Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 12
MOT?'GU:NÉLÁ©to 'LAXjGAttÐMfÚlí 21.< ÍOfcÝðBÉRÍ ÍÖ8Í1 12 „Á ég að gæta bróður eftir Magnús Skúlason Nú er fyrirhuguð enn ein söfnun Kiwanismanna í ])águ heilbrigðis- og líknarmála, að þessu sinni til uppbyggingar sambýla og vistheim- ila fyrir geðsjúka, bæði þá sem hafa haft geðræn vandkvæði og bera munu þess nokkrar menjar og einnig hina sem eru í hægum en öruggum bata, eru enn að ná sér og þarfnast því ýmiss konar stuðn- ings og fyrirgreiðslu í samfélaginu. Söfnun þessi fer fram með sölu svonefndra K-lykla, 21. október. Undirritaður hefur verið beðinn að festa á blað örfá orð málefni þessu til stuðnings og vegna þess hve hér er um brýnt, en þó því miður van- rækt mannúðar- og menningarmál að ræða taldi ég ófært að skorast undan því með öllu. í raun ætti ekki að þurfa að fjöl- yrða um þetta — stuðningur og umhyggja af því tagi sem hér um ræðir er bæði siðferðileg og lagaleg skylda samfélagsins, stjórnvalda og okkar allra í nútímaþjóðfélagi. Væri allt með felldu hefði því átt að vera fyllsti óþarfi að standa í áróðri fyrir slíkan málstað, en svo er þó ekki því miður, því að eins og kunnugt er þá fyrirfinnast enn ýmsar slíkar skyldur siðferðislegs og annars eðlis sem ekki hefur komizt yfir að rækja sem skyldi og gleymzt hafa í glaumi og óráðsíu- sukki nútíma lífsstíls. Það er álit mitt að enn muni í vaxandi mæli þurfa að efla verulega alla geðheilbrigðisþjónustu og geð- meðferð hér á landi. Þrátt fyrir nokkrar byggingarframkvæmdir og vissa þróun hefur maður eigi að síður á tilfinningunni að þjónusta við geðsjúka og fyrirbyggjandi starfsemi sé enn olnbogabarn fé- lags- og heilbrigðisþjónustu og njóti mjög ófullnægjandi skilnings og áhuga. Enn er -fjöldi erfiðra en áhugaverðra verkefna sem vinna þarf að til að auka og bæta geð- heilbrigðisþjónustuna og til að miklu fleiri einstaklingar, ungir sem gamlir, börn og fjölskyldur og sam- félagið í heild fái notið þess gagns af henni sem efni standa til, svo sem ákjósanlegast væri og raunar mjög brýnt. Nú, eitt af þessum verkefnum er áðurnefnd fjölgun sambýla og vistheimila fyrir þá einstaklinga sem veikzt hafa og ýmist geta ekki náð fullri heilsu eða eru í hægum bata. Þeir búa langoftast eðli máls- ins samkvæmt við afar kröpp kjör og erfiðar félagslegar aðstæður, og fyrirgreiðsla af þessu tagi er nán- ast algjör frumforsenda þess að um frekari bata geti orðið að ræða og/eða að þeir fái notið þeirra sjálf- sögðu mannréttinda að búa við við- unandi lífsskilyrði á nútíma mæli- kvarða. Sjúkleiki þeirra er i sjálfu sér nægileg og ærin byrði, þó að ekki sé aukið á hana með ófullnægj- andi félagslegri þjónustu og trygg- ingakerfi, húsnæðis- og féleysi og stórskertri aðstöðu til að njóta lág- markslífsgæða. Undirrituðum er tjáð að með fyr- irhugaðri söfnun sé að því stefnt að koma upp a.m.k. einu sambýli í Reykjavík, en einnig að styrkja sambýli á Akureyri og er það ánægjulegt að ekki er verið að hugsa um suðvesturhornið eitt. Á Akureyri hefur geðheilbrigðisþjón- usta verið í jákvæðri þróun og fer vel á því að Norðlendingar gleymist ekki að þessu sinni. Þegar skortur er á langvistunar- deildum og/eða sambýlum — eins og nú er — fyrir þá sjúklinga sem slíks þarfnast, þá skapast sam- stundis innan geðþjónustunnar sá vandi að ýmist er út úr’algjörri neyð reynt að vista þessa einstakl- inga lengur eða skemur á bráða- móttökudeildum sem er kostnaðar- samt úrræði og aðstaðan þar að vonum óþægileg fyrir þessa menn, ellegar að þeir eru, til að íýma fyr- ir öðrum, útskrifaðir „út í lífið“ eða heim til sín, ef þeir ’eiga þá ein- hvers staðar heima eða á aðra mið- ur heppilega staði, t.d. til van- megnugra ættingja þar sem því miður er algengt að þeim hraki snarlega þrátt fyrir talsverða við- leitni til meðferðar og stuðnings utan spítaladeildanna, og þeir þarfnist síðan tíðra og dýrra endur- innlagninga og meðferða sem auð- veldlega hefði verið hægt að kom- ast alveg hjá, væru viðunandi hús- næðis- og vistunarmöguleikar fyrir hendi. Undirritaður er að sjálfsögðu fylgjandi því að reynt sé af ýtrasta míns?