Á myndinni að ofan sést Sovétmaðurinn Igor Korobtsjínský, til vinstri, fagna sigri sínum. Með honum á myndinni er Li Jing frá Kína, er hlaut bronsið. Á myndinni hér til hliðar er sigurvegarinn í kvennaflokki, Svetlana Bogínskaya. Lokastöðu efstu fimmtán keppenda hjá körlum og konum má sjá hér neðar á síðunni. Keppni lýkur í Stuttgart um helgina. Þess má geta að sýnt verður beint frá mótinu í íþróttaþætti Ríkissjónvarpsins í dag. - segirGuðni Kjartansson, þjálfari, um leikinn gegn Vestur- Þjóðverjum ÚRSLIT Handknattleikur 1. deild kvenna 18:15 2. deiíd karla Pram-ÍBK 18:17 Blak 1. deild kvenna UBK-HK 8:0 Fimleikar Iloimsmeistaramótíd Svetlana Bogínskaya frá Sovétríkjunum varð í gær heimsmeistari kvenna í fimleikum. Sové- skar stúlkur urðu í þremur efstu sætunum, en Sovétmenn unnu einnig liðakeppnina bæði i karia- og kvennafiokki. Efstar í kvennakeppn- inni, þar sem lagðar eru saman einkunnir eft- ir æfingar á öllum áhöldunum, urðu þessan Stig 1. Svetlana Bogínskaya, SovétnTq...39.900 2. Natalya Latsjenova, Sovétríkjunum .39.862 3. Olga Strageva, Sovétiikjunum....39.774 4. Cristina Bontas, Rúmeníu........39.762 5. Yang Bo, Kina...................39.687 6. Chen Cuiting, Kína..............39.662 7. Brandy Johnson, Bandan"kjunum...39.574 8. Sandy Woolsey, Bandarílqunum....39.475 9. Barbel Wielgoss, A-Þýskalandi...39.449 10. Choe Gyong-hui, NorðurKóreu.....39.399 11. Wendy Bruce, Bandaríkjunum......39.386 12. Daniela Silivas, Rúmeníu........39.312 13. Eva Rueda, Spáni................39.286 14. Kim Gwang-suk, Norður-Kóreu.....39.211 15. MihoShinoda,Japan...............39.148 Keppni karlanna lauk á fimmtudag. Sovét- maðurinn Igor Koroblsjínsky vaið heimsmeist- ari. Lagaðar eni saman einkunnir fyiir æfing- um á öllum áhöldum, eins og l\já konunum. Efstir urðu þessir. Stíg: 1. Igor Korobtsjínsky, Sovétríkjunum ....59.25 2. Valentin Mogilny, Sovétríkjunum..59.15 3. LiJing.Kína......................58.80 4. Yukio Iketani, Japan.............58.70 4. Andreas Wecker, A-Þýskalandi.....58.70 6. Vladimir Artemov, Sovétríkjunum..58.55 7. Li Ge, Kína......................58.50 8. Marius Gherma....................58.45 8 Gyula Takacs, Ungveijalandi.......58.45 lO.Yuri Chechi, ítaUu................58.30 10. Sylvio Kroll, A-Þýskalandi.......58.30 12. Toshiharu Sato, Japan............58.25 13. Sven Tippelt, A-l’ýskalandi......57.90 14. Csaba Fajkusz, Ungveijalandi.....57.85 15. Paolo Bucci, Italíu..............57.70 KORFUBOLTI Útlendingarnir í úrvalsdeildinni FIBA-leyfin komin AUir útlendingarnir hjá úrvalsdeildarliðunum í körfubolta, sem hingað til hafa leikið skv. bráðabirgðaleyfi stjórnar KKÍ, hafa nú fengið formlegt leyfi frá alþjóða sambandinu, FIBA, til að ieika hér á landi, skv. upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér í gær. Undanskilinn er að vísu Patrick Releford hjá Njarðvíkingum, en eins og fram kom í blaðinu í gær hefur liðið sem hann var hjá í Argentínu farið fram á það við Njarðvikinga að þeir greiði 5.000 bandaríkjadali, upphæð sem samsvarar um 310.000 kr. íslenskum, til að hann verði löglegur. Hann leikur því ekki með liði UMFN á morgun gegn Reyni, en allir hinir útlendingamir verða á ferðinni. „EINS og ávallt reynum við að gera okkar besta. Vandamálið er hins vegar að strákarnir eru ekki íleikæfingu — íslandsmót- inu lauk fyrir meira en mánuði — og því er ekki raunhæft að gera sér miklar vonir,“ sagði Guðni Kjartansson, þjálfari U- 21 landsliðsins íknattspyrnu við Morgunblaðið í gærkvöldi aðspurður um leik liðsins gegn Vestur-Þjóðverjum í Evrópu- keppninni, sem verður ytra á miðvikudag. Íslenska liðið heldur til Vestur- Þýskalands á mánudag. Þjóð- veijar hafa þegar tryggt sér sigur í riðlinum og þátttökurétt í loka- keppninni, eru með níu stig, en ís- lendingar eru í öðru sæti með sex stig. Finnar eru með þrjú stig og Hollendingar tvö, en þeir leika á sama tíma í Hollandi. Liðið er skipað sömu leikmönnum og fyrir leikinn gegn Hollendingum 11. október, nema hvað Alexander Högnason kemur aftur inn fyrir Þormóð Egilsson, sem verður 17. maður. Eftirtaldir leikmenn fara því til Vestur-Þýskalands: Markverðir: Olafur Gottskálksson .........