“ Magnús Skúlason „Sparnaður og nánas- arháttur, bæði hvað snertir þjónustu við langvistunarsjúklinga og alla aðra sem um lengri eða skemmri tíma líða af geðrænum, sálrænum og félagsleg- um vandkvæðum og sjúkdómseinkennum, er ekki samboðinn nútíma samfélagi.“ megni - g meira en nú er gert — að endur.iæfa sem best alla þá sem til þess eru hæfir, en vill um leið leggja áherzlu á að í vissum tilfell- um geta öfgakennd endurhæfingar- sjónarmið reynzt óraunhæfar kröf- ur og verið bjarnargreiði við sjúkl- ingana. Vistheimili og sambýli þurfa að sjálfsögðu að vera afar mismunandi mikið vernduð, eins og kallað er, eftir því bversu frískir / og sjálfbjarga vistmenn eru. Brýnt er að hafa það hugfast að í mörgum sambýlum er mikil þörf á því að viðurkennd sé sú staðreynd að þar er þörf mikils faglegs stuðnings, hjúkrunar og íjölþættrar þjónustu ef fólkið á að geta lifað þar sóma- samlegu lífi. Gott dæmi um slíkan stað er raunar vistheimilið að Bjargi við Melabraut á Seltjarnarnesi sem Hjálpræðisherinn rekur af myridar- skap í samstarfi við geðdeild Lands- pítalans. Þeir sem hyggja á fram- kvæmd á þessu sviði og uppbygg- ingu slíkra stofnana hefðu gott af að líta þar við og taka mið af starf- seminni þar. Undirritaður vill að lokum að sjálfsögðu hvetja fólk til að taka sölumönnum K-lyklanna vinsam- lega þann 21. október. Vonandi hvetja lyklarnir einnig til íhugunar og umræðu um geðheilbrigðismál almennt. Að sjálfsögðu er upp- bygging sambýla og vistheimila aðeins hluti bættrar geðheilbrigðis- þjónustu, en eigi að síður ákaflega ínikilvifegur þáttur. Þegar um mál- stað sem þennan er að ræða má í rauninni ekkert til spara. Sparnaður og nánasarháttur, bæði hvað snert- ir þjónustu við langvistunarsjúkl- inga og alla aðra sem um lengri eða skemmri tíma líða af geðræn- um, sálrænum og félagslegum vandkvæðum og sjúkdómseinkenn- um, er ekki samboðinn nútíma sam- félagi. Hann verður í raun æði kostnaðarsamur þegar til lengri tíma er litið — og er auk þess sið- laus. Slíkur „sparnaður er skamm- sýn óheillastefna að aukinni upp- lausn menningar og hnignun heil- brigðis, ójöfnuði og annarri lág- kúru. Höfundur er sálfræðingur á geðdeild Landspítalans. AMNEST Y - VIK AN HELGUÐ BORNUM ISRAEL PERÚ Mannréttindabrot hafa verið framin á palestínskum börnum svo til daglega síðan uppreisnin — intifada — hófst í desember 1987 á hernumdu svæðunum. Samkvæmt skýrslum SÞ frá Gaza-svæðinu var meirihluti þeirra sem féllu fyrsta ár intifada undir 15 ára aldri. Börn voru skotin til bana eða hrottalega barin af ísraelskum hermönnum, varpað í fangelsi eftir óréttlát réttarhöld eða haldið föngnum án ákæru og réttarhalda. Mörg áttu þátt í atburðum þar sem steinum eða öðrum hlutum var kastað. Önnur virðast ekki hafa átt neinn þátt í ofbeldisað- Tveir 13 ára drengir voru í hópi 180 manna af Hadjerai- þjóðarbrotinu í Suðaustur-Chad sem handteknir voru í júlí 1987 vegna þjóðernis síns og gruns um andóf við ríkisstjórn Chad. Hópurinn hefur verið í haldi í höfuðborginni N’Djamena. í hópnum voru bræðurnir Abd- erahma.ie Tchere og Dari Tchere sem báðir voru 13 ára er þeir voru handteknir í Bitkine í Guera-héraði í Suð-ustur-Chad. Þeir voru handteknir vegna fjöl- skyldutengsla við grunaðan and- ófsmann sem komist hafði hjá handtöku. Amnesty-samtökunum hafa borist fregnir um pyntingar á stjórnarandstæðingum í fangels- um í N’Djamena svo og aftökur án dóms og laga og lýsa því sam- tökin áhyggjum sínum yfir því gerðum þegar þau voru skotin eða tekin til fanga. Dæmi um böm sem ísraelskir hermenn skutu til bana 