ÍA Adolf Óskarsson..............ÍBV Aðrir leikmenn: Haraldur Ingólfsson...........í A Alexander Högnason............ÍA Baldur Bjarnason...........Fylki Rúnar Kristinsson.............KR Þorsteinn Halldórsson.........KR Heimir Guðjónsson.............KR Kjartan Einarsson............ÍBK Eyjólfur Sverrisson.........UMFT Ólafur Kristjánsson...........FH Þórhallur V íkingsson..........FH Steinar Adolfsson.............Val Einar Páll Tómasson..........Val^ Ólafur Þórðarson............Brann Kristinn R. Jónsson..........Fram I dag verður síðasti æfingaleikur liðsins og verður leikið gegn U-18 ára liðinu á Fylkisvelli kl. 13. KORFUBOLTI Snæfell leikur í - Grundarfirði Snæfellingar hafa ákveðið að leika heimaleiki sína í 1. deildarkeppninni í körfuknattleik í hinu nýja og glæsilega íþrótta- húsi í Grundarfirði. Þeir hafa æft þar þrisvar í þessari viku, en húsið 'var opnað um sl. helgi. Snæfell hefur hingað til leikið heimaleiki sína í Borgarnesi. „Þetta er algjör byltlng. Húsið er mjög gott,“ sögðu gömlu lands- liðsmennirnir úr Val, þeir Kristján Ágústsson, þjálfari Snæfells og Ríkharður Hrafnkelsson, fyrirliði Snæfellinga. Leikmenn Snæfells, sem hafa hingað til æft í gamla íþróttahús- inu í Stykkishólmi, koma til með að æfa í íþróttahúsinu í Grundar- firði einu sinni til tvisvar í viku í vetur. Fyrsti heimaleikur liðsins verður á morgun í Grundarfirði kl. 14. Reiknað er með að rútu- ferðir verið frá Stykkishólmi á leikinn. FRJALSIÞROTTIR Bylting á ársþingi FRÍ? NOKKUÐ Ijóst er að á árs- þingi Frjálsíþróttasambands Islands, sem haldið verður eftir rúman mánuð, verður gerð tilraun til að koma allri núverandi stjórn frá völdum. Líklegt er að Magnús Jakobs- son, KR-ingur, bjóði sig fram í formannsembættið gegn Ágústi Ásgeirssyni, núverþ andi formanni. Magnús sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að hann væri að hugsa málið og að hann hefði heldur „volgnað" en hitt. Heimildir blaðsins herma að Magnús hafí þegar lýst því yfir að hann muni gefa kost á sér í formannsembættið. „Það er hópur fólks úti á landi sem vill breytingar — á stjórninni sjálfri og staðsetningu manna í henni. Það er vilji fyrir því að fólk utan af landi komi inn í stjómina." Magnús sagði að hugmyndin væri að fá samþykkta skipulags- breytingu. „Hugmyndin er ekki að fjölga í stjóminni, heldur að í henni sitji einn fulltrúi úr hveijum fjórðungi og þrír að auki héðan af Reykjavíkursvæðinu, sem væntanlega myndu skipa fram- kvæmdastjórn sambandsins. Þetta er sú hugmynd sem efst er á baugi hjá landsbyggðarfulltrú- um.“ Magnús staðfesti að þeir sem ætla að leggja fram þessar breytingar stefni að því skipta alveg um stjóm. Hann var spurð- ur hvort það væri ekki vantraust á þá stjórn sem nú situr: „Bæði og — ég hef heyrt um menn sem vilja ekki sitja áfram í henni, en í raun verða aðrir að svara því hvort þetta er vantraust á núverandi stjórn. Því hefur ver- ið ýt.t að mér að undanförnu að gefa kost á mér — fnimkvæðið er ekki mitt. Ég held að frum- kvæðið sé norðan úr landi; og menn af Suðurlandi, Vesturlandi og einnig af Reykjavíkursvæðinu, eru þessum breytingum fylgj- andi,“ sagði hann. Magnús sagði, aðspui-ður, að sér fyndist víðtæk samstaða um þessar hugmyndir. „Ég veit ekki um eitt og eitt héraðssamband, en eftir hringingum til mín að dæma er mikill meirihluti fyrir þessu. Ég veit að Norðlendingar, allt frá Húnaþingi til Þingeyjar- sýslu, hafa fundað tvisvar um málið,“ sagði hann, og nefndi einnig til. sögunnar fulltrúa frá UÍA, Úifljóti og HSK. Magnús sagði fólk kvarta yfir að núver- andi stjórn hefði ekki haft nægi- lega mikið samband við lands- byggðina. „Það er álitlegur hópur sem er tilbúinn að standa að þessu,“ sagði Magnús — og því sagðist hann líkurnar á því að hann gefi kost á sér í formanns- embættið, hafa aukist undanfarna daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.