1989 við óréttlætanlegar aðstæður: Samer ’Aruri, 11 ára, 19. mars í þorpinu Silat al-Harthiya. Nu’man Jaradat, 17 ára, sama dag annars staðar í þorpinu og sami hermaður talinn hafa verið að verki. As’ad Hammuda, 14 ára, 19. mars á Gaza-svæðinu. Maher Shaebek, 13 ára, 8. apríl í Jenin. Milad Anton Shahin, 12 ára frá Bethlehem, 5. maí. (Hann var að bræðurnir kunni að hafa verið pyntaðir og að líf þeirra gæti verið í hættu. Ríkisstjórn Chad hefur hvorki gefið upp ástæður fyrir handtökunni né hvar bræð- urnir eru hafðir í haldi. Vinsamlegast skrifið og farið fram á að dvalarstaður bræðr- anna Abderahmane Tchere og Dari Tchere verði gefinn upp og að þeir fái mannúðlega meðferð. Farið fram á að þeir verði látnir lausir svo fremi að þeir verði ekki sakaðir um refsivert athæfi og leiddir fyrir rétt. Skrifið til: Son Exeellence Monsieur Hissein Habré Président de la République La Presidence N’Djamena République du Tchad. Samer Áruri að kasta steinum að hermönnum ásamt félögum.) Dæmi um særð börn: Ra’ad Hammad Abu ’lsha, 17 ára piltur sem þjáist af Downs Syndrome (erfðasjúkdómur — mongólismi), 26. apríl. Dæmi um börn sem þolað hafa pyntingar eða aðra illa meðferð: Ra’ad ’Adwan, 15 ára, í Nabl- us 26. apríl. Hrottalega barinn. 14 ára piltur, ónafhgreind- ur, í Bethlehem, einnig í apríl. Handleggsbrotinn með kylfu af völdum hermanns. Dæmi um börn sem tekin voru í varðhald eftir óréttlát réttarhöld eða haldið án ákæru eða réttar- halda: Attiyeh Shaykh, 17 ára, og Muhammad Musa Khilayli, 16 ára. Báðir dæmdir í 6 mánaða vist í Ketziot-varðhaldsbúðunum í Negev-eyðimörkinni, þar sem aðbúnaður er harður og engar fjölskylduheimsóknir eiga sér stað. Áskoranir um rannsókn á þessum málum. sendist til: Yitzhak Rabin, Minister of Defence 7 „A“ Street Hakiriya Tel Aviv 67659 Israel. Sergio Huamancusi Ramos, 17 ára, er talinn hafa „horfið" eftir að hafa verið handtekinn af öryggissveitum í Santo Tomás de Pata-héraði í Angaraes-sýslu. Hermt er að 19. maí 1989 hafi hermenn úr Santo Tomás de Pata-herstöðinni ásamt al- mennum borgurum, u.þ.b. 500 manns, ráðist inn í sveitaþorp í Antaparco-héraði og skipað þorpsbúum að safnast saman á aðaltorgi þorpsins. Hermennirnir voru vopnaðir haglabyssum og hnífum. Á meðan þorpsbúum var haldið á torginu var farið ráns- hendi um heimili þeirra og síðan var Sergio handtekinn ásamt öðrum þorpsbúa. Samkvæmt frá- sögnum vitna voru báðir fang- arnir færðir til Santo Tomás de Pata-herstöðvarinnar. Ættingj- um og þorpsleiðtogum hefur hvorki tekist að afla upplýsinga I nokkmrn fylkjum Banda- ríkjanna viðgengst enn dauða- refsing yfir afbrotamönnum inn- an 18 ára aldurs. Vinsamlegast skrifið Bush for- seta og vekið athygli á þeirri staðreynd að lögin sem leyfa dauðarefsingu yfir ungum af- brotamönnum eru í andstöðu við þær meginreglur sem fram koma í alþjóðlegum mannréttindasátt- málum og viðmiðunum. um dvalarstað né velferð fang- anna tveggja og heryfirvöld hafa neitað að staðfesta handtöku þeirra. Vinsamlegast skrifið og lýsið áhyggjum ykkar yfir „hvarfi" Sergio Huamancusi Ramos í kjöl- far handtöku öryggissveitanna og farið fram á að hann verði látinn laus tafarlaust eða leiddur fyrir dómstóla sakaður um refsi- vert athæfi. Vinsamlegast farið fram á að hann fái mannúðlega meðferð meðan á varðhaldi stendur og að hann fái að hafa samskipti við ættingja sína og lögfræðinga. Skrifið til: Presidente Alán Garcia President de la República de Perú Palacio de Gobierno Plaza de Armas Lima Perú. Hvetjið forsetann til að hafa forgöngu i þessu máli með því að hvetja fylkin til að banna af- tökur ungra afbrotamanna, sem eru undir 18 ára aldri þegar af- brot eru framin. Skrifið til:, President George Bush The Whité House Washington DC 20500 United States of America. CIIAD BANDARÍKIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.